Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAÖUR 30. APRÍL 1992. Fréttir Formaimskjör í Rithöfundasambandinu: Þráinn í framboð gegn Sigurði Pálssyni „Já, það er rétt að ég hef ákveöið að gefa kost á mér til formennsku í Rithöfundasambandi íslands," sagði Þráinn Bertelsson við DV. Stjómarkjör í sambandinu mun fara fram á aðalfundi þess laugar- daginn 23. maí næstkomandi. Einar Kárason formaður og Steinunn Sigurðarsdóttir varaformaður gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjómarsetu. Núverandi stjóm hef- ur lagt fram tillögu um nýja stjóm. Hún gerir ráð fyrir Sigurði Páls- syni í formannssætið og Sveinbimi I. Baldvinssyni í sæti varaform- anns. Þess má geta að Sigurður var formaður Rithöfundasambandsins áður en Einar tók við. „Margir félagsmenn virðast ekki sjá neina þörf á því að stjómin ein sjái um sína endurnýjum. Þessir félagsmenn vilja hafa sitt aö segja um það mál,“ sagði Þráinn. „Það var leitað til mín um hvort ég vildi gefa kost á mér til formannskjörs. Ég féllst á það. Þetta er það eina sem hægt er að segja um þetta mál á þessu stigi.“ Þráinn sagði það hafa verið rætt í hópi stuðningsmanna hans hvort rétt væri að bjóða fram heilan lista. Þeir hefðu komist að þeirri niður- stöðu að heppilegra væri að bjóða eingöngu fram í formannsembætt- iö, sumpart vegna þess að væri far- - ið út í að bjóða fram hóp manna gæti það skilist sem svo að um ein- hvem díúpstæðan ágreining væri að ræöa. „Svo er alls ekki,“ sagði Þráinn. „Ef ég skil þá rétt sem til mín leit- uðu, þá er eðlilegt, þar sem lýðræð- ið á að blómstra, að óbreyttir fé- lagsmenn hafi rétt á að koma hug- myndum sínum á framfæri.“ Athygh vekur að í nýútkomnu fréttabréfi Rithöfundasambands- ins er hvergi minnst á framboð Þráins en fuhtrúar stjómarinnar taldir upp. „Einhver ógæfa varð til þess að mitt framboð er ekki kynnt í fréttabréfmu. En ég geri það ekki að neinu hitamáli," sagði Þráinn. „Þetta er að vísu svohtið óhepphegt því að mér skilst að búið sé að senda út kjörgögn th þeirra sem búa á landsbyggðinni og erlendis. Það er náttúrlega dáhtið erfltt fyrir þá að nota kosningarétt sinn ef þeir vita ekki um alla þá sem em í kjöri.“ Ekki náöist í Sigurð Pálsson þar sem hann var á leið til útlanda í gær. -JSS „Það er bæöi spenningur og tilhlökkun í okkur,“ sögðu þær Sigriður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir í samtali við DV í gær. Æfingar hafa staðið yfir á fullum krafti undanfarna daga fyrir Eurovisionkeppnina. Hópur- inn leggur af stað til Málmeyjar á mánudag og þær stöllur munu birtast landsmönnum í rauðum jökkum á skján- um laugardagskvöldið 9. mai með lagið Já eða nei. DV-mynd Brynjar Gauti Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Lítill hluti af alls kyns fjárútlátum - Qöldi nefhda skiptir meö sér 2 miUjörðmn króna til menningarmála Sænskir rithöfundar hafa gagn- rýnt hversu illa bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs em kynnt og segja óverjandi að ekki skuh einu sinni séð tíl þess að verðlaunabækumar séu þýddar á öh Norðurlandamálin þeg- ar til þess sé htið að Norræna ráð- herranefndin veiti 2 mihjörðum ís- lenskra króna til menningarmála en verðlaunin nema aðeins 1,5 milljón- um. Rithöfundurinn Bo Enquist seg- ir ábyrgðina hjá menntamálanefnd en formaður hennar er Rannveig Guðmundsdóttir þingmaður. „Þessi nefnd sér um margvíslega þætti menningar. Til hliðar við hana er menningarmálasjóður og um hann fer'feikhega mikiö af fjármun- um til styrktar menningarmálum. Auk þess eru nokkrar menningar- nefndir undir ráðherranefnd sem líka ráðstafa fé,“ segir Rannveig um þessa gagnrýni. Hún hefur nýlega tekið við sem nefndarformaður og fyrsta embætt- isverk hennar var að sækja samráðs- fund með stjóm menningarmála- sjóðs og öðrum formönnum menn- ingamefnda. „Þar vakti ég máls á því að tryggja þyrfti að allar Norður- landaþjóðimar ættu kost á aö lesa verðlaunabækumar og óskaði eftir að stjóm sjóðsins kannaði hvort hún hefði smugu til að hafa áhrif á að bók Fríðu Á. Sigurðardóttur yrði gefin út,“ segir Rannveig. Henni var tjáð að bókin lægi fyrir þýdd og til þessa hefði Norðurlandaráö ekki staðið fyrir útgáfu á verðlaunabókum. Rannveig vísaði því á bug aö stór hluti menningarmálaframlaga færi til nefndareksturs. „Það era ahs kyns fastastyrkir í apparötum ráðsins. í menntamálanefnd em aðeins haldn- ir fjórir fundir á ári og þeir standa í 1-2 daga. Þó viö gæfum okkur að fundarseta hvers fuhtrúa kosti 100.000 krónur þá gerir það ekki nema nokkrar mUljónir í rekstri," segir hún. -VD Táknræn athöfn á Landakoti: Það eru sárindi meðal fólks „Það em sárindi meðal fólks og mörgum finnst leiöinlegt hvemig komið er fyrir spítalanum," segir Ingibjörg Sigmundsdóttir, hjúkrun- arforstjóri á Landakoti. Klukkan 16.15 í dag ætlar starfs- fólk, sem missti vinnuna á Landa- koti í kjölfar þess að ákveðið var að hætta bráðamóttöku sjúklinga og leggja niður gjörgæsludeUd, að kveðja gamla vinnustaðinn sinn. „Það verður stutt kveðjuathöfn. Síðan verður kveikt á kyndlum og gengið á fund heUbrigðisráðherra, Sighvats Björgvinssonar. Honum verður afhent orðsending þar sem kemur fram að viö hörmum þetta ástand og hve miður okkur þyki hvemig komið er fyrir Landakoti. Þetta á fyrst og fremst að vera tákn- ræn athöfn en ekki skrúð- eða mót- mælaganga," segir Ingibjörg. Sam- kvæmt upplýsingum hjá launabók- haldi Landakots fækkar stöðugUdum um 120 á spítalanum á næstimni. -J.Mar Alþjóðlegar stafatöflur fyrir tölvur: íslenskan hvergi töluð í raf- eindaþorpi framtíðarinnar - efviðhöldumekklvökuokkar -Ef heimurinn breytist í framtíðinni í rafeindaþorp, þar sem upplýsinga- og boðmiðlunartækni styttir aUar vegalengdir miUi staða, er hætta á að íslenskan verði hvergi töluð í því þorpi, að sögn Friðriks Sigurðssonar hjá UT-staðlaráði. Friðrik sagði að hugbúnaðarfram- leiðendur hlytu að standa frammi fyrir verulegum erfiöleikum viö hug- búnaöarframleiðslu ef íslensku staf- irnir ÞogÐ yrðu feUdir úr alþjóðleg- um stafatöflum fyrir tölvur. Þrátt fyrir að margar vélbúnaðar- tegimdir með mismunandi stýrikerfi hafi verið í notkun á íslandi hefur vandamál forritara í gmndvaUarat- riðum verið að finna auðveldar varp- anir milh alþjóðlegra stafatafla. Ef ekki veröur gert ráð fyrir Ð og Þ í þessum stafatöflum verður ekkert að varpa í, að sögn Friðriks. Þá þurfa aörar dýrari og erfiöari forritunar- lausnir að koma tíl. Þetta vandamál er þó ekki bundið við tölvur þar sem búast má við að nánast öU boðmiðlun verði stafræn í framtíðinni. Nú þegar er verið aö framleiða farsímaboðkerfi sem birta skUaboö á gagnaskjám sem ekki birta íslenska stafi. Ýmsar fartölvur em ekki hannaðar meö íslensku lyklaborði eða íslenskum stöfum. Og nýjasta dæmið um tæki sem Ula sam- ræmast íslenskri notkun er Data Diskman upplýsingaleitartækið frá Sony. En fleiri hættur steðja að okkur þar sem fleiri staðlar en þeir alþjóðlegu geta valdið vandræðum fyrir hug- búnaðarframleiðendur og notendur tölva og rafeindatækja. Risafyrirtæki eins og IBM setja sína eigin staðla og nauðsynlegt er því að við reynum að gæta þess að slík alþjóðleg stórfyr- irtæki hafi íslenskuna með í sínum stöðlum. Þá er ekki síður mikilvægt að gera má ráð fyrir að stór hluti af kennslu muni í framtíðinni fara fram með hjálp tölva og rafeindatækja. Takist ekki að tryggja að slík tæki samrým- ist íslensku með hjálp alþjóðlegra staðla getur þaö reynst kostnaðar- samt og jafnvel óframkvæmanlegt að veita íslendingum menntun á ís- lenskri tungu sem er sambærileg við menntun samkeppnisþjóða okkar. -ÁTH Frumvarp um frjalsa lyfsölu: Skiptar skoðanir með- al lyfjafræðinga „Það era skiptar skoðanir meðal lyfjafræðinga um aukið frelsi í lyf- sölu,“ segir Finnbogi Rútur Hálfdán- arson, yfirlyfiafræðingur í Garðsapóteki. Samkvæmtfrumvarpi heUbrigðisráðherra, Sighvats Björg- vinssonar, á hvaða lyfiafræðingur sem er að geta stofnað apótek hafi hann verslunarleyfi eða geri samn- ing við einhvem með slíkt leyfi. Einnig era sett skUyrði um aöstöðu, búnað og rekstur. Samkvæmt nú- gUdandi lögum er fiöldi apóteka ákveðinn með reglugerð. Forseti ís- lands staðfestir leyfi tíl apóteks- rekstrar sem heUbrigðisráöherra veitir eftir tUnefningu sérstakrar nefndar. Ekki er hægt að veita ný leyfi nema breyta ákvæðum í reglu- gerð. „Ég held að með nýja frumvarpinu, sem enn hefur ekki verið lagt fram þó gert sér ráð fyrir aö lögin taki gUdi 1. júlí, sé stigið stórt skref í þá átt að lyfiadreifing sé ekki heUbrigð- isþjónusta heldur bara verslun," seg- ir Finnbogi en bætir því við að sjálf- sagt fagni einhverjir breytingunni. Hann segist ekki viss um aö endi- lega sé þörf á miklu fleiri apótekum á höfuöborgarsvæðinu en getur þess þó aö staðsetning apóteka hafi ekki fylgt íbúaþróun. Finnbogi segir lyfiafræðinga óánægða með að samkvæmt fram- varpinu geti spítalar rekið apótek og selt lyf til almennings. „Þessi apótek era ekki rekin eins og venjuleg apó- tek. Laun og kostnaður er ekki \ greiddur af tekjum af lyfiasölunni. Samkeppnisaðstaöan verður því ólík, sérstaklega þegar haft er í huga i að lyfiaverð verður frjálst. Spítalarn- ir geta þá selt lyf á lægra veröi." Finnbogi segir lyfiafræðinga óttast , að lyfianeysla aukist með aukinni samkeppni. Samkvæmt frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að lyfsala verði tekin af læknum úti á landsbyggðinni. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.