Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 33
53 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. Helgarpopp Sólar-upprás Síöan skein sól hefur haft sig lítið í frammi síöustu mánuði. Hljómveit- in var ein fárra sem ekki voru með hljómplötu á jólamarkaðinum og að undanskildum desembermánuð hef- ur hljómsveitin dæst síðan í október enda úthaldið orðið langt. Nú þegar vor er í lofti og sól skríð- ur hærra á himnafestinguna skríður hljómsveit úr híði. Nýr trymbill er sestur viö húðimar og nýtt efni hrannast upp. Til að kynnast betur innanbúðarmálum Sólarinnar hitti blaðamaður þá Helga Bjömsson söngvara og Jakob Magnússon bassaleikara og innti þá fyrst eftir nauösyn þess að pústa og brottfor Ingólfs Sigurðssonar trommuleikara úr hljómsveitinxú. Frí til að lofta út „Frí er til þess aö lofta út svita og ólykt,“ segir Helgi og hann heldur áfram. Ingólfur vildi breyta til, en það tengist ekki á neinn hátt ósam- komulagi innan hljómsveitarinnar. Hann ákvað að reyna fyrir sér í hljómsveitinni OrgiU þar sem hann á æskuvini og félaga. Hann var búinn að spila með þeirri hljómsveit sam- fara vera sinni í Sólinni um nokkurt skeið og því þurfti Orgill að sníða sína dagskrá aö því sem Sólin var að gera á hverjum tíma. Slíkir árekstrar vom orðnir tíðir og því varð hann að velja á milli sveitanna. Sá sem fyllir skarð Ingólfs er mjög frambærilegm- trymbill, Hafþór Guðmundsson, sem leikið hefur með hljómsveitunum Sprakk, Eldfuglin- um og Hunangstunglinu. Því er ekki að neita að það var komin ákveðin vinnuþreyta í mann- skapinn enda höfðum verið að nær linnulaust frá 1989. Menn koma ferskir úr svona fríi og maður fmnur þaö, betur en oft áður, hvað það er gaman að spila. í svona fríi nær maður iika betur að melta það sem hljómsveitin hefur verið að gera. Slík naflaskoðun er nauðsynleg." Nýmarkmið Jakob Magnússon segir hljóm- sveitina hafa komið saman á nýjan leik í lok mars og þá var byrjað að æfa upp nýtt prógramm, bæði gömul lög sem hljómsveitin átti í fórum sín- um auk nýrra laga. Skömmu fyrir páska fór hljómsveitin í hljóðver og tók upp fimm lög, þar af tvö sem stendur til að gefa út í Englandi í sumar. „Það komu tveir pródúsentar frá Bretlandi og unnu meö okkur fyrstu tvær vikumar í apríl. Það dæmi er ávöxtur ferðar okkar til Englands í haust þar sem við spiluð- um á nokkrum klúbbum. Það var maður frá litlu, óháðu útgáfufyrir- tæki, Diva, sem sá okkur á Mean Fiddler-klúbbnum og lýsti áhuga á samstarfi. í kjölfarið komu þessir pródúsentar og tóku upp lögin Seven out og God Burger Two (vinnuheiti) í Stúdíó Sýrlandi." - Hvað rekur menn af stað í útgáfu í útlöndum? „Ný takmörk, ný verkefni til að sigrast á. í rauninni erum við búnir að gera flest það sem hægt er að gera á þeim litla markaði sem ísland er. Það er ákveðin endurtekning í því aö starfa eingöngu hér heima, án þess að viö séum að gera lítið úr því. Við getum auövitað haldið áfram að gefa út plötur og farið sumar- hringinn um landið en metnaðurinn mipnkar eftir því sem maður gerir það oftar. Þegar við komum fram hér á landi getum við gengið út frá því sem vísu að allavega helmingur tón- leika- eða ballgesta hafi heyrt í okkur áöur. Áskorunin er því ekki eins mikil og hún var þegar við vorum að byija. Við erum að reyna að víkka út starfssviöið meö því að líta út fyr- ir landsteinana." - Síðan skein sól á fulla ferð eftir frí og mannabreytingu og sérstaklega ánægjulegt að heyra hvemig hin ýmsu lög öðlast nýtt líf þegar hleypt er í þau krafti.“ Tónleikaferðir lífsspursmál Útþrá Sólarinnar á sér engin tak- mörk og næstu daga axlar hljóm- sveitin malinn og heldur í lautarferð til kóngsins Kaupinhafnar. „Við ætium að skreppa í heilsubót- arferð til Kaupmannahafnar og spila fyrir íslendingafélagið í ijaldbúðum úti í skóg. Það stóð til að við myndum spila á einhveijum Utlum stöðum í Danmörku og einnig vom hugmynd- ir uppi um spilerí á Hróarskelduhá- tíðinni. Við komumst hins vegar að því aö kokið leyfði ekki svo stóra bita, þannig að við létum þær hug- myndir sigla." Síðan skein sól hefur hringferð um ísland þann 15. maí og verður Ara- tunga fyrsti viðkomustaðurinn. Hljómsveitin verður svo á faralds- Umsjón: Snorri Már Skúlason Hljómsveitin Síðan skein sól. Troða upp á einni stærstu rokkhátíð Englands Síðan skein sól ætlar ekki einungis að gefa út smáskífu í Englandi í sum- ar. Sveitin gengur skrefinu lengra og verður meðal gesta á hinni virtu Reading-rokkhátíð skammt vestur af London í lok ágúst. Á meðal hljóm- sveita, sem þar troða upp, em Nir- vana, Jesus Jones og Ástralinn frá- bæri, Nick Cave. „Upptroðsla Sólarinnar á Reading er tilkomin vegna ferðarinnar til Englands sl. haust, en einnig hefur Jakob Frímann, menningarfulltrúi í London, verið sveitinni innan hand- ar með þá tónleika. Hljómsveitin stefnir á að spila á klúbbum víðs vegar um England dagana í kringum Reading-hátíðina. “ - Hvað heitir hljómsveitin í útlönd- um ? Það koma vöflur á Helga og Jakob við spuminguna og greinilegt að skírnarfonturinn hefur ekki verið brúkaður. Eftir léttar rokur og hug- myndastorm við hringborðið tekur Helgi Bjömsson af skarið. „Það hefur eitt og annaö verið nefnt í þessu sambandi. Þegar við vomm í London í haust komum við fram undir nafninu Here Comes the Sun. Þau nöfn, sem koma til greina fyrir sumarið, eru SS Soul og Sex Puftins. Hvaö verður leíðir tíminn í ljós.“ Harðara yfirbragð Síðan skein sól verður með tvö lög á safhplötu í sumar auk þess sem hljómsveitin á eitt lag í kvikmynd Júlíusar Kemp, Veggfóðri. Plata með lögum úr kvikmyndinni verður gefin út í lok júní. - Er tónlist Sólarinnar að breytast? „Það er erfitt að segja. Við erum Síðan skein sól og hlaupumst ekki Tindan því merki. Jú, ef maður hugs- ar út í það þá er tónlistin að verða harðari. Við höfum leyft okkur ansi margt á okkar ferli. Tónlistin hefur sveiflast frá hressilegu rokki yfir í órafmagnaðar ballöður og allt þar á milli. Það sem við höfum verið að fást við síðustu vikur er meö harðara yfirbragði en oftast áður. Það er meiri keyrsla og harðari tónn. Undanfarið höfum við verið að út- setja gamlar ballöður upp á nýtt og þar höfum við leyft okkur aö rokka lögin upp með hráum gítarleik og auknu trukki. Það er skemmtileg iðja fæti í allt sumar og mun spila um hveija helgi fram á haust. „Það er mjög erfitt að halda hljóm- sveit úti nema að fara í hringferð um landið á sumrin, sérstaklega ef menn ætla að hafa þetta að atvinnu. Þaö lifir enginn á plötuútgáfu hérlendis, nema kannski Bubbi Morthens. Hljómsveitir verða að sækja fólkið á landsbyggðinni heim. Það er líka mjög hollt fyrir hljómsveitir að fara í slíka túra. Böndin verða þéttari og betri auk þess sem þannig gefst kjör- iö tækifæri á að fá viðbrögö fólksins við nýjum lögum.“ Síöan skein sól hefur í hyggju aö taka upp stóra plötu á hausti kom- anda og taka þátt í plötuslagnum fyr- ir næstu jól. Fram að þeim tíma hef- ur sveitin í mörg hom að líta og ljóst að þeir Helgi, Jakob, Eyjólfur Jó- hannsson gítarleikari og nýi hös- maðurinn, Hafþór Guðmundsson, verða reynslunni ríkari effir ævin- týri sumarsins. KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virka daga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-18.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Athugfð: Auglýsing I helgarblað DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.