Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. Utlönd Bandaríski körfuboltasnillingurinn Ervin „Magic“ Johnson er einna (rægast- ur þeirra manna sem greinst hafa með eyðniveiruna. Ekki er þar meö sagt að hann eigi á hættu að fá eyðni. Teikning Lurie Óvæntar efasemdir vísindamanna: Eyðniveiran er skaðlaus - grunur um að eyðnilyf geti valdið eyðni Kominn er fram hópur vísinda- manna sem telur aö viðurkenndar skoöanir á orsökum eyðni fái ekki staðist. Þessir menn segja að engar sannanir séu fyrir því að svokölluð HTV-veira valdi eyðni ein sér eins almennt hefur verið talið frá því hún fannst fyrst árið 1983. Því er einnig haldið fram að eyöni- veiran hafi fylgt mannkyninu lengi en fundist nú á síðari tímum vegna framfara í veiurannsóknum. Vís- indamennirnir segja að vissulega finnist veiran í fólki sem fær eyðni en hún sé skaðlaus fólki nema aðrir þættir komi einnig til. Flestir þeirra sem látist hafi úr eyðni hafi verið í hættu af öðrum orsökum. Ósannað að HlV-veiran valdi eyðni Sá sem fer fyrir efasemdamönnun- um heitir Peter Duesberg, prófessor í við háskólann í Berkley í Kalifor- níu. Hann hefur unnið að rannsókn- um á eyðni lun árabil en missti rann- sóknarstyrk sinn nýverið vegna þess að mönnum þótti sem hann væri lentur á villigötum. Duesburg og þeir sem fylgja honum að málum segja að bilun í ónæmis- kerfi likamans, sem rakið er til eyðniveirunnar, stafi af öðrum sýk- ingum og óheilsusamlegu líferni enda séu langflestir eyðnisjúklingar einnig eiturlyfj aneytendur og því í mikilii hættu af þeim sökum. í tilvikum annarra, sem látist hafi úr eyðni, megi yfirleitt fmna aðra áhættuþætti sem gætu verið skýring- in á að ónæmiskerfið hættir að gegna hlutverki sínu. Efasemdamennimir segja að sú staðreynd að eyðni hafi fyrst fundist meðal homma hafi vak- ið ótta manna um faraldur vegna kynsjúkdóms. Orsökin fyrir sjúkdómnum hafi snarlega. fundist með HTV-veirunm jafnvel þótt vitað sé að ónæmiskerfið geti bfiað af öðrum orsökum. Dues- burg heldur því þannig fram að or- sakasamhengið milh sjúkdóms og veiru sé ósannað. Eyðnilyfin geta sjálf valdið eyðni Annar bandarískur vísindamaður, dr. Harvey Bialy að nafni, tekur und- ir þetta og segir að starfsbræður hans hafi samþykkt vinsæla tilgátu um orsakir eyðni án þess að sannanir væru bomar fram. Hann segir að vel geti verið að HlV-veiran valdi eyðni en það sé enn ósannað mál eftir margra ára rannsóknir. Fleiri hafa orðið til að taka undir með Bandaríkjamönnunum. Pró- fessor Luc Montagnier við Pasteur- stofnunina í París segir að ekkert sé sannað um orsakasamhengið milh veimnnar og sjúkdómsins. Hann segir aht benda til að fólk verði að vera í hættu af öðrum orsökum einn- ig til að fá sjúkdóminn þótt hann útiloki ekki að HlV-veiran eigi þar hlut að máh. Montagnier gengur á einu sviði enn lengra en Bandaríkj amennirnir og segir að nú sé rétt að beina athygl- inni að eyðnilyfjunum sem reynd hafi verið á síðustu árum. Þau séu ekki aðeins gagnslaus heldur grunar hann að þau geti valdið sjúkdómnum sem þau eiga að hefta. Þannig sé hugsanlegt að maður með HlV-veir- una fái fyrst eyðni þegar hann hefur fengið lyf sem á að vinna á veirunni. Breska blaðið Sunday Times hefur fjahað ítarlega um þetta mál og þar er ályktað að reynist hugmyndir efa- semdamannanna réttar gætu eyðni- fræðin öh reynst versta klúður læknavísindanna á þessari öld. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.92-01.11.92 12.05.92-12.11.92 kr. 55.173.33 kr. 60.818.00 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS Besta bandaríska kvikmynd níunda áratugarins. Donald Lyons, Film Comment. MITT EIGffi ID1I0 RIVER PHOENIX KEANU Gus Van Sant kemst á stall með framsæknustu kvikmyndagerðarmönnum Banda- ríkjanna, Jim Jarmusch og Coen-bræðrunum. Handritið er hressilega skrifað og kvikmyndinni leikstýrt af skilningi og einlægum húmor. Vincent Canoy, N.Y. Times. ☆ ☆ ☆ ☆ Óvenjuleg, yndislega frábrugðin, endumýjar trú þína á kvikmyndir. Marshall Fine, Gannett News Service. ☆ ☆ ☆ ☆ Van Sant laðar fram sama kraftaverkið frá River Phoenix og Keanu Reeves og hann gerði með Matt Dillon í Drugstore Cowboy. Ekkert undirbýr þig fyrir þessa óafsakanlegu, ósviknu kvikmynd. Mynd sem snertir þig djúpt. Lawrence Frascella, US. Tveir þumlar á lofti. Siskel og Ebert. Sýnd i A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð ínnan 16 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.