Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Evrópa heillar og fælir Umræöa Alþingis um Evrópska efnahagssvæðið hef- ur ekki varpað nýju ljósi á kosti og galla samningsins milli Evrópusamfélagsins og Fríverzlunarsamtakanna. Það gildir enn, sem hér hefur áður verið sagt, að sam- komulagið virðist þjóna hagsmunum íslands sæmilega. Allir aðilar Fríverzlunarsamtakanna líta á Efnahags- svæðið sem biðsal að Evrópusamfélaginu sjálfu, nema íslendingar. Við höfum htið á samninginn sem enda- stöð, eins konar framhald á nothæfum viðskiptasamn- ingi, sem við höfðum áður gert við Evrópusamfélagið. Með tilkomu Efnahagssvæðisins fáum við greiðari aðgang með fleiri fiskafurðir á lægri tollum að stærsta markaði í heimi. Við njótum líka skuldbindinga, sem við tökum á herðar um að auka viðskiptafrelsi í inn- flutningi og innanlands til að efla íslenzka hagþróun. Á hinn bóginn þurfum við að sýna töluverða aðgát í sambandi við hugsanleg landakaup útlendinga, hugsan- legan aðflutning erlends vinnuafls og lögsögu evrópskra dómstóla. Af veiðiheimildum þurfum við ekki að hafa áhyggjur, því að þær eru næstum því ekki neinar. Hér í DV hefur áður verið bent á, að hluta milljarð- anna, sem ríkið ver á hverju ári til landbúnaðar, mætti nota til að kaupa jarðir og jarðarhluta, heiðalönd og afréttir. Þannig getur ríkið komið í veg fyrir, að mikil- vægar jarðir og lönd fari á alþjóðlegan fasteignamarkað. Einnig hefur í DV verið bent á, að reglur um tungu- málakunnáttu atvinnuumsækjenda mundu koma í veg fyrir örtröð hér af hálfu útlendinga. Við yrðum þó að hafa undanþágur frá slíkum reglum til að draga hingað aðila til að halda uppi samkeppni í fáokunargreinum. Við þurfum að losna við einokun Flugleiða, fáokun olíufélaga, tryggingafélaga og banka. Við þurfum að koma af stað innflutningi á samkeppnisvörum í land- búnaði. Allt þurfum við þetta til að draga úr kostnaði almennings við að lifa sómasamlegu lífi hér á landi. Við frekari rökræður um Efnahagssvæðið er brýnt að byrja að ræða í alvöru, hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusamfélaginu þegar á þessu ári, svo að við getum haft samflot með Norðurlöndum og stuðning af slíku samfloti. Atburðarásin er orðin svo hröð. Hingað til höfum við tahð, að við ættum ekki að ganga inn í evrópska virkið, enda væri það smíðað um aðra hagsmuni en okkar. Mestu máh skiptir þó, að líklegt er, að farsæha sé fyrir þjóðir að vera sín eigin þunga- miðja en að sækja hana til mandarína í Bruxehes. Þótt Evrópusamfélagið hafi að mörgu leyti gefið góða raun, er það í eðh sínu stofnun, þar sem embættismenn og þrýstihópar starfa saman að viðskiptastríði við um- heiminn. Evrópusamfélagið er viðskiptalega ofbeldis- hneigð stofnun, sem heftir alþjóðlega fríverzlun. Annar slæmur galh Evrópusamfélagsins er landbún- aðarstefna þess, sem minnir nokkuð á hina íslenzku, þótt í smærri stíl sé að höfðatölu. Þessi stefna á töluverð- an þátt í spennu mihi Evrópusamfélagsins og umheims- ins, svo sem fram kemur í alþjóðlegum tollaviðræðum. I þriðja lagi er ljóst, að við seljum ekki frumburðar- rétt okkar að fiskveiðilögsögunni til að komast í Evrópu- samfélagið. En við komumst ekki að raun um, hvað hangir á spýtunni á því viðkvæma sviði, nema við hefj- um viðræður um hugsanlega inngöngu í samfélagið. Skynsamlegt er að staðfesta samninginn um Efna- hagssvæðið og fara í alvöru að ræða, hvort rétt sé að sækja á þessu ári um aðild að Evrópusamfélaginu. Jónas Kristjánsson „... sá sem tekur slik lán veit ekki og getur ekki vitað hvaða fjárhæð hann gengst undir að greiða,“ segir Eggert m.a. Lánskjara vísitalan Undirritaður hefur í fimmta sinn flutt á Alþingi frumvarp til laga um lánskjör og ávöxtun sparifjár. í 1. gr. þess segir: „Frá og með 1. júlí 1992 er óheim- ilt að verðtryggja íjárskuldbinding- ar með lánskjaravísitölu, þar með talin inn- og útlán í bankakerfinu, skuldabréf, verðbréf o.s.frv." í 2. gr. þess segir: „Heimilt skal þó vera að verð- tryggja spariskírteini ríkissjóðs, enda sé þá miðað við vísitölu vöru og þjónustu." Hver er nauðsynin? Spyrja má hver nauðsyn þess sé nú að afnema lánskjaravísitölu þegar hækkun hennar hefur verið með minnsta móti undanfarna mánuði. Þörfin er meiri en nokkru sinni fyrr. Það stafar einfaldlega af því að hún hefur fullkomnað skemmdarverk sitt í íslensku efna- hagslífi. Hún hefur valdið allsherj- arkeppu, hrinu gjaldþrota og hrikalegu atvinnuleysi. Uppsöfnun skulda af völdum vísitölunnar ná- lega allan níunda áratuginn hefur verið af shkri stærðargráðu. Vísitalan hækkaði sum árin um 40% og allt upp í 75%. Eini ávinn- ingurinn við þessi ósköp er sá að menn hafa loks gert sér grein fyrir skaðvaldinum, þó því miður ekki allir. Fuhtrúar baeði atvinnurek- enda og launþega krefjast vaxta- lækkana. Útvegsmenn keppast við að lýsa því yfir að skuldabyrðin, ekki aflasamdrátturinn, valdi rekstrinum mestum örðugleikum. Svarta skýrslan um skuldir sjávar- útvegsins, sem nýlega hefur verið sagt frá, staðfestir það ástand sem leitt hefur af upptöku lánskjara- vísitölunnar. Við skulum byrja á byrjuninni og líta á Ólafslög nr. 13/1979. Þau gerðu ráð fyrir tvíhhða verðtrygg- ingarákvæðum, þ.e. eftir 7. kafla á sparifé og eftir 8. kafla á vinnu- laun. Að brjóta þetta grundvallar- atriði laganna er afskræming á hugmyndinni sem að baki lá. Spyrja má hvort það hafi verið í anda Ólafs Jóhannessonar heitins, sem svoköhuð Ólafslög eru kennd við, þegar annar formaður Fram- sóknarflokksins afnam verðtrygg- ingu á laun. Svo sem kunnugt er var það Seðlabankinn sem hafði frumkvæðið að lögunum og mættu lögin því eins kallast Nordalslög og Ólafslög. Lánin margfaldast En hvað gera aðrar þjóðir í þess- um efnum? Finnar afnámu láns- kjaravísitölu um leið og þeir af- námu kaupgjaldsvísitölu. Annað töldu þeir siðleysi. Aðrir mæh- kvarðar virðast gilda hér. Okkur er boðið það sem aðrir láta ekki bjóða sér. KjáUariim Eggert Haukdal alþingismaður Verðtrygging fjárskuldbindinga var af formælendum hennar tahn boða þrjár breytingar til batnaðar: 1) Hún átti aö draga úr eftirspurn lána. 2) Hún átti að auka sparnað. 3) Hún átti að minnka erlenda skuldasöfnun. Ekkert af þessu stóðst. Lána- þenslan jókst stöðugt og náði áður óþekktu hámarki. Bundin spari- innlán jukust minna en nam við- bættum vöxtum, þ.e. grunninnlán minnkuðu. Erlend skuldasöfnun hélt áfram og gerir það enn. En áhrifm á verðlag létu ekki á sér standa. Vaxtaskrúfan olli stans- lausum hækkunum vöruverðs og þjónustu, eins og framfærsluvísi- talan gegnum árin' ber með sér. Atvinnuvegirnir fundu illilega fyr- ir þessu, einkanlega útflutningur- inn sem keppir á erlendum mörk- uðum. Það var ekki fyrr en laun- þegasamtökin tóku á sig byrðina með svonefndri þjóðarsátt aö verð- lagið fór að kyrrast. Eitt hið óhugnanlegasta við verð- tryggðu lánin er það að sá sem tek- ur slík lán veit ekki og getur ekki vitað hvaða fjárhæð hann gengst undir að greiða. Verðbólga er ekki séð fyrir, enda hefur reynslan sýnt aö lánin margfaldast á fáum árum þó að staðið sé í skilum með allar afborganir, vexti og verðbætur. Ræður skuldarinn þá ekki við neitt og er óafvitandi orðinn vanskila- maður. Þetta er fjárplógsstarfsemi sem er mannskemmandi bæði fyrir þann sem iðkar hana og hinn sem er þolandinn. Burt með lánskjara- vísitöluna Enginn skyldi ætla að verðbólga geti ekki enn skollið á í þessu landi þótt við vonum að svo verði ekki. Ekki má til þess koma að lánskjara- vísitalan nái öðru sinni að koma af stað vaxtaskrúfu sem elur verð- lags- og kaupgjaldshækkanir. Þá er úti um möguleika á auknum og opnari milliríkjaviðskiptum sem stefnt er að. Það nægir ekki að gera vahð frjálst mhli verðtryggðra lána og óverðtryggðra eins og talað er um. Sá sem á peninga, lánveitand- inn, ræður kjörunum, lántakand- inn hefur þar ekkert að segja. Óbreytt kerfi myndi þá í reynd haldast. í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. mátti lesa: „Vaxtastigið er í sam- ræmi við hagsmuni Landsbankans, segir Kjartan Gunnarsson, vara- formaður bankaráðs Landsbank- ans.“ Þetta er óvenjulega hreinskil- ið oröalag. Þarna er handaflið margumtalaða. Markaöslögmáhn virka ekki í þjóðfélagi þegar ríkið eyðir umfram tekjur, þegar erlend lán eru tekin og seðlar prentaðir eftir þörfum eins og verið hefur undangengin ár. Hvorki stjómvöld né Seðlabanki ráða í reynd neinu um vaxtastigið. Til shks þarf rót- tækar lagabreytingar sem boðað frumvarp Jóns Sigurðssonar um Seðlabankanri leysir ekki. Þá skal enn vakin athygh á því að verðbótaþáttur vaxta er hluti vaxta, alveg á sama hátt og verð- bótaþáttur kaupgjalds er hluti launa. Áróðursmeistarar hávaxta- manna reyna sífellt að villa um fyrir fólki og vhja telja aðeins raun- vextina vexti. Hver borgar verö- bótaþáttinn annar en lántakand- inn? Óyggjandi heimhdir eru fyrir því að Olafur Thors, ástsælasti for- maöur Sjálfstæðisflokksins, var andvígur verðtryggingu fjárskuld- bindinga. Hann taldi að hún myndi leiða th vaxtahækkana sem at- vinnuvegimir og heimihn þyldu ekki. Þetta kom fram á viðreisnar- tímanum. Glöggskyggni hans studdist við reynslu. Sýnum þau hyggindi og þann manndóm að fara að ráðum hans. Með því heiðrum við minningu hans þegar 100 ár era hðin frá fæöingu hans. - Burt með lánskjaravísitöluna. Eggert Haukdal „Markaðslögmálin virka ekki í þjóðfé- lagi þegar ríkið eyðir umfram tekjur, þegar erlend lán eru tekin og seðlar prentaðir eftir þörfum eins og verið hefur undangengin ár.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.