Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. Spumingin Hverjir verða íslands- meistarar í handknattleik karla? Hafþór Jörgensson nemi: FH vinnur örugglega. Sigurður Gíslason nemi: FH- liðið er reyndara og ég hef meiri trú á þeim. Þeir sigra örugglega. Páll Guðmundsson nemi: Það verða FH-ingar, besta liðiö. Þeir þurfa ekki nema þijá leiki til að tryggja sér titil- inn. Ágúst Magnússon nemi: Selfoss sigr- ar. Ég held að taugar FH-inga bresti. Höskuldur Einarsson nemi: Það er engin spuming um að Selfoss sigrar. Sverrir Einarsson rafvirki: Selfoss. Ég sá síðasta leik Selfoss og Víkings og var mjög ánægöur með Selfyssing- ana. Lesendur Fj árhagsörðugleikar: Ástæður oq úrlausn Hrafnkell Tryggvason skrifar: í stuttu máh eru það fjárhagsörð- ugleikar þegar tekjur nægja ekki fyr- ir útgjöldum. Þessi staða getur varað í stuttan tíma, en þegar hún hefur safnast saman, segjum í þijá mán- uði, þá eru komnir upp fjárhagsörð- ugleikar. Þá þurfa einstaklingar og fyrirtæki að grípa í taumana strax. Það má telja upp ýmsa þætti sem orsaka það að fólk lendir í fjárhags- örðugleikum. Oft lendir fólk í þeim vegna kunnáttuleysis. Það tekur lán er neysla samræmist ekki tekjum. Veikindi orsaka og oft að fólk lendir í tímabundnum erfiðleikum, sem geta raskað tekjuflæðinu. Skilnaðir eru ekki fátíðir hér á landi og þeir valda oft fjárhagsþrengingum og fjárhagsleg vandræði stuðla að skiln- aði. Atvinnuleysi er að verða vaxandi þáttur í þessum efnum. Fólk með verulegar skuldbindingar missir vinnuna og atvinnuleysisbæturnar HAGDI IEIM Li EILD ISN! \ Fjármálaic fyrir fó Wh „Heimilin eiga ekki marga val- kosti,“ segir m.a. í bréfinu. nægja ekki til að ná endum saman. Þetta er þáttur sem má fara að huga alvarlega að í náinni framtíð. Um- frameyðsla er einnig þáttur sem þarf að huga að því hún er oft og tíðum eini orsakavaldur fjárhagsörðug- leika. Aðrir þættir sem stuðla að fjár- hagsvandræðum fólks er að tekin er of mikil áhætta og þá ekki síður hin- ir svokölluðu timburmenn eftir verð- bólguárin. Það er hins vegar efni í annan pistil að ræða um orsakir ytri og innri þátta í rekstri heimilisins sem leiða af sér fjárhagsleg vand- ræði. Heimilin eiga ekki marga valkosti. Þau geta aukið tekjurnar, sem reyn- ist þó oft erfitt, eða að fá lán, skera niður neyslu og endurskipuleggja rekstur heimilisins. Það skal bent á að viðbótarlán er alls ekki lausn því þá vefst upp á skuldimar. Best hefur reynst að stöðva skuldasöfnun og byrja á að vinda ofan af skuldunum. Þetta útheimtir oft mikiö átak en þessi aðferð reynist best þegar til lengri tíma er litið. Brennslustöðvar sorps Friðfinnur Einarsson, stöðvarstjóri Sopreyðingarst. Suðurnesja, skrifar: Nútíma brennslustöðvar fyrir sorp með eftirbrennslu og fullkomnum hreinsibúnaði fyrir reyk er einhver fullkomnasta aðferð í eyöingu sorps. Frá slíkum stöðvum er ekki sjáanleg reykmengun. Sorpbrennslustöðin sem Vestmannaeyingar hafa nú fest kaup á er af fullkominni gerð. Jafn- vel þótt hún sé ekki meö mjög full- kominn hreinsibúnað fyrir reyk, er hún samt mun betri kostur við eyð- ingu sorps en urðun eins og hún fer fram vítt um landið. Gæði stöðvar- innar felast fyrst og fremst í því að hún er útbúin eftirbrennslurými og fullkomnum búnaði sem gerir kleift að brenna sorpið við mjög stöðugt og hátt hitastig. Hér er um að ræða eitt mesta fram- tak í sorpeyðingarmálum á íslandi í seinni tíð. Vestmannaeyingar geta bætt við fullkomnari hreinsibúnaði þegar Hollustuvemd er búin að ákveða hver mengunarmörkin skuli vera. Víða um land eru enn reknar opnar brennsluþrær, þar sem fer fram ófulkomin brennsla sorps, jafn- vel með starfsleyfi. Brennslustöðin í Vestmannaeyjum mun einmitt leysa eina slíka af hólmi. Ef sorp er brennt í brennslustöð er mögulegt að nýta verulegt magn orku sem til fellur við branann, orku sem þyrfti annars að framleiða með öðrum hætti, t.d. með olíu. Brennsla gefur kost á fullnægj- andi eyðingu ýmissa spilliefna sem ekki verður eytt með öðrum hætti. Staðir sem henta til sorpurðunar era ekki á hveiju strái. Dæmi um slíkan stað er Álfsnes, sorpeyöingar- stað höfuðborgarsvæðisins. Slíkir staðir finnast ekki í Vestmannaeyj- um eða á Suðumesjum, svo vitað sé. - Upplýst skal að brennslustöðin á Suðumesjum er með eftirbrennslu og reykhreinsunarbúnað af Multicyclon gerð sem er svipaður og verður í Vestmannaeyjum. Séð yfir Keilisnes. Verða þar yfirleitt hafnar framkvæmdir? Enn villandi frétt um álver Lúðvíg Eggertsson skrifar: Rétt fyrir páska var lesin frétt í hljóðvarpi og sjónvarpi þess efnis að Atlantsál væri staöráðið í að hefja framkvæmdir á Keilisnesi eftir 3-5 ár. Ef vel var aö gáð mátti heyra fyr- irvara. Hann var sá að verð á áli yrði að þessum tíma hðnum orðiö skikkanlegt (decent). DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Um það væri hins vegar ekki unnt aö spá. Óvissa ríkti um framboð áls frá Rússlandi. Búast mætti að vísu, við aukinni álnotkun í bifreiöar en engin vissa um það heldur. Þvi er verið að blása upp fréttir af þessu tagi meðan álverið í Straumsvík berst í bökkum og betlar til Lands- virkjunar um lækkun raforkuverðs? Jú, viðskiptaráðherra blekkti kjós- endur á Suðumesjum fyrir síðustu kosningar. Hann hefur síðan sent frá sér marklausar yfirlýsingar um væntanlegar framkvæmdir á Keilis- nesi. Nú var það undirstrikað að ál frá Islandi væri tollfijálst í EB-löndum og yrði það öragglega áfram ef við samþykktum EES-samninginn. För- um við þá að skilja þetta fréttafleip- ur. Áður hafði verið á það minnt, að Landsvirkjun hefur fiárfest 20 millj- arða króna í raforku sem enn er óseljanleg. En er álver á Keilisnesi eftirsókn- arvert? Við höfum þegar eitt í Straumsvík, Sementsverksmiðju á Akranesi og Áburðarverksmiðju í Gufunesi. Mengun á höfuðborgar- svæðinu gæti senn orðið lík og í Amsterdam þar sem sólin er rauð í hádegisstað. Margtmun breytast Ó.P. skrifar: Ekki leikur vafi á því að nú halda innreið sína breyttir tímar hér á landi. Með auknu frelsi í viöskiptaháttum samhliöa er- lendri samkeppni á peninga- markaöi verða stjórntæki, sem áður þóttu góö og gild hér, úrelt. - Nú verða Islendingar að taka á honum stóra sínum meðan á þessum breytingum stendur. Ekkert fær seinkað aöild okkar að EESsamningunum héðan af. Hvaðkostuðu samningarnir? Páll Sigurðsson skrifar: Þótt viðbrögð manna við tillögu ríkissáttasemjara séu mismun- andi er þó varla hægt annað en gleðjast yfir þeim áíángasigri sem felst í því aö flest stéttarfélögin hérlendis hafa náð samkomulagi um að láta bera þessa miðlunart- illögu undir atkvæði í félögunum. - Verði hún ekki almennt sam- þykkt er voðinn vís og bitnar ekki á neinum öðram frekar en þeim sem fella tillöguna. Auövitað var ekki um neitt að semja. Allir vita að þjóðfélagið er meira eöa minna gjaldþrota og tilgangslaust að krefia ríkisvaldið um aukið framlag. - Spyija má þó hvort samningaviðræður hafi þurft til að segja fólki þetta. Það væri fróðlegt að sjá tölur um hvað þessar löngu samningasetur full- trúa allra stéttarfélaga kostuðu þjóðfélagið. Aðstoðviðaldraða María Guðmundsdóttir hringdi: Ég er sammála heilbrigöisráð- herra sem teiur aðstoö við aldr- aða í heimahúsum mikilvægari en að hvetja til stofhunar nýrra og nýrra stoíhana fyrir aldraða. - Fólki er hins vegar ofarlega í huga að losna við aldraða af heimilunum (jafnvel eigin hús- næði hinna öldruðu) svo að það geti sjálft - annars vegar farið út að vinna - hins vegar nýtt hús- næði aldraðra ættingja til búsetu, leigu eða selt! Allt snýst um að tá peningana. FSeiri ódýr hótel Snorri hringdi: Nú má búast við metfiölda er- lendra ferðamanna í sumar. Ekki er vanþörf á tekjunum, Hætt er þó við aö margir erlendir ferða- menn kjósi að búa á hinum ódýr- ari gististöðum. Það sýnist nægi- legt framboð hér á gistingu á dýr- ari hótelum. Þaö vantar hins veg- ar tilfinnanlega ódýr, góð hótel, með veröskalann einhvers staöar á bilinu 3-4 þús. kr. fyrir tveggja manna herbergi. Verð þar yfir er óeðlilegt á smærri gististöðunum. Nauðgundægur- Bagaárásunum Ó.J. og S.V. skrifa: Mikið ber á því í útvarpsstöðv- ura hér að sömu (vinsældar?) lög- in era spiluð aftur og aftur. Til- valið dæmi: „Nirvana“, hóp- nauöpnin veldur því aö enginn nennir að hlusta á það í teitum nema e.t.v. ólánsamir drengir sem virðast vera óvinsælír meöal vina og vandamanna (Beverly Hills 90210). Viö erum hinar mestu „Chili peppers“ viftur (,,fans“) fyrir ut- an „Þijár steikur" í Seljahveri- inu, og þykir okkur ótækt að lög eins og „Under the brigde'* og „Power of the equality" séu spil- uö, a.mk. einu sinni i hverjum einasta útvarpsþætti. - Ef þessu heldur fram fer fyrir „The red hot chili peppers" eins og „Nir- vana" (blessuð sé minning þeirra). - Höldum „Chili pep- pers" vinsælum, hættum að nauðga lögunum þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.