Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari eftir eina erfiðustu samningalotuna:
Þetta er átakastarf
Það eru margir samningamenn búnir að blunda í hægindastólnum á skrifstofu Guðlaugs. „Þetta er minn svefnstaður ef ég dotta í ströngum samninga-
lotum. Ég var strax hrifinn af stólnum, sem er ítalskur, þegar ég sá hann í lítilli húsgagnaverslun á sínum tíma. Siðan hafa margir karlar og konur fengið
sér lúr í honum.“
„Nýliðin samningalota er ein sú
erfiðasta sem ég hef verið með í. Síð-
ustu fimm sólarhringamir, sem hðu
áður en málamiðlunartillagan var
Iógð fram, voru mjög erfiðir. Ég líki
þessari lotu við samningana 1984
þegar opinberir starfsmenn voru í
mánaöarverkfalli. Það voru míög
erfiðir samningar. Þetta eru hins
vegar erfiðustu Alþýðusambands-
samningar sem ég hef tekið þátt í,“
sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari þegar DV heimsótti
hann í Karphúsið í vikubyrjun. Þá
var nýafstaðin ein erfiðasta samn-
ingalota sem menn muna eftir. Eftir
átta mánaða samningaþóf kom fimm
sólarhringa ströng töm sem lauk
með málamiðlunartillögu ríkissátta-
semjara. Guðlaugur var að vonum
þreyttur eftir fimm nær svefnlausa
sólarhringa en tók þó erindi blaða-
manns vel.
- Sumir hafa ósköp litla hugmynd
um í hveiju starf sáttasemjara er í
raun fólgið.
„Það er mjög algengt aö fólk úti í
bæ sem talar við mig og fólk sem
kemur hingað haldi að það sé að
semja við mig. Mín völd em hins
vegar engin. Mitt hlutverk er fyrst
og fremst að skapa samningaum-
hverfi og þoka málum áfram. Höfuð-
atriði er að fá menn til að tala saman.
Afskipti sáttasemjara em í nokkr-
um stigum. Stundum set ég fram
hugmyndir og spyr menn hvort það
sé eitthvað sem megi ræða. Stundum
getm- þetta veriö ákveðnara af minni
hálfu. Þá set ég fram ákveðna tillögu
sem ég óska afdráttarlausra svara
við, já eða nei. Það er svokölluð inn-
anhússtillaga. Það er ekkert um slík-
ar tillögur í lögunum sem ég starfa
eftir en aðferð sem fyrirrennari minn
í starfi, Torfi Hjartarson, beitti mjög
gjaman. Ef þessar tillögur vora sam-
þykktar fóm þær til atkvæðagreiðslu
í félögunum.
í lögum um ríkissáttasemjara em
skýr ákvæði um miðlunartillögu eins
og þá sem ég lagði fram í vikunni. í
þessum samningum bar mönnum
ekki mikið á milli svo ég taldi mikil-
vægt að leggja fram svona tillögu.
Ég hafði þegar vissu um að það var
ekki andstætt vilja aðilanna sem í
samningunum standa, enda forsenda
þess að ég legði fram slíka tíilögu."
Ræðstvið í skotum
Guðlaugi finnst ekkert skrýtið þó
fólk vití ekki mikið um þau vinnu-
brögð sem em viðhöfð í Karphúsinu.
„Þetta gerist hægt. Menn silja ekki
allan tímann við borðið og tala sam-
an. Það er gengiö um ganga og ræöst
við í skotum og herbergjum. Fólki,
sem sér myndir héðan, finnst þetta
kannski ekki burðugir samningatíl-
burðir en sannleikurinn er hins veg-
ar sá að þetta fyrirkomulag ræður
oftar en ekki úrslitum. Það er mjög
mikilvægt að forystumenn fái tæki-
færi til að stinga saman nefium í
húsinu án þess að ég hafi af því nokk-
ur afskipti. Menn em þá á staðnum
og hafa meiri tíma til að tala saman.
Ég reyni eðlilega að greiða fyrir viiji
menn halda slíka skyndifundi. í
fjölmiðlum em hins vegar oft mynd-
ir af mönnum við aö eta og drekka.
Fólk heldur kannski að ég sé bara
að ala sjálfan mig og aðra. Áöur fyrr
vom samningafundir haldnir á Loft-
leiðahótelinu. Þar vom veitingar til
staðar en ekki hér. Þegar ég kom hér
í húsið stóð til að gera regluleg kaffi-
og matarhlé en það gengur bara ekki
í ströngum samningalotum. Því
veröur að hafa kaffi og einhverja
næringu á staðnum fyrir mannskap-
inn.“
Láta menn blása
- En hvemig gengur þetta fyrir sig
viö sjálft samningaborðið? Maður sér
fyrir sér þar sem þú gengur nánast
á milli manna þegar andrúmsloftíð
er orðið spennt og stór orð látinn
falla.
„Ég lærði af Torfa Hjartarsyni að
þó öldur rísi og menn kastí einhveiju
fram, sem er allt aö því óviður-
kvæmilegt, þýði ekki alltaf að sussa.
Menn verða að fá að blása út. Ég
verð stímdum að líða alls kyns
hnútukast við borðið sem ég er alls
ekki sáttur við. Það getur einnig
beinst að mér sjálfum. Það er ekki
annað að gera en taka því. Starf
sáttasemjara er átakastarf í eðli sínu
og því fýlgja auðvitað gusur. Sem
betur fer hafa afar sjaldan orðið eftir-
mál þó slíkt hafi komið fyrir. Við
erum jú öll mannleg og getum hlaup-
ið á okkur í hita leiksins."
ÞórarinnV. Þórarinsson:
Mjög sam-
starfsfús
„Hæfileikar Guðlaugs sem rík-
issáttasenýara hafa kannski
einna hélst felist í því að skapa
gott andrúmsloft í kringum sig
og laða menn ti! samtala frekar
en að hann liafi troðið mönnum
um tær með sínum akoðunum.
Hann er mjög samstarfsfús við
menn og hann hefur skilgreint
sitt embætti alveg hárrétt: Aö
hann eigi að fa menn til aö sætt-
ast en ekki aö vera með eilífa
skothríö tillagna. Ef sáttasemjari
gerðist tiilögubanki tapaði hann
fljótt trúnaði, Á hinn bóginn hef-
ur Guðiaugur haft þor til að koma
inn í málin þegar á hefur þurft
að halda,“ sagöi Þórariim V. Þór-
arinsson, formaður VSÍ.
- Það skerst þá stundum í odda þeg-
ar menn hafa vakað sólarhringunum
saman?
„Já. Þegar samningalotur eins og
þessi standa yfir, þar sem tekist er á
um kjama málsins fimm sólarhringa
í röð, em menn lítt sofnir og það
reynir eðlilega á taugamar. En það
er einmitt við þau skilyrði, þegar
menn em hvað þreyttastir, að ganga
þarf frá hlutum sem em virkilega
viðkvæmir. Reyndar er þá stundum
erfitt að komast hjá því að vitleysur
séu gerðar og ég játa að það hefur
komið fyrir hjá mér.“
- Nú hefur hver sinn háttínn á til
að komast í gegnum langar og
strangar samningalotur. Sem dæmi
er nefnt að Torfi Hjartarson hafi drif-
ið menn í bridge til að brjóta fundina
upp og hvíla hugann smástund.
„Þegar sáttanefndir vom starfandi,
fyrir 1982, var mjög mikið spilað. Það
er enn spilað mikið í hléum. Vissu-
lega hefur hver sinn stíl. Þegar ég tók
við af Torfa sagði ég að erfitt væri
að fara í fótin hans og ég stend við
þau orð enn í dag. Torfi er mikill
persónuleiki og mannkostamaður. Á
ytra borðinu er hann kannski hijúf-
ur og kaldur en afskaplega hjartahlý
persóna innst inni. Ég er kannski
uppburðarminni, hef minn eigin stíl
sem stundum á betur við og stundum
verr. Þeir sljómendur, sem ekki hafa
neinn stíl, em ekki miklir stjómend-
11T< “
Badmintonfélagar
- Hvemig ferð þú í gegnum þetta,
kominn fast að sjötugu? Gerirðu eitt-
hvað til að halda þér í formi?
„Ég vildi gjaman gera mun meira
til að halda mér í formi. Ég spila
badminton og hef gert það með sömu
félögum frá 1948. Eg sakna þess hins
vegar að geta ekki farið eins mikið
út í náttúruna og ég geröi áður.
Þessi hópur, sem spilaði badmin-
ton, var mjög virkur í þá daga og í
dag höldum við enn saman sem bad-
mintonfélagið Fuglar. Þetta er góður
félagsskapur. Við fógnum afmælum
hver annars saman með konunum,
sem einnig spiluðu badminton. í
þessum hópi em Kristján Benja-
mínsson, Gunnar Petersen, Kristján
Benediktsson og Sigurgeir Jónsson.
Lengst af vora bræðumir Ragnar og
Pétur Georgssynir með en em hættir
nú. Seinna bættust Ragnar Haralds-
son húsgagnasmiðameistari og Gísh
Guðmundsson hjá Tryggingamið-
stöðinni í hópinn. Þetta er mjög sam-
hentur hópur sem spilar ailtaf tvo
klukkutíma á miðvikudagskvöld-
um. Það hefur reyndar komið fyrir
að ég hef ekki komist vegna anna í
legur 1 umgengni og hugsunar-
samur um að allir í húsinu hafi
sæmilega aðstöðu. Þaö skíptir
miklu máh þegar setið er í löng-
um lotum og oft erfiðum aam-
skiptum manna i mihi. Hann hef-
ur mikla reynslu af sáttastarfi
sem sáttasemjari frá 1979 og þar
áður í sáttanefndum. Þaö vom
samningsaðilar sem fóra sameig-
inlega fram á þaö við Guölaug á
sínum tíma aö hann tæki starf
ríkissáttasemjara að sér vegna
góðrar reynslu af honum í sátta-
nefiidunum. Til aö sáttasemjari
geti sinnt sínu hlutverki þarf
hann að vera hugmyndaríkur og
laginn aö tala menn til og Guð-
laugi hefúr tekist það prýðilega,"
sagöi Ásmundur Stefánsson,
formaður ASÍ.
starfinu og það hefur mér þótt mjög
miður.“
Ætlaði í jarðfræði
Guðlaugur er kvæntur Kristínu
Hólmfríði Kristinsdóttur skrifstofu-
manni. Þau eignuðust fjóra syni en
einn þeirra er látinn.
„Það er svo merkilegt að synir mín-
ur hafa allir farið út á svið sem ég
hef haft áhuga á. Elsti sonur minn
fór í nám sem ég ætíaði mér að
stunda á sínum tíma. Ég hafði mik-
inn áhuga á jarðfræði og landafræði
og hafði fengið styrk frá mennta-
málaráðuneytinu til þess að stunda
nám i þeim greinum. Én þá var stríð-
ið enn í gangi svo ég afsalaði mér
styrknum. Sonur minn fékk svipað-
an styrk síðar, lærði jarðfræði og
kennir hana núna við háskólann í
Ósló. Tveir yngri synir mínir hafa
síðan farið í auglýsinga- og fjölmiöla-
bransann. Sá yngsti, Styrmir, vinnur
hjá Fróða og hefur skrifað greinar í
tímarit en Þorvaldur vinnur í auglýs-
ingabransanum, hjá Hvíta húsinu.
Ég vann reyndar við vikublaðið
Fálkann í 10 ár. Þá var manni boðiö
að vera viöstaddur ýmsa merkilega
viðburði eins og vígslu Þjóðleikhúss-
ins. Ég sá þá íslandsklukkuna og
Nýársnóttina. Maður tengdist þá fjöl-
breytilegum viðburðum á sama hátt
og blaðamenn gera í dag.“
Frá Grindavík
Guðlaugur er fæddur 13. október
1924, að Jámgerðarstöðum 1 Grinda-
vík. Hannr ólst upp í Grindavík og
vann ungur þau störf sem til féllu.
Um ævina hefur Guðlaugur gegnt
fjölmörgum störfum. Hann var rekt-
or Háskóla íslands í sex ár, 1973-
1979. Sáttasemjari varð hann 1979 en
hafði fram að því verið vararíkis-
sáttasemjari hjá Torfa Hjartarsyni.
Hann útskrifaðist sem viðskipta-
fræðingur frá Háskólanum 1950, var