Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. 19 íslandsmeistaramótbarþjpna í kokkteilblöndun: - þátttakendur aldrei fleiri íslandsmeistaramót barþjóna var haldið um síðustu helgi á Hótel Sögu. Var þetta í 29. skipti en keppendur voru 27, 15 karlmenn og 12 konur, og hafa þeir aldrei verið íleiri. Konur hafa verið að sækja í sig veðrið í „hristingnum“ og á síöasta ári urðu þær í þremur efstu sætun- um. Keppendur áttu að blanda fimm glös af sætum kokkteilum og var gefið bæði fyrir bragð og útlit. Sigur- vegari að þessu sinni var Þorkell Ericsson, barþjónn í Perlunni, en sig- urdrykkur hans hét Perlutár. i öðru sæti var Bárður Guðlaugsson, sem starfar einnig í Perlunni, og í þriöja sæti Vilhelm Norðfjörð á Gauki á Stöng. Auk keppninnar sjálfrar var boðið upp á vínkynningu þar sem umboðs- menn kynntu tegundir sínar, glæsi- legan málsverð, skemmtisýningu Gysbræðra, „á söguslóðum“, og að lokum dansleik þar sem hljómsveitin Einsdæmi lék. Gestir voru tæplega þijú hundruð og skemmtu sér konunglega. Að lokum er rétt að birta verð- Sigurvegarinn, Þorkell Ericsson, með sverðið sem hann fékk fyrir sigurinn. Hann var sleginn til riddara en það er venja hjá barþjónaklúbbnum. í bak- grunni má sjá Ragnar Örn Pétursson en hann stjórnaði mótinu með glæsi- brag. DV-myndir Ari launauppskrift Þorkels: 1,5 Finlandia vodka 1,5 Pisang ambon 0,5 Banana bols 2,5 Pfanner perusafi Skreyting: Lime, blæsuber og blábær. Þorkell Ericsson bar sigur úrbýtum Sviðsljós Hrista, hrista. Svava Jónsdóttir bar- þjónn blandar kokkteilinn sinn meö bros á vör. Konur voru áberandi á íslandsmótinu. Þessar föngulegu stúlkur, Dagbjört og Bryndís, sáu um að kynna gest- um alla helstu drykkina. ________________________________Vísnaþáttur Hennar bros var heitur blær * * * * SNÆLAND ÓTRÚLEQA ÓDÝR ÍS-SHAKE ísi formi.........................99,- is meö dýfu....................109,- ís meö dýfu og ris.............119,- ís, 1 litri......................295,- Shake, litiil....................X95,- Shake, stór......................235,- is i boxi, litill....;..........139,- ís i boxi, stór..................169,- Bragöarefur......................250,- Bananasplitt.....................460,- Margar gerðir af kúluis Vinsæli dúó-isinn með jarðarbeija- og vanillubragði. SriÆLATIDS-SPES!!! Veljið sjálf i ísréttinn. Sölutum - isbúö - videoleiga - bakari Eumgmnd 3 Kópavogi - Simi 41817 Bjarni frá Gröf var lengi iðnaðar- maður á Akureyri, úrsmiður eða rakari, nú fyrir alUöngu látinn. Vinur hans, sem Friðrik Jónsson hét, fékk frá honum þessa vísu sjö- tugur: Ei þig brestur andans fjör, ennþá séstu glaður. Gleðja best þín gamansvör, gamli hestamaður. Líklega, en það er þó ekki víst, er þessi vísa eftir sama höfund: Hennar bros var heitur blær, hressti marga vini. Alltaf var þar opinn bær í ásta- og greiðaskyni. Ásgeir Gíslason Vestur-íslend- ingur var um aldamótin kunnur fyrir vísur sínar, hér og vestra. Þessi er eftir hann: Loftið glæöir ljósagnótt, ljúfar fæðast myndir. Uppi á hæðum alstirnd nótt eldaglæður kyndir. Erlendsvísumar Því miður fiskast ekki alltaf mik- ið á góðar óskir um hjálp lesenda við þáttasmíðamar. Kannski ekki von að menn nenni eða geti greitt úr gömlum vísnagátum. En þeim mun glaðari varð ég þegar önnur reynd varð á í sambandi við Er- lendsvísur í Nausti sem ég birti hér í DV snemma í apríl. Þá létu nokkr- ir Vestfirðingar til sín heyra í síma eða bréfum. Fyrir það er ég þakk- látur. Erlendur sá sem við sögu kemur var einsetumaður í Nausti á Siglunesi við Breiðafjörð. Aðset- ursstaður hans var illa íbúðarhæft sjóbúðarloft. Hann er nú látinn fyr- ir löngu og kofmn, sem um er getiö í vísunum, varí aldrei nema draumur og stúlkan, sem þar átti að búa hjá honum, fékk aldrei að njóta þar skjóls því að mannsefn- inu hennar var aldrei trúað fyrir efninu í kofann þeirra á kreppuár- imum. Hún mun þó enn á lífi, há- öldruð. Þótt vísnagerðarmenn séu vel- virkir getur þeim æfðari riturum fundist við hæfi að hnika til orðum í þokkalega gerðri vísu áður en hún kemur á prent. Betra er að varast orð sem áður er búið að nota eða setja annað sem hljómar betur í stað þess upprunalega ef merking- armunur er lítill eða enginn. Þess vegna geta gamlir kunningjar vísna saknaö einmitt þeirra oröa sem voru í upprunalegu gerðinni eða eins og hún var orðin þegar þeir lærðu hana. Upplýsingar herma að höfundur Erlendsvísnanna, sem hér voru nýlega birtar, sé ekki hann sjálfur heldur hafi hann fengið vin sinn, Óskar Arinbjömsson á Eyri í Gufu- dalssveit, til að yrkja bréfið til Sigf- úsár Bergmann, kaupfélagsstjóra í Flatey, sem synjaði Erlendi um við til kofabyggingarinnar sem hefur víst aldrei verið ætlað að verða neitt stórhýsi. Hér koma íjórar af vísum Erlends sem upphaflega vom í bréfi hans: Holdið góða heitt og mjúkt hálfa næring gefur. Því hefur orðið þér svo drjúgt það sem fénast hefur. Kennt mun hafa þörfin þér þínum tota að ota - og efni leyfa meira mér miðstöðvar að nota. Enn ég þreyi einn á strönd, oft mig beygja rokin, þú í Eyjum heitri hönd hýrra meyja strokinn. Kofann hríðar hrista minn, hugarstríð það boðar, heiminn blíðan þegar þinn þú án kvíða skoðar. Úrýmsum áttum Þessi sveitavísa úr Húnavatns- sýslu er eftir Bjöm S. Blöndal: Haukur fló úr hamrasal, hugði á nóga veiði. Hundur gó í dimmum dal, . draugur hló á leiði. Sumir ætla að meira sé fólgið aö baki orða en liggur í augum uppi. Sigluvíkur-Sveinn var norð- lenskt alþýðuskáld, þjóðkunnt fyr- ir aldamót. Þessi er ein af mörgum vísum hans sem flugu um sveitir og bæi: Sú er ætíö meining mín megnan bæti trega, brúði mæta og brennivín að brúka gætilega. Tryggvi Hjörleifsson Kvaran var prestur norðanlands. Hann var bróðir Einars skálds en þótti stund- um í ógætnara lagi þegar hann orti lausavísur og lýsti samborgurum sínum og sveitungum. Þessi staka er eignuð honum, vinnumanni lýst: Gvendur, þú ert gæðaskinn, þó greind sé lítil hjá þér. Held ég þekkti hundssvipinn þó hausinn væri ekki á þér. Einar Matthíasson Long var Austfirðingur. Svo orti hann um stúlku sem þótti laus á kostunum: Illa tamin ertu greyið, ekki er sagan ný. Hafi einhver hjá þér legið hann sá eftir því. Þessi er um líkt efni en miklu eldri. Höfundur ókunnur. Ef þú hvílir auðgrund hjá, eðlis hlítir vana, bera skaltu ábyrgð á, ef þú spjallar hana. Margir láta okkur Torfa heyra að þeim þætti mikið á skorta ef vísnaþátturinn félli burt. Öðrum finnst kannsi að nóg sé komið. í sambandi við ofanritaðar vísur var þessari að vísnamanni skotið en höfund mátti ekki nefna. Vísnagerð er vinsælt sport, vert er því að sinna. Sjálfur get ég ekkert ort, aðeins notið hinna. Davíð Stefánsson átti um sína daga meiri vinsældum að fagna en flest önnur nútímaskáld, enda vængjahaf hans mikið. Sumum þótti hann vilja fela fátæktina, sem víöast ríkti, í slæðum rómantíkur- innar og innihaldslitillar speki. Þegar Dalakofi Davíðs var mest sunginn orti Vilhjálmur Benedikts- son í Brandsskarði: Illt að borða einn úr skel og eiga fátt til vina, sælt að vera saddur vel og syngja um fátæktina. Um höfundinn veit ég ekkert, getur nokkiu- bætt úr því? Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi 1 BlLDSHOFÐA I6SIMI6724U TELEFAX672560 Tívolí Opið allar helgar Opið 1. maí Hjá okkur er alltaf gott veður. Góð fjölskylduskemmtun. Tll okkar er styttra en þú heldur. Tívolí, Hveragerði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.