Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Page 2
2
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992.
Fréttir
Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans:
Bankinn mun standa
við yf irlýsingu sína
- segist vænta þess að á því verði fullkominn skilningur alira
„Landsbankinn mun standa viö þá
yfirlýsingu sem hann gaf aðilum
vinnumarkaöarins. Ég á ekki von á
öðru en á því verði fullkominn skiln-
ingur allra. Hins vegar veit ég ekki
til þess að neinn hafi skilið þessar
yfirlýsingar bankanna þannig að
vextir allra banka, á öllum tegundum
inn- og útlána, ættu að vera þeir
sömu upp á brot úr prósenti," segir
Kjartan Gunnarsson, formaður
bankaráðs Landsbankans.
Bankinn lækkar ekki vexti í dag
eins og aðUar vinnumarkaðarins
hafa krafist. Kröfuna byggja þeir á
yfirlýsingu sem bankamir gáfu í
tengslum við kjarasamningana. í
henni var meðal annars kveðið á um
að vextir lækkuðu í kjölfar þess að
ríkið lækkaði sína vexti og að sam-
ræmi væri í vöxtum miUi bankanna.
Að sögn Kjartans mun bankaráð
Landsbankans taka vextina til um-
fjöUunar á fimmtudaginn kemur.
Aðspurður vill ekki tjá sig um það
hvort Uklegt sé að vaxtalækkun verði
niöurstaöa þess fundar. Verði það
hins vegar raunin gætu vextir bank-
ans lækkað þann 21. þessa mánaðar.
-kaa
Irska söngkonan Linda Martin fagnar sigri i söngvakeppninni. Meö henni
er höfundur lags og texta, Johnny Logan. Reuter-símamynd
Evrópusöngvakeppnin:
Stjórnin hafnaði
í sjöunda sæti
Stjómin lenti í sjöunda sæti í
söngvakeppni Evrópustöðva í
Malmö á laugardagskvöld með lagið
Nei eða já. Veðbankar höfðu spáð
íslenska laginu misjöfnu gengi.
Sænski þátttakandinn spáði íslend-
ingum botnsætinu en úrsUt fóru
þannig að hann lenti þar næstum
sjálfur, eða í næstneðsta sætinu.
Sigurlagið var Why me? sem írska
söngkonan Linda Martin söng.
Breski söngvarinn Michael BaU varö
í öðra sæti með One Step at a Time
og Mary Spitery frá Möltu varð í
þriðja sæti með Little ChUd. Hörku-
barátta var lengi um efsta sætið á
miUi þessara þriggja.
Höfundur lagsins og textans, sem
Linda Martin söng, er Johnny Logan
) en hann hefur tvisvar áður borið sig-
ur úr býtum í söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva.
Linda Martin, sem er þaulvön
söngkona, hefur þekkt Johnny Log-
an í fimmtán ár. Aðspurð segjast þau
þeirrar skoðunar að það hafi ekki
ráðið úrslitum að lag Johnnys var
sungið á ensku. „Það er lagiö sjálft
sem skiptir máU en ekki textinn,"
sagði Linda.
Keppendur voru sammála um aö
keppnin í Svíþjóð hefði verið ákaf-
lega vel skipulögð. En innbrot í upp-
lýsingaskrifstofu skipuleggjenda
skyggði þó á ánægju Svía. Aðfara-
nótt sunnudagsins höfðu kassar á
skrifstofunni veriö opnaðir og póst-
kortum, geisladiskum og gjöfum,
sem skipuleggjendum höíðu borist,
verið stolið. -IBS/TT, Reuter
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ:
Landsbankinn lofaði
að lækka vextina
„Landsbankinn ber á því ábyrgö
að þetta fari ekki aUt til fjandans.
Hann gaf yfirlýsingu til samningsað-
Ua um að hann myndi lækka vext-
ina. Þetta verður bankinn að gera og
eftir því hijótum við að ganga,“ segir
Ásmundur Stefánsson, forseti ASI.
Ásmundur kveðst ekki eiga von á
því að Búnaðarbankinn hækki sína
vexti í dag eins og forsvarsmenn
bankans hafa hótað lækki Lands-
bankinn ekki sína vexti. Hann ætlar
á fund forsvarsmanna Landsbank:
ans í dag og knýja á um að bankinn
standi við yfirlýsingu sina.
„í tengslum viö kjarasamningavið-
ræðurnar lofaði bankinn aðilum
vinnumarkaöarins að lækka vextina
þannig að þeir yrðu sambærilegir og
í hinum bönkunum. Það gekk erfið-
lega að fá þessa yfirlýsingu en það
tókst þó. Bankinn verður einfaldlega
að standa við sínar yfirlýsingar rétt
eins og þeir sem skulda honum verða
að standa við sitt.“
-kaa
Guöni Ágústsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans:
Skilyrði vaxtalækkunar ffyrir hendi
- undrandiátregðuLandsbankans
„Ég er mjög undrandi á tregðu
Landsbankans til að lækka vext-
ina. Skilyrði fyrir vaxtalækkun eru
ótvírætt fyrir hendi, enda engin
verðbólga og ríkisstjómin hætt sín-
um vaxtapóker. En til að svo geti
orðið þurfa aliir bankamir að fylgj-
ast að. Ég trúi ekki öðm en að
Landsbankinn lækki vextina þann
21. þessa mánaðar og standi þannig
við þá yfirlýsingu sem aðilum
vinnumarkaðarins var gefin í
tengslum við kjarasamningana,"
segir Guðni Ágústsson, formaður
bankaráðs Búnaðarbankans.
Bankaráð Búnaðarbankans kem-
ur saman til fundar á morgun til
að ræða vaxtamálin. Aðspurður
segist Guðni vonast til að hægt
verði að komast hjá vaxtahækkun
á ný. Það ráðist þó að nokkru af
því hvaða ákvörðun Landsbankinn
taki varðandi sína vexti.
„Við erum orðnir langþreyttir á
þessari tregðu til vaxtalækkana,
enda höfum við í allan vetur verið
að keyra vextina niður. Aðilar
vinnumarkaöarins berja hins veg-
ar á bönkunum eins og þeir væru
einn maður. Við hljótum því að
vekja athygli á því að nú sé veður
fyrir Landsbankann aö lækka vext-
ina,“ segir Guðni.
-kaa
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra:
Vona að Landsbanki lækki vexti sem fyrst
- segir markmið kjarasamninganna ekki í hættu
„Ég vonast til að Landsbankinn
lækki sína vexti sem fyrst. En það
verða að vera þeirra eigin ákvarðan-
ir. Ótilkvaddur gaf hann yfirlýsingar
í sambandi við gerð kjarasamning-
anna um það hvemig hann ætlaöi
að standa að vaxtaákvörðunum. Ég
treysti því að hann fari með þær
ákvarðanir eins og hann sagðist þar
ætla að gera,“ segir Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra.
Jón segir yfirlýsingu Landsbank-
ans fela í sér fyrirheit um vaxtalækk-
un. Lækkunin sé hins vegar ekki
tímasett né útfærð í smáatriðum.
Aöspurður segir hann aðila vinnu-
markaðarins ekki þurfa að óttast að
Landsbankinn sprengi markmið
kjarasamninganna með vaxtastefnu
sinni. „Við vitum af þessu og fylgj-
umst með þróun mála,“ segir Jón.
-kaa
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ:
Ekkert rúm fyrir nemn misskilning
- segirLandsbankannverðaaðlækkavextina
„Það er augljóst mál að Lands-
bankinn hefur ekki staðið við sitt
fyrr en hann er búinn að færa vaxta-
stigið hjá sér niður til jafns við það
sem gerist hjá hinum bönkunum. í
þessu máli er ekki rúm fyrir neinn
misskilning. Lækki hann ekki vext-
ina þá er hann í raun aö sprengja
þau markmið sem voru sett við gerð
kjarasamninganna. Ég. tel að það
komi ekki til nokkurra álita að bank-
inn og eigendur hans láti slíkt ganga
fram,“ segir Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri VSÍ.
Þórarinn segir það grín haldi for-
svarsmenn Landsbankans að þeir
geti verið einir og í sérstöðu með sín
vaxtamál enda sé bankinn með um
40 prósent af markaönum. Því muni
það óþjákvæmilega valda vaxta-
hækkunum annars staðar lækki
Landsbankinn ekki sína vexti.
„Þó sú tilviljanakennda staða hafi
verið á þeim tímapunkti, sem samn-
ingamir vom gerðir, að Landsbank-
inn var með hæstu vextina þá skildi
enginn þær yfirlýsingar, sem þá vom
gefnar, að þannig ætti þaö að vera
áfram. Hafi einhver verið í þeim mis-
skilningi þá er þaö eitthvað sem þarf
að leiðrétta."
-kaa