Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Page 18
18
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992.
Merming_______________________________________
RúRek ’92:
Sjálfsagt að f á stórsöngv-
ara í tilefni Árs söngsins
- segir Vemharður Linnet, framkvæmdastjóri djasshátíðarinnar
Djasshátíð Reykjavíkurborgar,
Ríkisútvarpsins og Djassdeildar Fé-
lags íslenskra hljómlistarmanna
hófst með setningu og tónlist í Ráð-
húsi Reykjavíkur á laugardaginn.
Hátíðin mun svo standa til 16. maí
með djassi út um alla borg, þar sem
koma fram erlendir og innlendir
djasssnillingar. Hátíðinni lýkur svo
með tónleikum Jon Hendricks í Há-
skólabíói næstkomandi laugardag,
en eftirmáli verður í Púlsinum um
kvöldið. Sá sem hefur haft veg og
vanda af undirbúningi og fram-
kvæmd djasshátíðarinnar er Vern-
harður Linnet, kennari og dagskrár-
gerðarmaður, sem er öllum djassá-
hugamönnum að góðu kunnur fyrir
margra ára ötula baráttu sína í þágu
djassins hér á landi. DV hitti Vem-
harð að máli og spurði fyrst hvemig
RúRek hefði orðið til:
„Upphaflega var þessi hátíð kölluð
Norrænir útvarpsdjassdagar, og
voru haldnir til skiptis á Norður-
löndum. Þegar kom að íslandi lenti
það á Ólafi Þórðarsyni, sem þá var
starfsmaður tónlistardeildar á út-
varpinu, að sjá um djassdagana. Ól-
afi fannst ekki hægt að vera með
slíka hátíð í einn eða tvo daga heldur
yrði að halda þessu úti í viku, sem
og varð. Þetta var 1990 og með þessu
var tónninn gefinn og í fyrra varð til
nafnið RúRek enda Reykjavíkurborg
þá komin inn í myndina ásamt FÍH.
Varð þá til djasshátíðin í því formi
Árni Egilsson kemur frá Los Angel-
es til að leika á djasshátíöinni, en
hann hefur ekki leikið hér á landi
siöan 1974.
sem hún er nú. í fyrra sem og árið
áður vom djassmenn frá Norður-
löndum mest áberandi, en nú er
breyting á og mun meiri fjölbreytni
þótt vissulega setji norrænir djass-
leikarar setji svip sinn á hátíðina.
Styrkir veittir til
að vinna að tónlist
Nokkrar aðrar breytingar em
einnig frá í fyrra. Það var til að
mynda tekinn sá póll í hæðina að
auglýsa eftir umsóknum um styrki
til að vinna að verkefnum fyrir hátíð-
ina og komu tólf eða þrettán umsókn-
ir. Við höíöum ekki peningaráð nema
til að styrkja sex aðila og þar af vom
tvö norræn samvinnuverkefni ís-
lenskt-danskt og íslenskt-finnskt.
Það er gífurlegur fengur fyrir okkur
aö fá slík samvinnuverkefni á hátíð-
ina, það eykur fjölbreytni og gæði
þess sem boðið er upp á.“
- Richard Boone og Jon Hendricks.
Hvað geturðu sagt um þá?
„Richard Boone byrjaði meö Basi-
e-bandinu og bæði lék og söng með
því á sínum tíma. í kringum 1970 var
hann fenginn til að blása með dönsku
útvarpssveitinni og honum fannst
svo gott að vera í Danmörku aö hann
settist þar að og hefur búið þar síð-
an. Boone er mikill húmoristi og
skemmtilegur maður.
Það var fljótlega ákveðið að fá eitt
stórt nafn í djassinum til að halda
stórtónleika og þar sem nú er Ár
söngsins þótíi alveg sjálfsagt að fá
söngvara og þá komu nú margir til
greina.
í mínum huga var það alltaf Jon
Henricks, sem mér finnst vera lifandi
tákn um djassöng. Hann er bæði
ágætur söngvari, góður textahöfund-
ur og ótrúlegur í impróviseringum,
er á við bestu saxófónleikara í þeim
efnum. Með honum koma eiginkona
hans og dóttir ásamt ryþmasveit.
Tónleikar Hendricks eru að sjálf-
sögðu hápunkturinn, en það má
einnig nefna tónleikana á fóstudags-
kvöldið á Hótel Sögu en þar verða
meðal annars flutt tvö frumsamin
íslensk verk, minningarsvíta Gunn-
ars Reynis Sveinssonar um Guð-
mund Ingólfsson og verk eftir Ólaf
Gauk.“
- Nú er von á Áma Egilssyni til
landsins, en hann hefur ekki leikið
hér lengi?
„Það verður spennandi að heyra í
honum. Hann hefur ekki leikið hér
síðan á Listahátíð 1974 þegar hann
lék með Andre Previn. Það var ekki
auðvelt að fá Áma, ekki vegna þess
að hann langaði ekki að koma heldur
vegna anna og hann lagði mikið á sig
til að geta komið. Segja má að hann
sé bókaður í hljóðverum frá morgni
til kvölds. Ami vildi samt koma og
sagði mér að hann hefði lengi haft
áhuga á að koma heim og leika með
íslenskum djassistum. Með honum í
fórinni er Jón Páll Bjarnason gitar-
leikari en þeir hafa gert dálítið að
því að leika saman í Los Angeles.
Og fyrst búið var aö fá þessa kappa
hingað var ekki hægt annað en að
ná í Pétur Östlund til að leika með
þeim.
Ég vil taka það fram að það hafa
margir lagt hönd á plóginn svo vel
megi takast, meðal annars hafa Flug-
leiðir reynst okkur vel í aðstoða okk-
ur við að koma Áma og Jón Páli frá
vesturströnd Bandaríkjanna á djass-
hátiðina, en ef ekki hefði komið til
aöstoð þeirra hefði það ekki verið
framkvæmanlegt vegna kostnaðar.
-HK
Stórsveitin er
komin til að vera
- segir Sæbjöm Jónsson, stjómandi sveitannnar
Sæbjörn Jónsson, stjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur. Myndin er tekin þeg-
ar verió var aó æfa fyrir tónleikana i Ráóhúsinu. DV-mynd ÞÖK
Við setningu RúRek djasshátíðar-
innar í Ráðhúsi Reykjavíkur á laug-
ardaginn lék í fyrsta skipti Stórsveit
Reykjavíkur undir sfjóm Sæbjöms
Jónssonar. Það þarf mikinn kraft og
átak til að halda úti slíkri sveit og
þótti okkur því tilhlýðilegt að taka
stjómanda sveitarinnar, Sæbjöm
Jónsson tah:
„Stórsveit Reykjavíkur á sér nokk-
um aðdraganda. Fyrir tæpinn tveim-
ur árum lagði ég niður Big-band sem
við vorum með í Tónmenntaskólan-
um, en þar vom sleipir hljóðfæra-
leikarar sem héldu áfram námi.
Þessir strákar hafa síðan verið að
færa í tal við mig að gera alvöru úr
að stofna stórsveit og það varð úr að
ég fór í gang í vor og setti mér það
markmið að hljómsveitin léki á
djasshátíðinni sem nú stendur yfir.
Ég hóaði saman liöi og við höfum
verið að æfa síðan.
Þetta er sautján manna hljómsveit
og komum við til með að leika hefð-
bundna big-band tónlist. Við æfum
einu sinni í viku og ætlum að halda
því áfram. Þessari hljómsveit er ekki
ætlað að deyja út heldur munum viö
fara í að leita okkur verkefna þó við
gerum okkur grein fyrir því að laun-
in verða aldrei há. Við viljum gjam-
an komast inn á skemmtistaöi þar
sem hægt er að nýta slíka hljóm-
sveit.“
- Kemur þú til með að halda þeim
mannskap sem er í sveitinni?
„Það held ég sé á hreinu. Þaö er
mikill áhugi í hljóðfæraleikurunum
og allir eru tilbúnir að leggjast á eitt
svo dæmið gangi upp. Markaðurinn
er litiU en hann er fyrir hendi, til
dæmis værum viö kjörnir til að hafa
í fóstum skemmtiþáttum í sjónvarpi.
Við ætlum okkur ekkert að sækja
um styrki eða slíkt en vonum aftur
á móti að stórir aðilar skapi okkur
verkefni. Ég vil taka það fram að við
höldum ekki úti slíkri sveit nema
með aðstoð góðra manna og hefur
Tónmenntaskóliim stutt vel við bak-
ið á okkur, hefur skaffaö okkur æf-
ingahúsnæði og nótur.
- Nú ert þú sjálfur trompetleikari,
kemur þú til með að leika með hljóm-
sveitinni?
„Nei, ég reikna ekki með því, það
er svo erfitt starf að stjórna stórsveit
að það nægir mér alveg, enda er val-
inn maöur í hveiju rúmi. Yfirleitt eru
þetta ungir strákar, en þó má nefna
gömlu kempumar Áma Elvar og
Bjöm R. Einarsson sem em mættir
með básúnur sínar.
- Þú ert bjartsýnn á framtíð Stór-
sveitar Reykjavíkur?
„Það þýðir ekkert annað. Starfsem-
in mun ekki vera mikil í sumar, en
um leiö og sumri hallar verðum við
komnir í gang og látum heyra í okk-
ur.“
-HK
Friðrik Erlingsson hlaut íslensku bamabókaverðlaunin:
Viðburðaríkt sumar í litlu hverf i
Þrítugur Reykvíkingur, Friðrik
Erlingsson, hlaut íslensku bama-
bókaverðlaunin 1992 sem afhent
vora síðastliðinn fimmtudag. Fékk
hann verðlaunin fyrir bók sína,
Benjamín dúfu sem kom út á vegum
Vöku-Helgafells sama dag. Bama-
bókaverðlaun þessi voru nú afhent í
sjöunda sinn. í samkeppnina að
þessu sinni vora yfir þijátíu handrit
send inn og er það svipaður fjöldi og
á liðnum árum.
í orðum dómnefndar um bókina
segir: „Benjamín dúfa er nýstárleg
og áhrifamikil saga úr íslenskum
veruleika sem jafnframt er spenn-
andi og þaulhugsuð af hálfu höfund-
arins. Hann dregur persónur sínar
skýram dráttum, kemur átakamiklu
efni til skila af einstakri nærfæmi
og tekst að skapa einkar trúverðuga
og læsilega sögu fyrir böm og ungl-
inga.“
Armann Kr. Einarsson, en hann
og fjölskylda hans era aðilar að þess-
um bamabókaverðlaunum, afhenti
Friðriki verölaunin, 200.000 krónur,
en við þá upphæð bætast höfunda-
laun. Að lokinni verðlaunaafhend-
ingu ávarpaði Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra viðstadda og
óskaöi verðlaunahöfundinum til
hamingju með sigurinn. Nemendur
úr Laugamesskóla sungu og léku á
hljóðfæri við athöfnina.
í Benjamín dúfu segir frá viðburða-
ríku sumri í litlu hverfi. Þegar
hrekkjusvínið Helgi svarti fremur
enn eitt illvirkið ákveða fjórir vinir
að taka höndum saman, stbfria Reglu
rauða drekans og hefja baráttu gegn
ranglæti heimsins. Þeir era Róland
dreki, Andrés öm, Baldur hvíti og
Benjamín dúfa. Um tíma er lífið óslit-
ið ævintýri. En það koma brestir í
vináttuna, ævintýrið hættir skyndi-
lega og kaldur raunveruleikinn ryðst
af hörku inn í líf þeirra.
-HK
Ármann Kr. Einarsson rithöfundur
sést hér afhenda Friðriki Erlingssyni
verðlaunin. Bak við þá er Ólafur
Ragnarsson bókaútgefandi.
DV-mynd GB
Fimm listamenn frá Turku í
Finnlandi sýna um þessar mund-
ir verk sín í sýnmgarsalnum
Slunkariki á ísafirði. Hér eru á
ferðinni félagar í stærstu samtök-
um myndlistarmanna í Finn-
pappírsverk, flest unnin þannig
að listamennirnir búa til pappír-
inn sjálfir, lita hann og líma. Sýn-
ingin er haldin í tengslum viö
opnun Norrænu upplýsingaskrif-
stofunnar á ísafirði og styrkti
finnska menntamálaráðuneytiö
för tveggja listamanna til að
fylgja sýningunni úr hlaðl
Ustamennfá
starfslaun
Úthlutað hefur verið starfs-
launum til listamanna. Úthlutað
var til 173 listamanna misháum
launum. Mest er úthlutað þriggja
ára starfslaunum. í flokki mynd-
listarmanna fengu Björg Þor-
steinsdóttir, Helgi Þorgils Frið-
jónsson, Kristinn G. Harðarson
og Rúrí þriggja ára starfslaun.
Sams konar laun fengu rithöf-
undarnir Einar Kárason og Stein-
unn Sigurðardóttir, Brynja Bene-
diktsdóttir leikari og Leifur Þór-
arinsson og Áskell Másson tón-
skáld fengu einnig þriggja ára
starfslaun.
Visastofnar
menningarsjóð
Nýr menningarsjóður hefur
verið stofnaður. Er þaö Visa sem
stofriar þennan menningarsjóð.
Stofnfé sjóðsins er 2.500.000, þar
af verður úthlutað 1,5 milfjónum
í haust og er tekið á móti umsókn-
um til ágústloka. Tekjur sjóðsins
era árleg framlög frá Visa ís-
landi. Tilgangur sjóösins er í
reglugerð sagður vera: 1. Að
styðja íslenska menningu og list-
ir. 2. Að veita fé til líknar- og
raenningaimála. 3. Að efla verk-
menntun, vísindi og tækni. í
sfjórn sjóðsins hafa verið til-
nefndir Jóhann Ágústsson,
sfjórnarformaður Visa, Einar S.
Einarsson framkvæmdastjóri og
Jón Stefánsson, organisti og
söngsfjóri.
Mariaráðin
listdansstjóri
Maria Gísladóttir hefur verið
róöin listdanssfjóri íslenska
dansflokksins. María starfaði i
niu ár viö ballettílokk þýsku
óperannar i Berlín, lengst af sem
sólódansari. Síðan var María að-
aldansari við ballettflokkinn í
Wiesbaden í þrjú ár. Hún hélt síö-
an til Bandaríkjanna og dansaði
i þrjú ár í New York og í fimm
ár sem aðaldansari Richmond
baUettsins í Virgimu. María kom
heim til íslands 1990. Síðastliðin
tvö ár hefur hún verið kennari
við Listdansskóla íslands.
Æfingaráhaust-
verkefnum hjá
LRaðhefjast
Nu eru aö hefjast æfingar á
haustverkefrium Leikfélags
Reykjavikur. Kjartan Ragnars-,
son ríður á vaðið með æfingar á
æskuverki Antons Tjekov sem oft
er kennt viö Platonof, aðalper-
sónuna í þessum gamanleik um
brostnar vonir og sumarást.
Leikgerð hefrir Pétur Einarsson
unnið og er frumsýning áætluð i
október. Meðal leikenda eru
Þröstur Leó Gunnarsson, Guð
rún S. Gísladóttir, Guðmundur
Olafsson og Pétur Einarsson.