Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. MAl 1992. fiW«KVIU* i-m»enu mírr * WfxwwKwaíi Hííu;n«»A^M«3aK **»**»■<& Myndbönd ★★ !4 Doc Holtywood fer beinustu leið f fyrsta sæti listans þessa vikuna og er hún ein limm nýrra mynda. Aðalhlutverkið í þessari gaman- mynd leikur Míchael J. Fox en þess má geta að hann leikur einnig i The Hard Way sem einmitt dettur nú út af lisianum eftir ianga setu. 1 (-) Doc Hollywood 2 (2) Regarding Henry 3 (-) Jungle Fever 4 (4) Soapdísh 5 (1) The Commitments 6 (-) Mortal Thoughts 7 (6) Suburban Commando 8 (-) Harley Davidson & The Mariboro Man 9 (8) To Catch a Killer 10 (5) Terminator II 11 (3) ToySoldiers 12 (11) Doublecrossed 13(7) Backdraft 14 (12) Quigley down under 15 (-) Memories of Midníght ★★!4 CU5N?ÍF. HEADU' nraortal fhoughts Voti cr teyixtómi*) wtm m»ður »tt» engum að se«is BREAK AWAY Útgetandi: Bergvik. Aðalhlutverk: Bruce Boxleitner og Bruce Myles. Áströlsk, 1990 - sýningartími 90 min. Leyfö öllum aldurshópum. Break Away er gamansöm vega- mynd um ferð tveggja ólíkra manna um strjálbýla leið í Ástral- íu. Joey er fangi sem hefur tekist að sleppa og tekur Reg, óhamingu- SEunan endurskoðanda, með sér sem gísl. í fyrstu er Reg logandi hræddur en verður fljótt frelsinu feginn, enda stendur konan hans í framhjáhaldi og gengið hefur verið framhjá honum við stöðuhækkun. Joey aftur á móti langar að hafa uppi á eiginkonu sinni. Þeir lenda í ýmsum skondnum ævintýrum á ferð sinni og þótt ólíkir séu tekst ágætur vinskapur með þeim. Break Away líöur fyrir það að hafa verið gerð í flýti. Myndin er stefnulaus og þótt megi brosa aö einstaka atriðum er fyndnin frekar slöpp. Það er aðeins skemmtilegur leikur Bruce Myles í hlutverki end- urskoðandans sem heldur manni við efnið. Leit að morðingja TO CATCH A KILLER Útgefandl: Myndform. Lelkstjórl: Eric Till. Aðalhlutverk: Brian Dennehy, Michael Riley, Margot Kidder og Meg Foster. Bandarisk, 1991 -sýningartími 188 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. John Wayne Gacy er einhver frægasti fjöldamorðingi sem hand- tekinn hefur verið. Sannkallaður óhugnaður hvíidi yfir morðum sem hann framdi. Allir sem hann myrti voru ungir drengir sem hafði verið nauðgað og pyntaðir til dauða. í kvikmynd sem gerö er fyrir sjón- varp er ekki hægt að sýna óhugn- aðinn á jafn áhrifamikinn hátt og væri um bíómynd að ræða, því eru í þessari löngu mynd engin slík atriði sem vissulega hefðu gert myndina áhrifameiri. Brian Dennehy leikur Gacy og gerir það einkar vel. Gacy var vel metinn viðskiptajöfur í heimabæ sínum sem skemmti börnum í trúösbúningum svo eitthvað sé nefnt. Dennehy nær bæöi að vera sakleysislegur þegar hann þarf á því að haida og einnig óhugnanleg- ur þegar það á við. Það var vegna þrautseigju lög- reglumannsins Joe Kozenczak að rannsókin á hvarfi ungs pilts bar árangur. Leit Kozenczak að piltin- um leiddi hann að Gacy. Enginn vildi trúa að Gacy væri viðriðinn hvarflð en eftir því sem Kozenczak umgekkst Gacy meira var hann sannfærður um að hann væri vald- ur hvarfi piltsins, en að Gacy væri slíkur fjöldamorðingi eins og kom í ljós datt honum aldrei í hug. To Catch a Killer er vel gerð og spennandi mynd sem aö vísu er stundum langdregin enda lopinn nokkuð teygður, sérstaklega hvað viðvíkur rannsókn Kozenczak á fortíð Gacy en myndin er aldrei leiðinleg og er hin besta skemmtun. -HK GOLDEN YEARS Útgefandi: Myndtorm. Aðalhlutverk: Keith Zarebaeja, Frances Sternhagen og Ed Lauter. Bandarísk, 1991 - sýningartlmi 236 min. (2 spólur). Bönnuð börnum Innan 12 ára. Hinn afkastamikli rithöfundur Stephen King er ábyrgur fyrir gerð sjónvarpsseríunnar Golden Years sem sýnd var vestan hafs í sex hlut- um en er hér á tveimur spólur. Þegar svona mörgum þáttum er steypt í eina heild verður heildin langdregin. í Golden Years er sögð saga gamals manns sem verður fyrir sprengingu þegar vísindatil- raun mistekst. Eftir að hafa jafnað sig á sjúkrahúsi tekur hann eftir því og aðrir í kringum hann að gráa háriö er farið að dökkna auk þess sem sjónin skerpist. Honum og eiginkonu hans skilst að hann er að yngjast. Þann skilning leggur einnig CIA í málið og brátt er leyni- þjónustan komin á hæla „gamla“ mannsins og vill ná honum lifandi hvað sem það kostar... Hugmyndin er góð hjá King en handrit hans er ekki sérlega vel skrifað né trúverðugt. Myndin lið- ur fyrir það að margir leikstjórar leggja hönd á plóginn. Hefði sagan sjálfsagt verið mun heilsteyptari - ef einn hefði ráðið ferðinni, auk þess sem í þessari útgáfu hefði mátt stytta myndina heilmikið. ■k'A ■'ls ts. ll Á- Lv ★★!4 Vel geymt leyndarmál MORTAL THOUGHTS Útgefandl: Skifan. Leikstjóri: Alan Rudolph. Aóalhlutverk: Demi Moore, Glenne He- adly, Bruce Willis og Harvey Keitel. Bandarisk, 1991 - sýningartími 99 min. Bönnuó börnum innan 16 ára. Alan Rudolph hefur á undanföm- um árum gert nokkrar myndir sem hafa yfir sér öðruvísi yfirbragð þótt þær séu gerðar í Hollywood, yfirbragð sem minnir meira á evr- ópska kvikmyndagerð og er Mortal Thoughts engin undantekning. Hér er um að ræða óvenjulega saka- málamynd sem að mestu er byggð á þeirri aðferð að rýna aftur í tím- ann til að fá skýringu á atburði sem búinn er að eiga sér stað. Demi Moore og Glenne Headly leika tvær óaðskiljanlegar vinkon- ur sem saman reka hárgreiðslu- stofu. f byrjun myndarinnar er Cynthia (Demi Moore) í yfirheyrslu hjá tveimur rannsóknarlögreglu- mönnum. Hún rifjar upp atburði sem gerðust í kjölfarið þegar vin- kona hennar giftist miklum fauta sem níddist á henni líkamlega sem og andlega. Fljótlega kemur í ljós að Cynthia er í yfirheyrslu vegna þess að búið er að myrða eiginmann vinkonu hennar. í löngu myndmáh lýsir hún aðdraganda morðsins og hvemig vinkona hennar myrti eig- inmanninn og hvemig hún sjálf hjálpaði henni að fela vegsum- merki sem eru ekki betur falin en! Demi Moore, Bruce Willis og Glenne Headly leika aðalhlutverkin í Mor- tal Thoughts. svo að einmitt vegna þess hve vel þær reyna að hylja slóð sína eru þær grunaðar um morðið. Enn er Cynthia að segja lögreglunni sann- leikann. Annar lögreglumaðurinn er í vafa um það og ákveður aö halda áfram yfirheyrslunum og þótt við fáum nýja útgáfu á atburð- inum í lokin erum við í raun kannski ekkert nær sannleikanum. Þaö er margt vel gert í Mortal Thoughts. Myndin er hrá og hlífir ekki áhorfandanum. Leikurinn er nokkuð góður og er gaman að sjá að Bruce Wiflis lætur sig hafa það að leika algjöra skepnu sem ekkert gott á skiflð þótt það að myrða hann sé kannski fulllangt gengið. En þrátt fyrir spennu og áhugaverðan söguþráð nær myndin aldrei al- mennilega að vera sá sálfræðitryll- ir sem í upphafi var hægt að búast við. -HK DV-myndbandalistinn litríkur smyglari Aflótta DOUBLECROSSED Útgefandl: Steinar hf. Leikstjóri: Robert Young. Aóalhlutverk: Dennis Hopper, Robert Carradine og Adrienne Barbeau. Bandarisk, 1991 -sýningartími 106 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. I Doublecrossed er sagt frá ævi eiturlyfjasmyglarans Barry Seale sem kaus að gerast njósnari fyrir CLA þegar hann átti von á fangels- isdómi fyrir smyglið. Seal var greinilega mjög sérstak- ur persónuleiki sem haíði gaman af alls konar hættum, sérstaklega ef það fylgdi með aö hann gæti einnig flogið en hann hafði áður verið atvinnuliugmaður. Hið mikla hugrekki sem hann var gæddur gerði það að verkum að hann kom á framfæri ómetanlegum upplýs- ingum um eiturlyfjasmygl til Bandaríkjanna og það var hann sem komst fyrstur að því að sandinistastjórnin í Nicargua vann með eiturlyfjabarónunum í Col- Yfirvöld í Florida og Louisana gleymdu því aldrei að Seal var af- kastamikill smyglari og þótt hann heíði átt mikinn þátt í að koma upp um smyglhringi var ekki hægt að koma í veg fyrir að réttarhöld yrðu haldin yfir honum og þegar ekki var lengur gagn að honum yfirgaf CLA hann og skildi hann eftir sem auðvelt skotmark fyrir eiturlyfja- baróna sem lagt höfðu mikið fé honum til höfuðs. Doublecrossed er virkilega vel gerð sjónvarpsmynd og Dennis Hopper er mjög góður í hlutverk Seal. Sú meðferð sem hann fékk hjá CIA og varnamálaráðuneytinu er ófyrirgefanleg þrátt fyrir fortíð hans þegar haft er í huga það gagn sem hann gerði og sú útreið sem hann fær er að öllu leyti rakin til Oflvers North sem er sýndur sem hrokafullur herforingi sem sér kommúnista í hverju homi. -HK umbia. Þessar upplýsingar not- færðu Oflver North og félagar sér en eyðilögðu um leið möguleika Seal á aö halda áfram starfi sínu. CROSSED BEHing HOPPEK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.