Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 23. MAI 1992.
41
Helgarpopp
Sígaunakonungar á hljómleikum í Laugardalshöll:
Gipsy Kings - eng-
um öðrum líkir
Gipsy Kings. Tónlist þeirra hefur verið í stórsókn síðustu fjögur ár.
Hjólhýsahverfi Gipsy Kings i borginni Arlez. Hjólhýsunum er komið fyrir undir hraðbrautarbrú í skjóli fyrir sól
og regni.
Sexmenningarnir sem skipa
hljómsveitina Gipsy Kings eru án
efa heimsins þekktustu sígaunar.
Síöustu ár hefur tónhstarveldi
þeirra byggst upp hratt og örugg-
lega. Þeir spila jöfnum höndum á
meginlandi Evrópu, í Bretlandi,
Bandaríkjunum og Japan... og eru
nú að koma til Islands á næstu
dögum.
Reyndar var áformaö að fá Gipsy
Kings á Listahátíð í Reykjavík árið
1992. Þá tókst það ekki af þeirri ein-
földu ástæðu að liðsmenn hljóm-
sveitarinnar höfðu ekki áhuga á að
koma. Þeim hefur bersýnilega snú-
ist hugur að þessu sinni. Alltént
hefur það verið fastmælum bundið
að þeir mæti á svið Laugardalshall-
arinnar á miðvikudagskvöldið
kemur ásamt fjórum hljóðfæra-
leikurum til viðbótar og spili öll sín
þekktustu lög og áreiöanlega nokk-
ur minna þekkt til viðbótar.
Heittónlist
Það var fyrir fáeinum árum,
kannski þremur eða fjórum, sem
við fórum fyrst að heyra í hljóm-
sveitinni Gipsy Kings í íslensku
útvarpi. Ellý Vilhjálms söngkona
hafði forgöngu um að kynna hljóm-
sveitina í þætti sínum á sunnudög-
um.
„Ég hrífst sjálfkrafa af öllu
spænsku," segir Ellý. „En tónlist
Gipsy Kings hafði ýmislegt fleira
til að bera en aðeins spænsku-
blandaða söngtextana. Sú blanda
flamenco og sígaunatónlistar við
nútíma slagverk er afar smekkleg.
Þar upphefur hvað annað. í tónhst
Gipsy Kings er mikhl hiti og tilfinn-
ing sem maður lýsir ekki með orð-
um. Ég féll fyrir Gipsy Kings um
leiö og ég heyrði Bamboléo."
Aðdáendahópur hljómsveitar-
innar stækkaði og það ört. Nú orð-
ið þekkir svo til hver maður Gipsy
Kings og tónlist sveitarinnar höfð-
ar til breiðs aldurshóps.
Brigitte Bardot
kemurtil sögunnar
Þótt stutt sé síðan íslendingar og
aðrir Norður- og Vestur-Evrópubú-
ar uppgötvuðu tónhst Gipsy Kings
á hljómsveitin sér eigi að síður
langa sögu. Hún var stofnuð fyrir
rúmum tveimur áratugum. Stofn-
andinn var Jose Reyes og synir
hans. Jose hafði verið söngvari hjá
frænda sínum Manitas De Plata
sem er einn þekktasti flamencogít-
arleikari allra tíma. Hans rétta
nafn er Dominique Bahardo.
Jose Reyes féll frá aðeins 47 ára
að aldri. Synir hans, Nicholas_,
Patchai, Canute, Andre og Paul,
héldu áfram að leika saman sem
Los Reyes. Þaö þýðir Kóngarnir.
Strákarnir fimm voru ekki einu
böm Joses og Clementine Reyes.
Þau áttu alls tólf börn. Þeirra á
meðal er dóttirin Marthe. Hún gift-
ist í fylhngu tímans Jahloul
„Chico“ Bouchikhi sem gekk um-
svifalaust í hljómsveitina með
mágum sínum.
í sex ár sphaði hljómsveitin á
börum, skemmtistöðum og jafnvel
á ströndinni í Saint Tropez og ná-
grenni. En þá, sumarið 1977, byrj-
uðu hjólin virkhega að snúast.
Brigitte Bardot, þekktasti íbúi St.
Tropez, heyrði í Los Reyes og bók-
aði sveitina í 44ra ára afmæhsveisl-
, una sína. Hún hefur alla tíð síðan
verið einlægur aðdáandi. Phtarnir
launuðu Bardot hjálpina með því
að semja um hana lagið Dona.
Mannabreytingar
Næstu umskipti á ferhnum urðu
árið 1982 (sumir segja 1979). Þá fóm
Chico og Reyes bræður í brúðkaup
og hittu þar frændur sína Baliardo
bræðurna, bróðursyni Manitas De
Plata, sem einnig voru að fást við
tónhst. Þeir ákváðu að slá saman í
eina hljómsveit. Patchiai og Canute
viku þvi úr sveitinni fyrir gítar-
snhlingnum Tonino Bahardo og
bræðrum hans Jacques „Max“ og
Maurice „Diego".
Orðstír Los Reyes fór stöðugt
vaxandi. Margt heimsþekktra
manna laðaðist að hljómsveitinni
og fengu hana til að spila í garð-
veislum og víðar. Meðal aðdáenda
frá þessum árum var vopnasalinn
Adnan Kashoggi.
Chico Bouchikhi taldi hins vegar
að Los Reyes ættu að reyna að ná
víðar til áheyrenda en í Suður-
Frakklandi. Hann stakk því upp á
því aö „Kóngarnir" breyttu nafni
sínu í „Sígaunakóngarnir" og
hefðu nafnið-upp á enska vísu:
Gipsy Kings. Chico átti einnig hug-
myndina að blanda alþjóðlegum
poppstraumum saman við flam-
enco og sígaunablönduna sem
hljómsveitin lék þá þegar. Fyrir
bragðið var Gipsy Kings innan
skamms farin að fást við tónlist
sem engin önnur hljómsveit í heim-
inum lék.
Bætt við hljóðfærum
Haustið 1987, þegar tískuhúsin
suður í Evrópu voru sem óðast að
kynna komandi strauma og stefnur
í fatatískunni, fékk Christian
Lacroix frá Arles þá hugmynd að
láta sveitunga sína í Gipsy Kings
Umsjón
Ásgeir Tómasson
spha á tískusýningu haustsins. Þar
var staddur Claude Martinez. Hann
féll fyrir tónlistinni og hvatti pht-
ana til að bæta hljóðgervlum,
bassa, trommum og öðrum áslætti,
við gítarana, fótastappið og handa-
klappið sem þeir notuðu sem und-
irleik við tónlist sína. Claude varð
hjálparhella Gipsy Kings frá þeim
degi og th síðustu áramóta er upp
úr samstarfinu slitnaði.
Nú var tónlist Gipsy Kings búin
aö taka á sig þá mynd sem við
þekkjum. Nokkrum vikum síðar
kom lagið Bamboleo út á smáskífu
og varð vinsælt allt frá St. Tropez
til Rimini. Fljótlega fylgdi Djobi
Djoba í kjölfarið og á þriðju breið-
skífunni, sem hét stutt og laggott
Gipsy Kings, var lagið A Mi Man-
era. Við höfum hingað th þekkt það
best sem My Way. Gipsy Kings
þóttu gera því lagi sérlega góð skh.
Þess eru mýmörg dæmi að suð-
ur-evrópskir söngvarar og hljóm-
sveitir slái í gegn um allan heim
vegna fólks sem kemur og eyðir
sumarleyfinu sínu þar syöra.
■Þannig barst tónhst Gipsy Kings th
dæmis th Bretlands. Eigandi A1
hljómplötuútgáfunnar tók líka við
sér og aflaði sér útgáfuréttar hljóm-
platna'Gipsy Kings og þarf ekki að
sjá eftir því.
Svo var það dag nokkurn í sept-
ember árið 1988 að skipuleggjendur
sígaunatónlistarhátíðar í London
höfðu samband. Þá vantaði hljóm-
sveit th að verða aðalnúmerið á
hátíöinni. Fjórir dagar voru til
stefnu. í forsölu hafði aðeins selst
81 miði af þeim fjórtán hundruð
sem í boði voru. Gipsy Kings slógu
til. Og degi fyrir hátíðina datt út-
varpsmanni hjá Capitol Radio í hug
að kynna Gipsy Kings lítillega.
Claude Martinez fór í viðtal og þótt-
ist vera hðsmaður hljómsveitar-
innar, því að enginn sexmenning-
anna taíar ensku. Síðan voru nokk-
ur lög hljómsveitarinnar leikin.
Áhriamenn hjá ríkisútvarpinu
BBC voru með kveikt á einkastöð-
inni Capitol þennan dag. Þeir höfðu
snör handtök og þetta sama kvöld
spilaði Gipsy King í beinni útsend-
ingu. Það troðfylltist aht á sígauna-
hátíðinni kvöldið eftir og hundruð
Lundúnabúa sneru frá miðalausir.
Æði v
Fíölmargir sem urðu að hverfa
frá fyrstu tónleikum Gipsy Kings í
Bretlandi höfðu samband við tón-
leikahaldara og heimtuðu meira.
Það rann upp fyrir starfsfólki
Harveys Goldsmiths athafna-
manns á því sviði, að eftirspurnin
var gífurleg og hún kom eltiti frá
hefðbundnum hópi sem sækir
popptónleika. Hér var á ferð mið-
aldra fólk sem var búið að greiða
húsnæðislánin sín að mestu leyti
og átti nóga peninga til aö greiða
háar fjárhæðir fyrir að sjá og heyra
í þeim skemmtikröftum sem það
langaði til að hlýða á. Síðan þá
hefur Royal Albert Hall verið aðal
hljómleikahús Gipsy Kings í Lon-
don og þar kostar inn sem nemur
fimm til sex þús. kr. Nær tvöfalt
meira en á hljómleika stórstjarn-
anna á Wembley leikvanginum.
Og hróður Gipsy Kings hefur bor-
ist víðar. Hljómsveitin er eftirsótt
í Bandaríkjunum. Þar búa milljón-
ir spænskumælandi manna. Þótt
þeir skilji ekki gitan mállýskuna
sem liðsmenn Gipsy King spila,
breytir það engu. Stíllinn, tilfinn-
ingin og hitinn, komast th skila.
Sömuleiðis hjá Japönum. Þar á
hljómsveitin milljónir aðdáenda.
Franskir?
Því hefur oft verið haldið fram
að hðsmenn Gipsy Kings séu
franskir. Þó ruglar það fólk í rím-
inu að tónhst hljómsveitarinnar er
miklu fremur spænsk en frönsk.
Það var á fjórða áratugnum sem
sígaunafjölskyldurnar þrjár sem
standa að Gipsy Kings fluttu frá
Katalóníu, norðvestur yfir landa-
mærin til Camargue sléttunnar.
Þar rennur fljótið Rón til sjávar.
Þar er bærinn Arlez og skammt frá
borgirnar Nimes og Montpellier. Á
þessu svæöi búa fjölmargir sígaun-
ar. Þeir telja sig hvorki Frakka,
Spánverja né annarra landa menn
heldur aðeins sígauna. Þeir eru
stoltir af uppruna sínum og tala
flestir hveijir aðeins eigið mál, git-
an, sem er blanda katalónsku,
spænsku og próvönsku.
Tónlistin er þessum sígaunum
allt. Hún er í flamenco stíl og á
rætur að rekja Nueva Andalucia
hreyfingarinnar sem á undanfórn-
um árum hefur reynt aö blása nýju
lífi í þennan sérstæða stíl sem
margir hafa heihast af. Inn í þessa
sérstæðu sígaunatónhst blandast
fiölmörg áhrif, vestræn jafnt sem
arabísk.
Þótt liðsmenn Gipsy Kings séu
komnir vel í álnir búa þeir enn í
hjólhýsum rétt eins og aðrir með-
bræður þeirra. Tonino Baliardo
hefur þó leigt sér íbúð í Montpelh-
er. Þeir ferðast víða. Hljómleikam-
ir hér á landi eru hinir fyrstu í
öðrum hluta heimsferðar til að
fylgja eftir útgáfu plötunnar Este
Mundo. Aðallag hennar er Baila
Me sem löngu er orðið vel þekkt
hér á landi. Héðan fer Gipsy Kings
til Sevilla á Spáni og heldur tvenna
tónleika á heimssýningunni. Síðan
liggur leiðin víðar um Evrópu og
loks til Bandaríkjanna.
Eftir því sem næst verður komist
eru sexmenningarnir sem hér spha
þeir Nicolas, Andre og Canute Rey-
es og Tonino, „Diego" og „Paco“
Baliardo. Með þeim kemur bassa-
leikari, hljómborðsleikari og
trommu- og ásláttarleikarar. Sí-
gaunakonungarnir gefa væntan-
lega ekkert eftir á hljómleikum í
Laugardalshöh á miðvikudaginn
kemur.