Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992. Fréttir Sjávarútvegsráðherra duglegastur að koma lagafrumvörpum í gegnum þingið: Krataráðheirar komu örfáum málum í gegn - miðað við þau stjómarfrumvörp sem boðuð voru í stefnuræðu síðastliðið haust Miðað við þá málaskrá sem Davíð Oddsson forsætísráðherra lét fylgja með stefnuræðu sinni við upphaf Alþingis í haust hefur Þorsteinn Pálsson, dómsmála- og sjávarútvegs- ráðherra, veriö í sérflokki ráðherra við að fá sín lagafrumvörp í gegnum Alþingi. Forsætisráðherra boðaði í fylgiskjaiinu að frá sjávarútvegs- ráðuneytinu væru væntanleg 7 frumvörp sem lögð yrðu fram á Al- þingi í vetur. Þorsteinn Pálsson fékk hins vegar 10 frumvörp afgreidd um sjávarútvegsmál. Og sem dóms- og kirkjumálaráðherra fékk hann af- greidd 9 frumvörp af 17 boöuöum. Svo virðist sem ráðherrar Alþýðu- flokksins hafi ekki verið eins harðir að koma sínum málum í gegnum þingið. Boðuð voru 6 frumvörp frá utanríkisráöherra en ekkert frum- varp var afgreitt frá því ráðuneyti á Alþingi. Boðuð voru 10 frumvörp frá Jóni Sigurðssyni sem iðnaðarráðherra en ekkert var afgreitt. Boöuð voru 19 frumvörp frá Jóni sem iðnaðarráð- herra en 4 voru afgreidd. Frá Eiði Guðnasyni voru boðuö 15 frumvörp en eitt var afgreitt. „Það er staðreynd að dugnaður þingnefnda og metnaður formanna þeirra ræður meiru um afgreiðslu þingmála, hvort heldur eru laga- Málaskrá forsætisráðherra samþykkt stjórnarfrumvörp og Sighvatur Þorsteinn Friðrik Jóhanna Halldór Davíð ÓlafurG. Jón Eiður JónB. Björgvinsson Pálsson Sophusson Sigurðard. Blöndal Oddsson Einarsson SigurðssonGuðnason Hannibals, frumvörp eða þingsályktunartillög- ur, en ýtni ráðherra við að koma frumvörpum í gegn. Sjálfsagt getur ýtni þeirra ráðið einhveiju en aldrei úrslitum. Það gera þingnefndirnar og formenn þeirra,“ sagði Eiður Guðnason umhverfisráðherra í sam- tali við DV. Hann benti einnig á að sum frum- vörp sem færu til þingnefnda væru mjög flókin og tímafrek. Stundum þyrfti að ræða við tugi manna um málið en í öðrum tilfellum einn eða tvo. Eins væri ekki sama hvort um algerar nýjungar væri að ræða, eins og flest sem varðar umhverfisráðu- neytíð, eða hvort aðeins væri um að ræða breytingar eða viðauka við eldri lög. Ekki náðist í Jón Sigurðsson iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sem er er- lendis, né Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Guðmundur Ein- arsson, aðstoðarmaður Jóns Sig- urðssonar, tók í mjög sama streng og Eiður Guðnason. Hann benti líka á að iönaöar- og viðskiptaráðherra væri meö í vinnslu fjölmörg mál sem tengdust EES-samningunum og kæmu til meðferðar um leið og þeir. Þaö skal þó tekið fram að þau mál voru ekki á fylgiskjali Davíðs Odds- sonar forsætísráðherx'a sem fyrr er vitnað til. -S.dór Lögreglan segist vart vera búin að reka bilstjóra í burtu af gangstéttinni við ÁTVR í Austurstræti þegar næsti ökumaður sé búinn að leggja þar. • DV-mynd BG Óánægja lögreglu meö óæskilega umferö viö ÁTVR í Austurstræti: Bflar á gangstétt og ölvað fólk fyrir utan Lögregluyfirvöld eru mjög ósátt viö ástand sem skapast hefur á síð- ustu mánuðum við áfengisútsölu ÁTVR í Austurstræti. Brögð hafa verið aö því aö viðskiRtavinir hafi lagt bílum sínum uppi á gangstétt fyrir utan Ríkið, það er vinstra meg- in miðað við umferðina í Austur- stræti. Auk þess segir lögregla aug- Ijóst að ölvað fólk og útígangsmenn séu famir aö haida mikið til í mið- bænum, nálægt Ríkinu - áður hefðu útigangsmenn haldið til í nágrenni Lindargötuxíkisins en nú hafi hópur- inn fært sig niöur í miðbæ og Austur- stræti. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns voru borgaryfirvöld vöruð við þessu ástandi þegar í september, það er áður en verslun ÁTVR var opnuð í Austurstræti. Svörin, sem lögreglan fékk, að sögn Ómars, voru á þá leið að lögreglan þyrftí ekki að hafa áhyggjur eða velrn vöngum yfir ólög- legum bifreiðastöðum sem trufluðu umferð og aö áfengisútsala í Austur- strætí myndi ekki hafa áhrif á um- ferð ölvaðs fólks í götunni og næsta nágrenni, áhyggjuefni lögreglunnar myndi ekki rætast. Omar sagöi við DV í gær að bent hefði veriö á og varað hefði verið við framangreindum atriðum á sam- starfsnefndarfundi með borgaryfir- völdum í september. Ómar sagði að gangandi lögregluþjónar hefðu verið á ferðinni í Austurstræti, sérstaklega á álagstímum, en þeir væru vart búnir að reka bílstjóra í burtu af gangstéttinni við ÁTVR þegar næsti ökumaður væri búinn að leggja fyrir utan til að fara í Ríkið og sækja sér hinn eftirsótta vökva. Borgarráð hafnaöi nýlega tillögu þess efnis að grindverk yrði sett við gangstéttir fyrir framan ÁTVR til að hindra ólöglegar bifreiðastöður sem hefðu truflandi áhrif á umferð fót- gangandi sem akandi vegfarenda. -ÓTT Júlíus Hafstein borgarfulltrúi: Þessar áhyggjur eruóþarfar „Ég minnist þess að lögreglan bentí á þann möguleika að þetta gæti gerst. Við höfðum ákveðið að áfengisverslunin sé gott innlegg í endurlifgun og enduruppbyggingu í gamla miðbænum. Menn gerðu sér gréin fyrir því að jafnvel þótt góður hugur stæði til þess gæti þetta haft einhverja takmarkaða annmarka í fór með sér. Þeir eru auðvitað þessir en mér finnst þetta ekki vandamál sem er til tjóns eða skaða. Þetta eru óþarfa áhyggjur," sagði Júlíus Haf- stein borgarfulltrúi um þá óánægju sem fram hefur komið af hálfu lög- regluyfirvalda um vandamál tengd ÁTVR í Austurstrætí. Júlíus sagði að ef í ljós kæmi að —*---------------- Framtíð Austurstrætis: Undirskriftir frá 18 þúsund manns bílum yrði of mikið lagt á gangstéttir vinstra megin við götuna yrði að taka á því með einhveijum hætti. ,J>að er rétt að skoða það viö tækifæri en ég held að við þurfum að gefa þessu meiri tíma,“ sagði Júlíus. „Útigangsmenn hafa löngum sótt í miðbæinn, sérstaklega að sumarlagi. Eg tel því að því sambandi sé ekki um stórkostíegt vandamál að ræða. Afstaöa borgarinnar hefur ekkert breyst. Við óskuðum eftir því á sín- imi tíma við fjármálaráðuneytiö aö áfengisverslun yrði í miðbænum. Það hefur ekkert komið fram sem gefur ástæðu til að endurskoöa það.“ -ÓTT „Eg er ekki búinn að fara 1 gegn- um þennan bunka af undirskrift- um. Þetta hefur legið frammi í verslunum, sjoppum og kvöldsöl- um og ég veit að fólk hefur skrifað undir þetta. Eftir skjóta yfirferð sýnist mér aö það séu böm og ungl- ingar sem hafa veriö þátttakendur í því. Auðvitað hafa þau rétt til að láta sitt álit í ljós. Málið þarf hins vegar að skoða í víðara samhengi og taka tillit til þeirra radda sem koma frá eigendum verslana og fulltrúum stofnana," segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri. Borgarstíóra var í fyrradag af- hentur undirskriftalistí með 18 þúsund nöfnum þar sem mælst er til að Austurstræti verði aftur gert aö göngugötu. Gatan var opnuö í tilraunaskyni til sex mánaða í des- ember síðastiiönum. Að sögn Markúsar vill hann ekki taka af- stöðu til undirskriftanna fyrr en búið er að meta reynsluna af opn- un. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.