Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992. 5 Fréttir Alþingi finnur leið til spamaðar: Ræstingarkonur lækka í launum „Vissulega lækka þessar ræsting- arkonur í launum en ræstingartíðni hjá þeim er líka miklu minni en áður var. Það hefur verið brýnt vandlega fyrir þeim að fara eftir verklýsingu og við munum fylgjast gjörla með framvindu þessa máls,“ sagði Ragna Bergmann, formaður verkakvenna- félagsins Framsóknar, við DV. Mikil óánægja hefur verið meðal ræstingarkvenna Alþingis vegna þess að þær hafa verið á mismun- andi kjörum. Að sögn Rögnu var upphaf málsins það að tímamælt ákvæði var sett á í ræstingunni fyrir nokkrum árum. Samkvæmt því er tímakaup í dagvinnu 393 krónur og í næturvinnu 474 krónur. Þegar þetta gerðist voru fyrir konur sem unnu í tímavinnu. Þar er tímakaupið 506 krónur. „Þegar tímamælingin gekk í gildi neituðum við að viðurkenna hana,“ sagði Ragna. „Það varð úr að þær sem voru fyrir héldu sinni tíma- vinnu. Nýrri konumar fóru hins veg- ar á tímamælt ákvæði og voru þar af leiðandi lægri. Þessi misjöfnu kjör ollu mikilli óánægju meðal kvenn- anna. Við héldum því fund með þeim þar sem mælingin á ýmsum húsum var endurskoðuð." Tíu konum af fjórtán var í fram- haldi af þessu sagt upp 31. janúar síðastliðinn með þriggja mánaða fyr- irvara og því fororði að um endur- ráðningu yrði að ræða hjá þeim sem það vildu. Fjórar kusu að ráða sig annars staðar. Að auki er ein þeirra á tímakaupi en hún á sex mánaða rétt þannig að hennar kjör koma ekki til endurskoðunar fyrr en eftir þann tíma. Konurnar eru nú allar komnar á tímamælt ákvæði, utan þessi eina. Að sögn Rögnu var sú breyting gerð með fullu samþykki verkakvennafélagsins. -JSS 3 2% lauiialiækkun? \Tei og þó! 21" sharp sjónvai't)stæki á ótrúlegu verði Þátttaka íslands 1 Evrópska efnahagssvæðinu: Kostar á ári um 200 milljónir - þar af ríflega 60 milljónir til styrktar fátækum Evrópuríkjum Samkomulag náðist um skiptingu sameiginlegs kostnaðar EFTA-ríkj- anna vegna EES á ráðherrafundi EFTA, sem fram fór í Reykjavík í vikunni. Notast er við reikniformúlu sem tekur mið af þjóðarframleiðslu landanna. Samkvæmt henni verða útgjöld íslands vegna starfsemi EFTA um 200 milljónir á ári. í ár nema þessi útgjöld 48 milljónum. Að sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra hækka bein útgjöld íslands til EFTA einungis um nokkrar milljónir í kjölfar EES. Stærsta hluta útgjaldaaukans segir hann að megi rekja til samstarfs EFTA-ríkjanna og Evrópubanda- lagsins á sviði rannsókna og þróun- ar. Hluti þeirra fjármuna muni hins vegar skila sér til baka vegna þátt- töku íslendinga í þessum verkefnum. Þá verði framlag íslands í Þróunar- sjóð EFTA um 60 milljónir á ári. Sjóðnum er ætiað að styðja við bakið á vanþróuðum ríkjum í Evrópu- bandalaginu. Þó árleg útgjöld íslands til EFTA aukist á annað hundrað milljónir í tengslum við EES þá er tahð að þau muni skila sér margfalt til baka í formi tohalækkana á íslenskum sjáv- arafurðum í Evrópubandalaginu. Samkvæmt útreikningum utanríkis- ráðuneytisins myndu þessar toll- greiðslur lækka um tvo milljarða á ári sé tekið mið af útflutningi síðasta árs. í tengslum við EES munu margar nýjar EFTA-stofnanir taka til starfa, þar á meðal EFTA-dómstólhnn og EftirUtsstofnun EFTA. Þá munu EFTA-ríkin og Evrópubandalagið í sameiningu reka stofnanir á borð við EES-ráðið, EES-nefndina, þing- mannanefnd EES og ráðgjafamefnd EES. -kaa NICAM STERIO FLATURSKJÁR TEXTAVARP SUPERVIDEO EURO SCARTTENGI VI5RI) AÐITR 103.600 VERÐLfEIiKll 33.700 STAIHiRIim mi 69.900 HVERFISCÖTU 103: SÍMI25999 Nú um helgina verður stórsýning á Nissan bílum frá kl. 14-17 á Betri bílasölunni Selfossi og að Sævarhöfða 2 Reykjavík. Úrval góðra bíla svo allir ættu að geta fundið bíl við sitt hæfi. Notaðir bílar metnir á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.