Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Side 46
58 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992. Afmæli Stefán Guðmundsson Stefán Guömundsson alþingismað- ur, Suðurgötu 8, Sauðárkróki, verð- ur sextugur á morgun. Starfsferill Stefán fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi á Sauðárkróki 1949 og iðn- skólaprófi þar 1951, lauk sveinsprófi í húsasmíði 1956 og öðlaðist meist- araréttindi 1959. Stefán stofnaði ásamt fleiri Tré- smiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki 1963 og var framkvæmdastjóri hennar 1963-71. Hann var síðan framkvæmdastjóri Útgeröarfélags Skagfirðinga 1971-81. Stefán var bæjarfulltrúi á Sauðár- króki 1966-82, situr í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar, síðan 1980 og var formaður hennar 1983-87. Þá situr Stefán í stjórn Kaupfélags Skagflrð- inga og Fiskiðju Sauðárkróks hf. og í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. Stefán hefur verið alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á Norð- urlandi vestra síðan 1979. Fjölskylda Stefán kvæntist 16.2.1957 Hrafn- hildi Stefánsdóttur, f. 11.6.1937, verslunarmanni. Hún er dóttir Stef- áns Vagnssonar, skrifstofumanns á Sauðárkróki, og konu hans, Helgu Jónsdóttur húsmóður. Börn Stefáns og Hrafnhildar eru Ómar Bragi, f. 2.6.1957, vöruhús- stjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, kvæntur Maríu Björk Ingvadóttur fréttamanni og eru börn þeirra Stef- án Arnar og Ingvi Hrannar; Hjördís, f. 2.9.1962, dómarafulltrúi á Sauðár- króki, gift Kristni Jens Siguijóns- syni, stud. theol., og er dóttir þeirra Marta Mirjam; Stefán Vagn, f. 17.1. 1972, nemi við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Systkini Stefáns eru Sigurbjörg, f. 6.4.1920, húsmóðir á Akranesi, var gift Björgvini Bjarnasyni, f. 12.7. 1915, d. 10.12.1989, bæjarfógeta; Sveinn, f. 3.8.1922, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki, var kvæntur Ragnhildi Ósk- arsdóttur, f. 21.12.1935, d. 31.5.1991, húsmóður; Anna Pála, f. 2.9.1923, húsmóðir á Sauðárkróki, var gift Ragnari Pálssyni, f. 16.4.1924, d. 29.9. 1987, bankastjóra Búnaðarbankans á Sauðárkróki; Árni, f. 12.9.1927, skólastjóri ÍKÍ á Laugarvatni, kvæntur Hjördísi Þórðardóttur, f. 5.6.1926, húsmóður; Hallfríður, f. 29.1.1931, lyfjatæknirí Reykjavík, gift Agli Éinarssyni, f. 24.10.1929, bifreiðastjóra. Foreldrar Stefáns; Guðmundur Sveinsson, f. 11.3.1893, d. 19.10.1967, skrifstofustjóri og fulltrúi hjá Kaup- félagi Skagfirðinga, og kona hans, DýrleifÁrnadóttir, f. 4.7.1899, hús- móðir. Ætt Guðmundur var sonur Sveins, b. á Hólií Sæmundarhlíö, Jónssonar, hreppstjóra á Hóli og Hafsteinsstöð- um, Jónssonar. Móðir Sveins var Sigríður Magnúsdóttir, hreppstjóra á Halldórsstöðum í Laxárdal, Ás- mundssonar, b. þar Sölvasonar. Móðir Guðmundar var Hallfríður, systir Sigurlaugar, móður Jakobs Benediktssonar, fyrrv. forstöðu- manns Orðabókar HÍ. Hallfríður var dóttir Sigurðar, b. á Stóra- Vatnsskarði, Bjarnasonar, skyttu á Sjávarborg, Jónssonar. Móðir Hall- fríöar var Ingibjörg Sölvadóttir, hreppstjóra á Skarði, Guðmunds- sonar. Dýrleif var dóttir Árna á Sauðár- króki Magnússonar, b. í Utanverðu- nesi, Árnasonar. Móðir Árna var Sigurbjörg Guðmundsdóttir, vinnu- manns á Hafsteinsstöðum, Jónsson- ar. Móðir Sigurbjargar var Guðrún Gísladóttir, prests á Ríp, Oddssonar, prests á Miklabæ, sem þaðan hvarf sem frægt er, Gíslasonar, biskups Magnússonar. Móðir Dýrleifar var Anna Rósa Pálsdóttir, b. á Syðri Brekkum, bróður Margrétar, ömmu Hermanns forsætisráðherra, fóður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Bróðir Páls var Þorkell, faðir Þor- Stefán' Guðmundsson. kels veðurstofustjóra, og afi Sigur- jóns Rist vatnamælingarmanns. Páll var sonur Páls Þórðarsonar, b. í Viðvík, bróður Jóns á Ytrahvarfi, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS. Móðir Páls var Sigríður Guömundsdóttir, systir Jóhönnu, langömmu þeirra bræðra Hall- gríms, fyrsta forstjóra SÍS, Sigurðar, forstjóra SÍS, og Aðalsteins Krist- inssonar, forstjóra innflutnings- deildar SÍS. Móðir Önnu Rósu var Dýrleif Gísladóttir, b. í Flatatungu á Kjálka, Stefánssonar. Stefán er aö heiman á afmælisdag- inn. Páll V. Jónsson Til hamingiu með afmælið 23. maí Páll Vídalin Jónsson, fyrrum út- vegsbóndi á Þórustöðum á Vatns- leysuströnd, Lækjarkinn 26, Hafn- arfirði, er áttræður í dag. Starfsferill Páll er fæddur á Litlu-Hellu á Hell- issandi og ólst upp að Hellu á Beru- vík, Gufuskálum, Spör í Eyjafjarð- arsveit og á Fossi, milli Sands og Ólafsvíkur. Hann sótti skóla um nokkurra vikna skeið á fiórtánda ári. Páll fór fyrst til sjós 10 ára gamall á mótorbáti frá Sandi og á ferming- ardaginn flutti hann alfarinn að heiman er hann fór á skonnortuna Fortuna frá Þingeyri. Páll var oftast til sjós upp frá því að undanskildum tíu árum eftir stríö er hann vann hjá Vegagerðinni sem vélamaður. Páll bjó að Þórustöðum 1957-86 og stundaði lítilsháttar búskap og trilluútgerð öll sumur. Hann hefur verið búsettur í Hafnarfirði undan- farin ár. Fjölskyida Páll kvæntist 1936 Hrefnu Guðna- dóttur, f. 20.6.1916, húsmóður. For- eldrar hennar: Guðni Jónsson frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn, sjó- maður og bóndi, og Margrét Brynj- ólfsdóttir, ferjukona á Ölfusá, búsett á Óseyrarnesi. Guðni og Margrét slitu samvistum. Páll og Hrefna eignuðust fiögur börn: Grétar Vídalín, f. 18.10.1936, útgerðarmaður í Sandgerði, maki Fanney Haraldsdóttir, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn; Kolbrún Angela, f. 2.2.1938, d. 25.5.1940; Sig- uijón Aron, f. 20.10.1948, vélstjóri á sænsku olíuskipi, maki Marianne Olsen; Guðni Rúnar, f. 24.2.1950, útgerðarmaður í Sandgerði, maki Herdís Hallgrímsdóttir, þau eiga eina dóttur. Systkini Páls; Anna Herdís, f. 3.7. 1910, búsett í Hveragerði; Valgerður, f. 23.8.1913, búsett í Bandaríkjunum; Haraldur, f. 1914. d. 1914; Kornelía, f. 1915, d. 1919; Guömundur, f. 26.4. 1917, búsettur á Akranesi. Hálf- systkini Páls, sammæðra: Andrés Jóhannsson, f. 1919, d. 1919; Helga Jóhannsdóttir, f. 21.7.1921, d. 1991, var búsett í Bandaríkjunum; Magn- ús Jóel Jóhannsson, f. 20.11.1922, búsettur í Reykjavík; Ásgeir Jón Jóhannsson, f. 1.9.1925, búsettur í Hafnarfirði; Ingibjörg Jóhannsdótt- ir, f. 28.12.1928, búsett á ísafirði. Foreldrar Páls voru Jón Guð- mundsson, f. 19.7.1881, d. 24.7.1918, frá Bjamastöðum í Dalasýslu, Páll Vídalín Jonsson. barnakennari, og Sigríður Ólöf Andrésdóttir, f. 20.10.1880, d. 12.1. 1969, húsmóðir og saumakona, þau vora búsett á Litlu-Hellu á Hellis- sandi, að Hellu á Beruvík og Gufu- skálum. Ætt Sigríður Ólöf var dóttir Andrésar Brynjólfssonar, frá Heiðarbæ á Ströndum, og Herdísar Þorsteins- dóttur, frá Kjörvogi á Ströndum. Jón var sonur Guðmundar Stef- ánssonar, frá Bjarnastöðum, og Val- gerðar Brandsdóttur, frá Níp á Skarðsströnd. 75 ára Guðmundur Eyjólfsson, Húsatóftum II, Skeiðahreppi. Knútur Bjarnason, Kirkjubóli, Þingeyrarhreppi. 70ára Elías Sigurjónsson, Ásvallagötu 69, Reykjavík. 60ára Ásmundur Valdemarsson, Halldórsstöðum I, Bárðdæla- hreppi. Snjólaugur Þorkelsson, Hjarðarholti 1, Akranesi. Jónína Gunnarsdóttir, Fossgötu 7, Seyðisfiröi. Anna Hjaltested, Langholtsvegi 179, Reykjavík. Hreinn Hauksson, Bræðratungu 11, Kópavogi. 50 ára Runólfur G. Þórðarson, Eyktarási 10, Reykjavik. Sólrún Jóhannesdóttir, Lindarbraut 14, Seltjamamesi. Valgarður Jóhannesson, Efstalandi4, Reykjavík. Elín Guðrún Hafberg, Kelduhvammi 12a, Hafnarfirði. Sigurður Olgeirsson, Uppsalavegi 22, Húsavik. Ottó B. Jakobsson, Ásvegil.Dalvík. 40 ára Halldór Sigþór Harðarson, Heiðvangi32, Hafiiarfirði. Jóhanna Magnúsdóttir, Ártúnum, Bólstaðarhlíðarhreppi. Sigurður Vilhjálmsson, Álakvisl 100, Reykjavík. Sverrir Sigurðsson Eyþór Guðmundsson Eyþór Guðmundsson málarameist- ari, Selbrekku 12, Kópavogi, varð sextugurígær. Starfsferill Eyþór er fæddur á Efstu-Grund í V-Eyjafiallahreppi í Rangárvalla- sýslu og ólst þar upp fyrstu árin en í Reykjavík eftir það. Hann lærði málaraiðn hjá Agli Marberg Guð- jónssyni í Reykjavík 1949-53. Eyþór lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi 1954 og fékk meistarabréf þremur árum síð- ar. Eyþór hefur ávallt starfaö við iðn sína ef undanskilið er tímabil hjá byggingarfyrirtækinu Borgarsteini sem hann var hluthafi í. Eyþór sat í stjóm Verkamannabú- staðanna í Kópavogi á síðari hluta áttunda áratugarins. Fjölskylda Eyþór kvæntist 27.12.1959 Þórdísi Sigurðardóttur, f. 19.1.1939, hjúkr- unarfræðslustjóra hjá Kleppsspíta- lanum. Foreldrar hennar: Sigurður Ólafsson múrarameistari og Guð- björg Guðbrandsdóttir húsmóðir. Börn Eyþórs og Þórdísar: Grétar Þór, f. 29.9.1959, stjórmhálafræðing- ur og framkvæmdastjóri í Reykja- vík, sambýliskona hans er Lára Ósk Garðarsdóttir skrifstofumaður, þau eiga eina dóttur; Sigurður, f. 5.8. 1965, málari í Reykjavík, kona hans er Erla Hauksdóttir, þau eiga tvö böm; Guðrún Hulda, f. 10.2.1974, menntaskólanemi í Reykjavík, unn- usti hennar er Jón A. Elíasson nemi; Guðmundur Björn, f. 19.8.1975, menntaskólanemi í Reykjavík. Bræður Eyþórs: Arinbjöm, f. 22.5. 1932, rennismiður í Brisbane í Ástr- alíu, maki Ragnheiður Jónsdóttir, þau eiga tvö böm; Ásmundur, f. 20.9. 1945, menntaskólakennari í Reykja- vík, Ásmundur á eitt barn. Foreldrar Eyþórs: Guðmundur Ásgeir Bjömsson, f. 10.12.1906, d. 3.9.1976, frá Efstu-Grund, verka- maður hjá SS, og Guðmunda Ágústsdóttir, f. 12.4.1908, frá Hamri Eyþór Guðmundsson. í Svínavatnshreppi í A-Húnavatns- sýslu, verkakona. Eyþór dvelur nú hjá tvíburabróð- ursínumíÁstralíu. Sverrir Sigurðsson pípulagninga- meistari, Dragavegi 11, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sverrir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf nám í pípulögn- um 1960 hjá Kristni Auðunssyni, lauk þar sveinsprófi og starfaði síð- an hjá honum til 1974 en Sverrir hefur meistararéttindi frá 1967. Hann hóf sjálfstæðan rekstur 1974 og starfaði þá um tíma fyrir Breið- holt hf. en hefur starfrækt eigið fyr- irtækifrál974. Sverrir hefur verið meðhjálpari og kirkjuvörður í Grensáskirkju síðaníárslokl982. Fjölskylda Sverrir kvæntist 7.9.1963 Sonju Berg, f. 1.7.1943, húsmóður. Móðir hennar er Þóra H. Jónsdóttir en Sonja ólst upp hjá fósturforeldrum á Fáskrúðsfirði, þeim Óskari Jóns- syni og Oddnýju Þórarinsdóttur. Böm Sverris og Sonju em Sigurð- ur Sverrisson, f. 11.6.1963, pípulagn- ingamaður í Reykjavík, kvæntur Áslaugu Halldórsdóttur, f. 16.3.1962, húsmóður og eiga þau eina dóttur, Sonju Berg, f. 19.4.1986; Þóra H. Sverrisdóttir, f. 4.7.1967, húsmóðir á Fáskrúðsfirði, gift Ólafi G. Reynis- syni, f. 1.11.1964, verkstjóra og em Sverrir Sigurðsson. böm þeirra Guðrún S. Ólafsdóttir, f. 27.7.1984, og Rúnar S. Ólafsson, f. 26.8.1986; Oddný Ósk Sverrisdótt- ir, f. 10.1.1973, búsett í foreldrahús- um. Bræður Sverris: Sigurður E. Sig- urðsson, f. 1936; Garðar Sigurðsson, f. 1937; Guðmundur Sigurðsson, f. 1940; Gunnar Sigurðsson, f. 1947. Foreldrar Sverris: Sigurður Guö- mundsson, f. 1901, d. 1982, pípulagn- ingamaður í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Eggertsdóttir, f. 1914, húsmóðir. Sverrir tekur á móti gestum á heimiii sínu, Dragavegi 11, milli klukkan 16.00 og 19.00 á afmælisdag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.