Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992.
Sérstæð sakamál
Leyndarmáliö
í reykháfnum
Þegar fór að bera á fölskum tíu
og tuttugu punda seðlum í London
og fleiri stöðum á Suður-Englandi
vorið og sumarið 1978 sannfærðist
lögreglan um að skipulögð glæpa-
samtök stæðu að baki dreifing-
unni. Seðlamir voru vel gerðir og
það hvemig þeir vom notaðir bar
vitni um skipulag.
Það var í maí sem vart varð við
fyrstu seðlana á krám og í verslun-
um í vesturhluta London. Hálfum
mánuði síðar fór svo að bera á sams
konar seðlum á nokkmm stöðum
á suðurströnd Englands. Mátti
rekja slóð þeirra sem þeim dreifðu.
Peningafalsaramir létu þó aldrei
meira frá sér af folsku seðlunum á
hveijum stað en svo að þeir vöktu
ekki grunsemdir. Svo héldu þeir
áfram ferð sinni. Þegar þeir vom
komnir til Brighton var ljóst að
þeir höfðu komið í umferð þrjátíu
og sjö þúsund pundum.
Rannsóknarlögreglan komst
skömmu síðar að því að líklega
bæru tveir menn ábyrgð á dreifing-
unni. Höfðu þeir notað fólsku seðl-
ana til að kaupa allt frá vindhngum
til bíla.
Ekta seðlar
fyrirfalska
Þegar um smáinnkaup var að
ræða greiddu mennimir með fölsk-
um seðlum en fengu ekta til baka.
Og keyptu þeir bíla staðgreiddu
þeir þá með fölskum seðlum en
seldu svo ef til vill í næstu borg
fyrir ekta.
Margir bílasalar þóttust hafa gert
góð kaup þegar þeir greiddu fjögur
þúsund pund fyrir bíl sem peninga-
falsararnir höfðu keypt daginn áð-
ur fyrir sex þúsund. En falsararnir
vom hæstánægðir því þannig hafði
þeim tekist að skipta sex þúsund
fölskum pundum fyrir fjögur þús-
und í ófalsaða seðla.
Og áöur en sá sem selt haföi bíl-
inn komst í bankann með pening-
ana og fékk þar að vita að hann
væri með falska seðla vom kaup-
endurnir á bak og burt.
En skyndilega hættu fólsku seðl-
amir að koma fram. Rannsóknar-
lögreglumennimir, sem fengið
höfðu máhð til meðferöar, gátu sér
th um að falsaramir hefðu ákveðið
að fara sér hægt um hríð eða þá
að þeir væm að prenta nýja seðla.
Og í ljós kom að það síðamefnda
virtist rétt. Þegar kom fram á mitt
sumar fór aftur að bera á fólsku
seðlunum. í þetta sinn komu þeir
fram í Essex og Norfolk. Brátt
höfðu fundist sextíu þúsund pund
í fölskum seðlum.
Ótti
Margir smákaupmenn og bílasal-
ar urðu fyrir barðinu á peninga-
fölsumnum og brátt greip um sig
ótti meðal bflasala á þessum slóð-
um. Þeir þóttust hvarvetna sjá
falska peningaseðla og ekki létti
það rannsóknarlögreglumönnun-
um leitina.
Lögreglan fór nú að handtaka
ýmsa kunna menn úr undirhei-
munum og má segja að næstum því
hver einasti sem var á sakaskrá og
þótti koma tfl greina væri yfir-
heyrður. En enginn þeirra sem
spurður var virtist hafa neina vitn-
eskju um falsarana. Þegar kom
fram í október hættu fölsku seðl-
arnir að koma fram á ný. Þar kom
svo að leggja varð málið á hilluna.
Ákvað rannsóknarlögreglan að
hefja ekki rannsókn að nýju fyrr
en fleiri falskir seðlar fyndust.
Mánuði síðar gerðu tveir menn
tilraun til að ræna flutningavagn.
Þeir vora handteknir og reyndust
vera Jack Stratford, fjörutíu og sjö
ára, og félagi hans Leo Withers,
sem var þremur ámm yngri. Má
segja að þeir hafi verið staðnir að
verki. Málið kom fyrir rétt í febrú-
ar 1979 og fékk hvor um sig átta
ára fangelsi.
Jack Stratford hafði áður setið í
fangelsi. Eftir að hann fékk frelsið
eftir þá vist lofaði hann konu sinni
að nú skyldi hann leggja öh afbrot
á hilluna. Þetta loforð tók frú Strat-
ford mjög alvarlega svo að þegar
hann fékk nýja dóminn sagði hún
skihð við hann og fór híeim til móð-
ur sinnar með syni þeirra tvo.
Milli múrsteina
En frú Stratford lét sér ekki
nægja að flytjast heim tfl móöur
sinnar. Hún seldi hús þeirra hjóna.
En þótt Jack Stratford sæti í fang-
elsi átti hann fullan rétt á helmingi
þess fjár sem fékkst fyrir húsið og
þar er kona hans var heiðarleg
lagði hún þann hluta inn á banka-
reikning manns síns.
En í fangelsinu sóttu margs kyns
áhyggjur að Stratford og Withers.
Þaö vora nefnilega þeir sem falsað
höfðu peningaseölana sem komið
höfðu fram svo víða á suður- og
vesturhluta Englands. Haustið 1978
höfðu þeir gert hlé á dreifinguni
af því þeir óttuðust að verða gripn-
ir. En til þess að tryggja að enginn
fyndi þá seðla sem þeir áttu tfl eða
myndamótin sem notuð vora við
prentunina ákváðu þeir aö finna
góðan geymslustað.
Jack Stratford hafði áður verið
múrari. Hann lagði svo aukalag
múrsteina utan um reykháfinn í
húsi sínu og milli þess og lagsins
undir setti hann seðlana og mótin.
En nú var húsið komið í annarra
hendur.
Ránið
í þau sex ár sem þeir félagar,
Startford og Withers, sátu í fangels-
inu varð þeim oft hugsað tfl folsku
seðlanna.
Er þeir fengu reynslulausn,
tveimur ámm áður en þeir höfðu
tekið út fangelsisdómana, tóku þeir
strax að leggja á ráðin um hvemig
þeir kæmust yfir „fóldu verðmæt-
in“.
Húsið sem þau Stratfordhjón
höfðu átt hafði tvívegis skipt um
eigendur á þessum sex árum. Nú
bjuggu i því Kenneth og Adrian Lee
og þeim fannst það draumahús.
Jack Stratford lét gera þeim kaupt-
ilboð en því var hafnað. Gerði hann
þá fleiri og betri tilboð en þeim var
sömuleiðis hafnað.
Þótti þeim Stratford og Withers
nú horfa illa. íhuguðu þeir hvað
væri tfl ráða. Loks komust þeir að
þeirri niðurstöðu að eina leiðin til
að komast yfir fölsku seðlana og
myndamótin væri að sækja þau,
hvað sem það kostaði.
Að kvöldi 25. júlí 1985 var hringt
dyrabjöllunni á húsi þeirra Ken-
neths og Adrian Lee. Þegar Ken-
neth lauk upp var hann sleginn
niður. Ógnuðu tveir grímuklæddir
menn þeim hjónum með skamm-
byssu, ráku þau inn í setustofu og
bundu þar. Síðan fóm gestimir
óboðnu upp á háaloft.
Undarlegar aðfarir
Þar sem þau sátu bundin í setu-
stofunni heyrðu þau Kenneth og
Adrian mikinn hávaða á háaloftinu
og var sem verið væri að brjóta
eitthvað niður. Nokkru síðar komu
mennirnir niður og litu inn í setu-
stofuna tfl að sannfæra sig um að
hjónunum heföi ekki tekist að losa
af sér böndin. Tók Kenneth þá eftir
því að annar þeirra var með tösku
sem þeir höföu ekki haft með sér
þegar þeir komu. Var hún greini-
lega ekki í eigu þeirra hjóna.
Um hálftíma eftir að mennirnir
tveir fóru tókst Kenneth að losa
sig. Þegar honum hafði tekist það
leysti hann böndin af konu sinni
en hringdi síðan á lögregluna.
í fyrstu vakti þetta innbrot mikla
furðu. Á borði lágu veski Kenneths
og í því nokkur hundruð pund, en
við því höfðu þjófarnir ekld hreyft.
Kom svo í ljós við athugun að þeir
myndu ekkert hafa haft með sér
að frátalinni töskunni. Rannsókn á
háaloftinu hafði þá sýnt að þar
hafði verið brotinn niður ytri vegg-
ur utan um reykháfinn og hlaut
taskan því að hafa verið geymd
þar. Það tók rannsóknarlögregluna
svo ekki langan tíma að geta sér til
um að taskan hefði verið í eigu fyrri
eigenda hússins.
Leitin
Skamman tíma tók að leiða í ljós
hverjir höfðu átt húsið áður. Og
þegar lögreglan sá nafnið Jack
Stratford var tekin fram mynd af
honum úr skjalaskáp og hún sýnd
Kenneth Lee. Þótti honum útlit
mannsins kunuglegt því það haföi
einmitt verið hann sem hafði gert
svo margar tilraunir til að kaupa
húsið.
Ljóst var að þeir Startford og
Withers héldu saman sem fyrr og
hófst nú að þeim umfangsmikfl leit.
Voru myndir af þeim sendar á allar
lögreglustöðvar á Englandi og brátt
bámst um það boð frá lögreglunni
í Birmingham að fyrirspurnir á
gistihúsum þar hefðu leitt tfl þess
að starfsfólk eins þeirra hefði skýrt
frá því að þar væru tveir menn sem
svömðu til myndanna, en þeir
höfðu látið skrá sig undir nöfnun-
um Halhday og Lyons. Höföu þeir
komiö þangað daginn eftir innbrot-
ið í hús þeirra Leehjóna.
Handtakan
Segja má að þeir Stratford og
Withers hafi verið teknir í rúminu
og þegar leitað var í farangri þeirra
komu í ljós 57 þúsund pund í fólsk-
um peningaseðlum og vel gerð
myndamót sem greinilega höfðu
verið notuð við prentun seðlanna.
Megnið af fólsku seðlunum hefur
nú veriö eyðflagt. Nokkrir em samt
notaðir við kennslu í lögregluskó-
lanum og myndamótin eru á safni
lögreglunnar.
Stratford og Withers fóru aftur í
fangelsi. í þetta sinn fékk hvor um
sig tuttugu ára dóm. Það verður
því komið fram yfir aldamót áður
en þeir fá frelsið á ný en þá verða
þeir komnir á þann aldur að óhk-
legt er tahð aö þeir leggi framar
fyrir sig afbrot.