Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Aðgerðir gegn Belgrad Talið er, að meira en tvö þúsund hafi beðið bana og yfir níu hundruð þúsund manns hafi flúið heimili sín í tveggja mánaða bardögum í Bosníu-Hersegóvínu. Ríkið hefur lýst yfir sjálfstæði, en stjórnin í Belgrad reynir að hnekkja því. Serbar heyja þarna útþenslustríð gegn múhameðstrúarmönnum og Króötum og njóta stuðn- ings hersins, sem áður var sambandsher Júgóslavíu. Tímabært er, að Sameinuðu þjóðimar grípi til aðgerða gegn stjórninni í Belgrad eins og gert var gagnvart írök- um í fyrra. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti fyrir helgina aðild Bosníu-Hersegóvinu ásamt Slóveníu og Króatíu, sem einnig tilheyrðu Júgóslavíu áður fyrr. Serbar hafa reynt hervald gagnvart öllum þessum ríkj- um. í Króatíu er í gildi viðkvæmt vopnahlé síðan í jan- úar. Serbar eru meginhluti sambandshersins. Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu er ódulbúið landvinningastríð Serba. Reynt er að innhma ríki, sem hefur lýst yfir sjálf- stæði sínu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Stríðið í Bosníu hefur verið miklu verra en íslending- ar munu yfirleitt gera sér grein fyrir. Ofríkið er engu minna en ofríki íraks var gegn Kúveit. Það stöðvuðu hersveitir Sameinuðu þjóðanna, og Kúveit varð frjálst. Menn telja yfirleitt, að Persaflóastríðið hafi verið rök- rétt afleiðing hemáms Kúveits. En í Bosníu hefur eyði- legging orðið miklu meiri en var í Kúveit, íjöldamorð tíðari og flóttamannastraumurinn ekki minni. Full- komnum vopnum hefur verið beitt gegn varnarlausu fólki. Nærri helmingur íbúa Bosníu-Hersegóvínu eru mú- hameðstrúarmenn, múslímar. Serbar eru 28 prósent og Króatar 16 prósent. Serbar hyggjast yfirtaka allar serb- neskar byggðir 1 Bosníu eins og þeir gerðu í þeim þriðj- ungi Króatíu, sem þeir ráða eftir útþenslustríð sitt í því ríki. Júgóslavía hefur sundrazt. Ríkisstjórnin í Belgrad er sem fyrr kommúnistastjórn. í krafti þeirrar stefnu freistar stjórnin að hindra frelsi nýju ríkjanna. Yfir- gangurinn í Belgrad flæmdi Slóveníu og Króatíu úr sam- bandinu, síðan Makedóníu og nú Bosníu-Hersegóvínu. Aðrar þjóðir verða að hindra, að þessari kommúnista- stjórn heppnist ætlunarverk sitt. Evrópubandalagið og aðrir hafa reynt að miðla mál- um, en vopnahléssamningar hafa jafnóðum verið brotn- ir. Engar líkur eru til þess, að stjórnin í Belgrad láti af sjálfsdáðum af ofríki sínu gagnvart nágrannaríkjunum. Hafi verið rök fyrir því, að Sameinuðu þjóðirnar gripu í taumana í Kúveit, þá væru afskipti þeirra nú eðlileg, láti stjórnin í Belgrad ekki segjast. Þá væri rökrétt að beita Serbíu refsiaðgerðum, svo sem algeru viðskipta- banni, banni við flugsamgöngum og frystingu á banka- innstæðum í öðrum ríkjum. Jafnvel slíkar aðgerðir kynnu að reynast of veikburða, og þá verða Sameinuðu þjóðirnar að beita hervaldi eins og gert var í írak 1 fyrra. Vestræn ríki hafa verið svifasein í málefnum Bosníu- Hersegóvínu. En þolinmæði þeirra er að þrjóta. Þess sjást merki, að jafnvel Bandaríkjastjóm kunni að fást til þátttöku í meiri háttar aðgerðum til að stöðva yfir- gang Serba. Stjórnin í Washington hefur verið mjög treg til. Við minnumst þess, að Bandaríkin höfðu að lokum forystuna í baráttunni við stjórnina í írak, og enn er forystu þeirra þörf. Blóðbaðinu í Bosníu-Hersegóvínu verður að linna. Haukur Helgason Herforusta fer halloka fyrir fólki og kóngi í febrúar í fyrra framdi forusta herafla Tælands valdarán undir forustu Suchinda Kraprayoon, yf- irhershöfðingja landhersins, og steypti af stóli stjórn óbreyttra borgara sem studdist við þjóðkjörið þing. Þetta var sautjánda valdarán tælenskra herforingja á sex áratug- um sem liðnir eru frá því einveldi konungs var afnumið. Valdarán þetta hefur nú dregið þann dilk á eftir sér að hermenn hafa verið látnir brytja niður fólk svo tugum ef ekki hundruðum skiptir í miðborg Bangkok. Horfði í enn meira blóðbað þegar Bhumi- bol Adulyadej Tælandskonungur tók til sinna ráða. Hann áminnti Suchinda knékrjúpandi í beinni sjónvarpsútsendingu og setti þar jafnan honum stjómarandstöðu- leiðtogann Chamlong Srimuang, sem hershöfðinginn hafði skömmu áður látið varpa í fangelsi. Fréttamenn í Bangkok segja ríkj- andi skoðun þar að eftir þessa at- burði hafi Suchinda sett svo niður að ólíklegt sé að hann tolli við völd nema skamma hríð. Hafði enda gætt andstöðu við aðfarir hans í herforustunni áður en konungur lét til sín taka. Kreppan, sem enn ríkir í tælensk- um stjómmálum, kom upp eftir þingkosningar 22. mars. Fimm flokkar á bandi herforingjaklík- unnar, sem stjórnað hafði landinu frá valdaráninu í fyrra, fengu nokkum meirihluta, 195 þingsæti af 360. Stjómarandstöðuflokkar náðu þó mun betri árangri en spáð hafði verið þar sem herinn og bandamenn hans ráða í rauninni lögum og lofum víða á landsbyggð- inni. Sérstaka athygli vakti frammi- staða flokksins Phalang Dharma en foringi hans er áðurnefndur Chamlong Srimuang. Frambjóð- endur hans hirtu nær hvert einasta þingsæti í Bangkok og næsta ná- grenni. Chamlong er fyrrverandi hers- höfðingi en af allt öðru sauðahúsi en þeir sem mest hafa látið að sér kveöa og notað forréttindi herfor- ustunnar og tök hennar á land- stjóminni til að raka saman fé á mútugreiðslum frá atvinnurekstri og verndarfé frá fíkniefnasölum og vændishringum. Chamlong ástundar fábrotna lifnaðarhætti búddamunka. Hann vann sér óhemju vinsældir fyrir héraðs- stjóm í Bangkok og nágrenni. Jafn- framt því að bæla niður fjármála- spillingu eftir föngum hreinsaði hann borgina og fegraði til mikilla muna. Flokkamir fimm á bandi her- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson stjórnarinnar tilnefndu fyrst til forsætisráðherra foringja þess stærsta, Sammaki Tham. Sá er vellauðugur kaupsýslumaður að nafni Narong Wongwan. Þá kom það babb í bátinn að talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkj- anna kunngerði að Narong hefði verið neitaö um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna í fyrrasumar vegna vitneskju um tengsl hans við fíkni- efnasölu. Tæland hefur lengi verið helsti óopinber bandamaður Bandaríkj- anna í Suðaustur-Asíu og sérstak- lega hafa tengsl milli herforustu landanna verið náin. Þótt fíkni- efnaeftirlit Tælands lýsti því yfir að það byggi ekki yfir neinni vitn- eskju sem benti til að sakargiftir bandarískra yfirvalda á hendur Narong hefðu við rök að styðjast var endirinn sá að hann varð að draga sig í hlé. í Bangkok var haft fyrir satt að mál þetta væri ein af refjum herfor- ingjaklíkunnar. Philip Shenon, fréttamaður New York Times, hef- ur eftir erlendum sendimanni í borginni að best geti hann trúað að herforingjar hafi komiö tfl bandarískra yfirvalda gögnum sem svertu Narong í þeirri vissu að málið yrði opinbert við tilnefningu hans til forsætisráðherraembættis. Eftir slíkt hneyksli væri greið leið fyrir einhvern úr þeirra hópi að hlaupa í skarðið. Og viti menn, flokkamir sem höfðu tilnefnt Narong sneru við honum baki og völdu í staðinn fyr- ir forsætisráöherraefni Suchinda yfirhershöfðingja og valdaránsfor- kólf. Hershöfðinginn hafði ekki boöið sig fram til þings. Verið hafa uppi háværar kröfur um stjórnar- skrárbreytingu á þá leið að ráð- herrar skuli vera úr röðum kjör- inna þingmanna. Við útnefningu Suchinda mögnuðust þær um allan helming. Chamlong tók forustu í barátt- unni með því að hefja mótmæla- svelti úti fyrir stjómarráðinu í Bangkok. Brátt dreif að múg og margmenni til að votta málstað hans stuðning. Ekki bætti úr skák að það kom í hlut annars hershöfð- ingja, Issarapong Noonpakdi, að tilkynna tilnefningu nýja forsætis- ráðherrans. Sá er mágur Suchinda og hefur verið innanríkisráðherra í fráfarandi bráðabirgðastjóm hersins. Þar á ofan var kunngert að hann tæki nú við yfirhershöfð- ingjastöðunni sem Suchinda varð að segja af sér til að verða forsætis- ráöherra. Þegar mannijöldinn í miðborg Bangkok, sem mótmælti valdatöku Suchinda, var farinn að skipta hundruðum þúsunda sáu stuðn- ingsmenn hans á þingi sitt óvænna og komust að samkomulagi við stjómarandstöðuna um stjórnar- skrárbreytingu. Skyldi þar kveðið á um að forsætisráðherra yrði val- inn úr hópi þingmanna og þannig um hnúta búið að Suchinda yrði að segja af sér að fáum mánuðum liðnum. í trausti á þetta samkomulag fékk Chamlong mannfjöldann til aö láta af mótmælastöðu en um leið og þrýstingnum var aflétt kom í ljós að Suchinda og hans menn hugðust ganga á bak orða sinna um stjórn- arskrárbreytingu. Jafnskjótt komu Chamlong og hans menn á vett- vang á ný en þá greip Suchinda til óyndisúrræða, lýsti yfir neyðar- ástandi, lét hermenn skjóta á mót- mælendur og elta þá uppi um mið- borg Bangkok með misþyrmingum tvær nætur í röð. Þúsundir voru teknar höndum, Chamlong fyrstur. Blóðsúthellingum linnti og föng- um var sleppt eftir að konungur tók í taumana. Stjómmálakreppunni í Tælandi er þó hvergi nærri lokið. Þingið á að koma saman á mánu- dag til að ræða stjórnarskrárbreyt- ingar. Vandséð er hvernig Suchinda get- ur hangið við völd eftir aö hann hefur bersýnilega bakað sér van- þóknun konungsfjölskyldunnar sem Tælendingar flestir hafa í há- vegum, segir fréttaritari breska útvarpsins BBC. Þar að auki sýna atburðir síðustu vikna að tælensk millistétt, sem mjög hefur vaxið fiskur um hrygg á síðari árum, hyggst ekki láta bjóða sér hefð- bundna herdrottnun í landsmál- um. Og efnahagsuppgangur er háð- ur erlendri fjárfestingu og ferða- iðnaði sem hvort tveggja þyrri við upplausnarástand. Magnús T. Ólafsson Tælenskir stjórnmálaleiðtogar krjúpa fyrir konungi sínum í beinni sjónvarpsutsendingu frá konungshöllinni í Bangkok. Bhumihol konungur (t.h.) ávarpar Suchinda forsætisráðherra (í miðið) og Chamlong stjórnarand- stöðuleiðtoga (t.v.). Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.