Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 52
F R ETT AS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
LAUGARDAGUR 23. MAI 1992.
Vilji Davíðs Oddssonar:
Dómhús rísi
í miðbænum
árið 1994
Ragnar Aðalsteinsson, formaður
Lögmannafélags íslands, upplýsti á
málþingi lögmanna og dómara um
Hæstarétt í Valhöll á Þingvöllum í
gær að forsætisráðherra hefði greint
sér og formanni Dómarafélagsins frá
því nýlega að það væri vilji sinn og
ríkisstjórnarinnar að byggja dómhús
fyrir Hæstarétt í miðbæ Reykjavíkur
fyrir 50 ára afmæli lýðveldisins árið
1994. Nokkrar lóðir í miðbænum
koma til greina en Ragnar kvaöst i
samtali við DV í gær ekki geta greint
frá þeim möguleikum sem fram hafa
komið.
„Ég gerði grein fyrir því að ég og
Valtýr Sigurðsson, formaður Dóm-
arafélagsins, gengum á fund forsæt-
isráðherra nokkru eftir að ljóst varð
að ekki yrði af því að Hæstiréttur
kæmist í Safnahúsið, það er þegar
ljóst varð að ríkisstjórnin væri ekki
reiðubúin til að framkvæma þann
möguleika samkvæmt tillögu dóms-
málaráðherra," sagði Ragnar við DV.
„Forsætisráðherra greindi okkur
frá því að það væri vilji sinn og ríkis-
stjórnarinnar að leysa þetta mál, og
það strax, með því að hefjast þegar
handa við hönnun og undirbúning
að byggingu dómhúss fyrir Hæsta-
rétt. Þannig yrði lokið við húsið og
það afhent til notkunaf á afmæli lýð-
veldisins árið 1994. Með þessu kvaðst
Davíð reiðubúinn til að vinna því
fylgi að taka nýtt dómhús Hæstarétt-
ar í notkun á afmælisárinu."
Ragnar sagði jafnframt að nokkrar
lóðir væru sagðar koma tii greina en
til stæði að byggja dómhúsið í eða
við miðbæ Reykjavíkur. Reiknað er
með að húsið muni kosta um 400
inilljónir króna, að sögn Ragnars.
Ekki náðist í Davíð Oddsson for-
sætisráðherra áður en DV fór í prent-
un. -ÓTT
Tekinn með
amfetamín
Fíkniefnadeild lögreglunnar fann
rúm 14 grömm af amfetamíni við
húsleit í Breiðholti í vikunni.
Húsráðandi var handtekinn og í
fórum hans fundust einnig tæplega
70 þúsund krónur í peningum sem
maðurinn viðurkenndi að hafa stohð
af Grænlendingi. Maðurinn sagðist
hafa hitt Grænlendinginn í bænum
og sá beöið sig um að útvega hass
fyrir peningana. Maðurinn sagðist
síðan hafa ákveðið að stinga af með.
peningana. Annar maöur er grunað-
ur um aðild aö fíkniefnamálinu. -ÓTT
LOKI
Einar Oddur Kristjánsson er
bara í alsælu!
Maður, sem faldi 2 kíló af hassi við Selvatn, dæmdur í 6 mánaða fangelsi:
Lögregla tók hassið
og setti leir í pakkana
Sakadómur í ávana- og fíkniefna-
málum hefur dæmt 34 ára karl-
mann, búsettan i Mosfellsbæ, í 6
mánaða fangelsi fyrir aðiid að
fíkniefnamáli þar sem rúm 2 kíló
af hassi komu við sögu. Maðurinn
kom efnunum fyrir í landi bæjarins
Dals við Selvatn í Mosfellslandi í
nóvember 1990. Ásgeir Friðjónsson
sakadómari kvað upp dóminn.
lögregl-
um aö
I nóvember 1990 bárust
unni ítrekaö upplýsingar
umræddur maður væri ásamt öör-
um að dreifa hassefhum. Þann 28,
nóvember varð lögregla vör við
bifreiö mannsins á austurleiö eftir
Suömdandsvegi. Bílnum var veitt
eftirför á Hafravatnsleið og að til-
teknum sumarbústað við Selvatn í
Mosfehssveit. Þar nam hann stað-
ar, maöurinn fór út úr bílnum en
kom aftur um 5 minútum siðar.
Þegar bifreiðinni var ekið í burtu
kom lögreglan að sumarbústaða-
landinu með tvo leitarhunda. Ann-
ar hundanna rakti slóö frá bústaö
eftir vegi niður að Selvatni og með-
fram því að bátaskýh. Þar í grjót-
hrúgu gaf hundurinn eindregna
vísbendingu um fíkniefni og fundu
lögreglumenn tvo plastpoka með
um 2 kílóum af hassi.
Farið var með fíkniefnin á lög-
reglustöö í Reykjavík þar sem leir
var settur í stað hassins i pakkana.
Síðan var þeim komið fyrir aftur á
sama stað og svæðið vaktað. Tæp-
um 2 vikum síðar, þann 15. desemb-
er, var sakbomingurinn handtek-
inn. Hann var þá á leið frá felu-
staðnum eftir að hafa sótt annan
pakkann.
Maðurinn bar við yfírheyrslur að
óþekktur aðih hefði haft samband
við sig og boðið sér hassið til sölu
í nóvember 1990 gegn greiöslufresti
fram yfir endursölu efnanna. Efnin
sótti maðurinn þar sem þau höfðu
verið skihn eftír í skoti við kórhýsi
Hallgrímskirkju, að sögn ákærða.
Síðan kvaðst hann hafa ekið aö
Selvatni og fahð efnin þar.
Sakborningurinn hefur frá árinu
1975 ítrekað komið við sögu saka-
mála, sérstaklega í fíkniefnamái-
um, meðal annars í Svíþjóð. -ÓTT
Stúlkan sem rak hettuklæddan ræningja út:
Hann tók í öxlina á
mér og öskraði á mig
„Hann vippaði sér yfir borðið og
fór alveg inn fyrir og reyndi að opna
peningakassann. Hann tók í öxlina á
mér, öskraði á mig og skipaði mér
að opna kassan. Ég öskraði á móti
og sagði honum að hypja sig út. Hann
var greinilega stressaður og kom sér
út þegar hann sá að ég gaf mig ekki.
Hann fór síðan með fram húsinu og
aftur fyrir það,“ sagði Margrét Kjart-
ansdóttir, tæplega tvítug afgreiðslu-
stúlka í ísbúðinni við Hjarðarhaga, í
samtali við DV í gær.
Karlmaður með svarta lambhús-
hettu, með op fyrir augu og munn,
kom skyndilega inn í ísbúðina um
klukkan hálfsjö á fimmtudagskvöld
þegar Margrét var þar við störf, eins
og fram kom í DV í gær.
Margrét sagði að talsverð umferð
fólks hefði verið við Hagabúðina þeg-
ar ránstilraunin var gerð og því
furðulegt að árásarmanninum skyldi
hafa dottið í hug að reyna að ræna
ísbúðina. Þar sem Margrét gaf sig
hvergi komst hettumaðurinn ekki í
peningakassann sem augljóslega var
ætlun hans. Margrét telur að hann
sé um tvítugt, hann var í íþróttabux-
um, strigaskóm og dökkum
mittisjakka með svarta hanska og
tæplega 1,80 m á hæð. -ÓTT
Kærði fyrrum sambýl'
ismann fyrir nauðgun
Nú er aö renna upp sá tími að fólk fer að skreyta garðana sína með blóm-
um. Blómarósirnar Agnes og Guðrún voru önnum kafnar, þegar Ijósmynd-
ara bar að garði, við að ganga frá stjúpum og páskaliljum sem væntan-
lega munu prýða einhverja af görðum bæjarins á næstu dögum.
DV-mynd GVA
Tæplega þrítug kona kærði fyrrum
sambýhsmann sinn til lögreglu fyrir
nauðgun á fimmtudagskvöld. Mað-
urinn var í haldi og í yfirheyrslum
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í
gær. Þegar síðast fréttist í gær hafði
ekki verið tekin afstaöa th þess hjá
RLR hvort krafist yrði gæsluvarð-
halds hjá sakadómara yfir mannnin-
um.
Konunni sagðist svo frá að hún
hefði hitt manninn í bænum. Eftir
það hefði maðurinn dregið hana inn
í húsasund við Hverfisgötu 32. Þar
heföi maðurinn komið fram vilja sín-
um gegn vilja hennar. Maðurinn
hvarf síðan af vettvangi og tilkynnti
konan fljótlega á eftir um atburðinn.
Lögreglan handtók manninn á bar
í nágrenninu um miðnættið á
fimmtudagskvöld. Samkvæmt upp-
lýsingum DV báru föt konunnar þess
merki að hún hefði lent í átökum.
-ÓTT
Veðrið á simnudag
ogmánudag:
Hlýnar
íveðri
Á sunnudag og mánudag
verður suðaustan- og austanátt
víðast hvar á landinu en þoku-
súld við suður- og austur-
ströndina en annars þurrt og
víða nokkuð bjart. Hlýtt verður
í veðri.
Veðrið í dag er á bls. 61
^o'BlLASröö
ÞRDSTIIR
68-50-60
VANIR MENN
TVÖFALDUR1. vinningur