Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992. 43 Eftir ótal árangurslitlar heimsóknir næturlækna kom loks I Ijós að Karitas litla var með astma. Astma er langalgengasti langvarandi sjúkdómur hjá börnum en 5% barna á skólaaldri eru talin vera haldin honum. Reykingar eru mjög slæmar fyrir astmasjúklinga og er brýnt að foreldrar slíkra barna hætti að reykja. Astma hjá bami Hún var skírð á páskum, liðlega ársgömul, og látin heita Karitas eftir móðurömmu sinni. Karitas eldri hélt nöfnu sinni undir skím og táraðist nokkrum sinnum undir tilkomulítilh og flatri ræðu prests- ins. Móðir barnsins var að sjálf- sögðu viðstödd en faðir þess var útiásjó. Þau hittust á krá við Laugaveg, voru saman í nokkra mánuði en shtu samvistum. Hún var þá ólétt og hann á leið í sambúð með ann- arri þungaðri stúlku. í fylhngu tímans fæddist Karitas yngri og bjuggu bæði móðir og barn hjá Karitas eldri sem var fráskilin, drykkfelld saumakona í lágreistu húsi í Þingholtunum. Móðirin starfaði í tískuverslun. Að lokinni skírn var boðið upp á kafli og kökur heima hjá sauma- konunni. Gestirnir dáðust að bam- inu en höfðu þó á orði að hún hó- staði mikið og andaði skringilega. „Hún er alltaf með kvef,“ sagði móðirin unga og þrýsti baminu að bijósti sér. Karitas eldri tók undir þetta, drafandi röddu, enda hafði hún drukkið púrtvín ósleitilega allan daginn. Um nóttina varð að kaha til lækni. Hóstinn hafði þá aukist mjög og barnið virtist standa á önd- inni. Læknirinn var hæglátur mað- ur á besta aldri, stuttkhpptur í grá- leitri Melka-úlpu, sænskum óburstuðum fótlaga skóm og snjáð- um molskinnsbuxum. Móðirin sagði honum að barnið hefði margoft verið kvefað á hðnu ári. Mikill fjöldi vaktlækna hafði drepið niður fæti á heimihnu, sveiflað hlustpípu og gefið baminu bragðvondar mixtúrur vegna meintsbronkítis. „Þetta er að setja mig á höfuðið," sagði hún mæðulega og horfði gagnrýnum augum á blettótt poly- estershpsi læknisins. Hann brá hlustunarpípu sinni á loft og skellti á hina nýskírðu Ka- ritas. Stúlkan var mjög móð, háhgrét, stundi og andaöi með miklum erfiðismunum. Amman var komin á bleikan frotté-náttslopp og rauðleita inni- skó. Hún var orðin ákaflega drukk- in og hélt langa ræðu yfir læknin- um um mistök sem starfsbræöur hans á Norðurlandi hefðu gert sig seka um á upphafsárum seinni heimsstyijaldar. „Þeir drápu hann afa,“ sagði hún, snökkti og saug frekjulega upp í nefið. „Faröutilíjandans," bætti hún við, „við munum sjá um hana nöfnu mína einar!“ Læknirinn leit hana veraldar- vönum augum, brosti kuldalega og hélt áfram að hlusta barnið. „Hún er með astrna," sagði lækn- irinn. „Ég vil leggja hana inn á barnadeild!" Hann shðraði hlust- unarpípuna niður í læknatöskuna, rukkaði fyrir vitjunina og fór. Karitas yngri var keyrð niður á Landspítala ásamt móður sinni en Karitas eldri sat eftir og söng: „Ó, sæla heimsins svalahnd!" fyrir grá- leitan postulínshund sem horfði á hana blíðum, skilningsvana aug- um. Á sjúkrahúsinu var htla telpan sett í súrefnistjald og henni voru gefm margvísleg lyf. Hún jafnaði sig fljótt og var komin heim á 4. degi. Algengur sjúkdómur Astma er langalgengasti langvar- andi sjúkdómur hjá bömum en 5% barna á skólaaldri em talin vera haldin honum. Vöðvalag sem um- lykur lungnapípurnar dregst sam- an og slímhimna, sem hylur þær að innan, þykknar og bólgnar af bjúg. Mikið shm myndast inni í gangi lungnapípanna. Þetta þreng- ir að loftflæðinu í lungunum og veldur því að lungun virðast full af lofti sem kemst ekki út. Útöndun lengist og verður hvæsandi og más- andi. Sjúkhngurinn virðist standa áöndinni. Astma leggst misþungt á fólk, sumir fá væg einkenni eins og hósta og htils háttar óþægindi en aðrir fá veruleg andþyngsli sem endað geta í öndunarbilun. Orsök þessara veikinda er óljós. Ofnæmi veldur þó einkennum hjá stómm hluta barna á skólalaldri Álæknavaktmni en er ekki eins algengt hjá ungum bömum. Hjá öllum börnum með astma koma einkenni fram þegar þau fá kvef eða aðrar loftvegasýk- ingar. Ahs konar önnur ósérhæfö áreiti geta komið af stað astmaein- kennum, eins og kaldur og þurr vindur, mikhl loftraki eða sterk lykt eins og af málningu, ódýrum rakspíra eða vinnukonuvatni. Reykingar em mjög slæmar fyrir astmasjúklinga og er brýnt að for- eldrar slíkra barna hætti að reykja. Astma er arfgengur sjúkdómur og má oft fmna í ættum þessara bama aðra ofnæmissjúkdóma. Meðferðin felst í því að forðast allt sem ofnæmi getur valdið auk lyfla. Lyf sem slaka á vöðvum í lungnapípunum, svokahaðir beta- örvarar (Ventolín, Bricanyl), em mikið notuð. Sterar em notaðir þegar einkennin em sem verst og mikU bólga og bjúgur í slímhimn- unum. Astmalyf eru yfirleitt gefm sem innöndunarlyf. Af öðrum aðgerðum má nefna bólusetningu gegn sjúkdómum eins og inflúens'u og mishngum sem valdið geta einkennum hjá astmakrökkum. Horfumar fara eftir ýmsu. Ung- böm, sem ekki hafa ofnæmi, eru flest laus við astmað fyrir skólaald- ur. Vandinn er oft sá að þessi börn fá ekki rétta sjúkdómsgreiningu og margir læknar gefa þeim fúkalyf eins og þau væm með bronkítis en slík lyf duga skammt á astma. Vaktlæknar þeir sem heimsótt höíðu þær Karitasar í Þingholtun- um höfðu einmitt falhð kyhiflatir í þannleiðapytt. Hvað varð um Karitas? Karitas htla hresstist fljótlega en á næstu áram fékk hún nokkrum sinnum slæm astmaköst. Hún var sett á innöndunarlyf daglega og tókst á þann hátt að halda einkenn- unum að mestu niðri. Móðir henn- ar trúlofaðist tveimur árum síðar ofbeldishneigðum múrara af vest- firskum ættum og eignaðist með honumtvostráka. Faðir Karitasar skildi við sam- býhskonu sína og fór að búa með fráskihnni stúlku frá Thailandi. Karitas eldri fór í áfengismeðferð sem mistókst. Hún gekk eftir það í söfnuð ofsatrúarmanna og frelsað- ist. Nokkram sinnum reyndi hún að reka astmað úr barnabarni sínu með fyrirbænum ogbænasöngen allt kom fyrir ekki. Hún var hætt að syngja fyrir postulínshundinn á síðkvöldum en sat stundum á mál- þingi með nokkrum trúbræðram sínum og ræddi kenningar Páls postula um alkóhóhsma. Glöggskyggni læknirinn, sem kom um nóttina, gerðist heilsu- gæslulæknir úti á landi, keypti sér nokkra hesta og hóf tilkomuhtinn búskap. Eitt sinn reyndi hann fyrir sér í prófkjöri stjómmálaflokks en féh smánarlega. ÖU stefna þau sitt í hverja áttina og hafa fyrir löngu gleymt þessari nótt endur fyrir löngu þegar fundum þeirra bar saman fyrir leik forlaganna og glettniguðanna. Mælingastofa málara óskar eftir reikningsglöggum manni til mælingastarfa. Umsóknir sendist til Mælinga- og endurskoðunarskrif- stofu málara, Lágmúla 5,108 Reykjavík, fyrir 29. maí. Neyðarvakt tannlækna Símanúmer hjá neyðarvakt tannlækna á höfuðborg- arsvæðinu misprentaðist í nýrri útgáfu símaskrárinn- ar. Neyðarvaktin er opin laugardaga og helgidaga frá kl. 10-12 og rétt símanúmer er 681041. Fólki er bent á að færa númerið inn á síðu 1 í símaskránni 1992. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - Sími 678500 - Fax 686270 Ný félagsmiðstöð aldraðra í Arbæ Félagsmiðstöð aldraðra, Hraunbæ 105, verður opin fyrir aldraða í hverfinu laugardaginn 23. maí frá kl. 10.00-12.00. Kaffiveitingar. öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar Tívolí LYSTIGARÐUR OPIÐ DAGLEGA Hveraportið, markaðstorg, opið alia sunnudaga. Stórt tívolítæki „hrærivélin" gangsett um helgina. Lúðrasveit leikur á sunnudaginn. Til okkar er styttra en þú heldur. I tívolí er alltaf gott veður Tívolí, Hveragerði N JÓTTU ÞESS AÐ VERA TIL! Comdt taktu j á Se þátt í Ifoss um hvít Sunnusælunni asunnuna með okki og r! * Við bjóðum gistingu í sumarhúsum, þrjár nætur í 2 manna stúdíóíbúðum með upp- búnum rúmum. Verð 4.500 kr. á mann. * Fjölskyldutilboð á tjaldsvæðinu. Verð 500 kr. f. tjald. * Morgunverðarhlaðborð. Verð 600 kr. á mann. * Hestaferð í sveitinni laugardag, 2 klst. Verð 3000 kr. á mann. * Grillveisla laugardagskvöld. Verð 1.500 kr. á mann. * Dansleikur með „Skriðjöklum" eftir mið- nætti sunnudagskvöld. Fordrykkur inni- falinn. Verð 1.500 kr. á mann. * Frítt í sundlaugina og heitu pottana! hóPe/ SBFOS Eyravegi 2 Sími 98-22500 lESTHUSHl B 98-22999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.