Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1992, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 23. MAl 1992. Ég er lifandi sönn- im þriðj a kynsins - Christie Elan-Cain hefur umbreytt líkama sínum í tvíkynja - hvorki kvenkyns né karlkyns Anna Hildux Hfldibrandsd., DV, London; „Ég vil aö þaö sé litið á mig sem þriöja kynið því aö það er þannig sem mér líður,“ segir hin 34 ára Christie Elan-Cain í viðtali við breska blaðið Independent. Christie hefur gengið undir margar erfiðar skurðaðgerðir og farið í geislameðferðir til að láta drauma sína um að verða tvíkynja rætast. Það er flestum erfitt að skilja þá löngun að vilja vera tvíkynja eða hvorugt kynið. í huga fólks tengist slíkt fremur mýtum og fantasíum eða skilgreiningum á formlausri tísku níunda áratugarins. Erfið- leikamir við að skilja hugtakið kristallast í vanmætti okkar við að skilgreina fyrirbærið. Christie er ekki ánægð með að vera kölluð „hún“. „Hann“ er augljóslega ekki viðeigandi heldur. Þá er aðeins eft- ir „það“ eða „þau“ sem henni fmnst jafnslæmt. Christie hefur enga lausn aðra en þá „að fólk noti nafn- ið mitt.“ „Ég hugsa um sjálfa mig sem tví- kynja og kynskipting í þeim skiln- ingi að ég upplifi mig ekki þess kyns sem ég var fædd.“ En eins og talsmaður fyrir stuðn- ingi við hóp kynskiptinga hefur bent á er umtalsverður munur á þessu tvennu. „Kynskiptingar eru þeir einstaklingar sem finnst þeir vera „lokaðir" í röngum líkama. Við getum huggað okkur við það að við vitum aö við viljum vera gagnstæða kynið. Tvíkynja fólk deihr ekki þeirri tilfinningu, það sækist eftir ástandi sem ekki er til í náttúrunni. Ástandi sem við get- um ekki gert okkur í hugarlund." Hataði brjóstin á sér Christie viðurkennir að hún hafi ekki lagt upp meðþá fyrirætlan að verða tvíkynja. „Ég vissi hvað ég vildi gera en það var ekki fyrr en ég hafði látið fjarlægja legið og bijóstin með skurðaðgerðum að ég uppgötvaði af hverju ég vildi láta gera þetta.“ Henni hafði liðið eins og nauðbeygðri til að losna við bijóstin á sér. „Ég hataði þau,“ seg- ir hún. Christie fór fyrst til læknis á einkastofu í þessum tilgangi árið 1984. „Það voru mistök. Hann vildi ekki gera þetta og var mjög vand- ræðalegur yfir öllu saman. Hann sagði: „Þú gerir þér grein fyrir að þetta er misþyrming." Christie seg- ist hafa verið algjörlega niðurbrot- in og gefist upp um sinn. Persónu- legir erfiðleikar urðu síðan til þess að henni fannst hún alls ekki geta Christie Elan-Cain er i fyrsta skipti tilbúin að eiga í sambandi við karlmann: „En ég yrði að vera örugg um að hann væri tengdur mér sem tvíkynja persónu en ekki sem konu.“ lifað lengur í þessum líkama. Eftir aðra misheppnaða tilraun til að finna lækni skrifaði hún að lokum angistarfullt bréf til stjóm- anda eins af vinsælum ráðlegging- arþáttum í útvarpi þar sem hún hótaði að vinna sjálfri sér mein ef hún fengi ekki lausn sinna mála. „Kvöld eitt hringdi útvarpsmaður- inn í mig og gaf mér upp símanúm- er á nokkrum læknastofum." Þannig fann Christie lækni sem gat uppfyllt óskir hennar en það hafði tekið rúmlega 5 ár og kostaði yfir 4 þúsur.d pund. En að vakna án bijósta „var gleðilegasta stund lífs míns.“ Tveimur árum seinna lét hún taka úr sér legið og þótti henni það fullkomna umbreytinguna (þótt hún hafi í huga að láta fjarlægja eggjastokkana. líka.) „Ég lét gera það í almenna kerf- inu. Ég átti von á langri baráttu en eftir að ég kvartaði yfir hve þján- ingarfullar blæðingarnar væru hjá mér var ég send til ráðgjafa sem sýndi máh mínu skilning." Christie útskýrði aldrei fyrir neinum í ferhnu að áform hennar væru að verða tvíkynja. „Ég var hrædd um að verða ekki tekin al- varlega." Og henni tókst að komast hjá allri ráðgjöf sem þeir sem íhuga kynskiptingu þurfa aö fara í gegn- um með því að fara á einkastofur. „Ég gat ekki afborið að þurfa að sannfæra einhvem um hvað ég konu. Og það er nokkuð erfitt." Margir starfandi sérfræðingar og læknar á þessu sviði virðast jafn ringlaðir og þorri almennings þeg- ar rætt er um tvíkynja einstakl- inga. Donald Montgomery, ráðgefandi geðlæknir á Charring Cross sjúkrahúsinu í London, segir: „Ég hygg aö þetta myndi falla undir skilgreininguna kyntruflun en mér finnst orðið tvíkyn, sem er kastað fram mjög kærifieysislega, óþægi- legt. Það virðist ekki vísa til af- markaðs læknisfræðilegs ástands á neinn hátt.“ I þætti í BBC var nýlega giskað á að til væru 10 þúsund tvíkynja ein- staklingar í heiminum. En læknar eru tortryggnir og hafa bent á að tölur yfir kynskiptinga tengist þeim fjölda fólks sem hefur sótt um eða farið í aðgerð í heilbrigðiskerf- inu og spyrja: „Hvemig er hægt að finna út fjölda einstaklinga í hópi sem kemur ekki inn í heilbrigðis- þjónustuna?" En Christie staðhæfir að ósýni- leiki tvíkynja einstakhnga hafi meira að gera með afneitun en nokkuð annað. „Fyrir nokkmm áratugum, áður en aðgerðir fyrir kynskiptinga hófust, hefur fólk átt við sama skilgreiningarvanda að stríða.“ Christie hefur enn ekki kynnst neinum sem farið hefur í ámóta aögerð og hún. Stutt frásögn henn- vildi. Eg vildi að það væri mín ákvöröun." Jákvæð viðbrögð Christie segir viðbrögð vina sinna hafa verið mjög jákvæð en hún er varkár, sérstaklega hvað varðar kynferðisleg sambönd. „Ég held að það sé eina sviðið sem mér finnst ég einangruð á. Mér finnst ég í fyrsta skipti tilbúin til að eiga í sambandi við karlmann," segir Christie sem hefur lifað sem lesbía í mörg ár. „En ég yrði að vera ör- ugg um að hann væri tengdur mér sem tvíkynja persónu en ekki sem ar í sjónvarpsþætti ohi skjótum og miklum viðbrögðum frá fólki sem lýsti hluttekningu sinni og henni hefur verið óskað til hamingju í klúbbum og úti á götu. „Einn ná- ungi sagði að hann hefði beðið hálfa ævina eftir að heyra einhvern segja það sem ég sagði.“ Læknir að nafni Reid segir: „Ég hef haft tvo sjúkhnga sem hafa lýst sjálfum sér sem tvíkynja en þeir reyndust kynskiptingar sem ekki voru búnir að sætta sig við þá löng- un að umbreytast í annað kyn.“ Montgomery segir: „Það er vinsælt að álykta að kyntruflun tengist ein- göngu kynskiptingum en í raun birtist hún í mörgum myndum. Ég hafði ungan mann til meðferðar sem hótaði líka að misþyrma sjálf- um sér vegna mikillar óbeitar á lík- ama sínum." Tískufyrirbæri „Mér sýnist að þetta sé nánast dýrkun, þjóðfélagsmál," segir Reid og tekur þannig saman skoðun margra sérfræðinga á fyrirbærinu. Það leikur lítill vafi á að þetta er í tísku núna. Christie, sem á sér David Bowie og Annie Lennox fyrir hetjur, er greinilega heima í vin- sælustu „gay“ og átrúnaðarklúbb- unum sem henni líkar vegna þess að „þeir skírskota til einstakUngs- ins: þú getur það sjálfur." En hún undirstrikar að aðgerðin hjá sér sé ekki bara tískufyrirbrigði. Hún gerir greinarmun á fólki sem ein- ungis hefur tvíkynja tilfinningar og þeim sem, eins og hún, vilja láta umbreyta líkama sínum. Christie nýtur þess að rugla fólk í ríminu „þannig að það viti ekki hvers kyns ég er“ og það er auðsjá- anlegt að hún er heilluð af tilhugs- uninni um hve einstök hún er. „Við erum svo fágæt tegund," segir hún í hrifningartón. „Viðbrögð hennar viö þeirri bjargföstu trú margra að það sé ekkert „þriðja kyn“ tíl eru þrjósku- kennd. „Ég er lifandi sönnun þess. Enginn hefur rétt tfi þess að segja að ég sé ekki tfi.“ Henni finnst hún heppin að lifa á þeim tímum sem slíkar aðgerðir eru mögulegar og viðurkennír að henni finnist hún á undan sinni samtíð. Hún vonar að með því að koma fram skapi hún ööru tvíkynja fólki möguleika á að tjá tilfinningar sín- ar. „Ég vil að fólk viti að fyrirbær- iö er til svo að einstaklingar eins og ég þurfi ekki að þykjast vera annaðhvort kvenkyns eða karl- kyns allt sitt líf.“ t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.