Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 20
MÁNUDAGUR 25. MAl 1992. 20 mh % /JSBfff VINNINGSHAFAR Dagblaðið-Vísir, Stöð 2 og Flugleiðir þakka öllum þeim fjölmörgu krökkum sem tóku þátt í barnaleiknum. Vinningshafar eru: Q Ferð til Flórída fýrir 4: Tumi Úlfarsson, Laxakvísl 17, 110 Reykjavík Sími 67 18 33 Heimsókn til afa: Auður, Óli og Egill, Logafold 33, 112 Reykjavík Sími 67 55 88 Sigríður Ólöf Ríkharðsdóttir, Skagaseli 5, 109 Reykjavík Sími 67 08 01 Svana Rún Símonardóttir, Ásvegi 6, 620 Dalvík Sími 96 - 6 11 63 Heiðursverðlaunaskjöl frá Krakkaklúbbi DV: Berglind Birgisdóttir, Langagerði 25, 108 Rvk. Sími 3 15 49 Daníel ívar Jensson, Ásgarði 69, 108 Rvk. Sími 68 17 84 Daníel Páll KJartansson, Skerseyrarvegi 1, 220 Hafn. S. 5 46 78 Guðný María Bragadóttir, Sagfirðingabraut 39, Ingvar Björgvinsson, Frostaskjóli 15, 107 Rvk. Sími 2 88 35 Júlíana Sveinsdóttír, Þverholti 11, 270 Mosfellsb. S. 66 71 07 Krlstlnn Helgason, Hraunbæ 150, 110 Rvk. Sími 67 24 93 Kristjana Emma Kristjánsd., Heiðarbraut 12, 550 Sauðárkr. S. 95 - 3 55 69540 Blönduós. S. 95 - 2 44 3! Guðrún Ásta Gísladóttir, Pálml Hólm Halldórsson, Gauksrima 5, 800 Self. Þrastarima 23, Sími 98 - 2 25 95 800 Selfoss. S. 98 - 2 19 39 Guðrún Lísbet Níelsdóttir, Sigríður Kristþórsd., Garðarsvegi 22, Moldhaugum, 710 Seyðisfj. S. 97 - 2 12 68 601 Akureyri. S. 96 - 2 46 11 Gunnar Stígur Reynisson, Stefán Gunnar Sveinsson, Silfurbraut 31, 780 Höfn. S. 97 - 8 16 09 Rauðalæk 65, 105 Rvk. Sími 3 18 19 Þórdís Stelnarsdóttlr, Hrafnakletti 1, 310 Borgarnes. S. 93 - 7 18 Vinningshafar fá viðurkenningarskjöl sín send næstu daga. Allir þátttakendur eru sjálfkrafa meðlimir í Krakkaklúbbi DV. Fyrlr alla þá krakka sem vllja gerast meðllmlr í Krakka- klúbbnum er nóg að senda okkur bréf, myndir, sögur, IJóð og svo framvegls. Það er allur galdurlnn. Munlð að senda okkur nafn, helmllsfang, síma og kennltölu. 5i Fréttir Þrastarhreiðrið í varadekkinu sem fór i langferð til Reykjavíkur og aftur vestur í Hnífsdal. DV-myndir Hörður Þrastarhreiður á langferð: Fuglarnir biðu 4 daga eftir að geta verpt Horður Kristjánsson, DV, ísafirdi; Þau eru ýmiss konar uppátækin hjá skógarþrestinum þegar hreiður- gerð er annars vegar. Oft nýta smá- fuglar sér híbýli manna til varps en fátíðara er að ökutæki í daglegu brúki séu notuð sem útungunarstöð. Fjölskylda í Hnífsdal fór í síðustu viku akandi til Reykjavíkur, rúmlega 1000 km leið fram og til baka. Á heim- leið á sumiudag var stansað í Svans- vík við ísafjarðardjúp til að aöstoða vegfaranda. Einn úr íjölskyldunni varð þá var við eitthvað ofan á vara- hjólinu undir bílnum. Við athugun Egg kom strax i hreiðrió. kom í ljós að þar var komið hreiður. Rifjaðist þá upp óvenjulegt háttar- lag þrastarhjóna í nágrenni bílsins nokkrum dögum áður, í Hnífsdal, áður en farið var til Reykjavíkur. Eftir að hreiðrið hafði verið athugað var ákveðið aö láta það í friði og haldið sem leið lá heim til Hnífsdals. Á mánudag var aftur hugað að hreiðrinu í þvi skyni að koma því á öruggari stað. Kom þá í ljós að þrast- arhjónin höfðu verið orðin óþolin- móð að bíða eftir hreiðrinu því búið var að verpa einu eggi, strax eftir komuna vestur. Strandaféð dreifist um byggðir landsins Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík; Nær eingöngu er stunduð sauöfjár- rækt í sveitum Strandasýslu. Fijó- semi er hér mikil svo og vænleiki víðast hvar. Þá eru hér ekki sjúk- dómar í sauðfé og vegna þess hefur verið héðan nokkur sala líflamba til niðurskurðarsvæða undanfarin ár,- aðallega Austurlands sl. tvö ár. í fyrrahaust voru seld um 3200 lömb úr miðhluta sýslunnar svo og nyrsta hreppnum, Ámeshreppi. Ný- lega voru á ferð fulltrúar austfirskra íjárbænda til að gera greiöslusamn- ing viö bændur hér vegna væntan- legra líflamba'.úðskipta á hausti komanda. Sauðburður hófst hér á nokkrum bæjum í byrjun maí. Hægt þó og er það heldur fyrr en hefðbundin regla segir til um sem er um miðjan mán- uðinn. Til tíðinda verður að teljast að í febrúar og mars bar um þriðj- ungur áa Kjartans bónda á Hlað- hamri í Bæjarhreppi eða 55 samtals. Þrátt fyrir afbrigðilegan sauðburöar- tíma gekk þetta vel og lifa flest nær 100 lamba er fæddust. Voru þijár ánna þrílembdar. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands: Tekur þátt í kóramóti í Köln Jón Þóröarson, DV, Rangárþingi: Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur til Þýskalands 25. maí. Þar dvelur kórinn í 12 daga og heldur fjölda tónleika, m.a. í Trier, Prumm og Bonn auk þess sem kónnn mun koma fram í Lúxemborg. Hápunktur ferðarinnar verður í júníbyrjun þeg- ar kórinn tekur þátt í alþjóðlegu kóramóti í Köln. Til að fjármagna ferðina hefur kór- inn staðið fyrir ýmiss konar íjáröfl- unarstarfsemi, m.a. hefur hluti af kórfélögum myndaö sönghóp „Hirð- menn Þórs“ kenndan við skólameist- arann Þór Vigfússon. Hirðmennimir komu fram á skemmtunum víða á Suöurlandi. Einnig gengst kórinn nú fyrir listaverkahappdrætti þar sem í verðlaun eru verk eftir þjóðkunna listamenn, m.a. hefur Erró lagt mál- inu lið. Kórinn dvaldi í æfingabúöum á Laugalandi í Holtum í 4 daga nýver- iö. Síðasta kvöldið var íbúum Rang- árvallasýslu boðið að vera viðstaddir „opna æfingu" kórsins sem þótti tak- ast vel. Stjórnandi kórsins er Jón Ingi Sigurmundsson. Kór Fjölbrautaskóla Suöurlands á æfingu á Laugalandi i Holtum. DV-mynd JÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.