Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. 3 Fréttir Kröfur 1 gjaldþroti íslenska stálfélagsins nema 1,8 milljörðmn: Tvö erlend fyrirtæki sýna þrotabúinu áhuga - Iðnþróunarsjóður og Búnaðarbankinn stæðu á þurru \ið sólu „Þaö standa yfir viöræður við tvo aðila sem sýnt hafa íslenska stálfé- laginu áhuga en hvorugur hefur komið með tilboð. Bæði þessi dæmi eru mjög spennandi þó að þau séu mjög ólík,“ segir Helgi Jóhannesson, bústjóri í þrotabúi íslenska stálfé- lagsins í Kaplahrauni. Kröfuhafar í þrotabúið funduðu í Amsterdam í síðustu viku og ræddu hugsanlega sölu. Tvö erlend fyrir- tæki, Hamburger Stahlwerke í Þýskalandi og St. Louis Cold Drawn í Bandaríkjuniun, hafa sýnt áhuga á að kaupa og starfrækja verksmiðj- una. Samningaviðræður standa yfir og mun það koma í ljós á næstu tveimur vikum hvort samningar nást við annað hvort fyrirtækið. Þriðja og síðasta uppboð á eignum þrotabúsins hefur verið auglýst 12. júní. Samkvæmt efnahagsreikningi ís- lenska stálfélagsins í mars 1991 voru eignir þess tæpar 30 milljónir doll- ara, eða um 1,7 milljarðar íslenskra króna. Kröfur í búið eru hins vegar um 1,8 miiljarðar. Stærstu íslensku kröfuhafarnir eru Iðnþróunarsjóður og Búnaðarbanki íslands. Ásamt sænska SE-bankan- um eru kröfur þessara aðila á fyrsta veðrétti. Samtals hljóða þær upp á um 280 milljónir krónur. Kröfur á öðrum veðrétti eru samtals upp á 712 milijónir. Helstu kröfuhafarnir eru SE-bankinn ásamt hollenska bank- anum Mees & Hope og sænski Nord- bankinn. Fulltrúar bandaríska fyrirtækisins koma hingað til lands á morgun, þriðjudag, til að kynna sér aðstæður. Nýr togari, Örfirisey RE, bættist í íslenska fiskiskipaflotann á dögunum. Það er Grandi hf. sem keyti þennan 800 lesta frystitogara frá Færeyjum. Fyrirhug- að er að gera togarann út á veiðar fiskitegunda sem eru utan kvóta, svo sem búra, langhala og úthafskarfa. Grandi hf. keypti þrjú skip til að úrelda á móti Örfirisey RE en það eru togarinn Elín Þorbjarnardóttir, Röst og Akurey. Hér á myndinni tekur Brynjólfur Bjarnason á móti Trausta Eyjólfs- syni, skipstjóra á örfirisey, við komu skipsins til Reykjavíkur. DV-mynd S EININGABREF 1 Raunávöxtun s/. 3 mánuði 8,0% KAUPÞING HF LöggHt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 í eigu tíúnadarbanka Ísíands ogsparisjóðanna Samkvæmt heimildum DV hafa þeir þegar reifað þá hugmynd að greiða kröfuhöfiun á fyrsta veðrétti að fullu skuldir búsins en semja við aðra kröfuhafa. Ljóst er að stærsti hluti krafna á öðrum veðrétti myndi þá tapast. Iðnþróunarsjóður og Búnað- arbankinn myndu hins vegar hafa sitt á þurru. Hugmyndir Bandaríkjamannanna ganga út á aö starfrækja verksmiðj- una með svipuðum hætti og hefur verið en auka lítilsháttar fullvinnslu stálsins. Gangi þetta eftir gæti stál- framleiðsla hafist að nýju í verk- smiöjunni þegar næsta haust. Fyrir- tækið hefur meðal annars sérhæft sig í vinnslu stáls í öxla og dempara í bifreiðar. Af hálfu þýsku aðilanna hafa litlar sem engar þreifingar farið fram um Eldur í eldavél Jón Þórðaison, DV, Rangárþingi: Eldur kom upp í Sóló-eldavél á bænum Haukadal á ofanverðum Rangárvöllum nýlega. Rafkynding er í húsinu en Sóló-vélin höfð í eldhús- inu til vara. Hugðist húsfreyjan skerpa á ylnum í húsinu en ekki vildi betur til en svo að véhn yfirfylltist af olíu sem lak út á gólf. Furðu litlar skemmdir urðu á hús- inu þótt eldtungumar stæðu upp úr skorsteini hússins með reykröri og út um trekkspjaldið. hugsanlegt kaupverð. Ljóst er þó að tilboð þeirra myndi hljóða upp á lægri upphæð en þær 570 milljónir sem kröfuhafar hafa þegar sætt sig við að selja fyrirtækið á. Samkvæmt heimildum DV hafa Þjóðverjarnir fremur hug á aðstæð- um og raforkuverði hér á landi held- ur en sjálfri verksmiðjunni. Hug- myndir þeirra ganga út á að tífalda afkastagetu verksmiðjunnar, úr 50 þúsund tonnum á ári í 500 þúsund tonn. Verði af þessum áformum myndi það þýða að hingað til lands yrðu flutt allt að 480 þúsund tonn af brotamálmi á ári enda faila einungis um 20 þúsund tonn til hér á landi. -kaa SR-1500 1,2 m aiskur, stereo móttakari m/þrá&i. fjarstýringu, pólfesting, pólskip" lagsuösmagnari (LNB 0,8 dB) fmm gervihnattadiskur og móttökutæki M 82.480,- Stgr.verb: 74.230,- 25% útborgun: 20.620,-kr. og a&eins Vfir 30 stöbvar meö fjölbreyttu efni á ýmsum tungumálum kr. á mán. í 24 mán. m/Munaláni* SKIPHOLT119 SÍMI29800 Þú færð ekki betra verð á góðum hornsófa. Líttu inn og skoðaðu fallega hornsófa í mörgum stærðum, litum og gerðum. »r Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.