Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. Fréttir Hátt verð á veiðileyfum - erlendir veiðimenn fara frekar til Rússlands en íslands: Oseld veiðileyf i fyrir hundruð milljóna króna - veiðileyfamarkaðurinn er að springa, segir formaður Landssambands stangaveiðifélaga Það eru ekki nema nokkrir klukkutímar þangað til laxveiðiám- ar verða opnaðar fyrir veiðimönn- um. Laxinn er á leiðinni eða mættur en kreppa hefur verið í sölu veiöi- leyfa og eru nú óseld veiðileyfi fyrir 100-120 milljónir. En veiðileyfamark- aðurinn veltir á ári á milli 600 og 700 milijónum. Veiðileyfi í veiðiánum hafa mikið verið auglýst í vor og nú í byijun sumars. Elstu menn rekur ekki minni til að veiðileyfi hafi verið til í veiðiám eins og Hítará, Straumfjarö- ará, Laxá í Dölum og Laxá á Asum á þessum tíma árs. En þau eru til núna. Þaö er kreppa í veiðileyfasöl- unni og á þetta sérstaklega við dýr- ustu veiðiámar. „Veiðileyfamarkaðurinn er að springa, verð á veiðiieyfum er orðið ailtof hátt, þetta hefur verið að geij- ast í tvö ár. í fyrra fundum viö fyrir tregðu í veiðleyfasölunni og núna er þetta miklu, miklu verra,“ sagði Grettir Gunnlaugsson, formaður I^ndssambands Stangaveiðifélaga, í gær. „Það er greinilegt að við erum með dýmstu veiðileyfi í heimi og útlend- ingamir era að segja stopp í hópum. Þeir borga ekki hærra verð og fara því til Rússland. Þó aö veiðiámar séu góðar geta leyfin ekki hækkað ár eft- ir ár. Það gengur ekki lengur. Mark- aöurinn hefur sagt stopp. Mér sýnist fjöldi veiðimanna vera að fara í sil- ungsveiðina og ódýra veiðiámar þar sem hægt er að elda sjálfur. Fæðið kostar orðið frá 7 til 9 þúsund fyrir manninn í stóru veiðiánum. Þetta gengur bara ekki lengur, þetta gekk fyrir þremur, fjórum áram, ekki núna,“ sagði Grettir ennfremur. „Auðvitað er veröiö orðið alltof hátt í veiöiánum, það sést best í Laxá á Ásum,“ sagði Ámi Baldursson, leigutaki Laxár í Kjós og einn af þeim sem hafa selt útlendingum veiðileyfi í ýmsar veiðiár hin síðari árin. „Ég keypti fyrir útlendinga 20 daga í fyrra en núna verða það 3 dagar í sumar í Laxá á Ásum. Utlendingam- ir borga bara ekki lengur þetta háa verð. Þeir koma ekki í veiðiá eins og Laxá á Ásum í viku eins og í fyrra. Með leiösögumanni, fæði og gistingu í viku var þetta á aðra milljón. Þeir Veiðimenn eiga örugglega eftir að vippa mörgum löxum á land í sumar. Laxveiðin hefst eftir viku í Laxá á Ásum, Norðurá og Þverá. Mikið er þó óselt enn af veiðileyfum. Erlendir veiðimenn fara nú til laxveiða { Rúss- landi frekar en á íslandi. DV-mynd JJR láta ekki féfletta sig lengur, hingað og ekki lengra, era þeirra orö þessa dagana. Veiðin minnkar stórlega en verðiö lækkar ekkert á veiðileyfun- um,“ sagði Ámi í lokin. „Lífið er allt með tilbrigðum og það skiptast á skyn og skúrir í þessu eins og öðra,“ sagöi Böðvar Sigvaldason á Barði í Miðfirði, formaður Veiðifé- lags Miðfjarðarár, í gær. „Það verða færri útlendingar í Mið- fjarðará í sumar en verið hefur. Það er bara samdráttur í þjóðfélaginu og líka úti í hinum stóra heimi. En þaö er engin stórhætta á ferðum,“ sagði Böðvar ennfremur. „Þetta bjargast með útlendinga í sumar en hvað gerist í haust, það veit ég ekki, það verður líldega sprenging og þaö stór,“ sagði einn leigutaki veiðiár í gær. Veiðimenn, sem DV ræddi við í gær, sögðust margir halda að sér höndum. Byijunin í laxveiðinni yrði skoðuð og keypt veiðileyfi eftir því. Þeir sögðu líka að veiðileyfi mættu lækka verulega, þau væra of dýr. -G.Bender Þráinn Bertelson meðal kollega sinna á aðalfundi Rithöfundasambands íslands á laugardaginn. DV-mynd S Rithöfundasamband íslands: Þráinn kosinn formaður Á aöalfundi Rithöfundasambands íslands, sem haldinn var á laugar- daginn, var Þráinn Bertelsson kos- inn formaður sambandsins en hann var í kjöri ásamt Sigurði Pálssyni sem hafði verið stfilt upp af fráfar- andi stjórn. Mikill fjöldi sótti aðalfundinn en einnig hafði staðiö yfir kosning und- anfarna daga og hafði þriöjungur af rúmlega þrú hundrað félagsmönn- um kosið utan kjörstaöar. Aðspurður kvaðst Þráinn hafa allt eins búist við að hann yrði kosinn. „Það var búin aö vera ákveðin undir- alda í sambandinu sem kvað á um að það ættu að verða eðlfieg manna- skipti en það er orðið mjög langt síð- an kosningar hafa farið fram í Rit- höfundasambandinu." Aðeins var kosið um formann, aðr- ir sem í stjóm vora kosnir vora sjálf- kjömir. Um hvað væri framundan í Rithöfundasambandinu sagði Þráinn að það hefði komið fram í skýrslu fráfarandi formanns að nokkur mál lægju fyrir og hann hefði vitað af þeim: „Ég kem til með að reyna að vinna að málefnum sambandsins eins vel og ég get og er glaður yfir því trausti sem mér hefur verið sýnt með kjöri mínu sem formanns." -HK Ástaratlot í þinglok Dagfari vissi reyndar af afspum að þingmennska er skemmtfiegt starf. Bæði vegna þess að alltaf er nóg af fólki sem sækist eftir þingsætum og svo af hinu að þingmenn skemmta sér hið besta yfir ræðum hver annars og þó mest þegar þeir tala sjálfir. Langflestum þing- mönnum líður afar vel í ræðustóli og enda þótt forsætisráöherra kvarti undan málæði á alþingi er þaö ekki vegna þess að þingmenn séu að pirra forsætisráðherra held- ur tfi að skemmta sjálfum sér. Það kom því Dagfara gjörsamlega á óvart hvað þingmenn kættust mikið þegar þinginu var shtið i síð- ustu viku. í því sambandi fór með- fylgjandi mynd í Mogga ekki fram hjá Dagfara. Þar má sjá þijá af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins faðmast og kyssast í þinglok og fjórði sjálfstæðismaðurinn, sjálfur sjávarútvegsráðherra, á leiö í faðmlögin. Þessi mynd minnir mann á faðm- lög knattspymumanna eftir að hafa skorað mark. Það era trylling- legustu fagnaðarlæti sem um getur en nú er ljóst að þingmenn gera betur í slíkum faðmlögum. Þeir bókstaflega knúsa og kjassa hver annan eins og þeir eigi lífið að leysa og skiptir þar engu máli hvort um er að ræða karla eöa konur. Af myndinni má tfi dæmis sjá að þar hafa tvær þingkonur íhaldsins fall- ist í innfiegt faðmlag og era meira en reiðubúnar tfi að bjóða karl- þingmanninum í faöm sinn. Hann virðist sjálfur vera í þann mund að taka utan um konumar báöar og getur ekki leynt tfihlökkun sinni. Einlæg bros og ástúðlegt við- mót era einkenni þessarar myndar og fer ekki á milli mála að þetta er mikil hamingjustund í lífi þing- mannanna. Nú kann einhver að spyija hvert tilefnið sé. Að vísu er gaman að vera laus úr prísundinni niður á þingi og komast út á meðal almenn- ings. En ekki vora þeir búnir aö skora mark í þinginu og ekki hafa kjósendur orðið varir við þessa þingmenn á hðnum vetri eða afrek þeirra. Kannske hefur þeim verið haldið í gíshngu í þingflokknum og era allshugar fegnir að vera lausir. Kannske era þeir að fagna því að þeir sluppu lifandi frá fyrsta heila þingvetrinum. Kannske era þeir að hrósa sigri í einhveiju leyndarmáh sem enginn veit um. Hvað á maður aö halda? Önnur eins gleði hefur ekki brotist út síðan friði var lýst yfir að lokinni síðustu heimsstyij- öld. Ef frá era talin fagnaðarlætin á Selfossi þegar Selfoss tapaði fyrir FH í handboltanum! Nú verður að játa að Dagfari þekkir ekki þau sambönd og þau tengsl sem myndast milh þing- manna á löngum og erfisömum fundum. Myndin getur þess vegna verið prívatmál þeirra þriggja sem á myndinni sjást, enda er fjórði maðurinn, Þorsteinn Pálsson, hálf- afskiptur og ahs ekki ljóst hvort hann fær að vera með í faðmlag- inu. Þá getur þaö meira en verið aö þingflokkur sjálfstæðismanna sé svo hrútleiöinleg stofnun aö það brjótist út fagnaðarlæti þegar þeim samkomum lýkur. Og þingmenn geti gefið ttifinningum sínum laus- an tauminn þegar þeir þurfa ekki lengur að vera með samanbitnar varir og kokgleypa allar tfiskipan- imar frá ráðherrunum sínum. Þetta er vel hugsanlegt, enda verð- ur ekki 1 fljótu bragði séð hvað er svona sniðugt við það þegar alþingi íslendinga er frestaö. Áður fyrr vora þingmenn ábúð- armikhr og alvöragefnir. Þegar þinghaldi lauk tókust þeir þétt í hendur og fóra hver tfi síns heima. Þeir foðmuðust hvorki rié kysstust, enda höfðu þeir ekki séð neina knattspymukappleiki í sjónvarp- inu og vissu ekki tfi að fólk faðmað- ist nema þegar sorg eða gleði var að yfirbuga það. Slíkar tilfinningar tilheyrðu ekki þingshtum, enda gengu menn tfi þeirrar vinnu eins og aö hveiju öðra verki. Nú hefur þetta greintiega breyst tfi batnaðar að því leyti að þhig- menn geta látið gleði sína í Ijós með ástaratlotum og innfiegum faðm- lögum þegar þeir komast í fri og vissi þó enginn tfi annars en þing- hald hefði verið með venjulegu móti í vetur nema þá að því leyti að sumir hafa þar talað meira held- ur en aðrir. Ekki þó þeir sem sjást á myndinni í Mogga og vera kann að það sé tfiefhið. Þau þurftu ekki að tala en lifðu þó þingið af. Það er afrek út af fyrir sig. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.