Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Side 10
10 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. Ódýrar hillur fyrir heimili, geymslur og vinnustadi. Innlend framleidsla HF.OFNASMIÐJAN Háteiqsvegi 7, s 21220. 105 Reykjavik Úúönd Thomas Klestil fagnar sigri eftir að hafa verið kosinn forseti Austurríkis. Hann er eftirmaður Kurt Waldheim. Símamynd Reuter Forsetakosnlngamar í Austurríki: Thomas Klestil vinitur stórsigur Hinn nýi forseti Austurríkis, Thomas Klestii, sagði á sunnudaginn eftir að hafa náö kosningu að hann vildi gjarnan halda að honum hefði tekist að bijóta upp flokkaskipting- una í Austurríki. Klestil er eftirmað- ur Kurt Waldheim. Taldi Klestil að hann hefði sigrað í kosningunum vegna eigin mann- kosta og þar að auki hefði hann ein- beitt sér að málefnalegri umræðu og ekki beitt neinum brögðum í kosn- ingabaráttunni. Hefur enginn forseti Austurríkis frá þvi í síðari heims- styrjöldinni veriö kosinn með jafn- miklum yfirburðum. Fékk hann 57 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Rudolf Streicher, fékk 43 pró- sent atkvæöa. Klestil, sem telur sig óflokksbund- inn, lofaði að sameina Austurríki og sagði að álit hins almenna borgara ætti að vega þyngra á metunum en það sem stjórnmálaflokkarnir segja. Hinn nýi forseti Austurríkis fædd- ist árið 1932 og er yngstur fimm systkina. Hann starfaði síðan í 18 ár sem stjómarerindreki í Bandaríkj- unum og hefur látið þau orð falla um ár sín vestan hafs að Bandaríkja- mönnum hefði þótt hann öfgasinnað- ur vinstrimaður. Hann starfaði einnig hjá Samein- uöu þjóðunum á ámnum 1978 til 1982 og var sendiherra Austurríkis í Bandaríkjunum næstu fimm ár þar á eftir. Síöustu fimm ár hefur hann starfað fyrir utanríkisráðuneytið. Kurt Waldheim, sem nú fer frá, var útskúfaður algjörlega meðal leiötoga Vesturlanda eftir aö kom í ljós að hann hafði þagað yfir þeim tíma þeg- ar hann var foringi í þýska hernum. Leiddi þetta til þess að hann fékk aldrei leyfi til aö koma til Bandaríkj- anna. Reuter Ástandið í Bosníu-Hersegóvínu: Loksins friður í Sarajevo - júgóslavneski herinn tygjar sig til brottfarar Fylkingar íslama og Serba héldu loksins friðinn í Sarajevo í morgun en júgóslavneski herinn er nú að tygja sig til brottfarar úr borginni. Að sögn blaðamanna á svæðinu var nóttin róleg fyrir utan eina og eina íbúar Sarajevo standa í biðröð til að geta keypt mat og aðrar nauðsynjavör- ur. Rólegt var þar í nótt en júgóslavneski herinn er nú að tygja sig til brottfarar. Símamynd Reuter sprengmgu. Brottför hersins, sem stjórnað er af Serbum, kemur í kjölfar ákvörö- unar vestrænna þjóða að beita Serb- íu þvingunum vegna hemaðargerð- anna í Bosníu. Kanada t.d. hefur ákveöið að afturkalla lendingarleyfi júgóslavneska flugfélagsins. Kana- dísk stjórnvöld hafa einnig kaUað sendihema landsins heim frá Belgrad og krafist fundar í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða hvemig hægt sé að skera á viðskipta- sambönd Serba. Um það bil 300 hermenn og ættingj- ar þeirra fóm frá Sarajevo í nótt og komu sér fyrir í brynvörðum vögn- um íjóra kilómetra fyrir utan borg- ina. „Við fórum án þess svo mikið að skot hlypi af,“ sagði Nedeljko Boskovic herforingi. „Við gerum ráð fyrir að halda brottflutningunum áfram á morgun. Ef báðir aðilar standa við sinn hlut samningsins þá ætti verkinu að vera lokið innan fárra daga.“ Bosnískir íslamar og Króatar hafa sakað herinn um að veita Serbum aðstoð í stríöinu gegn þeim. Hafa um 2.250 manns fallið í valinn eftir aö bardagar hófust í mars og einnig hefur stríðið skapað mesta flótta- mannavandamál í Evrópu frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Reuter Morðumfjölgar íJapan Morðum fer nú ört flölgandi í Japan. Hafa sjö morð verið fram- in þar þaö sem af er þessum mán- uði og hafa þau ekki veriö þetta mörg í einum mánuöi í 40 ár. Talsmaöur lögreglunnar í Tokyo sagði að orsök morðanna væru skyndilegar efhahags- þrengingar eftir mikiö blóma- tímabil. Er rannsóknarlögreglan í borginni nú með 15 raorð og eitt mannrán á sinni könnu, miðað við 17 slík mál allt árið í fyrra. En það er ekki aðeins morötíön- in sem menn hafa áhyggjur af heldur fer þeim nú íjölgandi í Japan sem stytta sér aldur vegna fjármálanna. Varð 31 prósent fjölgun á sjálfsvígum milli ár- anna 1990 og 1991 en þau voru 1660 í fyrra Kaþólskirprest- arættuað kvænast Mikill meirihluti kaþólskra manna á Írlandi er þeirrar skoð- unar að kirkjunnar raenn ættu að hafa leyfi til að kvænast. Þetta kom fram í könnum sem birt var á laugardaginn. Voru það 69 prósent aöspurðra sem fannst að prestarnir þyrftu ekki að vera skírlífir. Auk þess voru 60 prósent þeirrar skoðunar að það ætti að leyfa kvenfólki að gerast prestar. Um helmingur haföi misst virðinguna fyrir ka- þólsku kirkjunni vegna hneyksl- ismáls sem upp kom nýlega. Kom i ljós að prestur einn átti 17 ára son með bandarískri konu. Eituriyfjabarón handtekinn Maður frá Kolumbíu, sem tal- inn er vera einn forsprakka Me- delhn eyturlyfjahringsins, var handtekinn í Mexíkóborg um helgina ásamt m'u öðrum. Komu handtökurnar í kjölfar mikillar rannsóknar á dreifikerfi eiturlyfia í Mexíkóborg og borg- inni Guadalajara sem þekkt er fyrir mikla umferð eiturlyfia. Stjórnendur dreifikerfisins not- uðu leyniflugvelli í Panama, Gu- atemala og Honduras til að smygla miklu magni af kókaíni frá Kólumbíu til Bandaríkjanna. Varaðvið þriðju heimsstyrjöld- inni Utanríkisráðherra Armeníu, Raffi Hovannisyan, varaði við þvi að ef Tyrkir færu að skipta sér af stríði Armena við Azera gæti það leitt til þriðju heimsstyrjald- arinnar. Sakaði hann jafnframt Tyrki um aö efna til óeirða á landamærum Armeniu og Nak- hichevan, sjálfstæðs svæðis í Az- erbadjan sem líggur að Armeníu, Tyrklandi og íran. Forseti Nakhichevan, Geidar Aliyev, hefur lýst yfir vopnahléi á þessu svæði til að stöðva stríð við Armena sem staðið hefur í viku. Forseti Tyrklands, Turgut Ozal, hefur sagt að Tyrkjum bæri skylda til aö senda herafla til Nakhichevan til hjálpar Azerum. Varnarmálaráð- herrannrekinn Pólska þingið hefur rekið varn- armálaráðherra landsins, Jan Parys, fyrir að hafa haldið þvi frara aö starfsmenn forsetans, Lech Walesa, hafi reynt að múta hernum. Deilur milli Parys og Walesa upphófust svo að segja um leið og sá fyrrnefndi tók við embætti ídesembersíðastliðnum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.