Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. íslenskur landbúnaður: Stef nubreyting eða glötun Mér verður ævinlega minnisstæð heimsókn okkar, nokkurra íslend- inga, til bandarísks einyrkjabónda í Ohio fyrir aldarfjórðungi. Þetta var maður kominn af besta aldri en hirti samt einn um 110-120 mjólkurkýr með aðstoð hunds. Bóndinn lét vel af starfi sínu, taldi sig mikinn lánsmann og vinnuálag- ið ekki meira en góðu hófi gegndi. Mér varð þá hugsað til landbún- aðarins heima á Islandi. Þar voru harðduglegir bændur kannski með 10 kýr mjólkandi í fjósi. Þá, eins og nú, lá íslenskur landbúnaður undir hvassri gagnrýni mætra manna. Þá, eins og nú, var reynt að koma á gagnrýnendur landbún- aðarins stimpli landráðamanna, ofstækismanna eða afglapa. Mér veröm- æ oftar hugsað til Ohiobóndans nú seinni árin þegar ljóst er orðið að landbúnaöarfor- kólfar ætla sér að festa í sessi fram- leiðnistig í íslenskum landbúnaði sem þegar fyrir aldarfjórðungi var orðið fáráníegt með framleiðslu- miðstýringu í rússneskum anda. Höfðu uppgötvað verkaskiptinguna Galdurinn við ótrúlega afkasta- getu Ohiobóndans miðað við ís- lenska starfshræður fólst í því með- al annars að þama um slóðir voru bændur búnir að uppgötva verka- skiptinguna. Hún er ein helsta for- senda efnalegra framfara sem vel- megun byggist á. Bóndinn keypti fóður frá fóður- TrTTmrrnjTT MBÉK GIRÐINGAREFNI í ÚRVAU Tíminn er kominn til að huga að framkvæmdum í görðum og við sumarhúsið. Hjá okkur er úrval, verð og gæði sem fáir keppa við. GIRÐINGAR- STAURAR Girðingarstaurar í úrvali - galvanhúðaðir járnstaurar, gegnvarðir tréstaurar sívalir og kantaðir - báðar gerðir yddaðar. Auk þess rekaviðarstaurar. VÍR OG VÍRNET Túngirðingarnet, 5, 6 og 7 strengja, galvanhúðuð. Lóðanet, galvanhúðuð og plasthúðuð. Vírlykkjur, stagavír, strekkjarar og vírlásar. Zinkhúðaður gaddavír. RAFGIRÐINGAR Notkun rafgirðinga hefur aukist með hverju ári hér á landi. Höfum HOTLINE- spennugjafa og úrval rafgirðingaefnis. Notkun randbeitingar eykur nýtingu beitilands. MR búðin • Laugavegi 164 símar11125 • 24355 framleiðendum sem sérhæfðu sig í þörfum mjólkurbúa. Þegar reisa þurfti mannvirki voru fengnir til smiðir. Ef bilaði hjá honum vél fékk hann vélvirkja. Rafvirkjar önnuðust raflagnir og pípulagn- ingamenn pípulagnir. Til að moka úr fjósinu fékk hann aðila sem átti hentugt moksturstæki. Hann átti sjálfur fá tæki. „Mitt fag er að fá hámarksnyt úr kúnum,“ sagði bóndinn. Öllu var haganlega fyrirkomið og snyrtilegt. Kýmar gengu lausar í fjósinu. Á mjaltatíma sá hundur bónda um að reka á eftir kúnum inn á mjalta- bása, sitt hvorum megin viö gryfju sem bóndinn stóð í við mjaltirnar. Þannig mjólkaði bóndinn margar kýr í einu. Öll fóðrun gripanna var vélræn. Fóðrið rann eftir færibönd- um frá fóðurtanki í jötumar. Enn ekki komin eftir aldarfjórðung Ég þóttist þess fullviss fyrir ald- arflórðungi að ekki yrði langt að bíða hingaðkomu svo augljósrar hagkvæmni. Það hefur ekki ræst. Fomaldarleg hugsun einokunar- sinnaðrar húnaðarmálastjómar hefur komið í veg fyrir eðlilegar framfarir í íslenskum landbúnaði. Þess vegna er þeirri skoðun alltaf að vaxa fylgi að leggja beri íslensk- Eftirhelgina Valdimar H. Jóhannesson sér hversu marga kúabændur við þyrftum ef þeir beittu sömu aðferð- um og Ohiobóndinn viðhafði fyrir aldarflórðungi. Þetta er einfalt reikningsdæmi með gefnum for- sendum. Ársneysla þjóðarinnar á mjólkurafurðum samsvarar tæp- um 100 milljónum htra af mjólk, eða rétt innan við 400 lítrum á hvert mannsbam. Sé gert ráð fyrir með- alnyt um 4200 lítrum á ári, sem er meðalafurð eftir kú hjá nautgripa- það 10.700 krónur þegar allur her- kostnaðurinn er talinn með? Fullyrða má að 350 þúsund vetr- arfóðraðs flár gætu annað eftir- spum innanlands eftir niður- greiddu lambakjöti. Án niður- greiðslu myndi duga vel að hafa um 200 þúsund vetrarfóðraðs flár vegna minni eftirspumar eftir dýr- ara kjöti. Bónda, með sauðfé ein- göngu, er ekki ofraun að annast 700 flár nema á álagstímum þegar kaupa þyrfti til aðstoö. 300-500 flár- bændur gætu því annað eftirspum- inni eftir lambakjöti. 1000 vel rekin bú myndu duga Auk mjólkur og sauðflárafurða framleiða bændur annað kjöt, egg, garðávexti, fóður, reiðhesta. AUt með öllu má fyllyrða að 1000 vel rekin bú gætu annað allri landbún- aöarframleiðslu okkar sem 4000 bú annast núna. Mín vegna mega þau áfram vera svo mörg ef aðeins er unnt að ná fram samsvarandi hag- kvæmni og fækkun búanna gerir kleift. Auðvitað á ekki að neyða neinn til að reka bú með því sniði sem ég lýsti hér að ofan. Hins vegar á að gera slíkt kleift um leið og hætt er allri veröjöfnunardellu. Ef bóndi í afdal kýs að framleiða mjólk á Fornaldarleg hugsun einokunarsinnaðrar búnaðarmálastjórnar hefur komið í veg fyrir eðlilegar framfarir i íslenskum landbúnaöi. an landbúnað niður með fijálsum innflutningi búvara. Það er slæmur kostur. Með sterkri miðstýringu land- búnaðarins hefur verið komið í veg fyrir eðltiega þróun í landbúnaði. í þess stað hefur verið komið á kvótakerfi sem að miklu leyti fryst- ir vont landbúnaðarástand og hindrar dugmikla bændur í að sækja fram tti aukinnar fram- leiðni, lægra búvöruverðs og betri afkomu þeirra sjálfra. .íslenskir bændur eru neyddir meö framleiðslutakmörkunum tti þess að vera allt í senn: smiðir, pípulagningamenn, rafvirkjar, vél- virkjar, fóðurframleiðendur, eig- endur vinnuvéla af öllum tegund- um og geröum o.s.frv. Flestir vinna þeir þessi aukastörf ófagmannlega og illa búnir tækjum, eins og eðb- legt er, en þau eru þó þeirra eina færa leið tti betri afkomu í stað þess að njóta sérþekkingar sinnar. 200 mjólkurbændur í staö 2500 Það er fróðlegt að velta því fyrir ræktunarfélögunum, gætu 200 bændur annað allri mjólkurþörf landsins. Afurðamestu kýr landsins mjólka hins vegar 8-9000 lítra á ári. Meö ræktunarstarfi og vísinda- legu fóðri mætti hugsanlega koma mjólkurbúum tti að anna innlendri eftirspum niður undir 100. Þau munu í dag vera um 2500 talsins. Þessi 100-200 miólkurbú mætti hafa í næsta nágrenni við 2-3 mjólkurvinnslustöðvar. Þannig má spara stórkostiega í vinnslu og söfnun mjólkurinnar. Fóður- vinnslan fyrir búin gæti verið hvar sem er. Kostar lambakjötið 700 kr. eða 10.700 kr.? Eins má auka hagkvæmnina við kjötframleiðsluna. í vetur var hetidarflöldi ásetts búflár 510.782 - um 50% meiri en þarf tti að fram- leiða 8000 tonn sem íslenska þjóðin torgar á ári af niðurgreiddu lamba- kjöti sem enginn veit hvað kostar í raun og veru. Kostar ktióið af lambakjöti 700 krónur eða kostar hann sjálfur aö greiða kostnað við flutning mjólkur tti vinnslu. Þeir sem Uggja vel við markaöinum eiga að njóta þess. Aðeins með slíku hugarfari kemst íslenskur land- búnaður út úr því fáránlega hug- arfari að bændur eigi hetiagan rétt til starfa sinna umfram aðra ís- lendinga. 90% þjóðarinnar undir oki Ég óttast að íslenskur landbúnað- ur eigi eftir að leggjast niður vegna þvermóðsku forystumanna hans að verða við eðltiegum kröfum um aukna hagkvæmni og lægra verð. Því er nú ekki lengur mótmælt að óbeinn og beinn styrkur tti land- búnaöar nemur um 20 milljörðum króna á ári - 80.000 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Fyrr eða síð- ar munu 90% þjóðarinnar varpa af sér slíku oki sem innan við 10% þjóöarinnar leggja henni á herðar. Þá verður of seint að leita leiöa tti eðltiegrar hagkvæmni í þessari at- vinnugrein. Islenskur landbúnað- ur á sjálfur vatið. Valdimar Jóhannesson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.