Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 22
38 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. Sviðsljós DV Það er um að gera að hafa varann á gegn óprúttnum sölumönnum Yarist óprúttna sölumenn íbúi á Langholtsvegi í Reykjavík hringdi á neytendasíðu DV og kvart- aði undan óprúttnum sölumanni sem bauð honum þröskuld og sparkjárn til sölu og kvaðst einnig geta tekið að sér verkið. í þessu íbúahverfi eru mörg gömul hús sem þarfnast lag- færingar. Algengt er að skipta þurfi um þröskuld á útidyrahurðum í þessu hverfi vegna þess að þeir gömlu eru lúnir og vilja leka. íbúanum leist strax vel á að nýta sér þessa þjónustu, enda lengi verið ætlun hans að skipta um þröskuld. En hann hafði smávara á sér, kann- aði sambærilegt verð hjá bhkk- smiðju og hvað blikksmiðir tækju háa greiðslu fyrir verkið. Kom þá í ljós að sölumaðurinn ætlaði sér mun hærri upphæð fyrir verkið, svo mun- aði þúsundum króna. Munaði þar sáralitlu að íbúinn léti plata sig og var hann hvekktur mjög en þó feginn að hafa ekki látið plata sig. Blaðamaður hafði samband við Neytendur Neytendasamtökin og spurðist fyrir um hvort sölumennska af þessu tagi væri ekki ólögleg. „Það eru alltaf að koma upp tilfelli um óprúttna sölumenn. Það eru eng- in lög sem ná yfir þess konar starf- semi. Það má selja hvað sem er en menn verða bara að passa sig á að láta ekki plata sig í viðskiptum. Eina sem hægt er að gera er að biðja fólk að vara sig á sölumönnum og kaupa ekki nema menn hafi verðsaman- burð. Það er til dæmis ekkert við það að athuga aö biðja sölumanninn að koma aftur viku síðar þegar menn eru búnir að athuga máhð. Það getur vel verið að sölumenn séu með vöru sem er á ágætis verði, en það er einnig mjög algengt að reynt sé að selja á verri kjörum eða hærra verði en gengur og gerist. Aðalatriðið er að hafa ahtaf varann á,“ sagði Elva Björk Benediktsdóttir, kvörtunardeild Neytendasamtak- anna,ísamtaliviöDV. -ÍS Áfram bann á kred- itkort hjá ÁTVR Nýveriö tilkynntu olíufélögin að þau tækju upp greiöslukortaþjón- ustu fyrir viðskiptavini sína. Á flestum afgreiðslustööum er nú hægt að nota greiðslukort en at- hygli vekur að engin breyting hefur orðið á afgreiðslumáta hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Greiðsla með kreditkorti hefur hingað til þótt öruggur viðskiptamáti og sölu- aðilar oft tekið þannig greiðslu fram yfir annan greiðslumáta. Samt sem áöur hefur ekki verið talin ástæða th þess að taka greiðslukort ghd hjá áfenginu. Blaðamaður hafði samband við ÁTVR og spurðist fyrir um hvort breytingar stæðu til. „I áfengislögunum stendur að Áfengisverslunin og útsölur henn- ar megi einungis selja gegn stað- greiðslu. Þegar að debetkortunum kemur, sem verður væntaniega bráðlega, þá munu þau verða tekin gild á útsölustöðum ÁTVR. Á deb- etkortunum er gert ráð fyrir að allar úttektir verði beint út af bók og það því túlkað sem staðgreiðsla. Það þarf lagabreytingu th þess að breyta lögum um kreditkort og ekki líklegt að af henni verði,“ sagði Þór Oddgeirsson, aðstoðar- forstjóri ÁTVR, í samtaíi við DV. -ÍS í áfengislögunum stendur að einungis sé heimilt að selja gegn stað- greiðslu og kreditkortin falla ekki undir þá skilgreiningu. DV-mynd GVA Bobby (John Trovolto) er staurblankur einstæSur faSir sem leitar skjótfengins gróbo í öngstrætum Chicagi-borgar. Framtiðarhorfur eru engar en til að sjó dóttur sinni farborða grípur hann til þess róðs að vinna fyrir gangsterinn móg sinn. Bobby er sjaldan heima og dóttir hans vingast við stóran hund sem hún finnur dauðvona í húsasundi. Tryggð hundsins við telpuna ó eftir að koma gangsterunum í koll. < < < < < < < < * Nick Styles (Denzel Washington), nýliði í lögreglunni gómar kaldrifjaðann sólsjúkan morðingja, Blake (John Lithgow). Þó fær Nick stöðuhækkun en Blake situr P fangelsi, hatursfullur og hefnigjarn. Blake tekst að sleppa úr fangelsinu og setur dauða sinn ó svið. Síðan hefst hann handa við að leggja líf Nicks í rúst ó sjúklegan hótt og óumflýjanlegt uppgjör fylgir í kjölfarið... ÚTGÁFUDAGUR: 26. MAÍ. Robin Williams og Jeff Bridges fara með aðalhlutverk í þessu nútimaævinlýri og eru hreint fróbærir í leikstjórn Terry Gilliam. Jeff leikur frægan útvarpsmann sem er 6 leið í raesið og Robin leikur róna sem leitar Kaleiksins helga. Orlög þeirra tvinnast saman þegar úlvarpsmaðurinn ókveður að hjólpa rónanum í leit sinni að kaleiknum helga sem niðurkominn er í húsi auðjöfurs nokkurs i New York. ÚTGÁFUDAGUR: í BYRJUN JÚNÍ. S* K* í* F* A* N myndbönd Það eru liðin fimm ór siðan kvikmyndabrellumaðurinn Rollie Tyler (Brian Brown) og lögreglumaðurinn Leo MCarty (Brian Dennehy) hjólpuðust að við að nó 15 milljónun dala fró mafiunni með brögðum og brellum. Rollie er nú hættur i kvikmyndabrellunum og einbeitir sér að framleiðslu ævintýralegra leikfanga. Lögreglan biður hann um hjólp við að hafa hendur í hóri morðingja. Morðinginn kemst undan og hyggst nó sér niðri ó Rollie. Só eini sem getur hjólpað honum er gamli refurinn Leo. Brótt komast þeir ó snoðir um mikið samsæri, sem bæði lögreglan og mafian er flækt i. ÚTGÁFUDAGUR: 29. MAÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.