Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Side 14
14 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaöamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Alsæla heitir það í frétt DV á fóstudaginn segir aö lögreglan hafi lagt hald á nýtt fíkniefni, svokallaöa alsælu. Hér er um aö ræöa sambland af amfetamíni og kókaíni og hefur mik- il örvunaráhrif. Þetta efni hefur náð útbreiðslu í Banda- ríkjunum, á suðlægum slóðum í Evrópu og sömuleiðis á Bretlandi. Nú virðist dreifmg þessa eiturefnis hafa náð til íslands. Eiturefni er það, vegna þess að skaðsemi af notkun þess er mikil. Að mati lækna og annarra sér- fræðinga eru fráhvarfseinkenni sterk. Þau lýsa sér í sljóleika og þunglyndi og neytandinn þarf á geðlæknis- hjálp að halda. Afleiðingar geta komið fram í ofsóknar- brjáiæði og lystarleysi. Alsæla dregur nafn sitt af Ecstasy og má það vera rétt þýðing. En hvílíkt öfugmæli! Hvílíkt rangnefni að kalla það alsælu, sem býður neytandanum upp á skammvinn örvunaráhrif en veldur varanlegu tjóni á líkamlegu og andlegu ástandi neytandans. Fíkniefnin eitra út frá sér, spilla geðheilsu, binda viðkomandi í ávana vímunnar og fjötra þeirra lífshátta, sem enda með spillingu og glötun. Eiturefni af þessu tagi eru hættulegasti óvinur samfélagsins, ekki síst fyrir þá sök að unga fólkið er dregið á tálar og þar er að finna flest fórnarlömbin. Því er haldið fram að alsælan sé gefm í byrjun til að koma neytandanum á bragðið. Því er haldið fram að dansleikir og partí séu skipulögð með það fyrir augum að koma efninu á framfæri. Því er jafnvel haldið fram að tilteknar útvarpsstöðvar stuðh að útbreiðslunni með stöðugri og ómældri kynningu á samkvæmum, þar sem efnið er haft á boðstólum. Þjóðfélagið verður að bregðast við af hörku. Hér duga engin vetthngatök. Hér er verið að leita uppi unghng- ana, börnin okkar, og freista þeirra með einhverju töfra- lyfi, sem ekkert mein á að gera og engan skaða að hafa. Þetta er tískan, segja sölumennimir, sem einskis svífast til að hafa unglingana að féþúfu og steypa þeim í glöt- un. Þeim er rétt sama um afdrif þessara sömu ungl- inga, örvæntingu þeirra, geðheilsu þeirra og örvinglan, skipbrot þeirra um langa framtíð. Það þarf ekki vitnanna við. Eiturlyfjaneysla er böl sem setur vaxandi mark sitt á þjóðfélögin. Alls staðar í hinum vestræna heimi má setja samasemmerki mihi umkomuleysis og fíkniefna hvers konar, milh örbirgðar og ánauðar eiturlyfjasjúkhnga, milh glæpa og dauðaleit- ar að næsta skammti. Viljum við kalla þessi vandamál yfir okkur? Viljum við íslenskri æsku þessi örlög? Sumir segja að eiturlyfja- sjúklingar á íslandi séu í lágmarki. Því er haldið fram að útbreiðsla fíkniefna hér á landi sé í lágmarki. Gott er ef satt reynist. En hættan er fyrir hendi og ef íslensk ungmenni hafa upp til hópa þrek og vit th að vísa neyslu þessara efna á bug, þá þarf að fylgja því eftir, auka fræðslu, efla eftirht og hækka refsingar gagnvart þeim sem eru sölumenn dauðans. Það er sífellt verið að bjóða og lokka með nýjum efn- um. Þá fylgir jafnan sögunni að nú sé komið á markað- inn skaðlaust efni. Fyrst var það hassið, sem átti að vera skaðlaust, síðan var það amfetamínið, sem „var bara venjulegt læknislyf‘. Svo var það kókaínið, sem engan átti að meiða, meðan það var tekið í smáum skömmtum, og nú er það nýjasta efnið með þessu fína nafni, alsæla, sem á að vera meinlaust örvunarlyf. Þeir deyja ekki ráðalausir, sölumenn fíkninnar og freisting- arinnar. EllertB. Schram 200 mílna landhelgin. - „Ef kvartmilljónarþjóö þarf aö ráöa yfir hálfu Norður-Atlantshafi til að geta lifaö kynnu einhverjir i þéttbýlli löndum aö fara að efast um tilverurétt hennar," segir Valdimar meðal annars í grein sinni. Af fámennri þjóð og fjölmennri Ungmennafélagshreyfingin, sem byggði mikið á íslenskri þjóðemis- stefnu, var og er jákvæður þáttur í þjóðlífinu, enda fóstruð af vopn- lausri smáþjóð sem hafði enga nærtæka nágranna til að abbast upp á. Áþekkar hreyfingar í Þýskalandi lentu í tröllahöndum og komu heiminum í slíkt uppnám að fyrst hálfri öld síðar fór að sjá fyrir end- ann á ósköpunum. Reynslunni ríkari tóku Þjóðverj- ar upp fyrri iðjusemi en bættu við hófsemi í samskiptum við ná- granna sína. „Lebensraum“ íslendingar hófu hins vegar út- þenslustefnu um miðja öldina og færðu landhelgina úr þremur míi- um í fjórar, síöan í tólf og ytri tólf, þá í 50 mílur og aö lokum í 200 mílur. Þessir sigrar unnust án nokkurra mannfóma þrátt fyrir að ekki mætti stundum miklu muna. Vissulega var málið í heild stórsig- ur fyrir hinn íslenska brautryðj- anda og þótti svo mikið réttlætis- mál að upp var tekin ný heimsskip- an á höfunum. En mikið vill meira. Lagagrúsk- arar sáu að við gátum krækt okkur í hafsvæði við Jan Mayen, og er ástæöuiaust að gagnrýna það. Frændur okkar Norömenn hafa jú nóg fyrir sig að leggja. En aftur var tekið til við að rýna út á hafið og að þessu sinni í áttina að skerinu Rockall sem frá okkar bæjardyrum séð er ekki langt undan Bretlands- eyjum. Sumir vitnuðu í sjókort og sögðu að mæhngar sýndu að dýpi væri meira suðaustan við skerið heldur en norðvestan við það og þyrfti þá ekki lengur vitnanna við um okkar rétt til hafsbotnsins á þessum slóðum. En þá er spumingin hvort krafa smáþjóðarinnar um réttindi á Rockall-svæðinu sé ekki siðlaus þótt hún kunni að vera lögleg sam- kvæmt einhverjum lagakrókum. Ef kvartmilljónarþjóð þarf að ráða yfir hálfu Norður-Atlantshafi til að geta lifað kynnu einhverjir í þétt- býlh löndum að fara að efast um tilverurétt hennar. „Lebensraum" hverrar þjóðar verður að vera inn- an eðhlegra marka, ekki síst eftir aö heimurinn hefur skroppið svo mjög saman sem raun ber vitni. Enda má hafa í huga orð Árna Páls- sonar próf. frá fyrri hluta aldarinn- ar að ef ísland væri stórveldi vildi hann ekki búa í nágrannalandinu. Kjallariim Valdimar Kristinsson cand oecon., B.A. Að fá eitthvað fyrir sinn snúð Fyrir nær tveimur áratugum hófst gosið í Heimaey. Tjón varð mikið og söluskattur var hækkað- ur til að bæta það að hluta. Enginn kvartaði. Flestum eða öhum ís- lendingum fannst sjálfsagt að rétta hjálparhönd. Vissulega vilja fáir borga hærri skatta en það er ekki sama í hvað féð er notað. Eftir langvarandi hörmungar slapp meirihluti Þjóðverja vestur fyrir járntjald, hinir sátu áfram í prísundinni. Fáir sáu fram á breyt- ingar í fyrirsjáanlegri framtíö. En þá hrundi spilaborgin allt í einu. Hiö ómögulega varð mögulegt. Kanslarinn hvatti til sameiningar þýsku ríkjanna hiö skjótasta, enda myndi sameiningin svo sem ekkert kosta. Þegar svo annað kom í ljós urðu Þjóðverjar ekki aöeins erghegir upp á íslenskan máta heldur stór- hneykslaðir. Samkvæmt því hafa þeir haft þá ofurtrú á kanslara sín- um að af vörum hans myndi ekkert ósatt orð hrjóta. Afsökunin var þó sú aö ástandið í Austur-Þýskalandi var mun verra en nokkum hafði óraö fyrir. - Morgunblaðslygin reyndist sem sagt ekki vera nema háifur sannleikurinn. Á fyrri hiuta aldarinnar virtist sem Þjóðverjar legðu nánast glaðir lifið í sölumar th þess að stækka föðurlandið. Nú kvarta þeir sáran yfir því að þurfa að taka upp budd- una th að ná í hluta af gamla land- inu til baka. Oft er sagt að velmeg- un geri fólk friðsamt og værukært en fyrr má nú vera breyting á einni þjóð. Vestur-Þjóðveijar höfðu Rauöa herinn nánast í bakgaröinum eða í rúmlega 100 km fjarlægð frá Rín. Með sameiningu Þýskalands fer þessi sami her austur fyrir Pólland og verður í nær 1000 km fjarlægð frá Rín. Margir myndu telja þaö góð kaup jafnvel þótt minna fengist fyrir peningana. Auk þess fá Þjóðverjar í vestri tækifæri th að hjálpa samlöndum sínum sem í nær hálfa öld máttu hírast handan járntjaldsins meðan þeir sjálfir nutu frelsis og æ meiri velmegunar. Mismunandi hlut- skipti þessara þjóðarhelminga er svo yfirþyrmandi að það hlýtur að vera nokkurs virði að fá að bæta þama nokkuð um þótt fortíðinni verði aldrei breytt. Aö drekka hálfa ævina Svo mikiö sem endurreisn Aust- ur-Þýskalands kostar á öllum svið- um (svo ekki sé minnst á Albaníu) er furðulegt aö fjöldi fólks skuli hafa lagt ævi sína í að reyna að koma þessu hörmungarskipulagi á sem víðast, - einnig hér á landi. Jafnvel þeir sem sáu ósköpin með eigin augum létu sér ekki bregða þegar heim var komið og héldu áfram að vhla um fyrir fólki árum og áratugum saman. Þegar svo kemur að afmæhs- og minningargreinum þá má ekki minnast á þennan þátt í lífshlaup- inu. Það er svipað og þegar óreglu- fólk á í hlut, sem getur að sjálf- sögðu hafa haft ýmsa góða hlæfi- leika, en ekki má nefna að það hafi drukkið hálfa ævina. Valdimar Kristinsson „Furðulegt að fjöldi fólks skuli hafa lagt ævi sína í að reyna að koma þessu hörmunparskipulagi á sem víðast - einnig her á landi. Jafnvel þeir sem sáu ósköpin með eigin augum létu sér ekki bregða þegar heim var komið og héldu áfram að villa um fyrir fólki...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.