Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992.
15
EB og vinstri menn
„Gleymum þvi ekki að alþjóðahyggja er gömul hugsjón verkalýðs-
sinna,“ segir Birgir m.a. i greininni.
Eitt frægasta pólitíska slagorð
allra tíma er „öreigar allra landa
sameinist!". Þótt ekki sé beinlínis í
tísku þessi misseri að vitna í Marx
gamla er þarft verk að minna á það
að flestir verkalýðssinnar fyrir
hildarleik fyrri heimsstyrjaldar-
innar voru alþjóðasinnar.
í huga Marx var málið einfalt:
kapítalisminn er ekki þjóðlegt fyr-
irbæri heldur alþjóðlegt. Af þessu
yrði verkalýðsbaráttan að taka
mið. Þessi stefna beið mikið skip-
brot í fyrri heimsstyrjöldinni og
hefur ekki boriö sitt barr síöan.
Þjóðernishyggja
vinstri manna
Eins og oft viU verða í stjómmál-
um hafa orðið til hugmyndapakkar
sem menn grípa til; eitthvað sem
gefur skoðunum manna heildstæð-
an svip og skilgreinir þá í hinu
pólitíska litrófi. A íslandi hefur það
gjarnan verið svo að til að geta tal-
ist róttækur á vinstri vængnum
hafa menn þurft að vera harðir í
„þjóðfrelsismálum". Að vera
vinstri maður í efnahagsmálum og
fylgjandi veru hersins á Miðnes-
heiöi var næsta fátítt. Á milli þessa
tvenns eru þó engin knýjandi rök-
tengsl.
Breyttar aðstæður í stjórnmálum
heima og erlendis hljóta aö kalla á
breyttan hugmyndapakka fyrir
vinstri menn. Staða Alþýðubanda-
lagsins er næsta undarleg. Alþjóða-
hýggjan sem áður einkenndi flokk-
inn er horfin, flokkurinn hefur í
raun sætt sig við veru hersins og
tók þátt í ríkisstjóm sem hóf samn-
ingaviðræður um EES og álver á
Keilisnesi. Áherslan á þjóðfrelsið
er því einnig orðin nokkuð vand-
ræðaleg. Utan ríkisstjómar ber
hins vegar æ meira á þjóðemis-
KjaUaiinn
Birgir Hermannsson
stjórnmálafræðingur
hyggjunni: EES er allt í einu orðið
slæmt og EB má ekki einu sinni
ræða.
Alþýðubandalagið er á móti EB.
Við því er í sjálfu sér ekkert að
segja enda fullkomlega virðingar-
verö skoðun. Það er hins vegar
ekki ljóst á hvaða forsendum þessi
afstaða er tekin. Er það vegna þess
að EB sé tæki auðvaldsins til aö
kúga verkalýðinn og því slæmt í
sjálfu sér? Er það vegna sjávarút-
vegsstefnu EB fyrst og fremst? Er
það vegna þess að EB er yfirþjóðleg
stofnun og skerðir því fullveldi
þjóðríkja, sem er slæmt í sjálfu sér?
Er það vegna trúar á þjóðir sem
grundvöll stjómmála og EB því
dæmt til að mistakast eins og Sov-
étríkin? Er það vegna sérstöðu ís-
lands sem smáþjóðar?
Eflaust kemur flest eða allt þetta
til greina sem svar. Það er hins
vegar alvarlegt ef búinn er til hug-
myndapakki þar sem það er skil-
greiningaratriði um vinstri menn
að þeir séu á móti EB. Það er svona
viðlíka fáránlegt og að segja að
fylgjendur EB geti ekki veriö fem-
ínistar en af málflutningi kvenna-
listakvenna má ætla að sú sé raun-
in. Alþýðubandalagið verður að
útskýra betur afstöðu sína í Evr-
ópumálum en hingað til. Flokkur-
inn verður að gera það upp við sig
hvort hann sé krataflokkur að evr-
ópskri fyrirmynd eða flokkur þjóð-
legra íhaldsmanna.
Þjóðríkisnauðhyggja
Islendingar verða gjarnan nokk-
uð tilfinningasamir þegar umræð-
an berst að EB. Stundum gengur
þetta svo langt að öfi skynsemi
hverfur lönd og leið. Sem dæmi um
þetta má nefna nýleg ummæli
Steingríms Hermannssonar um
markmið Þjóðverja innan EB og
margendurteknar samlíkingar á
EB og Sovétríkjunum sálugu.
Vinstri menn eru ekki saklausir
af þessu frekar en aðrir.
Hefðbundinn hugmyndapakki ís-
lenskra vinstri manna er uppfullur
af slagorðum um þjóðina, þjóðfrels-
ið, þjóðmenningima og sjálfstæðis-
baráttuna sem halda verði áfram á
fullum dampi.
íslenskir vinstri menn - og vænt-
anlega íslendingar almennt - eru
upp til hópa svo þröngsýnir að þeir
geta ekki eða vilja ekki ímynda sér
heiminn öðruvísi en hann er í dag,
þ.e. heim fullvalda þjóðríkja. Viö-
horf flestra vinstri manna má kalla
þjóðríkisnauðhyggju: trú á þjóðrík-
ið sem hið náttúrlega og eina sið-
ferðilega réttlætanlega skipulags-
form samfélags og stjórnmála.
Vinstri menn
allrar Evrópu...?
Aðild íslands að EB hefur vart
mátt ræða hér á landi og kemur
þar fleira til en fiskur. Þeir sem
lengst eru til vinstri í stjórnmálum
bera ekki hvað síst ábyrgð á þessu
tunguhafti. íslenskir vinstri menn
verða að hugsa sinn gang upp á
nýtt: gamlir hugmyndapakkar og
tilfinningalegir vamarhættir
breyta engu um þá staðreynd að
heimurinn er að breytast ört. - Er
ekki rétt að ræða málin upp á nýtt?
- Er nokkur þörf á að grafa skot-
grafir?
Ef niðurstaðan verður sú að það
samrýmist best langtímahagsmun-
um íslands að ganga í EB, þarf það
ekki nauðsynlega að ganga gegn
hugmyndum vinstri manna.
Gleymum því ekki að alþjóða-
hyggja er gömul hugsjón verka-
lýðssinna. Aður en langt um líður
mun gamla slagorðið kannski
hljóma svona: vinstri menn allrar
Evrópu sameinist!
Birgir Hermannsson
„Islenskir vinstri menn - og væntan-
lega Islendingar almennt - eru upp til
hópa svo þröngsýnir aö þeir geta ekki
eða vitja ekki ímynda sér heiminn
öðruvisi en hann er í dag, þ.e. heim
fullvalda þjóðríkja.“
Minni vinna
meiri velfferð
„Á sama hátt breytlr t.d. fækkun bankastarfsmanna út af fyrir sig mjög
litlu fyrir þjóðarhag," segir Elnar m.a. í greininnl.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa
komist að því að velferðarkerfið sé
okkur of dýrt. Við verðum að spara.
Og það skal m.a. gert með því að
draga úr notkun vinnuafls í skólum
og heilbrigðisstofnunum.
En í þvi felst enginn þjóðhagsleg-
ur spamaður. Þó að launagreiðslur
minnki sparar þjóðin ekki neitt.
Afli, vinna, tími
Samt er reynt að telja okkur trú
um að það eigi að bjarga þjóðarbú-
inu með því að spara þessar launa-
greiðslur. Það mætti til sanns vegar
færa ef vantaði vinnuafl í fram-
leiðslugreinarnar, ef ekki væri
hægt að manna loðnuflotann af því
að allir verkfærir menn væru í
skóla eða að vinna á sjúkrahúsum.
En nú horfir svo við að atvinnu-
leysi fer vaxandi. Á íslandi, eins
og í öðrum þróuðum auðvaldsríkj-
um, hefur þörf fyrir vinnuafl í
framleiðslugreinum minnkað mið-
að við heildarvinnuaflið. Árið 1988
var einungis þriðjungur vinnuafls-
ins, mælt í ársverkum, notaður til
framleiðslu, það er að segja fisk-
veiða, landbúnaðar og iðnaðar, og
þetta hlutfall hefur farið lækkandi.
Þetta þýðir að miöað við jafnlang-
an vinnutíma hvers vinnandi ein-
staklings höfum við meira vinnuafl
- eða meiri tíma - til ráðstöfunar
til annarra hluta, til dæmis til að
annast sjúklinga, böm og gamal-
menni, afla menntunar og sinna
ýmiss konar menningarstarfsemi.
Það breytir engu fyrir þjóðarhag
að fækka fólki í þessum störfum,
það þarf hvort sem er fæði, klæði
og skjól.
Þjóðhagslega séð breytir það
KjáHarinn
Einar Ólafsson
bókavörður
engu hvort framfærslueyrir þess
heitir laun eða atvinnuleysisbætur
né heldur hvort þetta fólk fer í ein-
hver önnur þjóðhagslega óarðbær
störf sem búin eru til handa því
eins og til dæmis að selja hvert
öðru bjór eða telja peninga.
Til hvers eru lánin?
Ef við neyðumst til að taka lán
hlýtur það að vera til þess aö fjár-
magna það sem við flytjum inn í
landið umfram það sem við flytjum
út. Það breytir engu þótt þessi lán
séu færð í bókhald sem vinnulaun
opinberra starfsmanna. Við þyrft-
um þessi lán ekki ef við værum
ekki að flytja inn meira en við flytj-
um út. Ef við ætlum af tillitssemi
við komandi kynslóðir að draga úr
lántökum verðum við að draga úr
innflutningi - ef við getum ekki
aukið verðmæti útflutningsins.
Að skerða kjör hinna lakast settu
eða segja upp opinberum starfs-
mönnum er hvorki vænlegasta né
réttlátasta leiðin til að sýna kom-
andi kynslóðum þessa tillitssemi.
Á sama hátt breytir t.d. fækkun
bankastarfsmanna út af fyrir sig
mjög litlu fyrir þjóðarhag. Meðan
fullt af vinnuafli er á lausu, sem
ekki er hægt að nýta til að draga
fisk úr sjó eða skapa annan bein-
harðan arð, þá er engu sóað, þótt
það sé notað til að telja peninga
engum til gagns. Nema tíma þess
sjálfs, sem það mundi hugsanlega
rilja ráðstafa einhvem veginn
öðmvísi.
Hæpinn gróði
Ef þjóðarbúið væri rekið í þágu
fólksins en ekki fólkið í þágu þjóð-
arbúsins myndi hagræðing og
tæknivæðing fá annað gildi. Meðan
færri og færri ársverk fara í fram-
leiðsluna sjálfa gætum við gert
tvennt: annars vegar haft nóg fólk
til að lækna, hjúkra og annast þá
sem þurfa þess með, stunda nám
og kennslu og alls konar menning-
arstarfsemi, og hins vegar stytta
vinnutímann yfir límrna, án þess
að skerða launin, í stað þess að ein-
blína bara á fleiri atvinnutækifæri
með því að þenja út verslun og
þjónustu í það óendanlega.
Vinnutíminn í bönkunum stytt-
ist. Sjómennimir hefðu fleiri tíma
í landi, það mætti hafa tvöfalda
áhöfn á skipunum sem skiptust á.
Starfsfólkið á sjúkrahúsunum ynni
færri helgarvaktir og hefði fleiri
helgar með fjölskyldunni. Fólk
hefði meiri tíma til að annast hvert
annað sem leiddi til þess að það
gerði raunhæft að stytta vinnutím-
ann enn meir á sjúkrahúsum, dag-
heimilum og skólum.
Áður en viö tökum undir að það
megi nú eitthvað draga saman og
hagræða í velferðarkerfinu eða
annarri þjónustu skulum við
hyggja að því að slíkar aðgerðir
færa alþýðu manna hæpinn gróða.
Líklegra er aö þær valdi því að fjár-
munir flytjast frá alþýðunni til
hinna sem betur mega.
Annar kostur er að þær færi okk-
ur meiri fritíma, meiri ráðstöfun-
arrétt yfir tíma okkar. En sá kostrn1
krefst róttækrar umsköpunar sam-
félagsins og gjörbreyttra viðhorfa.
Einar Ólafsson
„Ef viö ætlum af tillitssemi við kom-
andi kynslóðir að draga úr lántökum
verðum við að draga úr innflutningi -
ef við getum ekki aukið verðmæti út-
flutningsins.“