Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. Lesendur Lífeyrissjóðimir: SréttlSí Kristiim skrifar: Nú hefur maöur greitt í lífeyris- sjóð á milli 35 og 40 ár. í þessu tilviki býr lífeyrissjóðsgreiðandi hjá aldraðri móður. Nýlegt dæmi í þessu sambandi er þegar maður fórst í slysi. Aldraða móðirin fær ekkert af því sem sonur hennar hafði borgað í lifeyrissjóð öll þessi ár. Ríkiö hirðir hins vegar sitt. Tillaga mín er sú að núverandi keríi verði aflagt með öllu og ið- gjöld vegna lífeyris greidd inn á reikning í Landsbanka íslands. í þessu tilfelli heföi móðirin átt rétt á hlut sonar síns en ekki rík- lö. Sniðgöngum þærþjóðir... Friðrik hringdi: Mér þykir þaö ekki sæma okk- ur íslendingum ef við ætlum að láta óátalið hvernig nokkrar þjóöir hafa sýnt okkur litilsvirö- ingu með því að ætla að fella til- lögu um að halda íslenskum sér- stöfum inni i alþjóðlegri tölvu- stafaskrá. - Sem betur fer náði þessi tillaga ekki fram að ganga. Við ættum t.d. að rauna Dönum, Bretum, jafnvel Tyrkjum, þetta „vinarbragö“ eöa hitt þó heldur. - Raunar ættum við að sniðganga þessar þjóðir sem mest við meg- um með þeim hætti sem okkur er fært, t.d. aö ferðast ekki þang- að nema i brýnum erindagjörð- um og kaupa ekki þaðan vörur umfram þaö nauðsynlegasta. Jámbrautarferðir: Engarupplýsingar Þórarinn hringdi: , Ég vildi kanna hvernig komast mætti leiðar sinnar innan Evrópu með járnbrautarlestum. Fór ég því á nokkrar ferðaskrifstofur og hringdi til einnar til að kanna bæði tímasetningar og verð. - En því miður, engin þeirra haföi neinar upplýsingar. Mér finnst þetta kyndug fyrirgreiðsla því að lestarferðir eru vinsæll og viðtek- inn ferðamáti í Evrópu og mun hentugri en flug sem maður þarf að bíöa eftir með tilheyrandi brambolti á flugvöllum. Ég tel að ferðaskrifstofur ættu að hafa hjá sér handbækur um lestaferöir, þótt ekki séu þær endilega í gildi hvað varðar nýjasta verð eða brottfarartíma, til að geía viö- skiptavinum hugmynd um feröa- tíma milli staöa og landa og verð- hugmynd á einstökum leiöum. Samkeppnin lækkarverðið Helga Ólafsdóttir skrifar: Þaö er meira en tími til kominn aö fá verulega samkeppni í gang hér á landi hvaö varðar vöruverö og þjónustuliö sem kaupa þarf út. Samkeppnin í matarverslun- um hefur viögengist um nokkurt skeið og hún er farin aö hafa raunveruleg áhrif á fólk. Það leit- ar eftir besta veröinu og tilboð, sem auglýst eru fyrir helgar, eru grandskoðuö af mörgum. Sam- keppnin lækkar verðiö, um það er ekki aö villast. Ennerhótaðmeð verkföllum! Baldur hringdi: Ég var að lesa um sjúkraliðana sem tala enn um að grípa til að- gerða, t.d. verkfalla í styttri tima og einhvers er þeir kalla „rað- verkfóll". Það vantar ekki hug- myndaflugið. - Og að sjálfsögðu kemur ekki til til greina að lækka laun sjúkraliða á landsbyggöinni. Trúa menn því aö landsbyggðar- fólk verði undanþegið því að taka á þjóðarvandanum? - Verkfalls- hótánir eru orðnar gamaldags og seinVirkar í kjarabaráttunni. Maria Þórisdóttir: Nei, og ég veit ekki hvort ég sé hana. Ég sé hana bara á myndbandi. Jóhannes Þór Skúlason: Það hef ég og fannst hún góð. Hún var mjög spennandi. Magga Lena Kristinsdóttir: Nei, en mig langar til að sjá hana. Niðurfærsluleið og myntbreyting Niðurfærsla verölags og kaupgjalds ásamt myntstyrkingu er nærtækasta leiðin, segir i bréfinu. Guðjón Magnússon skrifar: í viðtali við Magnús Gunnarsson, formann VSÍ, í sambandi við tillögur um niðurskurö þorskafla setti hann fram þá hugmynd að nota svokallaða niðurfærsluleið til að mæta þeim áfollum sem við íslendingar hljótum allir að þurfa að taka á okkur fljót- lega. í niðurfærsluleiðinni felst sú aðgerð að færa allt verðlag, hveiju nafni það sem nefnist, niður um ein- hver prósentustig, jafnt kaupgjald sem verölag. Þessi hugmynd hefin- verið rædd áður en ekki talin henta á þeim tíma. Ég tel að hræðslan við þessa hugmynd stafi einungis af ótta manna, ekki síst þeirra sem miklar tekjur hafa, við aö missa spón úr aski sínum. Það er hins vegar ekki marktækur ótti. Ef kaupgjald er fært niður, segjum um 2-3%, og verðlag á vörum og þjónustu sömuleiðis sitja allir við sama borð. Virðisaukaskattur myndi t.d. lækka til jafns við aðra kostnað- arþætti. Þegar rætt var við forstjóra Þjóðhagsstofnunar í sömu frétt og viðtalið við formann VSÍ birtist, í sjónvarpi (sl. miðvikudag), brá hann einmitt fyrir sig þeirri röksemd að hann vissi ekki til að þessi leið hefði heppnast annars staðar. Ég man þó lengra aftur í tímann. Finnar fóru þessa leiö fyrir fáum áratugum og breyttu mynt sinni á sama tíma. Finnska markið var orðið ónýtur gjaldmðfil en með breytingunni hjá sér tókst þeim að færa verölag og traust á gjaldmiðli sínum í réttan farveg sem hefur haldist þar síðan. Þegar við íslendingar breyttum gjaldmiðli okkar síðast, um áramótin 1980, voru engar hliöarráðstafanir gerðar, allir gátu fært verölagið margfalt upp á við og gerðu það. Síð- asta myntbreyting varð því svo til gagnslaus. Það hefur og mátt segja um flestar ráðstafanir okkar íslend- inga síðan við fengum fullt sjálfstæði árið 1944. Það er því tími til kominn að taka til alvarlegrar athugunar hugmynd formanns VSÍ nú um nið- urfærsluieiðina og myntbreytingu samhliða henni með þvi að taka enn tvö núll aftan af krónunni. - Tenging krónunnar við ECU á enn langt í land þótt um það hafi verið rætt. Það er ekki að búast við skjótum ákvörðun- um hér um svo róttæka breytingu hvort eð er, frekar en endranær. Nið- urfærsla og myntstyrking með af- námi tveggja núlla af krónunni er því nærtækasta leiðin í dag. Hefurðu séð myndina Ógnareðli? Anna Ragnarsdóttir: Nei, en ég hugsa að ég sjái hana. Ragnhildur Pétursdóttir: Já, og hún var miög góð. Hlynur Sigurðsson: Já. Ognareðli var meiri háttar, rosalega góð mynd. Verðlaunapeningar ís-spors Sigurður Pétursson, framkvstj. ís- spors, skrifar: Miðvikud. 27. maí sl. birtist í Akur- eyrarblaði DV viðtal viö Pétur Breið- fjörð, gullsmið á Akureyri. - Mér komu nokkur atriði í viðtahnu sann- arlega á óvart. Fyrst og fremst sú fullyrðing Péturs að fyrirtæki hans sé „langstærsti aðili í sölu verðlauna- peninga á landinu". Pétur nefnir síð- an töluna 30 þúsund þessu til stað- festingar. Ég hefi undanfarin ár veitt forstöðu fyrirtækinu ís-spor í Kópavogi og hefur fyrirtækið um árabil verið framleiðandi og innflytjandi að verð- launapeningum og verðlaunagrip- um. Við erum reyndar eina fyrirtæk- ið á landinu sem framleiðir verð- launapeninga og mörg íþróttafélög láta okkur framleiða verðlaunapen- inga með sínu merki. Þannig fram- leiddum viö 20 þús. sérslegna verð- launapeninga á síðasta ári. - Þar aö auki fluttum við inn frá Ítalíu á sl. ári rúmlega 30 þús. verðlaunapen- inga. Sú fullyrðing Péturs um að hans fyrirtæki sé hið stærsta í þessari grein stenst því ekki. Ég tel rétt að þessi atriði komi fram því engum er greiði gerður með ósönnum fullyrð- ingum, jafnvel þótt í auglýsingskyni sé. Hins vegar gleðst ég yfir því að markaður fyrir þessar vörur er jafn- stór og raun ber vitni því að fleiri fyrirtæki en okkar Péturs selja verö- launagripi. - Hefur enda verið um mikla aukningu á alls konar íþrótta- starfsemi að ræða á undanfórnum árum og það kallar á meiri sölu í verölaunagripum. Eru stjórnmálamenn að missa tökin? Ásgeir Sigurðsson skrifar: Það fer varla fram hjá neinum sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðunni síðustu árin og ekki síst síðustu mán- uðina aö stjómmálamenn mega sín æ minna um framvindu mála í þjóö- félögum, hér á Vesturlöndum a.m.k. Það eru aðiiar á vinnumarkaði, í at- vinnulífinu sem setja skilyrðin, leggja línumar um hvemig eða hvað lögð er áhersla á, og þá fyrst koma stjómmálamennimir tíl sögunnar og skiptast í fylkingar, með og á mótí þeim tillögum eða teiknum sem þeir standa frammi fyrir. - Atkvæöin skipta stjómmálamenn enn verulegu máli og þeir hafa tilhneigingu til að taka rangar ákvarðanir vísvitandi, ef það má verða til þess að afla sjálf- um sér fylgis eða styrkja þá sjálfa í framtíöarsýn sem líklegust er tíl að veröa ofan á í þann og þann tíma. Dæmiö um niðurstöðu í þjóðarat- kvæðagreiðslu Dana um svokallaö Maastricht-samkomulag sýnir Ijós- lega að stjómmálamenn í Danmörku leggja ekki línur sem skipta máli. Almenningur gerir það miklu skýr- ar. - Þetta þýðir ekki það að stjóm- málamenn í Danmörku eða annars staðar séu áhrifalausir. Þeir þrýsta á með sínum hætti rétt eins og hér á landi. En vinnubrögð stjómmála- mannanna em með þeim annmörk- um að vera ómarkviss, leitandi, oft samhliða skortí á þekkingu, bæði grundvallarþekkingu, t.d. á atvinnu- lífinu, og það sem er einna verst, inn- byggðum dómgreindarskorti eða jafnvel greindarskorti almennt talað. Stjómmálafræðingar, hagfræöing- ar og tölfræðingar hafa að stórum hluta teldð við hlutverki stjómmála- manna. Þeir hafa hugmyndirnar, koma með útreikningana og spá í spilin til framtíðar. Ekki svo að skilja að stjómmálamennirnir hugsi ekki líka. - Þeir hugsa bara fyrst og fremst fyrir sig og kannski líka fyrir sína umbjóðendur þegar best lætur. | „Þeir leggja ekki línur sem skipta máli.“ þungt hugsi. Hringid í síma Danskir stjórnmálamenn eru millikl. 14 og 16 -eða skrifið Nafn og s imanr. verður aó fylRja brófum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.