Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. 49 V Veiðivon Leikhús ÞJÓÐLEEKHÚSIÐ • Sími 11200 STÓRA SVIÐIÐ Svölulelkhúslö I samvlnnu viö Þjóölelkhús- lö: ERTU SVONA, KONA? Tvö dansverk eftir Auöl Bjarnadóttur. Flytjendur: Auður Bjarnadóttlr og Herdís Þorvaldsdóttlr ásamt hljómsvelt. Tónlist: Hákon Leifsson. Lelkmynd og búningar: Elín EddaÁrna- dóttlr. Lýslng: Björn Bergstelnn Guðmundsson. Hátiðarsýnlng kvenréttlndadaglnn 19. júni kl. 20.30. Mlðasala hjá Llstahátiö. LITLA SVIÐIÐ í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR, LINDARGÖTU 7 KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Lau. 13.6. kl. 20.30, uppselt. Sun. 14.6. kl. 20.30, uppselt. Siðustu sýnlngar I Reykjavik á leikárinu. Leikferö Þjóöleikhússins um Noröur- land Samkomuhúsiö á Akureyri: Fös. 19. júni kl. 20.30, lau. 20. júni kl. 20.30, sun. 21.júnikl. 20.30. Forsala aögöngumiöa er hafin i miöa- sölu Leikfélags Akureyrar, simi 24073, oplð 14-18 alla virka daga nema mánu- daga. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ GENGIÐINN FRÁ LINDARGÖTU ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER UÓN eftir Vigdisi Grimsdóttur. Aukasýnlngar vegna mlkillar aösóknar: Flm. 11.6. kl. 20.30. Fös.12.6. kl. 20.30. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUMINN í SAUNN EFTIR AÐ SÝNMG HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningardagana. Auk þess er tekið'á móti pöntunum i sima frá kl.10alla virkadaga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. HÓPAR, 30 MANNS EÐA FLEIRI, HAFISAMBAND í SÍMA11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA. ðð :on ' LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Simi680680 ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI STÓRA SVIÐIÐ KL. 20 Miðvikud. 10. júní. Fimmtud. 11. júní. Föstud. 12. júni. Fáeln sæti laus. Laugard. 13. júní. Fáeln sæti laus. Fimmtud. 18. júni. Þrjár sýningar eftir. Föstud. 19. júni. Tvær sýningar eftlr. Laugard. 20. júni. Næstsiöasta sýnlng. Sunnud. 21. júní. Allra siöasta sýnlng. ATH. Þrúgur reiðlnnar verða ekki á fjölun- um i haust. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM. Miöasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miöapantanir í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Sími 680680. Faxnúmer: 680383. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhús. Flekkudalsá á Fellströnd æddi fram eins og stórfljót um helgina. En það bjargaði málnum að veiðin byrjar þar ekki strax. DV-mynd G.Bender Vatnsmiklar veiðiár spilla fyrir veiðinni Það blæs ekki byrlega fyrir stangaveiðimönnum þessa fyrstu daga veiðitímans. Vatnsmiklar veiðiár gera veiðimönnum svo sannarlega lífið leitt. Árnar æða fram eins og stórfljót. Stórrigning- ar og snjóbráð til fjalla koma í veg fyrir að veiðimenn hreinlega finni fiskinn í þessu mikla vatni. Það er erfitt að finna kannski 20-30 laxa á margra kílómetra svæði í bullandi vatni. Blanda gaf þrjá laxa á öðrum degi „Það er alltof mikið vatn í Blöndu og það spillir veiðiskapnum mjög,“ sagði Sigurður Kr. Jónsson á Blönduósi í gærkvöldi en Blanda var opnuð á fóstudaginn fyrir veiðimönnum. „Fyrsta daginn veiddist enginn lax, annan dag komu þrír laxar og þeir voru 8,12 og 12 pund. Enginn lax veiddist svo í fyrrdag. Þetta byrjar rólega en það verður að hafa í huga á vatnið er allt of mikið. Það verður að minnka til að laxinn finnist í ánni. En þetta batnar ör- ugglega næstu daga þegar vatnið minnkar," sagði Sigurður enn- fremur. Norðurá hefur aðeins gefið 40 laxa „Já, það er mikið vatn í Norðurá þessa stundina og veiðin er ekki góð, það eru komnir 35 laxar og hann er ennþá 16 punda sá stærsti," sagði Stefán Viðarsson, kokkur í veiðihúsinu við Norðurá, í gærkveldi. „Þetta er alls ekki eins og veiði- menn áttu von á, veiðin er ekki nógu góð. Það er mikið vatn í ánni en ekki virðist vera mikið af fiski ennþá. Þetta verður að fara að batna næstu daga. Þaö er ljómandi veður en samt veiddist til dæmis enginn lax fyrir mat í dag. Fyrsta hollið veiddi 17 laxa, næsta 8 og svo eru Laxavinimir komnir með 10 laxa. Það er reynt að veiða en það gefur alls ekki nógu góða raun eins og er,“ sagði Stefán í lokin. Munaðamessvæðið hafði gefið 5 laxa í gærkvöldi og var stærsd lax- inn þar 16 pund. Veiðimenn sáu töluvert af fiski þar á ferðinni. Margar góðar veiðiár vatnsmiklar Þær vom margar vatnsmiklar og litaðar veiðiárnar um helgina, þeg- ar rennt var framhjá þeim. Þetta voru ár eins og Norðurá, Hrúta- fjarðará og Síká, Laxá í Dölum, Haukadalsá, Miðá í Dölum, Hítará, Langá á Mýrum og Laxá í Kjós. Það bjargar kannski málunum að veið- in er aðeins hafm í fáum veiðiám en þær verða samt opnaðar hver af annarri næstu daga. Veiðimaður sem var á bökkum Þverár og Kjarrár í Borgarfirði sagði vatnið aðeins farið að minnka í ánni en veiðin væri róleg ennþá. -G.Bender Hjónaband Þann 9. mai voru gefm saman í hjona- band í Lágfellskirkju af séra Jóni Þor- steinssyni Arnþrúður Baldursdóttir og Hörður Sigurðsson. Heimili þeirra er að Lindarbyggð 15, Mosfellsbæ. Ljósm. Jóhannes Long Þann 16. maí voru gefin saman í hjóna- band í Hafharfj arðarkirki u af séra Einari Eyjólfssyni Sigriður Jenný Halldórs- dóttir og Guðjón Steinar Sverrisson. Heimili þeirra er að Hverfisgötu 16, Hafii- arfirði. Þann 16. maí voru gefm saman í hjóna- band í Víðistaðakirkju af séra Einari Eyjólfssyni Halldóra Pétursdóttir og Axel Baldursson. Heimili þeirra er að Þúfubarði 19, Hafharfirði. Þann 25. apríl voru gefin saman í h)óna- band í Hallgrímskirkju af séra KarU Sig- urbjömssyni, Kristrún Jónsdóttir og Guðni Sigurðsson. Heimih þeirra er aö Rauðalæk 23. IJósm. Sigr. Bachmann VERSUJN VEIÐIMANNSINS LAUGAVEG1178, SIMAR16770 OG 84455 Tilkynningar Útilífsskólinn í sumar býður Útilífsskólinn enn á ný upp á spennandi námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-15 ára. Eins og undanfarin sumur byggist starfsemin á skapandi og þroskandi starfi úti í náttúrunni. Útilífs- skólinn hefur ávallt lagt áherslu á þátt- töku fatlaðra í starfmu og er góð reynsla af því. Á hveiju námskeiði eru 25 þátttak- endur. Dagskrá námskeiðanna er mjög fjölbreytt og lýkur þeim ávallt með úti- legu þar sem þátttakendumir spreyta sig ýmsu sem þeir hafa lært á námskeiðun- um. Haldin verða fjögur, tíu daga nám- skeið, og hefst það fyrsta þann 9. júní. Útilífskólinn er starfræktur af skáta- félögunum Dalbúum og Skjöldungum í samstarfi við Bandalag íslenskra skáta, Skátasamband Reykjavikur, Öryrkja- bandalag íslands og Landssamtökin Þroskahjálp. Ensemble InterContemporain Hljómsveitin Ensemble InterContemp- orain heldur tónleika í kvöld, 9. júní, kl. 20.30 í íslensku óperunni. Hhómsveitin er af mörgum talin ein fremsta sveit Evrópu í flutningi samtimatónhstar. Á listahátíðartónleikum em á efnisskránni verk fyrir blásturs; og slagverkshljóðfæri eftir tónskáldin Áskel Másson, Carlos Chavez, Eliot Carter, Franco Donatoni, Phillippe Manoury, Hans Wemer, Henze og Gilbert Amy. Tombóla Nýlega héldu þessa ungu stúlkur tom- bólu til styrktar Rauöa krossi íslands og söfnuðu alls kr. 2.251. Þærheita Eygerður Inga Hafþórsdóttir, Júlíana Bergsteins- dóttir og Guðlaug M. Alansdóttir. Handavinnublað Nýtt tölublað af handavinnublaðinu Lopa og bandi er komið út. í blaðinu er m.a. kynntur íslenskur fatahönnuður, grein um pijónlistamanninn Kaffe Fassett, handverksþáttur, hugmyndir að fóndri, matai uppskriftir og að sjálfsögðu er fullt af peysuuppskriftum. Blaðiö fæst á flestum blaðsölustöðum. Hafnargöngur Reykjavíkurhöfn stendur fyrir göngu- og kynnisferðum um hafnarsvæðið í sumar, í tilefni af 75 ára afmælisári hafnarinnar. Boðið verður upp á kvöldgöngu öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá þriðjudegi 9. júií til fimmtudags 27. ág- úst. Alltaf verður farið frá Hafnarhús- portinu kl. 21 og göngunni lýkur þar. Einnig verður boðið upp á 3-4 tíma göngu á miUi hafnarsvæðanna annan hvem laugardag. Farið verður frá Hafnarhús- portinu eða Klettavör í Sundahöfn kl. 14 og göngunni lýkur á sama stað. Fyrsta laugardagsgangan veröur 20. júni. H-búðin í Garðabæ H-búðin í Garðabæ er farin að seþa hina þekktu vöm Danwear. Húsgagnahornið í Undralandi Húsgagnahomiö með notuð og ný hús- gögn var opnað á laugardaginn sl. í Undralandi, Grensásvegi 12. Húsgögn á spottprís. Barnaklúbburinn í sumar mun Dagný Björk danskennari bjóða upp á starfsemi 1 dansskólanum að Smiðjuvegi 1, Kópavogi, sem nefnd er „Bamaklúbburinn" og er ætluð bömum á aldrinum 4-12 ára. Klúbburinn mun starfa bæði hálfan og allan daginn og geta bömin verið frá einni viku upp í þijá mánuði í klúbbnum. Að klúbbnum standa danskennari, fyrrum bamafarar- stjóri í utnalandsferðum, fóstra og að- stoðarmanneslga. Low-Life Theatre Co. Hér á landi er staddur leikhópurinn Low-Live Theatre Co. Verkið sem hópur- inn býður okkur að sjá að þessu sinni er leikritið The White Whore and the Bit Player. Sýning verður í Gerðubergi á morgun, 10. júní, kl. 20. Miðaverð er kr. 1200 og em miðar seldir við innganginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.