Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992. Spumingin Leikur þú golf? Gunnar Sveinsson, fv. starfsmaður hjá Landsvirkjun: Nei, það hef ég aldrei gert. Ágúst Guðmundsson brunavörður: Það geri ég lítið en ég er til í aö fara að gera það. Rannveig J. Bjarnadóttir fóstra: Nei, það geri ég ekki. Lárus Valbergsson skrifstofumað- ur: Nei. Inga ísaksdóttir húsmóðir: Nei, en það getur vel verið að ég geri það. Lesendur Hvað þolir þjóðarbúið? Að mati bréfritara höfum við lítiö annað en vísindin til að byggja á varð- andi stærð fiskstofnanna. Helgi Árnason skrifar: Nú er komið að því að við íslend- ingar hættum að leika trúða í fisk- veiðum og nýtingu auðlinda hafsins á heimavelli og gagnvart þjóðum heims almennt og tökum á honum stóra okkar og viðurkennum að hér hefur verið stunduð rányrkja árum saman á helstu fiskstofnum við land- ið, allt frá síldinni forðum daga til þessa dags, að við heimtum áfram- haldandi veiðar og svo gott sem ótak- markaðar á þorski. - Flestir eru sam- mála um að við þurfum að setja al- varlegar skorður við óheftri sókn í þorskstofninn og þar er engin spum- ing um að það er ekki um neitt ann- að að ræða en að fara eftir þeim rök- semdum sem á borðinu hggja. Ef við ætlum eingöngu að fara eftir vísindarökum og tillögum Hafrann- sóknastofnunar þegar okkur hentar eða þegar okkur finnst þaö vera tímabært miðað við aðstæður í þjóð- félaginu þá er ekkert eftir annað í fiskveiðistjómun hér en að gefa allt laust. Leyfa hagsmunaaðilum í sjáv- arútvegi og einstökum byggðarlög- um, t.d. þingmönnum og öömm sem eru að „safna sér í sarpinn“, að hafa þetta allt fyrir sig og eyðileggja þá einu auðlind sem við getum enn sem komið er sótt lífsbjörg í. Það hefur lítið annað heyrst í um- ræðunni um þorskniðurskurðinn en það hve mikið við getum veitt. Þetta er orðin afar þröng umræða og nán- ast óskiljanleg þegar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að það er ekkert annað sem við höfum aö byggja á en þessi sjávarafli. Hann verður bókstaflega og óumflýjanlega aö vemda með öllum tiltækum ráð- um. Þegar þröngt var í búi hjá for- feðmm okkar var ekki gripið til þess ráðs að ganga ótæpilega á matar- birgðimar einn daginn, vitandi að það þýddi ef til vill hungur og skort næstu dagana. Það varð að spara, skera niður. Það var spurt: Hvað þolir heimilið? Nú er ekki spurt hvað þjóðarbúið þoli heldur hve mikið eigi að veiða. Það er búið að segja okkur hve mikiö megi veiða til þess að við eigum eitt- hvað eftir til næsta dags - næstu ára. Þjóðarbúið þolir ekki að veitt sé meira úr fiskstofnunum en búið er að rannsaka vísindalega. Auðvitað em vísindin ekki óbrigðul en við höfum bara ekkert annað að treysta á varðandi fiskstofnana. - Ef við bregðumst við nú eins og við höfum ávallt gert hingað til og höldum áfram að leika trúða getum við held- ur ekki búist við neinum öðrum við-. brögðum erlendis frá en tómahljóði þegar við leitum eftir stuðningi og aðstoð þegar uppurin er auðlindin sem við höfum sagt öllum að við sé- um að vemda. Spumingar lesenda varðandi EES-samninginn: Svör frá utanríkisráðuneytinu Hallgrímur Helgason skrifar: Geta atvinnurekendur á íslandi greitt verkafólki, sem kemur frá öðr- um EES löndum og fær hér vinnu, lægri laun en íslendingum? Svar: Nei, það er ekki leyfilegt. - Bæði í aðalsamningnum um EES og reglugerðinni um flutning launþega, sem verður staðfest sem lög í heild sinni ef Alþingi samþykkir aðildina að EES, era mjög afdráttarlaus ákvæði um að ekki sé heimil mis- munun launafólks í aðildarríkjum sem byggir á ríkisfangi og lýtur að ráðningu, launum og öðram starfs- og ráðningarkjörum. Rannveig Jónsdóttir skrifar: Ef við gerumst aðilar aö EES, hefur það þá áhrif á landbúnaðarstefnu okkar? Veröur leyft að flytja inn kjöt- vörar? - Mun verð á landbúnaðar- vörum lækka? Svar: Landbúnaði var haldið utan við EES-samningana. Það þýðir að eftir að samningurinn tekur gildi munu íslendingar halda áfram land- búnaðarstefnu sinni. Á það bæði við um innflutningsbann og niður- greiðslur. - Innflutningsbannið gerir það að verkum að heimsmarkaðs- verð hefur ekki áhrif á verðmyndun á íslenskum landbúnaðarafurðum. Kristín Björnsdóttir skrifar: Hvaða námskröfur verða gerðar til hjúkrunarfræðinga sem koma frá EES-landi og vilja starfa í öðra ríki en sínu heimalandi? Svar: Samkvæmt EB-reglum er gerð sú krafa til þeirra sem vilja öðl- ast leyfi til að starfa sem hjúkrunar- fræðingur að til grandvallar hggi nám í hjúkrun sem nemur a.m.k. þremur áram í bóklegu og verklegu námi. Lífeyrissjóður lokar landinu Þorbjörn skrifar: Enn og aftur er samgöngum við útlönd ógnað vegna boðaðra verk- fallsaðgerða. Og afitaf skal þaö vera um háannatíma í ferðamálunum sem þessi ógn dynur yfir. Nú era þaö flug- virkjar sem endilega vilja koma höggi á landsmenn og loka landinu um stundarsakir fyrir ferðum héðan og til landsins. Þaö er orðin hefð að landsmenn skuli þurfa að sæta þess- um ókjörum ár eftir ár af hendi ein- stakra stétta sem vinna að sam- göngumálum Og ástæðan fyrir fyrirhuguðum aðgerðum er fáránlegri en nokkru sinni fyrr. Ekki er deilan sögð um Hringiðísíma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skriílð ATH.: Nafn og símanr. verður að fy Igja bréfum kaupkröfur, flugvirkjar segjast vilja semja um sömu hækkun og hafi ver- ið samið um á almennum vinnu- markaði. - Núna er það deila viö vinnuveitandann um aö hann greiði meira í lífeyrissjóð flugvirkja. Lífeyr- issjóðurinn sagður vera að þrotum kominn og því verði vinnuveitand- inn að koma til hjálpar! Skyldu gilda aðrar reglur um lífeyrissjóð flug- virkja en aðra slíka sjóði í landinu? Ef þessi sjóður hefur veitt svo ótæpi- lega lán til sinna skjólstæðinga að komið sé í óefni eiga landsmgnn ekki að gjalda fyrir það með því að landið lokist. - Ef hins vegar óeðlilega hefur veriö staðið að greiðslum til sjóðsins af hálfu vinnuveitandans er það nýr flötur sem ekki hefur verið upplýst um. fullveldi þjóðar Lúðvíg Eggertssou skrifar: Sú kynslóð, sem nú lifir i land- inu, erföi ffelsi og fullveldi eftir aldalanga baráttu við erlenda drottnara. Nöturlegt værief sjálf- stæði okkar yrði fóraað, áður en háif öld er liðin frá stofnun lý- veldisins. íslenskum stjórnvöld- um er mikill vandi á höndum að láta slíkt ekki gerast í flóknum samningum við EB. - Lengi var um það deilt hvort við ættum að þiggja samvinnu við nágranna í vamarmálum. Bjami Benedikts- son, hinn virti formaður Sjálf- stæðisflokksins, var þvi fylgjandi vegna legu landsins. Hins vegar kvað hann allt annað gilda um efnahagsmálin, vegna smæöar okkar. Hann varaði við því aö láta útlendingum í té úrslitaáhrif yfir þeim þáttum. Aðrir þingskör- ungar frá hans tíð eru fjarri m.a. sakh aldurs. Þeh sem nú halda um sfjómvöhnn era ungir, óreyndir og áttavilltir. skráningu Ó.S. skrifar: Það var ánægjulegt að fylgjast með og sjá allar þessar hundateg- undh á sýningu Hundaræktun- arfélagsins. Ég á english springer spaniel hund en af einhveijum ástæðum fær hann ekki skrán- ingu í félagiö. Svarið er að vissu- lega sé hundurinn hreinræktaö- ur en ræktandinn hafi ekki farið eftir settum reglum. Ég veit til þess að dómari sýningarinnar skoöaði eina tík frá viðkomandi ræktanda og fékk hún mjög góða dóma. Því skil ég ekki að gjörðh ræktandans skuli bitna eingöngu á þessum hundum. Vona ég aö Hundaræktunarfélagiö breytí. um stefhu í málinu. Þvíkom dr.Kinkelekki? Jón Óskarsson hringdi: í fréttum af komu forseta Þýskalands hafa verið tvenns konar skýringar á því hvers vegna utanríkisráöherra Þjóð- verja kom ekki með honum eins og tilkynnt hafði verið. Önnur er sú að hann hafi ekki átt heiman- gengt vegna ákvöröunar Þjóð- veija um að senda herskip inn á Adríahaf. Hin skýríngin var sú að ráðherrann væri veikur. Ég sá þó ekki betur í erlendum sjón- varpsfréttum en ráðherrann væri í fullu fjöri er hann sl. mið- vikudag svaraði gagnrýni um að senda herskip frá Þýskalandi. Það er óheppilegt þegar fréttum hér um svona nokkuð ber ekki saman. »rnir niÁti cín CH im IIJWU 9HI Gunnar skrifar: í sjónvarpsþætti si.fimmtud. um tré gróður var fjallað urn tré, gróðursetningu þeirra, vöxt og viðgang. Þar var því lýst m.a. aö velja þyrfti bestu einstaklingana og láta þá njóta sín. Það væri for- senda fyrh góðum trjám. En þetta á líka við í dýraríkinu, þar sera bestu einstaklingamir (nautgripir, sauðfé o.fl.) era hafð- h til undaneldis, svo að sem minnst afloll verði. Mannskepn- an er víst eina tegundin á jaröríki sem ekkert hugsar um þetta eða viU ekki viðurkenna þörfina á slíkri flokkun. Enda er afleiðing- in hörmuleg. Vidurkennum vísindin S.P. hringdi: Ég held að þaö veröi öllum landsmönnum fyrir bestu að iáta nú af þrákelkninni og viður- kenna vfsindi þau sem líggja tíl grundvallar því að þörf sé á vera- legum samdrætti í þorskafla landsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.