Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLI 1992.
5
Fréttir
] Hrefnan braut drif-
i hælinn af bátnum
JiHia Imsland, DV, Hö6i;
Mikið hefur verið af hval á miðum
sem trillukarlar frá Höfn sækja suð-
austur af Ingólfshöfða og ber þar
mikið á hrefnu og hnúfubak.
Miðvikudaginn 15. júlí lenti Elvar
Unnsteinsson á handfærabátnum
Emi í árekstri við stóra hrefnu. El-
var var einn um borð og sagðist ekki
hafa orðið hrefnunnar var fyrr en
hún skall á kinnungi bátsins stjóm-
borðsmegin, kastaði bátnum upp og
lenti síðan á drifhælnum og braut
hann.
Elvar sagði að höggið hefði verið
mikið og þetta heldur óþægileg uppá-
koma en hrefnunni hefði ekki orðið
mikið um þótt nokkur spiksýni yrðu
eftir á skúfunni því hún hélt sig
þarna skammt frá og virtist hin
sprækasta en bátinn þurfti að draga
til Hafnar.
Hólmavík:
Þar ráða
konur ríkjum
Öm SF 70 kominn á land með brotinn drifhæl. DV-mynd Ragnar
Talaðu viðokkurum
i BÍLASPRAUTUN
BÍLARÉTTINGAR
Auðbrekku 14, sími 64-21 -41
Guðfinnur Ffitnbogason, DV, Hólmavík:
Konur em 1 öllum mikilvægustu
embættunum á Hólmavík þessar
sumarvikur. í vor kom til starfa nýr
sóknarprestur, kona, og var sagt frá
I í DV á sínum tíma. Þá leysa konur
af bæði heilsugæslulækni og sýslu-
mann í sumarleyfum þeirra.
I Hulda Brá Magnadóttir er okkar
heilsugæslulæknir og Hjördís Björk
Hákonardóttir er sýslumaður. Hjör-
dís Björk er okkur að góðu kunn.
Hún varð sem kunnugt er fyrst
kvenna sýslumaður hér á landi og
það einmitt í Strandasýslu frá 1980-
1983. Fjórða konan í þessum hópi er
Anna Þorbjörg Stefánsdóttir. Hún
hefur í allmörg ár verið starfsmaður
pósts og síma og verið stöðvarstjóri
hin síðari ár. Þá má þess einnig geta
að tannlæknirinn, sem okkur þjónar,
er einnig kona.
Þær eru í mikilvægustu embættunum á Hólmavik. Frá vinstri: Sigríður Ola-
. dóttir sóknarprestur, Anna Þorbjörg Stefánsdóttir stöðvarstjóri, Hulda Brá
Magnadóttir heilsugæslulæknir og Hjördis Björk Hákonardóttir sýslumaður.
DV-mynd Guðfinnur
Faöir óhress með RLR:
Kvartar undan seinagangi
-RLRsegirmaliöíviimslu x
Rúnar Þorvaldsson, aðstoðar-
skólastjóri Heiðarskóla í Leirársveit,
er óhress með gang mála hjá RLR.
Sonur hans varð fyrir líkamsárás í
Hafnarfirði 17. júní síðasthðinn og
voru brotnar úr honum tvær tennur.
Þar sem Rúnar fór úr landi í gær til
langdvalar óskaði hann eftir að
rannsókn málsins yrði hraðað hjá
RLR. í grein í DV síðastliðinn fostu-
dag segir Rúnar að RLR hafi ekkert
gert ennþá í málinu. Þegar haft var
samband við RLR á mánudag var
blaðinu tjáð að mál sonar Rúnars
væri í vinnslu.
Rúnar sagði í samtah við DV að
kostnaður vegna tannviðgerða hjá
syni hans væri aö lágmarki 150 þús-
und krónur. „Það er óvíst hvort það
fæst nokkurn tímann bætt,“ sagði
Rúnar.
Hjá RLR fengust þær upplýsingar
að um þessar mundir væri fáhðað
vegna sumarleyfa og reynt væri að
sinna óskum Rúnars um rannsókn-
arflýti eins vel og kostur væri. „Okk-
ur finnst það th fyrirmyndar hvað
fóðumum er umhugað um mál sonar
síns. Við munum gera okkar besta,"
sagði rannsóknarlögreglumaður við
DV.
-bjb
ÚTSALAN
HEFST
Á
MORGUN
REYKJAVÍKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI,
SÍMI 651680