Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. JULI 1992. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Enginn heimsendir Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir þeirri ákvöröun hvort fara beri eftir ströngustu tillögum fiskifræðinga um hámarksþorskafla á næsta ári ellegar sveigja af og velja svokallaða jafnstöðuleið. Sú leið felur það í sér að veiða 220 til 230 þúsund tonn í stað 150 til 175 þúsund tonna eins og fiskifræðingamir leggja til. Hvor leiðin sem farin verður mun hafa geigvænleg áhrif á allt atvinnu- og efnahagslíf íslendinga. Jafnstöðu- leiðin er þó mildari og dregur úr högginu en hefur þá hættu í för með sér að hrygningarstofninn standi í stað og uppbygging þorskstofnsins frestist. Allir fiskifræð- ingar og sérfræðingar, sem hafa tjáð sig um málið, vara við þeirri áhættu. Hvorugur kosturinn er góður. Annars vegar er ríkis- stjórnin að hundsa álit vísindamanna og bjóða þeirri hættu heim að stöðva verði allar þorskveiðar um ótiltek- inn tíma innan fárra ára. Hins vegar blasir það við að 40 til 50% aflasamdráttur á náesta ári og tvö ár þar á eftir mun geta riðið mörgum útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækjum að fullu og jafnvel heilum sjávarplássum ef allt fer á versta veg. Þegar svo mikið er í húfi er ekki óeðlilegt að ágrein- ingur rísi. Það er alveg ljóst að meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi eru skiptar skoðanir um hve hart á að ganga fram í skerðingu þorskaflans og þær raddir heyr- ast að aðferðir fiskifræðinga og útreikningar á stærð fiskistofnanna séu út í bláinn og það sé reginmisskiln- ingur að minni veiðar muni styrkja stofnana. Fyrir þá sem ekki hafa vit á fræðum sjávar og sjávardýra er ókleift að hundsa vísindin, enda fullkomið ábyrgðar- leysi. Menn hljóta að taka álitsgerðir og tillögur vísinda- manna alvarlega þangað til annað kemur í ljós. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur tekið þá eindregnu afstöðu að beygja sig fyrir vísindunum og þeim stofnunum sem undir hann heyra. Þorsteinn ætlar að standa fastur á 40 til 50% skerðingu þorskafl- ans en hefur hins vegar viljað athuga hvort auka megi sóknina í aðrar fiskitegundir og jafnframt er til skoðun- ar hvemig skipta megi niðurskurðinum niður með mis- munandi þunga á landshluta og útgerðarstaði. Þessi afstaða sjávarútvegsráðherra er studd. Hún er ábyrg og málefnaleg. Jafnframt hlýtur það að fylgja með í tillögum sjávarútvegsráðherra hvernig aðstoða megi sjávarútveginn til að lifa þessar þrengingar af. Þar með er ekki sagt að öll útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki eigi rétt á opinberum framlögum eða tilhliðrunum heldur er einmitt réttur tími til þess nú að stokka upp í sjávarút- vegsmálum enda ljóst að sjávarútvegurinn er kominn í öngstræti löngu áður en hin válegu tíðindi um ástand þorskstofnsins dundu yfir. Hér er enginn heimsendir fram undan. íslendingar gera áfram út og halda áfram að sækja sjóinn og með skynsamlegri endurhæfingu og grisjun, þar sem saman fer arðsemi, betri nýting á fiárfestingu og afla, samein- ingu og samvinnu fyrirtækja í atvinnugreininni, gefst okkur kostur á að breyta sjávarútveginum úr skipulags- lausri veiðimennsku i öfluga stóriðju. Við neyðumst til þess í þeirri þröngu stöðu sem ofveiði og náttúra hafa kallað yfir okkur. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Enda þótt forsætisráðherra og fleiri stjómmálamenn vilji hugsanlega fara varlegar í sakimar í niðurskurði þorskaflans er engin ástæða til að ætla annað en þeir muni á endanum taka ábyrga afstöðu í samræmi við grunnhugmyndir sjávarútvegsráðherra. Ellert B. Schram Á næstu dögum þarf sjávarútvegs- ráöherra aö taka ákvörðun um veiðar úr þorskstofninum á kom- andi fiskveiðiári. Hér er um vanda- sama ákvörðun að ræða sem hefur veruleg áhrif í þjóðfélaginu. Með því aö fela ráðherranum þetta vald eru lagðar á hann miklar skyldur. Honum ber aö taka mið af þeirri þekkingu sem hggur fyrir um ástand þorskstofnins. Jafnframt verður hann að meta efnahagsleg- ar afleiðingar þeirrar ákvörðunar sem tekin verður. í þvi sambandi má ekki aöeins líta eitt ár fram í tímann heldur verður hann jafn- framt að taka mið af áhrifum á efnahagslífið tii lengri tíma litið. Miðað við þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, á sjávarútvegsráð- herra engan annan kost en að fara mjög varlega í sakimar. Gáleysis- leg ákvörðun getur haft áhrif til hins verra á íslenskt efnahagslíf Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. „Það er því hætt við að sjávar- útvegsráðherra fái ekki fylgi við nauðsynlegar hliðarráðstafanir," segir í grein Halldórs. Ákvörðun byggist á vísindum og þekkingu langt fram yfir næstu aldamót. All- ir sem komið hafa að athugunum á ástandi stofnsins eru með svipað- ar niðurstöður. Meiri bjartsýni gætir hjá íslenskum vísindamönn- rnn en þeim erlendu aöilum sem kallaðir hafa verið til. Það em eng- in rök til að gera lítið úr þeim rann- sóknum og niðurstöðum sem nú liggja fyrir. Menn geta deilt enda- laust um hvað valdi en staðreynd- imar tala sínu máli. Ekki nákvæm vísindi Rannsóknir á fiskistofnum em ekki nákvæm vísindi. Þaö em margir þættir sem hafa áhrif á við- gang stofnanna og breytingar á skilyrðum hafa meiri áhrif en orð fá lýst. í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar, sem kom út í ágúst 1989 um aflahorfur á árinu 1990, em sýnd áhrif mismunandi afla og þró- un þorskstofnsins þar sem gert hefur verið ráð fyrir að þorskur gangi í sama mæli á Grænlands- miðum árið 1991 og 1992 eins og árgangurinn frá 1973 gerði á árun- um 1980 og 1981. Þar segir m.a.: „Ef veidd verða 400 þús. tonn árið 1990 og 1991 mun veiðistofninn nánast standa í stað en hrygningarstofn- inn vaxa um rúmlega 100 þús. tonn. Verði aflinn árið 1990 takmarkaður við 350 þús. tonn mun veiðistofn vaxa um tæp 100 þús. tonn og hrygningarstofninn um 180 þús. tonn. Við 300 þús. tonna afla á ári mun veiðistofninn vaxa um 20% næstu 2 árin. Hrygningarstofninn mun hins vegar vaxa um 250 þús. tonn.“ Það sem gerir spár um þorsk- stofninn m.a. erfiðar er sambandið milh hafsvæðisins umhverfis ís- land og miðanna við Grænland. Nú hefur reynslan kennt okkur að við getum ekki treyst því að fiskur skili sér frá Grænlandi. Veðurfar og náttúruskilyrði geta haft rpjög mikil áhrif. Bestu tækifærin til að byggja stofninn upp eru þegar þessi fiskur kemur til baka og stækkar hrygningarstofninn viö ísland. Enginn sambærilegur árgangur er nú í uppvexti við Grænland og þvi ekkert á það að treysta. Það er því eina leiðin að byggja upp þorsk- stofninn án þess að gera ráð fyrir göngum frá Grænlandi. Þetta er ekki auðveld leið en hún verður ekki umflúin. Hvaö á að veiða mikið? Hafrannsóknastofnun leggur til að veiðin á næsta fiskveiðiári verði á bilinu 190-210 þús. tonn. Með því að ákveða að veiöin verði í efri kanti þessarar ráðgjafar er tekin nokkur áhætta. Miöað við þá um- ræðu, sem hefur verið að undan- fömu, má gera ráö fyrir að sjávar- útvegsráðherra kjósi að vera í efri mörkum þeirrar ráðgjafar sem hef- ur komið frá Hafrannsóknastofn- un. Þótt álit hinna erlendu sérfræð- inga styðji að neðri mörk séu valin. Góð stólyrði í hafinu nú eru helsta Kjallarinn Halldór Ásgrímsson alþingismaður von okkar til að góðir árgangar geti komið á næstu árum þrátt fyr- ir lítinn hrygningarstofn. Þeir sem tala fyrir meiri veiði eru sömu mennimir og hvöttu til þess að ýmsar takmarkanir yrðu rýmk- aðar í stjómun veiðanna hér fyrr á ámm. Breyting sóknarmarksins og of rúmar reglur um smábáta urðu til þess aö veiðin varð meiri en æskilegt var. Nú hefur tetóst með lögunum, sem tóku gildi í árs- byrjun 1991, að koma böndum á flesta þessa þætti. Það er því auð- veldara en áður að halda aflanum innan tiltetónna marka. Ef menn umgangast þessar nið- urstöður af léttúö getur það haft uggvænleg áhrif í framtíðinni. Þótt samdráttur aflans hafi vissulega mikil efnahagsleg áhrif fyrir landið í heild og þó sérstaklega þær byggð- ir sem byggja afkomu sina á sjávar- útvegi em langtímaáhrifin mun alvarlegri. Það er betra að sætta sig við minni tekjur á næsta ári og hafa markmið og framtíðarsýn um betra ástand síðar. Slík stjómun eykur bjartsýni og trú á framtíðina. Enginn vafi er á því að íslending- ar geta tetóð höndum saman í þessu máli ef rítósstjómin veitir þá forustu sem tíl þarf. Því miður er lítið sem bendir til þess. Ósætti og sundurlausar yfirlýsingar em ektó traustvekjandi um niðurstöðu málsins. Það kemur ektó á óvart að heilbrigðisráðherrann skuli gera lítið úr þektóngu og visindum en þaö er ótrúlegt að forsætisráð- herra landsins skuli líta á útreikn- inga og mismunandi forsendur sem leikfimiæfingar. Tiltrú heima og erlendis íslendingar skulda mitóð erlend- is. Við höfum hingað til notið trausts á lánamörkuðum vegna þess að því hefur verið trúað að við tækjum skynsamlegar ákvarðanir um nýtingu auðhndanna. Við höf- um tiltrú í öðmm löndum á þessu sviði. Okkur er að takast að vinna meiri skilning í hvalamáhnu á gmndvelh vísinda. Við getum því autóö trú okkar sjálfra á framtíðina og öðlast traust annarra þjóða með því að byggja ákvarðanir á þekk- ingu og vísindalegum niðurstöð- um. Það hefur oft verið tilhneiging að hlusta um of á þá sem vilja treysta á brjóstvitið. - Við þessar aðstæður getum við ektó gert það. Rítósstjórnin verður hins vegar að grípa til margvíslegra ráðstaf- ana til að tryggja framgang var- legrar ákvörðunar í þorskveiðun- um. Það verður að nýta þau 12 þús. þorskígildi sem Hagræðingar- sjóður hefur til ráðstöfunar til að draga úr því áfalli sem þau svæði, sem byggja mest á þorstó, verða fyrir. Mótun sjávarútvegsstefnu Nefnd um mótun sjávarútvegs- stefnu var fahð að móta framtíöar fiskveiðistefnu og fara ofan í rekstrarvanda sjávarútvegsins. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá þessari nefnd og svo virðist sem hún sé upptetón við að karpa um það hvernig skattleggja megi sjáv- arútveginn. Alþýðuflokkurinn virðist ekkert sjá annað viö þessar aðstæður en að finna leiðir til að skattleggja atvinnugrein sem er í miklum erfiðleikum. Hvaða vit er að nota tímann í að útfæra slíka hugmyndafræði? Það er því hætt við að sjávarútvegsráðherra fái ektó fylgi viö nauðsynlegar hhðar- ráðstafanir. Meiri hluti rítósstjórnarinnar virðist ætla að knýja hann til aö ákveða meiri veiði og engar hhðar- ráðstafanir. Mismunandi yfirlýs- ingar ráðherranna í þessu stóra máh hafa enn orðið til að rýra traust landsmanna á rítósstjóm- inni. Á næstunni mun því reyna mitóð á hagsmunaaðila í sjávarút- vegi sem hljóta að knýja fram stefnubreytingu ef það á að auðn- ast að halda nauðsynlegum krafti í undirstöðugrein þjóðfélagsins. Halldór Ásgrimsson „Miðað við þá umræðu, sem hefur ver- ið að undanfornu, má gera ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra kjósi að vera í efri mörkum þeirrar ráðgjafar sem hefur komið frá Hafrannsóknastofn- un.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.