Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUE 22. JÚLÍ 1992. Nauðungaruppboð Að kröfu Hreins Pálssonar hdl. verður haldið uppboð til sölu á eftirtöldu lausafé: Jarðýtu, Caterpillar DC6, árg. 1971, ásamt kælivatnselementi og 2 notuðum framhjólum og bifreið, Toyota Camry, 1985, með einknúmerinu K-2021. Uppboðið fer fram rétt norðan við bæinn Skarð á Vatnsnesi fimmtudaginn 30. júlí kl. 14.00. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu sýslumanns, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, s. 95-24157. Munir seljast í bví ástandi sem þeir eru í við uppboðið. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Blönduósi. HÚSEIGEND Kjaraboð eldhúsinnréttingar, fatask og baðinnréttingar. 12-25% afsláttur af öllum gerðum inn Greiðslukjör í allt að 18 mánuð H-GÆÐI HF. í E'j Suðurlandsbraut 16, Rvk. vlM-/ Sími 91-678787. UR .ápar réttinga. i. EINN BÍLL Á MÁN ÁSKRIFTARGETR UÐI í !AUN j Á FULLRI FERÐ! 1 ... OG SÍMINN ER 63 27 0 » Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ! FALKINN Suðurlandsbraut 8, simi 814670 Þarabakka 3, simi 670100 TOPP ▼GÆÐI SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR Menning Þjóðleikhúsið: 96 þúsund áhorfend- ur á 446 sýningar - nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson tekið til sýningar 1 haust Aðsókn að Þjóðleikhúsinu var með besta móti síðastiiðinn vetur. Alls komu rúmlega 96 þúsund áhorfend- ur á sýningar leikhússins. Sýningar urðu 446 og hafa aðeins einu sinni verið fleiri á einu leikári. Leikárinu lauk á Blönduósi í júnílok með sýn- ingu á Kæru Jelenu en hófst á lista- hátíð í Árósum síðastliðið haust með sýningum á bamaleikritinu Næt- urgalanum. Ellefu ný verkefni voru frumsýnd á leikárinu, þar af fimm íslensk. Flestar sýningar urðu á Kæru Je- lenu, eða 128 alls, og hefur ekkert leikrit verið sýnt jafn oft á sama leik- árinu í Þjóðleikhúsinu. Verður leik- ritið tekið til sýningar aftur í haust. Það leikrit sem náði flestum áhorf- endum var Emil í Kattholti en sýnt var 59 sinnum á stóra sviðinu. Það sáu 25.799 manns. Æfingar eru hafnar á fyrstu við- fangsefnum næsta leikárs. Á stóra sviðinu verður frumsýnt 18. sept- ember nýtt íslenskt leikrit, Hafið. eftir Ólaf Hauk Símonarson í leik- stjóm Þórhalls Sigurðssonar. Á Smíðaverkstæðinu verður frumsýnt fyrstu helgina í október breska verð- launaleikritið Stræti (Road) eftir Jim Carthwright í þýðingu Áma Ibsen. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Á Litla sviðinu hefjast um svipað leyti sýningar á Ríta gengur menntaveg- inn efitir Willy Russell í leikstjóm Maríu Kristjánsdóttur. -HK Myndlist í Mosfellsbæ Eins og kunnugt er hafa myndhst- armenn hreiðrað um sig í byggingum í Mosfellsbæ þar sem ullarverk- smiðja Álafoss var með starfsemi sína í áratugi. í stað verksmiðjufram- leiðslu er nú blómleg menningar- starfsemi í hávegum höfð í gömlu húsaþyrpingunni og em þar til húsa myndUstarmenn með fjölbreytta Ust- sköpim. Þessi Utríki hópur Ustamanna var samankominn á menningarhátíð á sunnudaginn og kynnti starfsemi sína og þann dag var Ustin í hávegum höfð í MosfeUsbæ. Listamennimir ræddu um verk sín við gesti og sýndu á þessum góðviðrisdegi. Það var fyr- n-tækið Hekla sem studdi fram- kvæmd hátíðarinnar. MikiU fjöldi fóUís kom í Álafosskvosina í bUðviðr- inu. Auk þess sem myndUst var í hávegum höfð og vinnustofur Usta- mannanna opnar var einnig bók- menntadagskrá þar sem Thor Vil- hjálmsson og Einar Már Guðmunds- son lásu úr verkum sínum og Bubbi Morthens flutti frumsamda tónUst. í MosfeUsbæ birtist margbreytileg íslensk nútímaUst í hnotskum. Lista- mennimir hafa gefið út myndarlegt blað þar sem þeir kynna sjálfa sig og Ust sína. Þar gefur að Uta þá grósku sem viðgengstá Ustum. Lista- mennimir, sem þar em kynntir, hafa allir vinnuaðstöðu í MosfeUsbæ en þeir em: Haukur Dór, Þóra Sigur- þórsdóttir, ToUi, Edda Jónsdóttir, Áslaug Höskuldsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Magnús Kjartansson, Helga Jóhannesdóttir, Ásdís Sigur- þórsdóttir, Inga Elín, Eydís Lúðvíks- dóttir, Ólafur Már Guðmundsson, Steinunn Marteinsdóttir, Ingibjörg Gamla verksmiðjuhúsið er nú vettvangur frjórrar myndlistar nokkurra lisfa- manna. Knútur Bruun og Þórunn Hafstein viröa fyrir sér verk eftir Magnús Kjartans- son. V. Friðbjömsdóttir og Sjöfn Eggerts- dóttir. í blaðinu er einnig kynnt ein tiUaga af fjölmörgum um skipulag Álafosskvosarinnar þar sem gert er ráð fyrir að gömlu verksmiðjuhúsin verði gerð upp aö svo miklu leyti sem möglegt er og þau síðan nýtt undir fjölbreytta starfsemi sem nánar er gertgreinfyriríblaðinu. -HK Sigurður Bragason fær góða dóma í Þýskalandi í tilefiú af fjömtíu ára afmæU sfjómmálasambands íslands og Þýskalands bauð hinn alþjóðlegi Ustaldúbbur, La Redoute í Bonn, Sig- urði Bragasyni barítonsöngvara og Hjálmi Sighvatssyni píanóleikara að halda tónleika. Skrifað var um tón- leika þessa í þýska stórblaðið Bonner Rundschau og fengu þeir góöa dóma. Gagnrýnandinn Rainer Lersmacher skrifaði meðal annars: „Sérstaka hrifningu vakti hjá mér flutningur Siguröar Bragasonar á Gamansöngvum Atla Heimis Sveins- sonar sem samin em við íslenskar þjóðvísur. Þar var til dæmis lagið Kisa mín með hraðabreytingum eftir því hvort spurt var eða svaraö í ljóð- inu og lagið Tengdamæðumar með Sigurður Bragason baritonsöngvari. öUum síniun orðaleikjum. Að vísu virtust mér lög Jóns Leifs öUu átaka- meiri en lög Atla, sérstaklega hin skelfilega dauðastemning í laginu Máninn Uður (MondUed) og hin stöð- uga vaggandi hreyfing í píanóleik Hjálms Sighvatssonar í Vögguvís- unni. Síðan komu tvö Eddukvæði með hrífandi frumkrafti og dramatík sem fór yfir í mýkt. í Næturljóði Björgvins Guðmundssonar vom áhrif Schuberts mjög greinileg. Hinn framúrskarandi baríton, Sig- uröur Bragason, kom öUum þessum söng- og þjóðlögum beint til sltila með sinni blæbrigðaríku túlkun. Fyrir þessa kynningu á íslandi og íslenskri tónUst þökkuðu áheyrendur með langvinnu lófataki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.