Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Blaðsíða 10
10
KOLSTAKKUR
eftir Brian Moore
Bók þarf ekki
að kosta
2000 krónur
til að vera góð
Kvikmynd gerð eftir bókinni var sýnd
í Regnboganum í vor.
Bókin er jafnvei enn meira spennandi og inniheldur alia þá þætti sem einkenna spennu-
sögu: átök og afbrot, trúnað og undirferli, ást og afbrýði, spurningar sem varpað er fram
og geta átt ótal svör, en verður ekki svarað fyrr en á síóustu síðum bókarinnar.
Þeir sem unna góðum og spennandi sögum munu ekki leggja þessa bók frá sér fyrr en fulllesna.
tr
A næsta sölustað
og kostar aðeins kr. 790,-
- ennþá minna í áskrift.
(91) 63 27 00
og ævintýrasaga
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
DV
Leikkonan Elísabet Taylor hefur verið mjög virk í baráttunni gegn eyðni
og hún er meðal þeirra fjölmörgu sem eru á eyðniráðstefnunni i Amster-
dam í Hollandi. Simamynd Reuter
Eyðniráðstefnan í Amsterdam:
Enn ekki vitað
hvernig HlV-veiran
veldur eyðni
Þrátt fyrir áratugarannsóknir geta
vísindamenn um allan heim ekki enn
svarað þeirri grundvallarspurningu
hvemig HíV-veiran veldur eyðni-
sjúkdómnum. Kom þetta meðal ann-
ars fram á ráðstefnunni um eyðni
sem nú er haldin í Amsterdam í Hol-
landi.
í gær voru lögð fram gögn sem
sýndu að tugur manna hefur fengið
eyðni án þess að hafa reynst jákvæð-
ur á HlV-prófi. Þykir þetta sanna enn
fremur hversu mikið vantar ennþá
upp á þekkingu manna á sjúkdómn-
um.
Dr. Anthony Fauci, yflrmaður
eyðnirannsókna í Bandaríkjunum,
heldur því fram að svo kunni að fara
að vísindunum muni aldrei takast
að afhjúpa öll þau leyndarmál sem
sjúkdóminn umlykja. Sagðist hann
ekki vera viss um að mannkyninu
tækist að skilja hvert smáatriði sjúk-
dómsins en eftir nokkur ár ættu
menn að búa yfir meiri þekkingu á
honum.
Vanþekking á því hvað gerist frá
þeirri stundu sem manneskja smitast
áf sjúkdómnum og þangað til hún
fær eyðni er aðalhindrunin í vegi
visindamanna og hefur komið í veg
fyrir að hægt sé að þróa bóluefni eða
ráða niðurlögum sjúkdómsins.
Ýmsar kenningar hafa verið á loffl
um eyðni og nokkrir vísindamenn
hafa jafnvel haldið því fram að HIV-
veiran eiga engan þátt í sjúkdómn-
um. Þessu hefur þó verið hafnað og
forsvarsmanni kenningarinnar var
ekki boðið að halda ræðu á ráðstefn-
unni.
Aðrir visindamenn segjast hafa
gögn í höndunum sem sýna fram á
að aðrir hlutir, eins og næring og til-
vera annarra kynsjúkdóma, eigi
stærstan þátt í því að fólk fái eyðni.
Fauci heldur því fram að í lokasvar-
inu muni líklega felast ailar þær
kenningar sem komið hafa fram um
Sjúkdóminn. Reuter
Samnorrænt vamarbandalag:
Bildt segir nei
Carl Bildt, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, hefur hafnað tillögu yfir-
manns sænska hersins um að hugs-
anlegt varnarbandalag Norðurlanda
sé góður kostur fyrir Svíþjóð og að
frekar eigi að huga að því en aðild
að Vestur-Evrópusambandinu, varn-
ararmi Evrópubandalagsins.
„Vamarbandalag Norðurlanda
myndi ekki auka á öryggi Svíþjóðar,
það gæti jafnvel dregið úr því. Það
mun hvorki vera valkostur við hlut-
leysi okkar né valkostur við aðild að
Vestur-Evrópusambandinu,“ segir í
vfirlýsingu frá Bildt.
Bengt Gustafsson, yfirmaður
sænskrahermála sagði í viðtali við
Sydsvenska Dagbladet fyrir skömmu
að vamarbandalag Norðurlanda
væri fýsilegur kostur fyrir Svíþjóð
þar sem hann efaðist um vilja landa
eins og Þýskalands eða Frakklands.
Á fimmta áratugnum lagði Svíþjóð
til að Norðurlöndin stofnuðu með sér
hlutlaust vamarbandalag fremur en
að ganga til liðs viö Atlantshafs-
bandalagiö, Nato. Sú hugmynd féll
um sig sjálfa þegar Noregur og Dan-
mörk ákváðu að ganga í Nato. -
Utanríkisráðherrar Noregs og
Danmerkur hafa einnig nú tekið fá-
lega í hugmyndina og segja hana
ekki áhugaverða.
Reuter