Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1992. Slæmt ástand hjá sauðflárbændum: Líkist einna helst mæðiveikiárunum - segir Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastj óri Stéttarsambandsins „Ég held aö áfallið, sem sauöfjár- bændur eru að veröa fyrir, sé ekki ósvipað mæöiveikiárunum á milli 1934 og 1950,“ sagöi Hákon Sigur- grímsson, framkvæmdasijóri Stétt- arsambands bænda. Búist er viö 20% flötum niöurskurði á framleiöslu- rétti sauðfjárbænda í haust. Ljóst er aö slæmt efnahags- og atvinnuástand 1 landinu gerir það að verkum aö margir sauðfjárbændur hafa ekki aö öðru aö hveifa. Til að gera ástandið enn verra hefur sala á dilkakjöti dregist saman miðaö við fyrra ár. En hvað er til ráða? Hákon sagöi að til væru nokkrar leiöir til að milda áfalliö. Hann sagði til dæmis að frá ársbyijun 1991 hefðu bændur greitt tryggingargjald og þar með gjald til Atvinnuleysisbótasjóðs. „Því var heitiö í þingræðum í desember 1990 af mönnum úr öllum flokkum að þessum skyldum fylgdu réttindi. Við höfum ekki fengið áheym viö því enn að réttur bænda til atvinnuleysisbóta yrði skilgreindur. Það er því réttmæt krafa nú að þetta mál verði tekiö upp.“ Hákon sagöi einnig að á sínum tíma hefði verið gerður samningur við Sauöfj árveikivamir um niðurskurð. í samningum var ákvæði um að þeir mættu leigja réttinn í tvö ár en að sögn Hákonar hefur ekki verið staðiö við umrætt ákvæði. „Rök hins opin- bera í þessu máli em ekkert annað en hártogun," sagði Hákon. „En það er fleira sem við viljum gera svo ástandið verði ekki eins slæmt og lít- ur út fyrir að það verði aö óbreyttu. Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambandsins. Ég nefni einnig aö gert er ráð fyrir að leggja tvo milljarða á næstu sex árum í landgræðslu og skógrækt. Þannig áttu bændur að geta dregið úr framleiðslu eða hætt og farið í störf tengd þessum málaflokki. Við vfljum fá fyrsta skammt af þessum flármunum á næsta ári. Mér skilst að í flárlagagerð sé ekki reiknað með því. Þetta er óskfljanlegt með tilliti til umræðunnar um gróðurvemd. Ég tel til dæmis að hægt sé að leysa vandann við Mývatn með þvi aö bændur fái þar tímabundið störf við að græða upp land sem bændur fengju síðar aö nota. Ég trúi því að almenningur sé mjög sáttur viö að nota opinbert fé á þennan hátt.“ Á næstu árum fær Byggðastofnun 400 milljónir til að efla atvinnu á sauðfjársvæðum. Hákon sagði mjög mikilvægt aö það verk færi í gang sem fyrst. „Viö eigum til dæmis að efla úrvinnslu sauðfjárafurða heima á svæðunum. Nú er farið með kjötið í stórar vinnslur en úrvinnsla í smáum stíl gæti hentað viða og bætt atvinnuástandið. Þetta gæti lika leitt til aukinnar vömþróunar sem koma myndi í veg fyrir frekari sölusam- drátt,“ sagöi Hákon Sigurgrímsson. „En það er svo ótal margt sem hægt er að gera en ég vil aö lokum nefna leiðbeiningarþjónustuna. Hún verö- ur að halda sambærilegu fjármagni og veriö hefur. Starf þessarar þjón- ustu getur skipt sköpum mjög víða.“ -ask Breska læknablaðið British Medical Joumal: Sjö dauðsföll urðu vegna neyslu á alsælu - landlæknir varar aLmenning alvarlega við efninu Breska læknablaðið British Medic- al Joumal greinir í síðasta tölublaði frá sjö dauösfollum sem rakin vom til notkunar flkniefnisins alsælu eöa Ecstasy. Þar kemur jafnframt fram að í öðrum tilfellum hafi verið hægt að rekja alvarlegar aukaverkanir til neyslu þess, svo sem alvarleg hita- og krampaköst, aðsóknarkennd (par- anoia) og langvinnar geðrænar truf- lanir, þunglyndi og sjálsvíg. í upplýsingum frá landlækni kem- ur fram að einstaklingar þurfi litla skammta í fyrstu til að komast í vímu en þá aukist þolið fljótlega. Þannig þurfi á næstu vikum að allt að tífalda skammtinn til aö komast í vímu aft- ur. í tilkynningu frá landlækni er almenningur alvarlega varaður viö þessu vímuefni - sérstaklega með hliðsjón af því að þetta fíkniefni hef- ur verið boðið á markaði með þeim orðum aö það sé hættulaust. Alsæla er amfetamíntegimd sem upphaflega var skráð sem lyf árið 1914. Lyfiö var gefið fólki til aö draga úr matarlyst, þar á meðal hermönn- um í fyrri heimsstyijöldinni. Lyfiö hefur nú verið tekið út af skrám í flestum vestrænum löndum vegna notkunar þess sem vímugjafa og jafnframt vegna allra þeirra auka- verkana og dauðsfalla sem neysla þess hefur haft í för með sér. -ÓTT Fjöldi tók þátt í Borgarhlaupi Nike sem fram fór á laugardag. Hlaupið var hugsað sem nokkurs konar upphitun fyrir Reykjavfkurmaraþon. Hlaupið var frá Laugavegi að Borgarkringlunni. DV-mynd GVA Lögreglan á Selfossi haföi nóg aö gera um helgina því alls voru 24 teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem keyrði hraöast var á 128 kmhraöa. -ÍS kölluð að Hótel Esju laust fyrir klukkan hálftiu á föstudags- kvöldið en þá var laus eldur í herbergi á annarri hæð hússins. Fuflvíst er taliö að þama hafi verið um ikveikju aö ræða eftir innbrot en málið er f rannsókn. Sökudólgarnir hafa ekki fundist. í dag mælir Dagfari Þorsteinn eða þorskurinn Nú dregur óðum aö því að ríki- stjómin taki lokaákvörðun sína um þorskkvótann. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráöherra mun leggja það fyrir rikisstjómarfund á morgun hvað hann vill gera í mál- inu og þá mun koma í ljós hvor lif- ir þessa krísu af, hann eða þorskur- inn. Málið snýst nefnilega um þaö hvort Þorsteinn á að ráða eða Dav- íö, um þaö hvort þorskurinn verði skorinn eða Þorsteinn. Þorsteinn vill skera þorskinn niöur en Davíð er ekki niöurskuröarmaður nema bara pínulítið og þá mest að þvi leyti að hann vill losna við Þorstein úr ríkisstjóminni því hann er til trafala, með sjálfstæðar skoðanir sem koma sér illa fyrir Davíð. Þorskadeilan er síöasta dæmið um það. Sagt er að þessi deila sé stál í stál. Ef Þorsteinn fái ekki vflja sínum framgengt muni hann segja af sér. Ef hann þverskallast viö og heldur tillögum sínum til streitu mun Dav- íð sparka Þorsteini. Ef Þorsteinn bakkar og hlífir þorskinum viö nið- urskurðinum, eins og Davíð og hin- ir ráðherramir vflja, er þorskurinn búinn að vera. Þetta snýst sem sagt um það hvor haldi lífi, þorskurinn eða Þorsteinn. Ljóst er aö Davíð heldur meira upp á þorskinn en Þorstein. Davíð vill ekki fara að tillögum fiskifræð- inga og heldur ekki að tillögum Þorsteins sem vill fara að tillögum fiskifræðinga og þar stendur hníf- urinn í kúnni. Davíð er sama þótt Þorsteinn fari meðan þorskurinn blífur. En Davíð er sniðugur og veit sem er að þótt Þorsteinn fari en ekki þorskurinn mun þorskur- inn fara líka innan tíðar því að áframhaldandi ofveiði mun ganga af þorskinum dauðum. Þá fara þeir á endanum báðir, þorskurinn og Þorsteinn. Farið hefur fé betra, hugsar Dav- íð greinilega, enda er honum svo mikið í mun að losa sig við Þor- stein að honum er sama þótt þorsk- urinn fari líka. í huga Davíðs er þetta nefnilega ekki spuming um hvom eigi að skera, Þorstein eða þorskinn, heldur vill hann skera Þorstein, hvað sem þaö kostar. Jafnvel þótt það kosti þorsidnn. Að þessu leyti em þeir á sama báti, þorskurinn og Þorsteinn. Þegar Þorsteinn Pálsson er að hlífa þorskinum fómar hann sjálf- um sér um leiö. En Þorsteini ér meira annt inn þorskinn en sjálfan sig og Þorsteinn vill þar aö auki sýna fram á að þessi slagur stendur fyrst og fremst um hann en ekki þorskinn. Davíð vill í rauninni skera Þorstein frekar en þorskinn og þess vegna þykir Davíð'eiginlega betra að Þorsteinn vilji skera þor- skinn frekar en sjálfan sig því að þá getur Davíð sagt aö hann sé að hlífa þorskinum þegar hann er í rauninni að skera Þorstein. Og svo sker hann Þorstein ef Þorsteinn vill skera þorskinn. Þetta er snúið mál og erfitt að skera ráðherra á borð við Þorstein og satt að segja hefur Davíð lengi beðið eftir því að skera Þorstein og fær því ákjósanlegt tækifæri til þess þegar menn em að rífast um þorskinn þegar það er Þorsteinn en ekki þorskurinn sem veriö er að rífast um. Með því að hlífa þorskinum við niðurskurði þykist Davíð vera að hlífa þorskinum meðan sannleikurinn er sá að þorskurinn er ekki undir hnífnum heldur Þorsteinn. Hertækni Daviðs gengur út á þaö að hlífa þorskinum til að skera Þorstein. Þjóðin þarf að losna við Þorstein, segir Davíð, án þess að segja það vegna þess aö hann getur ekki sagt það upphátt að Þorsteinn sé minna virði en þorskur. Þess vegna lætur Davíö sem honum sé sama um þorskinn og vill veiða meira af þorski en Þorsteinn til aö geta skorið Þor- stein í staöinn fyrir þorskinn ef Þorsteinn vill skera þorskinn. Þetta skflja ekki allir, enda stjórnmálamenn klókir. En í aug- um Davíðs er ótækt að skera þor- skinn. Það er betra að skera Þor- stein. Kænskan liggur í því að láta sem hann vilji hlífa þorskinum til að þurfa ekki aö hlífa Þorsteini við því að hlífa ekki þorskinum. Á rík- isstjómarfundinum á morgun verður hnífum bragðið á loft og ljóst er aö annaðhvort verður þorskurinn skorinn eða Þorsteinn. Þar sem þjóðin lifir af þorski en ekki Þorsteini verður eftirleikur- inn nokkuð auðveldur hjá Davíð. Sláturtíðin hefst snemma í ár. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.