Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1992.
TIL SÖLU
1 jjf/ / V i
4 $ V. ; Jí / V 'i rm Ád
| ; 1
@ 0
Höfum tll sölu úrval af rafmagns- og dísil-
lyfturum, 2ja til 3ja tonna.
fn\
Frystfgámur,40ft. Verö kr. 300 þús. + vsk.
Hyster lyftari, 12 t lyftigeta, árg. 1990.
GóAur fyrir hafnir, skipaafgrelðslur og
þungaiðnað. Verð 4,5 millj. + vsk. Góð
kjör.
JCB Loader 530-120, árg. 1990. Fjölnota-
lyftarl. Lyftigeta 6 t, lyftihæð 12 m, 4x4
drif og stýri. Margvíslegt notagildi. Verð
3,9 millj. + vsk.
International TD 15C jarðýta, árg. 1982.
Verð 1,8 millj. + vsk. Góð kjör.
Krókaleyfisbátur, 4,41, smfðaður hjá Sam-
taki 1985, vél Yanmar, 40 hö. Þarfnast
lagfæringar. Verð tilboð.
Fiskvlnnsluvélarffiskvinnslubúnaður. Höf-
um til sölu mikið úrval af fiskvlnnsluvél-
um, vinnslukerfum, þvottakörum, fiskstig-
um, flæðllinum, vogum, ftokkunarvélum,
hausurum, frystitækjum, frystipressum,
roðflettivélum, flatnings- og flökunarvél-
um, m.a. Baader 188,189,185, 440,150,
175,190 og fl. Leitum tilboða og aðstoðum
þlg við hagkvæmustu kaupln.
Sýningarsalur okkar að Faxa-
skála 2 við Reykjavíkurhöfn
(sama hús og Faxamarkaðurinn)
er opinn alla virka daga frá kl. 8
tll 17. Tökum til sölumeðferðar
vel með farnar vélar og tœki til
fiskvinnslu og útgerðar. Verið
velkomin.
SOLUÞJÓNUSTA
ATVINNUVEGANNA
Faxaskála 2, Reykjavik,
siml 91-623518, fax 91-27218
Menning
íslensk áhugaleikfélög:
60 leikfélög störf-
uðu á síðasta leikári
Gífurleg aukning var á milli ára í
starfi áhugamannaleikfélaga á land-
inu. í skýrslu, sem bandalag ís-
lenskra leikfélaga hefur gert, kemur
í ljós að gróskan hjá félögunum hefur
aldrei verið meiri. Sextíu leikfélög
störfuðu á síðasta leikári og settu upp
samtals 89 verkefni af ýmsum stærð-
um og gerðum. Þetta er gífurleg
aukning frá því í fyrra þegar fimmtíu
leikfélög settu upp sjötíu og fmrni
verkefni. Þetta er mjög blómleg starf-
semi þegar hafður er í huga efna-
hagslegur samdráttur í þjóðfélaginu
og niðurskurður á fjárframlögum
ríkisins.
Á síðasta ári var framlag ríkisins
til sameiginlegrar miðstöðvar leikfé-
laganna skert á fjárlögum yfirstand-
andi árs frá því sem verið hafði og
framlag ríkisins til starfsemi leikfé-
laganna hefur ekki haldið verðgildi
sínu undanfarin ár. Þetta gerir
áhugaleikfélögum erfitt um vik því
sveitarfélögin eru flest það illa sett
fjárhagslega að þau geta tæpast
hlaupið undir bagga.
Félögin hafa nú sótt um aukafjár-
veitingu frá ríkinu svo ekki þurfi að
koma til lokunar þjónustumiðstöðv-
arinnar í Hafnarstræti 9 sem sér leik-
félögunum fyrir allri þjónustu sem
þau þurfa á að halda, má nefna hand-
rit að leikritum, miliigöngu um þýð-
ingu verka, hún útvegar leikstjóra
og gætir allra hagsmuna fyrir félögin
úti á landi.
Þegar teknar eru saman upplýs-
ingar úr ársskýrslum leikfélaganna
kemur í Ijós aö þau áttatíu félög, sem
aöild eiga að Bandalagi íslenskra
leikfélaga, hafa samtals 4.500 félaga
innan sinna vébanda. Þar sést einnig
að þau sextíu leikfélög sem, settu upp
verk á síðasta leikári, sýndu samtals
620 sinnum fyrir 66.500 áhorfendur.
Eitt af þeim leikritum á vegum áhugamannaleikfélaga, sem vakti athygli á
síðasta ári, var uppsetning Hugleiks á Fermingarbarnamótinu. Leikstjóri
þess var Viðar Eggertsson.
Virkir þátttakendur í þessum sýn- stærri hópur nýtur afraksturs tóm-
ingum voru ekki færri en 3.800. Af stundaiðju þeirra sem virkir eru.
þessu sést að hér leggur umtalsverð- -HK
ur fjöldi fólks hönd á plóg og enn
íslensk listakona í Svíþjóð:
Seldi 27 myndir á sýningu
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum;
Inga Benny Eyleifs hefur vakið
mikla athygU í Svíþjóð fyrir sína
fyrstu málverkasýningu sem hún
hélt á dögunum í Skarpnáck sem er
í útjaðri Stokkhólms. Þar sýndi hún
52 myndir í menningarmiöstöð stað-
arins og seldi hún 27 myndir sem
þykir mjög gott.
Inga Benny er 36 ára, ættuð úr
Keflavík og hefur verið búsett í Sví-
þjóð í 15 ár. Hefur hún málað í frí-
stundum en hún er lærður sjúkrahði
og er það hennar aðalstarf en einnig
er hún snyrtifræðingur aö mennt.
Þaö verður framhald á sýningum
hjá Ingu Benny í Svíþjóð því hún
sótti um að fá að sýna verk sín á
mikilli listahátíð, „Water festivaT,
sem fer fram í Stokkhólmi 8.-9. ág-
úst. Það þykir mjög erfitt að komast
inn á þessa myndlistarhátíð og í ár
sóttu 2000 listamenn um þátttöku en
aöeins voru valdir 275 úr þessum
hópi og var Inga Benny á meðal
þeirra og þykir það mikiil heiður fyr-
ir hana. Mun hún sýna 15 málverk á
sýningunni.
W 4k, Bi ■K ««J|b|||A
niðiit ii vefo-
KauníZagreb
Á alþjóölegri brúðuleiksýn-
ingahátíð, sem haldin er árlega í
: Zagreb í Króatíu, hlaut nýverið
leikrit læikbrúðulands, Bannað
að hlæja, 1. verðlaun. Hátiðin er
ein stærsta sinnar tegundar í
Evrópu og ávallt vel sótt og er
þetta rnikill heiður fyrir Leik-
brúðland að fa þessa viðurkenn-
ingu en þtiggja manna dómnefnd
var skipuð aðilum frá Króatiu.
Slóveníu og Þýskalandi. Bannað
aðhlæja varsýnt hérsíðastliðinn
vetur við góða aðsókn og fékk
sýtúngin mjög góða dóma gagn-
rýnenda, í úrskurði dómnefndar-
innar í Zagreb segir meðal annars
að Leikbrúðulandi hafi tekist af
mikilh kunnáttu, samfara kímni,
að snúa texta sem byggður sé á
Eddukvæðum sem snúið sé upp
á nútímann þar sem mannkynið
er varað við vistfræðilegum
vandamálum í framtíðinni. Þá er
tækninni, sem beitt er, hælt og
segir t úrskurðinum að Leik-
brúöuiand hafi enn einu sinni
sjmt fram á hversu ótal mögu-
leíkar eru til í framsetningu.
Bjartur og
frú Emelía
Sjöunda tölublaö menningar-
tímaritsins Bjartur og frú Emiha,
sem fjallar um bókmenntir og
leikhst, hefur nú litið dagsins ljós.
í ritinu er meðal annars kynning
á franska leikritahöfundinum
Bemard Marie-Koltés en leikrit
hans ltafa vakiö mikla athygh og
birt er stutt leikrit eftir hann. Af
öðm efni má nefita tvær smásög-
ur eftir lan McEwan, Kristín.
Ómarsdóttir ræðir við Sjón og
ljcð úr nýrri ljóðabók eftir Sigfús
Bjartmarsson, sem kemur út í
haust, eru birt, Tímaritið Bjartur
og frú Emilia kemur út íjórum
sinnum á ári og kostar eintakið
1992 krónur og hækkar það um 1
krónu ár hvert.
Götuvísa
gyðingskemur
útlÞýskalandi
Skáldsaga Einars Heimissonar,
Götuvísa gyöings, sem kom út
hér á landi 1989, mun verða gefin
út í Þýskalandi. Það er forlagið
Foram sem mun gefa bókina út
en Foram er eitt framsæknasta
forlag i Þýskalandi, sprottið upp
úr þeirri þjóöfélagsbyltingu sem
varð 1990 og hafa útgáfubækur
þess vakið mikla athygli undan-
farið. Þess má geta að Götuvísa
gyðings var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna á sirn
um tíma.
Stuttmyndin Ókunn dufl tekur
nú þátt í gamanmyndahátiðinni
í Vevey í Sviss. Hátlðin er ná-
tengd nafni Charhe Chaplins
enda haldin í bænum sem hann
bjó í 25 ár og er hátíöin til heið-
urs minningu hans. Forseti hátíð-
arinnar er sonur Chaplins, Eug-
ene, og vemdari hennar er Oona,
ekkja snillingsins. I flokknum
sem Ókunn dufl er sett í mun
myndln kepppa við fimm aðrar
af svipaörl lengd. Skipuleggjarar
hátiðarinnar hafa lagt áherslu á
að fá þekkt fólk til að silja í dóm-
nefhdum og hafa þar setið meðal
annarra James Mason, Capudne,
Grace Jones, Benny Hhl og Au-
drey Hepbum. Leiksljóri Ókunns
dufls er Sigurbjöm Aðalsteinsson
en með aöalhlutverldn fara
Þröstur Leó Gunnarsson og
Valdiraar Öm Flygenring.