Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1992.
31
Fréttir
Njarðvík:
Bæriniiað
komast í af-
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunu
Miklar framkvæmdir hafa verið í
Njarðvík í sumar og er bærinn nú
að verða mjög fallegur - að komast
í afmælisbúning.
Um 140 krakkar í vinnuskólanum
ásamt fleiri góðum Njarðvíkingum
hafa verið á fullu í allt sumar um
allan bæ til að Ijúka framkvæmdum
fyrir 15. ágúst. Þá heldur bærinn upp
á 50 ára afmæb sitt og meðal gesta
þá verður forseti íslands ásamt fleiri
góðum gestmn.
íbúar Njarðvíkur hafa verið dug-
legir við að snyrta í kringum hús sín
og garða svo og fyrirtæki við að gera
bæinn snyrtilegan fyrir stórafmæbð.
Að sögn Kristjáns Pálssonar, bæj-
arstjóra í Njarðvík, munu fram-
kvæmdirnar kosta bæinn 10 mibjón-
ir króna. Tyrft verður 20.000 m2
svæði og fjölmargar plönlur gróður-
settar. Þá hefur innkeyrslan í bæinn
við Fitjar tekið miklum breytingum.
Nýr kaupf élags-
stjórihjá
KASKáHöfn
Júlia Imsland, DV, Höfn;
Kaupfélagsstjóraskipti urðu hjá
Kaupfélagi A-Skaftfebinga 1. júlí sl.
Þá tók Pálmi Guðmundsson við starfi
kaupfélagsstjóra af Hermanni Hans-
syni sem gegnt hafði því starfi í 17 ár.
Pálmi Guðmundsson er 33 ára,
fæddur og uppalinn í Borgamesi.
Hann lauk prófi frá Samvinnuskó-
lanum á Bifröst 1980 og hefur unnið
við verslunar- og viðskiptastörf. í
júní sl. lauk hann prófi í hágfræði frá
Aalborg Universitetscenter í Dan-
mörku.
Miklar breytingar urðu á starfsemi
kaupfélagsins um síðustu mánaða-
mót þegar félagið hætti allri fisk-
vinnslu og því sem tengist sjávarút-
vegi. Aðrir rekstrarþættir verða
áfram þeir sömu.
Um 100 manns vinna við verslun-
ar- og þjónustustörf hjá KASK.
Nýtttjaldsvæði
á Akranesi
Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi:
Tekið hefur verið í notkun nýtt
Ijaldsvæði á Akranesi á lóð Grundar-
skóla rétt hjá Jaðarsbakkasundlaug.
Á tjaldsvæðinu er hús með salem-
isaðstöðu og aðstöðu fyrir gæslu-
menn. Þá er útbúnaður til vatnstöku
fyrir húsbba og einnig losunarað-
staða fyrir ferðasalerni og skoltanka
samkvæmt teikningu frá Félagi hús-
bílaeigenda.
Á tjaldsvæðinu er einnig ýmiss
konar leiktæki, borð og bekkir. Stutt
er í verslanir og aðra þjónustu. Þá
er hyggðasafnið 1 Görðum 500 metra
frá tjaldsvæðinu. Tíaldvörður er
Steinunn Guðmundsdóttir.
PAKKHUSPARTY
9ttSBKBB3ttS&
.
BING
AUSTURLEN5KT
VEITINGAHUS
f
Stjðmufól
SÓLBAÐSSTOFA
OPIO ALLA HELCINA
FRÁ 10-22 SÍMI2S8S6
B.S.0.
TAXI
SIMI
11010
midurhf.
KVIKMYNDAHUS
MINIGOLF
l'OTUSKIDALEIGA
VEITINGASTADIR
UTIVISTASVÆDI
HÓTEL
SÖFN
SKEMMTISIGLINGAR
KNATTBORDSSTOFUR
TENNIS
HESTALEIGA
HIÓLASKAUTALEIGA
PÓBBAR
GISTIHEIMILI
APÚTEK
LIOSABEKKIR
SUNDLAUGAR
HJOLABATAR
GOLF
VEIDI
VERSLANIR
TIALDSTÆOI
RÍKISVERSLUN
LEIGUBÍLAR
VEIST ÞU ''O
AÐ LISTASMIÐJAN HEFUR OPNAÐ AÐRA KERAMIKVERSLUN?
Landsins mesta úrval af keramikvörum.
Verið velkomin.
USTASMIÐJAN, NOATUNI17, SIMI91-623705