Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1992. Grillar þú oft? Auðunn Atlason fríþenkjari: Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Hins vegar er ljóst að á þessu stigi málsins hafa fæst orð minnsta ábyrgð. Gerður Ólafsdóttir hjúkrunarfræð- ingur: Já, mjög oft, og þá helst lamba- kjöt. Dögg Káradóttir félagsráðgjafi: Nei, ekkert sérstaklega oft. Sigríður Erna Sverrisdóttir fóstra: Ég grilla aldrei, ég læt manninn minn um það. Kolbrún Guðmundsdóttir húsmóðir: Já, og þá yfirleitt lambakjöt. Magnús Fríðrik Ólafsson garðyrkju- maður: Fjölskyldan hefur einu sinni grtilað í sumar. Viö grilluðum pyls- ur. Lesendur Ég og gullkálf urinn Úlfar Guðmundsson, prestur á Eyr- arbakka, skrifar: Einhverjum Einari Vilhjálmssyni er myrkrahöfðingixm tamastur á tungu er hann hefur sett mál sitt í DV (21.7. 92). Kýs hann enda greinilega að þjóna honum. Hann skrökvar því upp á mig að ég hafi eytt minni ævi í dans í kringum gullkálfinn undir stjóm biskups og Reykholtsprests. - Þeir hafa hvorugur stjórnað mínum verkum svo heitið geti. Með þessum ummælum, þótt ekki kæmi annað til, hefur Einar Vil- hjálmsson brotið áttunda boðorðið og auglýst sig sem rógbera. DV er síðan svo smekklegt að birta með þessum óhróðri mynd þar sem prestastéttin er í kröfugöngu fyrir Drottinn og kirkju hans og kallar til helgra tíða. Hvar er þessi gullkálfur sem ég hef dansað í kringum? Staðan er þannig að ég er eignalaus maður á sextugs- aldri með brotið heimili en á tvö böm í framhaldsnámi og þá von helsta að geta sloppið skuldlaus á eliiheimiii eftir ævistarf hjá ríkinu í einni og hálfri stöðu sem prestur og kennari. - Ég hef aldrei séð þennan gullkálf og konan mín sá hann víst ekki held- ur eða bömin. Gullkálfar eru hins vegar til en fara því miður fram hjá fleirum en okkur. Einar skrökvar því hins vegar upp á mig að ég hafi ekki viljað leggja þeim lið sem hafa tekjur undir fram- færslukostnaði. Þeir hafa ýmsir ver- ið í mínum prestaköllum og ég hef greitt 1% af mínum launum til Hjálp- arstofnunar kirkjunnar frá upphafi og setið nærri sex ár í stjóm stofnun- arinnar og lagt fram mín störf og ferðakostnað án þess að taka nokkra þóknun fyrir nokkm sinni. - Ég hefði heldur ekki séð eftir bita í eftirlauna- þega og sjáffum finnst mér í það síð- asta að hljóta umbunina á himnum „Ríkið á ekki kirkjurnar heldur sóknarbörnin sem hafa byggt þær,“ segir m.a. í bréfinu. en þótt þeir tækju af mér öll laun héldi ég áfram mínum störfum. Það er rétt að við getum oft hag- rætt okkar vinnu en það er einnig oft enginn sveigjanleiki til í þeim efn- um og við verðum að sinna strax þeim köllum sem berast. Það er líka alveg sama álag á okkar heimili sem á heimih annarra manna þegar pabbi á aldrei frí, þegar bömin eiga frí í skóla eða mamman frí í sinni vinnu. Við höfum aldrei skorast undan því að axla byrðar eins og aðrir og fómm ekki fram á neitt annað en að við fáum að sitja til borðs með venjuleg- um Jónum þótt við séum séra Jónar. Breyta mætti fyrirkomulagi á aukaverkagreiðslum fyrir mér <pg flestir hafa af þeim litlar tekjur. Ég hef t.d. oft fermt eitt barn á útkirkju og ekið vegna þess 600-700 km og unnið svona 60 klst. en fyrir það mætti ég taka 4500 kr. - Ég veit ekki hvort Einar Vilhjálmsson ynni slík störf með gleði þótt ég hafi haft ánægju af. En hvernig er það með fostu launin hjá Jónunum? - Fyrir hvað fá dýralæknar fost laun, svo dæmi sé tekið? Spyr sá sem ekki veit. Nýting kirkna er ekki afar léleg og þú skrökvar því, Einar, að það sé hugsanlegt að ríkið selji kirkjurnar. Ríkið á ekki kirkjumar heldur sókn- arbömin sem hafa byggt þær. Þjóð- kirkjan er í eðh sínu grasrótarhreyf- ing þar sem sóknarnefndir hafa mik- il völd en prestamir hins vegar ekki og fara ekki með fjármuni. Ennfrem- ur skrökvar þú því, Einar, að kristin fræði í skóliun séu heilaþvottur. Er rétt að taka fram í því sambandi að hugtakið „hlutiaus kennsla“ er rugl manna sem ekki vita hvað þeir em að tala um. - Kennari getur ekki kennt neitt annað en hann sjálfur er. Að lokum vil ég taka fram að ég minnist þess ekki að hafa litilsvirt kristna menn úr öðmm trúílokkum. Auðveldasta verk í heimi er að sví- virða það sem heilagt er. Verður það þó varla til framdráttar eða sálu- hjálpar. EES - sérstaða íslands á vinnumarkaði Kristján Einarsson skrifar: Ef upp kæmi sú staða, eftir að samningurinn um EES tæki gildi, að hingað til lands streymdu það margir útiendingar í atvinnuleit að þaö gæti haft slæm áhrif á vinnumarkaðinn, hvaða ráð hafa þá yfirvöld - ef ein- hver - til að hefta slíkan innflutning? DV leitaði svara hjá utanríkisráðu- neytinu: „í samningnum em almenn örygg- isákvæöi sem fela í sér að ef upp koma alvarlegir erfiðleikar í efna- hagsmálum og þjóðfélagsmálum geta samningsaðilar gert viðeigandi ráð- stafanir með ákveðnum skilyrðum og á við þetta. Vegna þess hve atvinnulífið hér á landi er einhæft og landið stijálbýlt létu íslendingar fylgja með sérstaka yfirlýsingu um beitingu öryggis- ákvæðisins. Yfirlýsingin leggur áherslu á sérstöðu íslands til þess að engum megi blandast hugur um að því verði beitt ef á þarf að halda. - Um er að ræða ef alvarleg röskun yrði á vinnumarkaði með stórfeUd- um flutningum vinnuafls til ákveð- inna landshluta, í ákveðin störf eða ákveðnar atvinnugreinar og einnig ef alvarleg röskun veröur á fast- eignamarkaði." Hvalveiðar og herskylda „Bæði Bretar og Þjóðverjar hafa opinberlega sagt hvalveiðiþjóðum fyrir verkum,“ segir m.a. í bréfinu. Lúðvíg Eggertsson skrífar: Það vakti athygU i nýlegri könnun þýskrar sjónvarpsstöðvar að meiri- hluti Þjóðveija er andvígur Masstrichtsamkomulaginu sem fel- jur nánast í sér bandaríki Evrópu. Þó er taUð víst að einmitt Þjóðveijar myndu ráða þar mestu þegar tímar Uðu. Valdastéttin hefur aUa burði til þess, fjárhagurinn sterkur og nýr her í smíðum. Hinn almenni borgari, þjóðin í landinu, sem hefur látið teyma sig út í tvær heimsstyijaldir, viU ekki heUa blóði sínu í hinni þriðju. . ^ Bæði Þjóðveijar og Bretar hafa opinberlega sagt hvalveiðiþjóðunum fyrir verkum, einnig EB sjálft sem haft hefur í hótunum við Norðmenn og okkur íslendinga. - EB-löndin vUja nýta aðUndir okkar og fái þau það DV áskilur sér rétt til aö stytfa aðsend lesendabréf. ekki þá að banna okkur sjálfum að nýta þær. - Viö stöndum þó utan sam- takanna ennþá, bæði EB og EES. En hvers er þá að vænta ef við gerð- umst aðtiar? - Þættust þessi ríki þá ekki eiga í futiu tré við okkur? Gæti t.d. EB krafist þess að við tækjum upp herskyldu í landinu? - Myndi hún þá samrýmast stjómarskránni? Þessu beini ég tti utanríkisráðuneyt- isins. Lesendasíðan hefur haft samband við utanríkisráðuneytið sem mun fiatia um síðastnefnda atriðið fljót- lega. Eg er reykingamaður og hef dvatist á Landspitalanura en þai- er baimað að reykja innand>Ta og ekki einu sinni afdrep í skoti eða geymslu fyrir mig og mína Uka til aö svala reykingaþörfinm. Þetta reykingabann veldur mér óþægindum og er orðíð óþoiandi. Þama verður að taka frá herbergi eða afdrep þar sem má reykja og reyknum er ekki þvingað upp á aðra. Ég skora á þá sem eru sama sinnis aö taka undir meö mér. Haukur Haraldsson hríngdi: Fyrir stuttu uppgötvaði ég óvenjulegt en vel skipulegt tjald- stæði í Vaðlaheiðinni, gegnt Ak- ureyri. Svæðið, sem neinist Háa- brekka, býður góða þjónustu, svo sem þvottaaðstaðu, salemi og böð og verslun er á svæðinu. Ég hygg að fair vití af þessum staö og því vil ég koma þessu á framfæri fyr- ir þá sem þarna fara um og eru aö leita að áningarstaö. Landverðir Það er ekki nóg með að land- verðir séu oi'önir pottmimi og pannan í gegndarlausri gagnrýni á hvers konar framkvæmdir sem við þurftim á að halda á öræfum landsins jafnt og annars staðar, þeir eru nú farnir að gagnrýna hvemig Vegagerðin stendur að verki í sveitum landsins. Orða- nota þeir um framkvæmd vegageröar- manna. - Ég held að þjóðin ætti ekki að láta sér bregða þótt land- verðir biýni röddina, þeir hafa lítið gert annað en tefia fram- kværadir á öræfum landsins og annars staðar. P.H. skrifar: Ég er ttitölulega nýkominn úr ferð um Evrópulönd og þegar heim kemur fer maður að sjólf- sögöu á rölt um miðbæinn. En viti menn: Á torginu við Austur- vöti og Pósthúsið og á bekkjum viö Austurvöll var allt fitilt af rónum. - Hvergi í borgum Evrópu mönnum Og á okkar fagra Aust- urvélli, þar sem fttilt var af bekkj- uro, var útilokaö að tyUa sér niö- ur fyrir þessum mönnum. Hvað hefur skeö hér? Hefur áhrif? Mér sýnist sem róna- og dópistalýður sé að fæla almenna borgara úr miðborgmni. Vottar Jehóva hafa oft verið gagnrýndir fyrir að vtija ekki þiggja blóð hafi læknar tatið lífs- nauðsyn á blóögjöf. Þótt ég sé ekki skráöur meölimur í söfnuði vottanna er ég fylltiega sainmála hvað þetta varðar. Raunin er sú aö hægt er að gefa vökva í æð, t.d. við blóömissi, einfaldlega til saman. VökvinnfyUir þannig upp í tómarúmið sem er lífshættulegt. Vottur Jehóva sagði mér þá sögu nýlega að hann heföi verið fluttur á sjúkrahús meö blæðandi magasár. Missti hann um tvo lítra af blóði. Læknir sagði hon- «m að hann myndi deyja ef hann fengi ekki blóðgjöf. Sagði að það Sjúklingurinn er spreÍUifandi í dag og það er ekki blóðgjöfinni að þakka. Hann fékk þess í stað tvísoðið sykurvatn, kalk og saltvatn 1 æð og heilsaðist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.