Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1992. 15 Ferðamál og hávaði Hugmyndum hefur verið varpað fram um að skipuleggja helstu ferða- mannastaði landsins sem sérstaka þjóðgarða, segir greinarhöf. - Úr Þórsmörk. Komið hefur fram í fréttum að kvartanir berast frá erlendum ferðamönnum vegna hávaðameng- unar sem þeir verða fyrir jafnt í byggðum sem óbyggðum landsins. Ferðalangamir segjast heimsækja landið fyrst og fremst til að njóta náttúrufegurðar og kyrrðar auk hins hreina og tæra lofts sem hér sé að finna. En fegurð óbyggðanna fölni og hreina loftið verði lítils virði þegar hvergi sé friður fyrir öskri vélknúinna farartækja og hávaðarokum úr börkum inn- fæddra sem halda á vit náttúrunn- ar hiaðnir söngvatni. Árum saman hafa tiltölulega fá- mennir hópar fólks fengið óátalið að ræna aðra gesti vinsælla tjald- stæða vítt og breitt um landið næt- ursvefni og hvíld með öskrum og óhljóðum allt fram til morguns. Þeir sem hafa leyft sér þá ósvífni að biðja um svefnfrið hafa mátt þakka fyrir að sleppa með glóðar- auga eða brotið nef fyrir slettireku- skapinn. Nú virðist einhver hreyf- ing vera í þá átt að koma í veg fyr- ir þennan ósóma. Má þar nefna að forráðamenn á Búðum á Snæfells- nesi hafa tilkynnt að þeir muni reka alla slíka ófriðarseggi af hönd- um sér í framtíðinni og er það vel. Síaukin umferð um hálendið Kunningi minn, sem ferðast jafn- an mikið um hálendið á sumrum, sagði við mig á dögunum að sívax- andi umferð um hálendið væri að verða hið mesta vandamál. Jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn streymdu inn í óbyggðir strax og KjaUarínn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður hálendisvegir væru færir. Þegar í óbyggðir væri komið reyndi svo hver og einn að finna friðsælan stað til að tjalda á en slíkir staðir væru að verða vandfundnir þrátt fyrir alla víðáttuna. Örtröðin og hamagangurinn á hefðbundnum áningarstöðum væri slíkur að þangaö væri ekki komandi lengur. Hann gæti þá alveg eins tjaldað í garðinum sínum í Breiðholtinu og farið síðan í gönguferðir upp í Heið- mörk. Sjáifur er ég ekki svo kunnugur hálendisferðum að ég geti dæmt um þetta af eigin raun. Það gefur hins vegar augaleið að sívaxandi straumur erlendra ferðamanna til landsins og aukinn áhugi lands- manna sjálfra á að skoöa eigið land hlýtur að kalla á ýmis vandamál. Ekki síst þegar tekið er tillit til þess að í raun og veru eru þetta ekki nema nokkrar vikur um há- sumarið sem tugþúsundir fólks geta nýtt sér til slíkra ferðalaga. Hætt er við að mörgum geti reynst erfitt að hlusta á þögn óbyggðanna í allri þessari umferð og þeirri mannmergð sem henni fylgir. Þjóðgarðar á hálendinu Þessi mál hafa af og til borið á góma í fjölmiðlum síðustu ár og flestir verið sammála um að nauð- syn beri til að koma einhveiju skipulagi á umferð um hálendið. Þá hefur akstur utan vega eða vegaslóða verið mönnum áhyggju- efni en aukið eftirlit samfara vax- andi skilningi á þörf á verndun við- kvæms gróðurs virðist hafa haft jákvæð áhrif í þeim efnum. Sumir hafa varpað fram hug- myndum um að skipuleggja helstu ferðamannastaði hálendisins sem sérstaka þjóðgarða. Setja ákveðnar reglur um umferð og aðgang jafn- framt því sem gestum yrði gert aö greiða einhvem aðgangseyri til að standa straum af óhjákvæmilegum kostnaði við að koma upp viðun- andi aðstöðu og halda uppi nauð- synlegu eftirliti. Útlendingum þætti þetta eflaust sjálfsagt en hætt er við aö mörgum landanum þætti hart að geta ekki valsað um óbyggðir að eigin vild hér eftir sem hingað til. En það er nauðsynlegt að taka upp frekari umræður um þessi mál og er vonandi að mér fróðari menn leggi þar orð í belg. Enn ein nefndin Eitthvað rámar mig í að Alþingi hafi samþykkt á liðnu vori skipun nefndar sem á að gera tillögur um hvemig eigi að kynna hreinleika landsins meðal erlendra þjóða. Ef rétt er munað skal nefndin hafa í huga að þama megi sameina land- kynningu til að laða hingað ferða- menn og auka sölumöguleika ís- lenskra afurða erlendis. Ekki ætla ég að amast við slíkri nefndarskipan. En það hafa áður verið skipaðar nefndir til svipaðra verkefna. Þær hafa unnið sitt verk eftir bestu getu og skilað áhti með ýmsum tillögum og ábendingum. Niðurstöður hafa verið kynntar ráðamönnum og almenningi en síðan ekki söguna meir. Ferðamálaráð, Flugleiðir og fleiri aðilar hafa áram og áratugum sam- an lagt áherslu á að kynna óspillta náttúm landsins í auglýsingum og áróðri erlendis. Hafa jafnvel orðið fyrir aðkasti fyrir það að birta að- eins sólskinsmyndir frá okkar vætusömu paradís. En það er ekki nóg að skipa nefnd til að gera tillög- ur um hvemig megi herða þennan áróður ef við gætum þess ekki að standa undir loforðum um hreina náttúm, tært loft og þá kyrrð sem erlendir ferðalangar sækjast efiir. Sæmundur Guðvinsson „Arum saman hafa tiltölulega fámenn- ir hópar fólks fengið óátalið að ræna aðra gesti vinsælla tjaldstæða vítt og breitt um landið nætursvefni og hvíld með öskrum og óhljóðum allt fram til morguns.“ Enga kvóta- skerðingu Mikil umræða hefur verið und- anfama mánuði um kvóta og kvótaskiptingu, jafnhliða gjald- þroti og slæmri fjárhagsstöðu hinna ýmsu útgeröar- og fiskverk- unarfyrirtækja, þá sérstaklega á Vestfjörðum. Vestfirðingar og óábyrgir forstjórar Vestfirðingar tala gjaman um sérstöðu sína og þeir verði harðast fyrir barðinu á kvótaniðurskurði og að Hafró hafi ekki hugmynd um hvað hún sé að tala um. Lítum aðeins raunhæft á málið! Frá þvi að skuttogaramir byrjuðu að koma hafa Vestfirðingar haft auðugustu fiskimið norðan Alpa- fjalla við bæjardymar. Það er um það bil 3-6 klst. stím frá flestum höfnum þeirra á miðin, hvort sem maður talar um Halann eða vestur í Víkurál. Þar sem svona stutt er á miðin hafa þeir alltaf náð toppunum á öllum fiskigöngum sem þama fara um og einnig getað skutlast í land í brælum eða þegar afli tregast. En hvað þýðir þetta? Þeir eiga sáralitla kvóta í öðrum tegundum en þorski. Karfa fiska þeir nær eingöngu til að setja í gáma eða til að sigla með. Og miðað við það að þetta hefur gengið í ein 15 ár mætti ætla að þetta væra stöndugustu fyrirtækin Kjallarinn Jón G. Guðmundsson stýrimaður á Svalbaki, EA 302 í sjávarútvegj á landinu í dag. En hver er raunin? Fyrir utan tvö eða þijú fyrirtæki em flestir annað- hvort á hausnum eða því verr staddir. Hver er orsökin? Ekki er það að skipin hafi verið endumýjuð svo ört, flest em þau 15-18 ára gömul. Hvemig væri að skoða þá einu or- sök sem að mínu mati er sameigjn- leg fyrir tapi hjá svo mörgum af þessum fyrirtækjum og mörgum öðrum í landinu, jafnt til sjós og lands? Óhæfa og óábyrga forstjóra. Það er talað um að bjarga eða hjálpa hinum eða þessum fyrir- tækjum með ýmsum ráðum. Aldrei er minnst á það að skipta um stjómendur í þessum fyrirtækjum. Menn sem gráta og láta verst í fjölmiðlum, hvað hafa þeir fyrir snúð sinn? Hvað mega Norðlendingar segja, eða þá Austfirðingar? Frá Akureyri er um það bil 15-30 stunda sigling á helstu fiskimiðin en þar em rekin tvö af stærstu og sterkustu útvegs- „Hvemig væri að skoða þá einu orsök sem að mínu mati er sameiginleg fyrir tapi hjá svo mörgum af þessum fyrir- tækjum o^ mörgum öðrpm í landinu, jafnt til sjos og lands? - Ohæfa og óábyrga forstjóra.“ Aðeins er hirt ákveðið prósentuhlutfall af smáfiski, öðru henda þeir, segir m.a. i gréininni. fyrirtækjum landsins. Það getur hver maður séð að það er öllu erfið- ara viðfangs, samt sem áður era þama skip sem era ávallt með þeim aflahæstu á landinu. - En ekki meira um þaö. önnur leið í staö niðurskurðar Allir til sjós hafa ákveðnar hug- myndir og tillögur um hvemig skuli bregðast við yfirvofandi kvótaniðurskurði og sýnist mér að þar séu mörg ágreiningsatriði. Hvemig væri að fara allt aðra leið? Engan niðurskurð? Það sem þarf að gera er aö loka hrygningar- og uppvaxtarsvæðum fisksins. Draga línu beint í vestur frá Látrabjargj út á 30 sjómílur suður um og aust- ur að Kötlutanga. Hafa þetta svæði lokað fyrir öllum veiðum nema handfærum og línu frá 1. febrúar til 15. maí. Þá fær hrygningarfisk- urinn frið. Loka frá Þverálshomi og austur um að Rifsbana út á 30 mílur frá 1. maí fram til 1. mars. Róttækt, vissulega! Og á þremur árum væri búið að vinna upp flesta fiskistofna aftur. Fleira mætti tína til sem þarf að bæta. Margir togarar svo og bátar, bæði á trolli og dragnót svo og öðr- um veiðarfærum, fá borgað fyrir fiskinn eftir þyngd, þannig að þeir hirða aðeins ákveðið prósentuhlut- fall af smáfiski, öðm henda þeir. Það er reyndar alveg stórfurðu- legt að þessi þjóð, sem lifir beint eða óbeint á sjávarfangj, skuli ekki vera betur þenkjandi um gang mála sem snerta hafið og umhverfi þess! Hafrannsóknastofnunin er og hefur alltaf verið í algjöm fiár- svelti. Við eigum t.d. enga tilrauna- tanka fyrir veiðarfæri, slysavama- skóli sjómanna er rekinn á horri- minni og svona mætti lengi telja. En ég ætla að Ijúka þessu með smáskoti til þessarar þjóðar. Pólitíkusamir og fleiri hafa verið aö koma þeirri hugsun inn hjá þjóðinni að hafið og miöin séu sam- eign okkar allra, gott og vel. Með 20-40% kvótaniðurskurði lækka tekjur sjómanna umtalsvert. Em launþegar í landi tilbúnir að taka sama niöurskurð á sín laun? - Ég efa það. Jón G. Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.