Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 30
- 42 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1992. Afmæli Ingvi Hrafn Jónsson Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar, Barmahliö 56, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ingvi Hrafn er fæddur í Reykjavík. Hann lauk landsprófi frá Núpi í Dýrafirði 1958, stúdentsprófi frá MR 1965 og BA-prófi í stjómmálafræð- um og blaðamennsku frá Wiscons- inháskólanum í Madison í Wiscons- in 1970. Ingvi tók skipstjóraréttindi á þrjátíu tonna báta í Vestmanna- eyjum 1960. Ingvi var sjómaður á togurum og farskipum 1958-1961, blaðamaður á Morgunblaðinu 1966-1978, með fj ölmiðlunarráðgj afarfyrirtæki 1978-1985, þingfréttamaður Sjón- varpsins 1979-1983, fréttastjóri Sjón- varpsins 1985-88, sinnti ritstörfum og íjölmiðlaráðgjöf ásamt því að vera markaðsstjóri Eðalfisks hf. í Borgamesi 1988-91 og hefur verið fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar frá l.mars sl. Ingvi var í stjórn Round Tabel 1971-1980 (formaður 1977-78) og í stjóm knattspymudeildar Vals 1980-82. Fjölskylda Kona Ingva er Ragnheiður S. Haf- steinsdóttir, f. 29.3.1951, flugfreyja. Foreldar hennar: Hafsteinn Sig- urðsson, látinn, lögfræðingur Versl- unarbankans, og kona hans, Lára Hansdóttir kennari. Synir Ingva og Ragnheiðar eru Hafsteinn Orri, f. 23.6 1979, og Ingvi Öm, f. 6.1.1983. Systkini Ingva: Jón Örn, f. 30.3. 1938, hagfræðingur og deildarstjóri í umhverfis og menningarmála- ráðuneytinu í Saskatchewan-fylki í Kanada, kvæntur Guðrúnu Guð- bergsdóttur; Óh Tynes, f. 23.12.1944, fréttamaður á Bylgjunni, sambýlis- kona hans er Vilborg Halldórsdótt- ir; Sigtryggur, f. 15.6.1947, skrif- stofustjóri hjá Elhngsen; Margrét, f. 27.12.1955, skrifstofumaður. Foreldrar Ingva: Jón Sigtryggs- son, prófessor í Reykjavík, og kona hans, Jórunn Tynes, húsfreyja. Þau embæðilátin. Ætt og frændgarður Föðursystir Ingva, samfeðra, var Sigríður, móðir Hannesar Péturs- sonar skálds. Jón var sonur Sig- tryggs, veitingamanns á Akureyri, Benediktssonar, b. á Hvassafelh í Eyjafirði, bróður Sigríðar, langömmu Ingimars Eydals. Bene- dikt var sonur Jóhannesar, b. á Sámsstöðum í Eyjafirði, Grímsson- ar, græðara á Espihóh í Eyjafirði, Magnússonar. Móðir Jóhannesar var Sigurlaug Jósefsdóttir, b. á Ytra-Tjamarkoti, Tómassonar, langafa Kristjáns, afa Jónasar frá Hriflu. Jósef var einnig langafi Jóns, langafa Sigrúnar, móður Kristjáns Karlssonar bókmenntafræðings. Jósef var líka langafi Jóhannesar, afa Jóhanns Siguijónssonar skálds. Þá var Jósef langafi Ingiríðar, langömmu Steins Steinarr. Loks var Jósef langafi Finns Jónssonar ráð- herra, afa Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg, systir Gunnars, lang- afa Hannesar Hafstein. Móðir Sigtryggs var Sigríður Tómasdóttir, b. á Holti í Eyjafirði, Jónssonar, bróður Magnúsar í Lauf- ási, föður Jóns forsætisráðherra. Annar bróðir Tómasar var Jón, langafi Rögnvalds Siguijónssonar píanóleikara. SystirTómasar var Margrét, langamma Bjargar, móður Magnúsar Thorarensen hæstarrétt- ardómara og langamma Péturs, föð- ur Guðmundar, forstöðumanns á Keldum. Móðir Tómasar var Sigríður, syst- ir Tómasar, langafa Davíðs, föður Ingólfs grasafræðings. Systir Sigríð- ar var Rannveig, amma Páls Árdals skálds, afa prófessoranna Stein- gríms J. Þorsteinssonar og Páls Ár- dals og langafa Guðmundar Emils- sonar söngstjóra. Rannveig var einnig langamma Kristínar Sigfús- dóttur rithöfundar. Sigríður var dóttir Davíðs, b. á Vöhum í Eyja- firði, bróður Jósefs í Ytra-Tjamar- koti og Jónasar, afa Jónasar Hah- grímssonar skálds, langafa Frið- bjarnar, afa Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra og langafi Kristín- ar, ömmu Kristjáns Thorlacius, fyrrv. formanns BSRB. Móðir Jóns var Margrét, systir Kristínar Ust- málara, móður Helgu Valtýsdóttur leikkonu. Önnur systir Margrétar var Jónína, móðir Gunnars G. Schram prófessors. Margrét var dóttir Jóns, skipstjóra í Amarnesi í Eyjafirði, Antonssonar, b. í Amar- nesi, Sigurðssonar, veitingamanns á Akureyri, Benediktssonar, b. í Gijótgarði á Þelamörk, Jónssonar, Ingvi Hrafn Jónsson. bróður Þorgríms, langafa Gríms Thomsen. Systir Benedikts var Þur- íður, langamma Hólmfríðar, langömmu Ingimars Ingimarsson- ar, fréttamanns Sjónvarpsins. Móð- ir Jóns var Margrét Jónsdóttir, syst- ir Friðriks, langafa Gunnars J. Frið- rikssonar, fyrrv. formanns Vinnu- veitendasambandsins. Móðir Margrétar var Guðlaug Sveinsdótt- ir, hálfsystir Einars, alþingismanns á Hrauni, langafa Þuríðar Pálsdótt- ur óperusöngvara. Guðlaug var dóttir Sveins, b. á Haganesi, Sveins- sonar. Jórunn var dóttir Ole Tynes, norsks útgerðarmanns á Siglufirði, og konu hans, Indíönu Pétursdóttur, systur Kristínar, ömmu Njaröar P. Njarðvík og langömmu Júlíusar Hafstein. Móðir Indíönu var Jórann Hahgrímsdóttir, systir Jóns, afa GuðjónsB. Ólafssonar. Elísabet Guðmundsdóttir Þrúður Ehsabet Guðmundsdóttir húsmóðir, Sléttuvegi 11, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Fjölskylda Ehsabet er fædd á Litlu-Borg í V-Húnavatnssýslu en flutti ung með foreldrum sínum að Refsteinsstöð- um í sömu sveit og ólst þar upp. Elísabet og eiginmaður hennar byijuðu búskap í Súðavík 1939 en fluttu til Siglufjarðar 1944. Hún flutti til Reykjavikur 1981. Elísabet giftist 20.12.1939 Kristjáni Sturlaugssyni, f. 3.1.1912, d. 16.6. 1974, kennara. Foreldrar hans vora Sturlaugur Jóhannesson og Ásta Lilja Kristmundsdóttir, hændur á Fjósum í Laxárdal í Dalasýslu. Böm Elísabetar og Kristjáns: Sig- urlaug, f. 8.3.1940, kennari, maki Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir, þau eiga þijú börn; Einar Janus, f. 8.3.1943, rafeindavirkjameistari, maki Margrét Sigurðardóttir, starfsm. hjá tannl., þau eiga þijár dætur; Ásta Liija, f. 3.1.1947, fóstra, maki Sigurður Jón Ólafsson há- skólanemi, þau eiga eina dóttur; Elísabet, f. 2.11.1950, versl.unarmað- ur, maki Sæmundur Sæmundsson vélstjóri, þau eiga fjögur böm; Stur- laugur, f. 12.9.1953, bifreiðarstjóri og hljómhstarmaður, maki Fanney Hafliðadóttir, starfsm. á sjúkrah., þau eigaþijú böm; Ólöf Áslaug, f. 17.1.1956, verslunarmaður, maki SigurðurR. Stefánsson vélstjóri, þau eiga tvo syni; Amdís Helga, f. 27.5.1958, skrifstofumaður, maki Þórarinn Ásmundsson verkstjóri, þau eiga tvær dætur. Ehsabet á þrjú bamabamaböm. Systkini Ehsabetar: Ólöf María, húsmóðir; Vilhjálmur, fyrrv. bóndi; Pétur, bóndi; Sigurvaldi, pípulagn- ingam.; Steinunn; Sigurbjörg, hús- freyja; Jón Unnsteinn, látinn, pípu- lagningam.; Klara, húsmóðir. Foreldrar Elísabetar vom Guð- mundur Pétursson frá Stóru-Borg í V-Húnavatnssýslu og kona hans, Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadótt- ir frá Gauksmýri í sömu sýslu. Ætt Guðmundur var sonur Péturs Kristóferssonar og Þrúðar Elísabet- ar Guðmundsdóttur, prests á Mel- stað, Vigfússonar. Móðir Þrúöar Þrúður Elísabet Guðmundsdóttir. Ehsabetar var Guðrún Finnboga- dóttir, systir séra Jakobs Finnboga- sonar, langafa Vigdisar forseta. Sigurlaug Jakobína var dóttir Sig- urvalda Þorsteinssonar og Ólafar Sigurðardóttur, bónda og skálds á Efri-Þverá í Vesturhópi, Hahdórs- sonar. Bróðir Sigurðar var Þorkeh, faðir Sigurbjöms, kaupmanns í Vísi. Ehsabet tekur á móti gestum á afmæhsdaginn í Sehnu aö Sléttu- vegi 11-13 í Reykjavík kl. 16-19. Ragnar Jakobsson Ragnar Jakobsson rafvirki, Grund- argerði 16, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill Ragnar er fæddur að Sogni í Kjós og ólst þar upp. Hann hlaut mennt- un í farskóla sem þá var og lærði síðar rafvirKjun í Iðnskóla Reykja- víkur en náminu lauk Ragnar 1951. Ragnar vann við almenn störf th sjós og lands en hefur starfað á tæknisviði Rafmagnsveitu Reykja- víkur frá 1951. Hann hefur unnið við götulýsingu og dreifistöðvar og verið verksljóri götulýsingar frá 1983. Ragnar var lengi eftirhtsmaö- ur með dreifistöðvum í borginni. Fjölskylda Eiginkona Ragnars er Guðbjörg Hannesdóttir, f. 22.10.1929, hús- móðir. Foreldrar hennar voru Hannes Hansson, sjómaður, og Magnúsína Friðriksdóttir, hús- freyja, þau bjuggu á Hvoh í Vest- mannaeyjum. Böm Ragnars og Guðbjargar: Kristín, skrifstofumaður, maki Friðgeir Guðnason, starfsm. Rafmv. Reykjavíkur, þau eiga tvö böm; Hannes, verkamaður; Magnea, nemi, maki Þórir Láms- son, nemi, þau eiga tvö böm; Jak- ob, bílasmiður, hann á tvö böm; Þorbjörg, húsmóðir, maki Haf- steinn Bjömsson bifreiöarsljóri, þau eiga tvö böm; Siguijón, vél- smiður, maki Hrönn Ásgeirsdóttir, starfsm. Pennans; Ingibjörg, hús- móðir, maki Valgarður Guðmunds- son, málari, þau eiga tvö böm; Sigr- ún, skrifstofumaður. Hálfbróðir Ragnars, sammæðra: Guðmundur Jónsson, látinn, starfsm. Rafmv. Reykjavíkur, hans kona var Anna Andrésdóttir, þau Til hamingju með afmælið 27. júlí Óskar Sigurðsson, ÁsvaUagötu 55, Reykiavík. 80 ára Unnur Hermannsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Karllngóifsson, Fossvöhum 22, Húsavik. Guðrún Lárusdóttir, Grýtubákka2, Reykjavík. Sigurður B. Jónsson, Litluhhð 4a, Akureyri. Þorsteinn Þorsteinsson, Langholtsvegi 159, Reykjavík. Pétur G. Heigason, Hrísalundi 2d, Akureyrí. Stefán Stefánsson, Hraunbæ 178, Reykjavík. Pétur Þorsteinsson, Bessastaöageröi, Fijótsdalshreppi. Héðinn Vigfússon, Njálsgötu 32, Reykjavík. 70 ára Ragna Gísladóttir, Eskiholti 20, Garöabæ. Ingunn H. Björnsdóttir, Stórateigi 2, Mosfehsbæ. Guðmundur Ingvi Jóhannsson, Brávöhum 7, Eghsstööum. Alda Kjartanadóttir, Vesturbergi53, Reykjavik. Sigríður Guðmundsdóttir, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi. Sigríður verður að heiman. Bjami Páisson, Hrafnistu, Reykjavík. 60 ára Jónína ÓiÖf Walderhaug, Breiðumörk 12, Hveragerði. Ragnhildur Bragadóttir, ■ Skólavörðustig6b, Reykjavik. Kristín Sigriður Gisladóttir, Byggðarhoiti 57, Mosfehsbæ. Aðalbjörg Rut Pétursdóttir, ;; Hjahalundi 18, Akureyri. Björn Júlíusson, Hrísbraut 8, Höfh í Hornafirði. Vilborg Rafnsdóttir, Brekkutanga 13, Mosfehsbæ. Anna Jóhanna Guðmundsdóttir, HríshoItil3, Garöabæ. Páh Guðfinnur Guðmundsson, Sæbóli 18, Grundarfirði. Valgerður Friðþjófsdóttir Ragnar Jakobsson. eignuðust fiögur böm. Systkini Ragnars: Siguijón, látinn, verka- maður hjá Rafinv. Reykjavíkur; Guðlaugur, verkstjóri hjá Rafmv. Reykjavíkur, maki Katrín Krislj- ánsdóttir húsmóðir, þau eiga fiögur böm; Kristín, húsmóðir, hennar maður var Ólafur Andrésson bóndi, látinn, þau eignuðust tvö böm. Foreldrar Ragnars vora Jakob Guðlaugsson, bóndi að Sogni í Kjós, og Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja. Ragnar er aö heiman. Valgerður Friöþjófsdóttir hús- móðir, Kleppsvegi 68, Reykjavík, er fertugídag. Fjölskylda Valgerður er fædd á Akranesi en fluttist til Reykjavíkur 1959. Hennar maki er Ólafur Jónsson, f. 19.12. 1950, sjómaður. Foreldrar hans: Jón Sölvi Jónsson og Ingjleif Brypjólfs- dóttir.bæðilátin. Böm Valgerðar og Ólafs: Frið- bergur, f. 21.10.1970, bílstjóri; Jón Sölvi, f. 9.6.1972, matreiðslunemi; yalgeir, f. 31.3.1974, iðnskólanemi; Ólafur Helgi, f. 2.12.1981. Systkini Valgerðar: Valgeir, raf- virki; Sólveig Auður, f. 21.6.1943, gift Eysteini Guðmundssyni og eiga þau tvö böm; Bóthhdur, f. 8.6.1944, gift Finnboga Þór Baldvinssyni og eiga þau tvær dætur; Helgi, kvænt- ur Guðríði L. Daníelsdóttur og eiga þau einn son; Fjóla, húsmóðir, á tvö böm. Foreldrar Valgerðar: Friðþjófur Helgason, f. 28.2.1917, d. 5.6.1988, bifvélavirki og starfsmaður á slökkvistöðinni í Reykjavík, og Bergdís Ingimarsdóttir, f. 18.1.1923, húsmóðir. Valgerður tekur á móti gestum á Guhna hananum, Laugavegi 178, frá kl. 20 á afmæhsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.