Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Page 3
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992. 3 I I I » » » » » I i » » I » Fréttir Lokurnar sem verið er að smíða fyrir Andakílsárvirkjun á Seyöisfirði. DV-mynd Pétur Seyðisfjörður: Lokur smíðaðar í Andakílsárvirkjun Pétur Kristjánssan, DV, Seyðisfirði; í vélsmiðjunni Stáli á Seyðisflrði eru menn nú langt komnir með smíði á nýjum aðrennslislokum fyrir Andakílsárvirkjun. Að sögn Ástvalds Kristóferssonar hjá Stáli hf. er nú unnið að þvi að stilla lokumar af svo unnt verði að prófa búnaöinn áður en hann verður sendur á ákvörðunarstað. Vatns- rennsh í stöðina hjá Andakílsár- virkjun hefur verið stjómað með handafli fram að þessu. Nýju lokurnar eru vökvastýrðar og verður því mikið hagræði af því að fá þær í gagnið. Vonast er til að verkinu Ijúki í október. Spáir miklum ís á Húnaflóa Regína Thorarensen, DV, Gjögri; Sláttur byijaði almennt hjá bænd- um hér í Ámeshreppi 20. júlí. Spretta var seint á ferðinni enda kalt vor og mikill nætnrkuldi fram eftir sumri. Mýrarhúsaskóli í vetur: Verðureinsetinn meðgæslu utan skólatíma Mýrarhúsaskóli á Seltjarnamesi verður einsetinn í vetur og skóladag- urinn samfelldur. Boðið verður upp á gæslu fyrir nemendur utan skóla- tíma og heita máltíð í hádeginu. „Við emm spenntir að reyna þetta. Nýtt skólahús verður tekið í notkun í haust og húsnæðið stækkar um 1300 fermetra. Auk þess sem við getum boðið gæslu skapast vinnuaðstaða í skólanum fyrir alla kennarana og er því um gjörbyltingu að ræða,“ segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamamesi. í Mýrarhúsaskóla em um 450 nemendur á aldrinum 6 til 12 ára. Gæsla fyrir nemendur verður frá 7.45 á morgnana þar til skóli hefst, klukkan 8.20 eða 8.55. Einnig stendur gæsla til boða eftir að kennslu lýkur, klukkan 13.50, til klukkan 17.15 síð- degis. Að sögn Sigurðar er áætlað að morgungæslan kosti 1500 krónur á mánuði. Gæsla frá því að kennslu lýkur til 17.15 er áætluð á 5000 krón- ur og gæsla til 15.30 á 2500 krónur. Heit máltíð mun kosta um 6500 krón- ur á mánuði. Samkvæmt könnun, sem gerð var í vor, var óskað eftir morgungæslu fyrir 40 til 50 nemendur og fyrir svip- aðan fjölda í síðdegisgæslu. Aðeins 18 óskuöu eftir heitri máltíð í hádeg- inu. „Þetta kom okkur dálítiö á óvart en skýringin er sennilega sú að þar sem yngri og eldri systkin losna nú öll á sama tíma úr skóla verður minni þörf fyrir gæslu. Það er líklegt að þau eldri taki að nokkra leyti við gæslunni á heimilinum," segir Sigur- geir. Nemendur hafa tækifæri til leiks og náms í gæslunni og kennari og fóstra verða þeim til aðstoðar. Sigur- geir segir að skóladagheimili, sem hefur verið rekið á Seltjamamesi, verði lokað. „Nú gefum við öllum tækifæri. Áður gátum við ekki tekið við nema ákveðnum fjölda." -IBS Gamall Strandamaður á Gjögri sagði mér ekki alls fyrir löngu að Húnaflói mundi fyllast af ís með haustinu því miklar ísbreiður væm 30 km frá Homi og mælti hann þar af fyrri reynslu sinni í áratugi. Meö morgunverði, " sem eftirréttur; eÖa bara...bara, Það er svo einfalt að til að hvílast sem best þegar þú sefur er nauðsynlegt að finna rúmdýnu sem fellur nákvæmlega að þínum líkama - dýnu sem passar þér. I hinni sérstöku og stóru dýnuútstillingadeild Húsgagnahallarinn- ar er um margar gerðir að velja. Fjaðradýnur, alls konar springdýn- ur, latexdýnur og svampdýnur. Hér eru nokkur sýnishorn af hinum geysivinsælu sænsku Qaðradýnum okkar: Lux Softy FLex er ný lungamjúk dýna sem lagar sig fullkomlega að líkamanum. Tvöföld fjaðramotta og stífir kantar. Þvottekta yfirdýna fylg- ir í verði. Margar stærðir. 90x200 45.120,- 90x200 kr. 22.360,- Lux Medio Lux Komfort er góð, einföld fjaðra- dýna. Þessi dýna hentar vel fyrir börn og hraust fólk í meðalvexti. Þvot- tekta yfirdýna fylgir í verði. Margar stærðir. Lux Medio er millistífa dýnan okkar fyrir þá sem hvorki vilja hart né mjúkt. Geysilega góð dýna og hag- stætt verð. Tvöföld fjaðramotta. Þvottekta yfirdýna fylgir í verði. Margar stærðir. Einstök þægindi að sofa á fyrir full- orðið fólk og fyrir þungt fólk og bak- veika. Mjúk gerð og stíf gerð. Tvö- föld fjaðramotta og stífir kantar. Þykk þvottekta yfirdýna fylgir í verði. Margar stærðir. itra Fle 2L 90x200 42.960, tv Fle? Leitið frekari upplýsinga hjá starfsfólki okkar sem aðstoðar við val á réttu dýnunni. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVlK - SlMI 91-681199 - FAX 91-673511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.