Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992.
LÁTTU ekki of mikinn hraða
VALDA ÞÉR SKAÐA!
w
Oskilahross
í óskilum er 6 vetra leirljós hestur sem handsamaður
var í Reykjavík 23. júní sl. Upplýsingar gefur vörslu-
maður borgarlandsins í síma 30481.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík
LEIKSKOLINN
YLUR
Waldorf-leikskólinn i Lækj-
arbotnum hefur nokkur
pláss laus. Uppl. í síma
814285 milli kl. 10 og 12.
n
(.
HEILBRIGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI
RAKARASTOFAN
KLAPPARSTIG
SÍMI 12725
Stofnuð 1918
NÚ í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI
OFURMINNI!
Einföld aðferð sem allir geta notað. Þessi aðferð er
nýkomin frá USA og hefur ekki verið kennd fyrr á
íslandi. Við erum tilbúnir að láta þér í té upplýsingar
sem eiga eftir að gjörbreyta lífi fjölda fólks! Upplýs-
ingar er munu breyta lífi þínu til frambúðar! Upplýs-
ingar sem hafa aldrei komið fram á íslandi! Einnig
munum við gefa þér upp eina leyndarmálið sem er
til um hraðlestur, hvernig þú getur unnið bug á
sviðsskrekk, feimni, óframfærni og hvernig minnið
getur veitt þér tekjur. Hvernig þú getur náð ótrúlegum
árangri í íþróttum og miklu meira! Þú færð þetta allt
í bókinni „Instant minni" fyrir aðeins kr. 1.550.
Hringdu í ¥¥ 682-343 og pantaðu þér
eintak í dag.
Q/umarmatseðill
á kvöldin í alltsumar.
Þríréttaður^
glœsilegur kvöldverður
Einnigbjóðum viðgestum
að velja afhinum frábæra
sjávarrétta- ogsérréttamatseðli.
ilíí BORÐAPANTANIR í SÍMA 25700.
tIS&
CHATEAUX.
Úúönd
Róleg nótt í Sarajevo
Serbar hóta loka-
áhlaupi á Gorazde
- SÞ fjalla um valdbeitingu í Bosníu 1 dag
Aö minnsta kosti þrír menn létu
lífið og sextán særöust í bardögum
milli íslamstrúarmanna og Serba í
bænum Gorazde í Bosníu í gær. Ser-
bar hótuöu að gera lokaáhlaup á
bæinn sem hefur verið í herkví frá
því í apríl og sjötíu þúsund manns
þar eru innilokaðir.
Serbar segja að 2500 menn þeirra
séu í haldi í fangabúðum í bænum.
Fréttamenn útvarpsins í Sarajevo
sögðu í morgun að síðasthðin nótt
hefði verið sú rólegasta í viku. Þijú
úthverfi íslamstrúarmanna urðu
fyrir sprengjum í gærkvöldi og lést
einn maður.
Á sama tíma voru franskir, breskir
og bandarískir embættismenn að
berja saman ályktun þar sem Sam-
einuðu þjóðimar mundu heimila
valdbeitingu ef nauðsyn krefði til að
dreifa hjálpargögnum til bágstaddra
í Bosníu. Áð sögn er hugsanlegt að
ályktunin verði lögð fyrir Öryggis-
ráðið í dag.
„Við lítum málið ekki alveg sömu
augum en markmið okkar eru hin
sömu,“ sagði Brent Scowcroft, örygg-
isráðgjafi Bandaríkjaforseta, í sjón-
varpsviðtah í gær.
Margaret Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, sagði í
sama sjónvarpsþætti að NATO ætti
að grípa í taumana og stöðva vopna-
flutninga til Serba í Bosníu með því
að varpa sprengjum á hemaðar-
mannvirki í Serbíu.
Þá var Thatcher einnig meðmælt
því að Bosníumönnum yrðu send
vopn svo þeir gætu varist. Scowcroft
var ekki á sama máh og sagði að tak-
markið væri að leysa dehuna og því
ætti ekki að senda fleiri háþróuð
vopn á svæðið.
Bush forseti ræddi ástandið í Bos-
níu við ráðgjafa sína um helgina.
Sjónvarpsmyndir af grindhoruðum
Bosníubúum hafa vakið mikla at-
hygli í Bandaríkjunum og Evrópu og
hefur almenningur krafist þess að
gripið verði í taumana.
Reuter
Kristjana Guðmundsdóttir og Jonathan Motzfeldt:
Mikill fjöldi nwrænna
gesta kom í brúðkaupið
Ekki færri en 300 gestir frá íslandi,
Færeyjum, Danmörku og Grænlandi
komu í brúðkaup Jonathans Motz-
feldt, fyrrum formanns grænlensku
landssfjómarinnar, og Kristjönu
Guðmundsdóttur í Hvalsey á Suður-
Grænlandi í gær.
Þau vora gefin saman í rústum
kirkjunnar í Hvalsey en þar vora
hjón síðast gefin saman svo vitað sé
árið 1408. Á bréfum sem þá vora
skrifuð koma fram nöfn síðustu
norrænu mannanna sem vitað er um
á Grænlandi áður en byggð þeirra
fjaraði út. Staðurinn er því táknrænn
fyrir sögu Grænlands.
Magnus Larsen sóknarprestur gaf
þau saman. Meðal gesta frá íslandi
vora móðir Kristjönu og 'systkini
hennar. Aðrir norrænir gestir vora
einkum þátttakendur á innhverfis-
ráðstefnu sem stendur þessa dagana
í Qaqortoq.
Motzfeldt hefur mn árabh verið í
fremstu röð grænlenskra stjóm-
málamanna og formaður lands-
stjómarinnar þar til að hann laut í
lægra haldi fyrir fokksbróður sínum,
Kristjana Guðmundsdóttir og Jonathan Motzfeldt, fyrram formaður græn-
lensku landsstjórnarlnnar, gengu I það heilaga í kirkjurústunum á Hvalsey
á Suður-Grænlandi í gær. Um 300 norrænir gestir sóttu brúökaupið.
Lars Emil Johansson, núverandi for- farin ár unnið á Rannsóknarstofnun
manni, á síðasta ári. Ktistjana er landbúnaðarins.
kennari að mennt en hefur undan- Ritzau
Ung stúlka frá Bosniu fær sér hressingu í flóttamannabúðum í fyrrum Aust-
ur-Þýskalandi á meðan móöir hennar horfir hugsi út í loftið.
Símamynd Reuter