Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992.
Spumingin
Feröu oft út
aö borða?
Þórarinn Einarsson sjómaður: Já, ég
fer nokkuð oft út að borða.
Hjördis Thor, félagsfræðingur í
Bandaríkjunum: Ég er hér í heim-
sókn svo að ég fer út að borða í
hveiju hádegi.
Jón Haraldsson, vinnur í vélsmiðju:
Stundum.
Magnús Helgason nemi: Á um þaö
bil tveggja mánaða fresti. Ég fer yfir-
leitt á kínverska matsölustaöi.
Ingibjörg Ólafsdóttir, starfar í
þvottahúsi: Já, við gerum það ein-
staka sinnum hjónin. Þaö er misjafht
hvert við fórum.
Emilía Sigurðardóttir kennari: Nei,
ekki oft. Eg elda heima.
Lesendur
Spumingar um EES-samninginn:
Öryggisákvæði um
aðflutt vinnuafl?
Mat stjórnvalda sker úr um hvort aöflutt vinnuafl valdi svo slæmum erfiðleik-
um í sérstökum greinum að grípa verði til öryggisráðstafana.
Jón Torfason skrifar:
A: Varðandi EES-samninginn hef-
ur veriö settur sá fyrirvari að ef „al-
varleg röskun yrði á vinnumarkaöi
með stórfelldum flutningum vinnu-
afls... “ geta íslendingar beitt sér-
stöku öryggisákvæði. - Hvað táknar
orðið „stórfelldum" í þessu sambandi
- t.d. 100 manns, 1000 manns, 10.000
manns?
Utanríkisráðuneytið svarar:
Ef hingað fer að streyma inn vinnu-
afl frá ríkjum EES, geta stjómvöld
stöðvað það flæði. Ekki er hægt að
miða við einhvem ákveðinn fiölda
þegar slík ákvörðun er tekin. - Það
fer eftir mati stjómvalda á hveijum
tíma hvort aðflutt vinnuafl valdi svo
slæmum erfiðleikum í sérstökum
greinum eða á sérstökum svæðum
að grípa verði til öryggisráðstafana.
Það er ljóst að það hefði t.d. marg-
falt meiri áhrif á fámennt sveitarfé-
lag ef þangað flyttu 1000 erlendir
EES-þegnar en ef sami fjöldi útlend-
inga kæmi til starfa í Reykjavík.
B: Er miðað við „stórfelldan flutn-
ing“ fólks frá einu EB riki eða frá
EB sem heild?
Svar utanríkisráðuneytis:
Öryggisákvæðin skulu gilda gagn-
vart öllum samningsaðilum, þ.e. öll-
um þeim ríkjum sem em aðilar að
Evrópska efnahagssvæðinu, sjö
EFTA-ríkja og tólf EB ríkja, en ekki
bara gagnvart aðildarríkjum EB.
C: Hvemig verkar „öryggisvarinn"
gagnvart óæskilega mörgu fólki frá
EB-ríkjum sem hefur flutt hingaö? -
Verður þá frekara aðstreymi stöðv-
að? - Verður fólk það sem er orðið
óæskilega margt látið snúa heim?
Svar utanríkisráðyneytis:
Eins og fram hefur komiö er það í
höndum stjómvalda að ákveða hve-
nær þau telja að alvarleg röskun
jafnvægis verði á vinnumarkaði
vegna aöflutts fólks hingað og bregð-
ast við því. - Hins vegar getur erlent
vinnuafl leitað sér að vinnu í 3 mán-
uði. Á meðan á leitinni stendur er
þetta fólk algjörlega á eigin vegum,
likt og hveijir aðrir erlendir gestir
og koma t.d. íslenska almannatrygg-
ingakerflnu ekkert við. Sé atvinnu-
ástand slæmt hér á landi og fólkið
fær ekki vinnu verður það að fara
úr landi að 3 mánuðunum liðnum.
D: Verði „öryggisfyrirvarinn" notað-
ur, geta þá EB ríki gripið til gagnráö-
stafana sem t.d. felast í aö takmarka
eða banna innflutning á íslenskum
vörum til viðkomandi lands?
Svar utanríkisráðuneytis:
Ef öryggisráðstöfun, sem samn-
ingsaöili að EES hefur gripið til, veld-
ur misvægi milli réttinda og skyldna
samkv. samningum getur hver hinna
samningsaðilanna gripið til jafh um-
fangsmikilla jöfununarráðstafana
gagnvart fyrmefndum samningsað-
ila.
Færi t.d. að streyma hingað mikill
ftöldi Portúgala í atvinnuleit og ís-
lensk stjómvöld stöðvuðu innflutn-
ing þessa fólks vegna fyrirsjáanlegr-
ar röskunar á vinnumarkaði hér, þá
gætu portúgölsk stjómvöld gert þær
ráðstafanir aö stöðva innflutning ís-
lendinga sem kæmu til Portúgal í
atvinnuleit. - En hvorki þeim né öðr-
um ríkjum innan EES væri heimilt
að banna innflutning á íslenskum
vörum þótt við stöðvuðum innflutn-
ing erlends vinnuafls hingað í ein-
hvem tíma.
Verktakar skapi sjálf ir verkef nin
Guðmundur Árnason hríngdi:
Það er orðinn árviss atburður að
verktakar og iðnaðarmannasamtök
sendi frá sér yfirlýsingar þegar líður
á sumarið og láti í ljósi áhyggjur um
verkefnaskort á haustdögum. - Sama
er uppi á teningnum á vorin, vegna
sumarverkefha. - Alltaf hefur þó
ræst úr með verkefnin og enginn
umtalsverður verkefnaskortur orð-
iö. Almenningur er samt löngu hætt-
ur að taka mark á þessum upphróp-
unum, líkt og frá hagsmunaðilunum
í sjávarútvegi.
Nú lesum við um að alvarlegt
ástand sé að skapast í verktakastarf-
semi og stefni í allt að 30% samdrátt
í greininni, komi ekki til stórverk-
efna á næstu mánuðum. - Tökum
eftir því að sagt er „mánuðum". Ekki
er nú ráð nema í tíma sé tekið!. -
Og forsvarsmenn í verktakastarf-
semi hafa svo sem ráðin. Þeir benda
á að ráðast mætti í framkvæmdir -
allt opinberar framkvæmdir: t.d. tvö-
fóldun Reykjanesbrautar. Engar
virkjanir í gangi nú og aðeins ein
skólabygging í smíðum og ráðhúsinu
nýlokið. - Ekkert framundan.
Er nú ekki tími til kominn að verk-
takar skapi sjálfir verkefni? Finni
upp á einhveiju nytsamlegu sem þeir
geta ráðist í að eigin frumkvæði. Eru
engar hugmyndir uppi nema þetta
gamla - að eiga viðræður við stjóm-
völd til að „skapa skilyrðin" fyrir enn
eina atvinnugreinina? Eigum við
skattborgarar að halda öllum at-
vinnurekstri uppi í landinu?
Evrópa hervæðist á ný
Gísli Guðmundsson skrifar:
Eftir lok síöari heimsstyijaldarinn-
ar árið 1945 skall á langþráður friður
í Evrópu. Hann hefur nú staðiö sam-
fellt í nær hálfa öld eða í 47 ár. Að
visu var ávallt grunnt á væringum
og austantjaldslöndin voru hersetin
allan tímann. En með gagnkvæmum
samningum milli risaveldanna sem
kölluð hafa veriö svo, Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna, um skiptingu álf-
unnar í yfiiráðasvæði, hefur þessi
friöur verið óslitinn. - Nú em komin
kaflaskipti á ný í Evrópu og það
merkilega er að við það að slaknar á
eftirliti og jafnframt vökulum augum
risaveldanna og upplausn í Sovét-
ríkjunum, hugsa mörg ríkjanna sér
til hreyfings. - Og það svo um munar.
Balkanskaginn allur er smám sam-
an að verða púðurtunna og hún á
eftir að velgja Evrópu undir uggum
i náinni framtíö. - Ýmis ráð hafa
Hringið í síma
63 27 OO
milli kl. 14 og 16
-eða skrifió
N*<hog símanr. vcröur aft fylg(4 brífum
verið reynd til að stöðva blóðbaðið í
Júgóslavíu en án árangurs. Síðasta
úrræðiö er að Evrópuríkin hervasðist
sameiginlega og verði viö öllu búin.
Evrópa hervæðist nú á ný sem aldrei
fyrr. Nú vona menn bara aö ekki
endurtaki sig hildarleikurinn frá
1939. Og ef Bandaríkin eiga ekki hlut
að máli til málamiðlunar fær fátt
stöðvað áframhaldandi vígbúnaö og
stigmögnun stríðs um alla álfuna.
Því miöur.
Er hlldarlelkurinn frá 1939 e.tv. á næstu grösum i Evrópu?
Náttúrufasistar
núHognix
S.K. hríngdi:
Nú er að koma í Ijós svo um
munar að umhverfisvemdar-
menn, sem marga hverja hefur
mátt flokka undir eins konar nátt-
úrufasista, eru að verða núll og
nix. í Noregi hefur sannast, svo
ekki veröur um villst, að þar í
landi eru menn að snúast á sveif
með hvalveiðimönnum og að Gre-
enpeacesamtökin em samansafn
ofstækismanna í leit að hasar.
Erfarbannein-
hverrefsing?
Einar Árnason hringdi:
Fíknlefhasalar og innflytjendur
eiga náðuga daga hér á landi.
Einn af stærri innflytjendum
fikniefna á síðari árum hefur nú
verið látinn laus úr gæsluvarð-
haldi og settur í farbann á meðan
hann bíöur eftír ákæru. - En er
farbann einhver refsing fyrir
svona menn? Auðvítað ekki. Þeir
halda áfram uppteknum hætti og
þjóðfélagiö heldur áfram að rotna
innan frá.
Lögin og „bóta-
þegar“ RÚV
Sigrún Pétursdóttir hringdi:
: Eg tek heilshugar undir bréf
Haraldar Guðnasonar í DV í gær
(5. ágúst), þar sem hann gagnrýn-
ir m.a. „bótaþega" nafngift RÚV
vegna undanþágu frá afnota-
gjaldi. - Ég veit ekki til að neinir
„bótaþegar" séu á framfæri RÚV,
vegna afnotagjalda. - Ég tel hins
vegar þau lög ekki réttlát sem
skikka mann til aö greiöa afnota-
gjald þótt maöur vilji ekki not-
færa sér þjónustuna en eigi samt
útvarps- eða sjónvarpsviötæki.
Hvaö segöu menn ef dagblöðin
sendu blöðin inn á heimilin á
þeirri forsendu að menn væru
íæsir og gerðu þeim skylt að
kaupa? - Auövitað eru afnota-
gjöld í núverandi formi ólög sem
þarf að eyöa sem fyrst
Þórunn hríngdi:
Ég og margir fieiri sem ég hef
talað við finnst sá kíaftagangur
sem stundaöur hefur veriö í
Keflavík að undanfómu í sam-
bandi við deilur milli prests og
safnaöarstjómar þar vera orðinn
að bæjarlestí. - Hvaða erindi eiga
samskipti milli prests og safhað-
arstjórnar í fjölmiðla? Hvað
skyldu margir vifia að samskipti
atvinnurekanda við einn starfs-
manna sinna fáera á fjölmiöla-
torgið þótt einhver snurða hlypi
á þráðinn?
Þetta Kefiavíkursafhaðarmál er
mest tíl leiðinda fýrir sjálfa fbúa
bæjarins. Sannleikurinn er sá að
veslings presturinn virðist ekki
eiga sér neina stuðningsmenn og
þá er ekki að sökum að spyija.
Þá má gera að honum atlögu. -
Hvemig ímynd vilja Keflvíkingar
að viö fáum af þeim? Er ekki nóg
komið?
Sióígegn
Krístjana hrmgdi:
„Síldarævintýrið" á Siglufirði
virðist hafa slegiö í gegn eitt áriö
enn. Frá þvi Siglfirðingar tóku
upp þann sið aö halda árlega
sumarhátíð í bænum, hefur að-
sókin þar sífellt aukist. Aldrei
voru þar eins margir og nú.
Þaraa var engin „peningalykt" í
þeirri raerkingu sem taiað er um
þegar rætt er um útihátíöir. -
Allt var ódýrt. Tjaldstæöi kostaöi
200 kr„ enginn aögangseyrir tek-
inn og þó voru stanslaus
skemmtiatriði báöa dagana. - Allt
var eftir þessu. Eftirtektarvert
var elnnig að ekkert rusl var eftír
í bænum aö hátíðinni lokinni. -
Hátiðin var Siglfirðingum til
sóma.