Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Page 14
14 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Alþjóðlegt listasafn Fyrir nokkrum árum fékk Reykjavíkurborg aö gjöf frá listamanninum og íslendingnum Erró, mikið safn listaverka eftir hann sjálfan. Þetta var höfðingleg gjöf og lét Erró svo ummælt af þessu tilefni aö hann heföi ákveðiö að gefa borginni þetta safn sitt frekar en öðrum stofnunum hér heima þar sem hann treysti því best að Reykjavíkurborg varðveitti listaverkin svo sómi væri að. Á fundi borgarráðs nú fyrir helgina var ákveðið að endurbyggja Korpúlfsstaði fyrir Errósafn og sem menn- ingarmiðstöð fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla. Stefnt er að því að gera Korpúlfsstaði að nokkurs konar alþjóðlegu hstasafni. Þetta er stór ákvörðun og að mörgu leyti skemmti- leg. Þama fer saman að skapa Errósafninu veglega umgjörð og svo hitt að endurbyggja Korpúifsstaði sem er ein glæsilegasta og merkilegasta byggingin á höfuð- borgarsvæðinu. Eins og flestir vita vom Korpúlfsstaðir upphaflega reistir af Thor Jensen sem setti þar upp mjólkurbú og var ekki í kot vísað. Á seinni árum hefur borgin eignast Korpúlfsstaði án þess þó að nýting hús- eignarinnar hafi legið fyrir. Hefur Korpúlfsstaðabygg- ingin verið í hálfgerðri niðumíðslu og ráðleysi ríkt um framtíð hennar. En böggull fyrir skammrifi. Endurbætur á Korpúlfs- stöðum em taldar munu kosta hálfan annan milljarð króna auk búnaðar og lóðar. Gera má ráð fyrir að kostn- aðartölur séu nærri tveim milljörðum ef saman er tahð. Eftir ráðhúsævintýrið og Perluna verður það að telj- ast nokkur dirfska af hálfu borgarstjómar að ráðast í svo umfangsmiklar byggingarframkvæmdir. Sérstak- lega þar sem hér er um að ræða framkvæmdir sem ekki gefa arð í aðra hönd frekar en tvær fyrrnefndar byggingar. Kostnaður við ráðhús og Perlu fer langt fram úr öhum áætlunum og er í rauninni skólabókardæmi um bmðl á almannafé. Sú saga má ekki endurtaka sig og því er það tvímæla- laus skylda borgaryfirvalda að standa þannig að hönn- un, undirbúningi og útboðum á endurbyggingu Korp- úlfsstaða að mistökin endurtaki sig ekki. Reykjavíkur- borg telur sig hafa efni á því að reisa Erró bautastein fyrir hálfan annan mihjarð en þá verður um leið að gera þá kröfu til borgarstjómar að áætlanir standist. Þverstæður þessa máls em þær að meðan Reykjavík- urborg dundar sér við skrauthúsabyggingar og vUl nú nýjast reisa alþjóðlegt hstasafn em samsvarandi bygg- ingar í höfuðborginni, sem heyra undir ríkið, í fjár- svelti. Þjóðarbókhlaða stendur enn auð vestur á Melum, Þjóðleikhúsið er 1 margra ára viðgerð og Þjóðminjasafn- ið heldur hvorki vatni né vindum. Svo er um fleiri hús sem tilheyra menningu og hstum. Reykjavík vUl gera vel við Erró og erlenda hstaáhuga- menn. Um það er aUt gott að segja. En stendur það ekki líka Reykjavíkurborg nær að verja einhverjum fjármun- um til að koma þeim byggingum og verðmætum í viðun- andi horf sem em í hjarta borgarinnar og setja svip sinn á borgarlífið? Þjóðleikhús, Þjóðarbókhlaða og Þjóð- minjasafn em reykvískir minnisvarðar og aUt em það hús og menningarverðmæti sem þjóðin hefur eignast af sjálfri sér og enginn þurft að gefa okkur. Ef og þegar peningar em fyrir hendi til að verja til hsta og menningar hlýtur að vera unnt að auka sam- starf ríkis og borgar þannig að við séum ekki sökuð um flottræfilshátt á einum stað en nánasarhátt á öðrum. EUert B. Schram Undangengnar vikur hefur veriö mikill ágreiningur um aflaheimild- ir á næsta fiskveiðiári. Vísinda- menn álíta ástand þorskstofnsins, stærsta og verðmætasta nytja- stofns okkar, mjög slæmt. Þeir ráð- lögöu að hverfa frá ,jafnstöðu“ stofnsins en hefja uppbyggingu hans til að rísa undir meiri veiðum í framtíðinni. Rikisstjórnin hefur, eftir mikla og víðtæka umfiöllun, komist að niðurstöðu og sjávarútvegsráö- herra gefið út reglugerð um afla- heimildir á nýju fiskveiðiári. Farið er að ráðum vísindamanna við Hafrannsóknastofnun þó ekki sé þeim fylgt út í æsar. Samdrætti í þorskveiðum verður aö mestu mætt með auknum veið- um úr öörum stofnum. Þá hefur ríkissfiómin jafnframt ákveðið að sú stofnun sem fer með byggða- mál, Byggðastofnun, er starfar undir yfirumsjón þingkjörinnar stjómar og heyrir undir forsætis- ráðherra, skuli sérstaklega athuga áhrif þessara ákvarðana á einstök byggöarlög og svæði og semja álits- gerð um aðgerðir vegna röskunar á högum þeirra af þessum sökum. Afar miklu skiptir að sæmileg „Ekki verða erlend lán bjargráð sjávarútvegsins nú. - Síðustu úrræði af því tagi eru í dag hengingaról fyrirtækja um land allt.“ Atvinnuástand og byggðaröskun: Vandasamt verkefni sátt náist um þessar gífurlega mik- ilvægu ákvarðanir um afkomu- möguleika sjávarútvegsins og þjóð- arbúsins, og að þeir sem þjóðin hefur valið til að ráða fram úr hennar sameiginlegu viðfangsefn- um láti stjórnast af skynsemi og framsýni við aö leita lausna við afleiðingum hennar. Gömlu „hag- stjórnarúrræðin" A undanfomum áratugum hefur veriö beitt óheillaráðum - að pissa í skóinn sinn meö erlendum lánum, og að sópa vandanum undir teppið. Afleiðingar þeirra vom gríðarleg skuldasöfnun, jafnvel þegar vel áraði - þess vegna em möguleikar okkar nú minni en ella hefðu verið til að bregðast við þessum erfiðleik- um. Ýmsir tefia heppilegt að auka nú framkvæmdir á vegrnn ríkisins til að vega upp minni atvinnu og efna- hagsumsviif og þá væntanlega fyrir erlent lánsfé. Einn af hagfræöing- um okkar hefur sagt að meðan þorskstofninn er byggður upp muni hagstætt aö taka erlend lán, sem greidd verði þegar stofninn er á ný orðinn sterkur og þolir mikiar veiðar. Hagfræðileg rök hans munu rétt. En við höfum tekið mjög mikil erlend lán - og viðskipti við útlönd em óhagstæð ár eftir ár, og sá munur bætist jafnharðan við erlendar skuldir okkar. Við erum jafnvel nú þegar búin aö nýta það efnahagslega svigrúm sem vinnst með uppbyggingu þorskstofnsins. Ekki verða erlend lán bjargráö sjávarútvegsins nú. - Síðustu úr- ræði af því tagi era í dag hengingar- ól fyrirtækja um allt land því milfi- arða mun vanta á að framlegð þeirra nægi til að rísa undir áhvíl- andi lánum. Núverandi ríkissfiórn beitti sér fyrir því aö inngreiöslum var hætt í Verðjöfnunarsjóð og síð- ar fyrir útborgun inneigna þeirra sem berjast við vanskil og er nú unnið að því. Einnig fyrir frestun áhvílandi greiðslubyrði með breyttum lánstíma. Þessar aögerð- ir létta um sinn byrði fyrirtækj- anna en duga skammt. Álmennar aðgeröir munu nauðsynlegar til að greinin í heild eigi afkomu von. Rekstrarsldlyrði hennar era ófull- nægjandi. Kjallariim Árni Ragnar Árnason alþingismaður Sjálfstæðisfl. fyrir Reykjaneskjördæmi Afli og verömæti Samdrátturinn bitnar misjafnt á byggðarlögum og svæðum. í Reykjavík og á Suðurlandi verður aukning. í öðram landshlutum verður skerðing frá 3,5% í Reykja- neskjördæmi upp í um 9% á Vest- fiörðum en heiidarskerðing um 5%. Ef forkaupsréttir verða nýttir til að kaupa veiðiheimildir Hagræð- ingarsjóðs verður aukning Reykja- víkur og Suðurlands yfir 3%, en skerðing annarra frá um 1% í Reykjaneskjördæmi upp í um 6% á Vestfiörðum, en heildarskerðing um 2,2%. Þar sem ríkissfiómin hefur falið Byggðastofnun að meta áhrif þess- ara ákvarðana til byggðaröskunar, og leggja fram áht mn aðgerðir, tel ég algjörlega órökrétt þau viðbrögð sem fram hafa komið og krefiast þess að sú röskun verði nú þegar bætt - með aögerðum sem ekki er lagagrundvöllur fyrir. Aflaheimildir era misjafnar milli landshluta og byggöarlaga. Sam- setning fisktegunda í afla hefur frá upphafi fiskveiðisfiómar verið miklu betri um Vesturland, norður um og til Austfiarða. Þeir lands- hlutar hafa um áratugi setið að miklu verðmætari aflaheimildum og betri afkomumöguleikum en byggðarlögin við Suðvestur- og Suðurland - og hafa auk þess allt til síðustu ára fengið aukinn kvóta við að kaupa bát að sunnan að ekki sé minnst á skipsfiórakvótana. Til þessa hafa betur settu fiskveiði- svæðin ekki látið af sínu þegar t.d. þorskgengd hvarf af miðum Suöur- nesjamanna og þeir máttu sæta miklu hrapi í verðmæti afla og mjög auknum kostnaði við veiðar - ekki var þá tekið undir óskir um aðgerðir vegna þeirrar röskunar sem af leiddi á högum byggðarlaga á Suðumesjum. Versta atvinnuástandið Atvinnuástand er misjafnt og byggðarlögin því misvel í stakk búin til að takast á við nýja erfið- leika af þessum sökum. I lok júní sl. var atvinnuástand á Vestfiörð- um langbest á landinu, atvinnu- lausar vora 5 konur eða 0,1% og 10 karlar eða 0,3%, samtals 15 manns. Á Suðumesjum var ástandið langverst, atvinnulausar vora 282 konur eða 9,5% og 153 karlar eða 3,2%, samtals 435 manns eða 5,6% að meðaltali - helmingi hærra hlut- fall en á landinu öllu, og hefur svo veriö samfellt síðan um mitt síð- asta ár. í öllum öðram landshlutum var atvinnuleysi nfiög svipað eða frá 2,4% upp í 3% og meðaltal um land- ið allt var 2,6%. Það er því augljóst að þeir sem síst mega við skertum aflaheimildum era byggðarlögin á Suðumesjum og fólkið sem þar býr - við versta atvinnuástand á land- inu. Árni Ragnar Ámason „ ... telégalgjörlegaórökréttþauvið- brögð sem fram hafa komið og krefjast þess að sú röskun verði nú þegar bætt - með aðgerðum sem ekki er laga- grundvöllur fyrir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.