Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Side 17
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992. 17 Fréttir Skólagjöld í Miðskóla í vetur: 15 þúsund fyrir barnið á mánuði - 80staðfestarumsóknirhafaborist Miðskólinn við Fríkirkjuveg í Reykjavík tekur til starfa um næstu mánaðamót. Nú hafa borist röskiega 80 staðfestar umsóknir um skólavist næsta vetur en fyrir- hugað er að starfrækja fjórar bekkjardeildir í skólanum. Yngstu nemendumir .verða 9 ára en þeir elstu 12 ára. Miðskólinn er einkaskóh og þarf hver nemandi að greiða kr. 15.000 í skólagjöld á mánuði, auk þess sem flestir munu líklega kaupa heitan bakkamat í hádeginu. Skóladagur verður samfelldur. Gert er ráð fyr- ir 7 stöðugildum við skólann. Til samanburðar má geta þess að skólagjöld í Tjarnarskóla era kr. 16.560 á mánuði. Skólagjöld í ísaks- skóla eru hins vegar mun lægri samkvæmt upplýsingum DV eða röskar tvö þúsund krónur á mán- uði fyrir hvert bam. í samkomulagi, sem Skólaskrif- stofa Reykjavíkur hefur gert við Miðskólann, kemur fram að stuðn- ingur borgarinnar við skólann felst m.a. í því að borgin leggur skólan- mn til húsnæði og húsbúnað. Mið- skólinn greiðir ekki húsaleigu, hita eða rafmagn. -ask Útibú fiskmarkaðar Breiðafiarðar á Amarstapa: 75 prósent aflans f óru um markaðinn - forsenda útgerðar hér, segir Hjörleifur Kristjansson Útibú frá Fiskmarkaði Breiða- fjarðar tók til starfa á Amarstapa í byrjun maí. Hjörleifur Kristjánsson, starfsmaður hafnarinnar á Amar- stapa, sagði að frá áramótum væm komin 730 tonn á land og þar af hafa 550 tonn farið í gegnum fiskmarkað- inn. í lok síðasta mánaðar var Fisk- markaður Breiðafjarðar búinn að taka á móti tæpum 6.000 tonnum. Auk Amarstapa fer fiskur frá Ólafs- vik, Gmndarfiröi, Hellissandi og Stykkishólmi í gegnum markaöinn. „Fiskmarkaðurinn hefur gefið góða raun. Auðvitað vom byijunar- erfiðleikar sem auðvelt reyndist að sníða af,“ sagði Hjörleifur. Bróður- partur aflans er sæmilegur þorskur. Síðustu vikumar hefur töluvert bor- ist af góðum ufsa. Karlamir koma að landi síðdegis og stundum er verið að landa fram á nótt. Starfsmenn markaðarins taka fiskinn, ísa hann og skrá nákvæm- lega hvaða bátur veiddi fiskinn. Næsta morgun er sent símbréf til Ólafsvíkur með upplýsingum um afl- ann. Þar setja menn upplýsingamar í tölvu og 60-70 kaupendur, sem sitja víös vegar um landið, hafa aðgang að þessari tölvu og bjóða í aflann. „Héðan fer fiskurinn út um alit land. Sem dæmi get ég nefnt að nokkrum sinnum seldum við fisk til Hríseyjar," sagði Hjörleifur. „Fisk- markaðurinn er forsenda þess að hægt sé að gera út báta héöan eins og málum hefur verið háttað í sum- ar. Áður var hér fiskverkun og í fyrra var aflinn fluttur héðan til Hafnar- fjarðar. Sá aðili hætti og þá fóm menn að flytja á Faxamarkaðinn. Trillukarlamir sáu þá um það sjálfir að flytja fiskinn." Skráningin gerir það að verkum að kaupendur vita nákvæmlega af hvaða trUlukarli þeir eru að kaupa hverju sinni. Meö öðr- um orðum getur svo farið að kaup- endur bítist um fiskinn frá ákveðn- um bátum en forðist aðra. Uppboðs- fyrirkomulagiö ætti því að hvetja menn til að fara sem best með aflann - og reyna að fá sem hæst verð. Aflahæsti báturinn sem hefur ver- ið eingöngu á færum síðan í apríl var kominn með 35 tonn um síðustu mánaðamót. Aflinn fékkst í 43 róðr- um. Meðalafli á bát er undir meðal- lagi miðað við undanfarin ár. „Þetta markaðsfyrirkomulag gerir það að verkum að nú er hægt að koma hrá- efninu strax í vinnslu,“ sagði Hjör- leifur. ask Hjörleifur Kristjánsson, starfsmaður hafnarinnar á Arnarstapa Sigurbjörn Jónsson, Hreinn Jónsson og Bjarni Einarsson á Tröð. DV-mynd ask Staöarós í Staðarsveit: Veiðimennirnir verða vitlausir á f lóðinu - segirBjamiEinarssonáTröö Aö Tröðum í Staðarsveit er hægt að fá ódýr veiöileyfi í ós Staðarár. Þar veiða menn lax, sjóbirting og sil- ung. Fjölmargir leggja leið sína í ós- inn þegar líður á sumarið enda er veiðivon fyrir hendi. Þegar DV skoð- aði ósinn fyrir skömmu vom þar á ferð tveir gamalreyndir veiðimenn, þeir Sigurbjöm Jónsson og Hreinn Jónsson. Sá fyrmefndi hefur komið þama hvert sumar í þijá áratugi. Dagurinn í ósnum og neðsta hluta árinnar kostar 2.500 krónur. „Fiskurinn er vænn og fallegur. Það er oft fjör á flóðinu þegar þeir stökkva 20 eða 30 saman. Þá verða veiðimennimir vitlausir," sagði Bjami Einarsson sem býr á Tröð ásamt konu sinni, Unu Jóhannes- dóttin-. Hreinn og Sigurbjöm sögðust vera ánægðir með veiðina en aflinn, sem sjá má á myndinni, fékkst á einum degi. Ekkert hafði aflast morguninn sem DV sótti þá félaga heim. „Hann skipti um vindátt og þá breyttist það. Viö viljum helst hafa hæga norðan- átt, sól og blíðu,“ sagði Hreinn. Með- alstærðin er u.þ.b. tvö pund. Hreinn hefur fengið 14 punda lax í ósnum. „Þetta er góð á. Hér á árum áður var þetta talinn besti veiðistaður fyrir sjóbirting," sagði Hreinn. ask. SUZUKISWIFT 3 DYRA, ÁRGERÐ 1992 * * 9fe * * Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið. Framdrif. 5 gíra. "Verð kr. 726,000.- á götuna, stgr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 ' SlUI 685100 UPUR OQ SKEWMTLEQUR 5 MANNA BfU_ ® BÚNAÐAR BANKINN -Tmiistur banki SPARISJOÐURINN KAUPÞING BÝÐUR PERSÓNLEGA FJÁRMÁLARÁÐGJÖF OG ÞJÓNUSTU STARFSFÓLKS IVIEÐ MIKLA REYNSLU OG SÉRMEN NTUN. VELDU ÞJÓNUSTU í FJÁRMÁLUIVI. KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 f eigu Búnaiarbanka fslands ogsparisjóianna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.