Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Síða 22
38
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992.
Fréttir
Andrzej Trojanski hjá Nesfiski í Garði:
Hér á íslandi
eru allir ánægðir
„Það er mikið atvinnuleysi í mínu
heimalandi. Sennilega um 12 pró-
sent. Konan mín og tvö böm eru
heima í Póllandi og konan fær enga
vinnu þar,“ sagði Andrzej Trojanski,
verkamaður hjá Nesfiski í Garði á
Suðumesjum, í samtali við DV.
Andrzej var að mála stóran hús-
vegg í sólinni með fleiri löndum sín-
um, Pólverjum, og heimamönnum í
Garði sem vinna hjá Nesfiski þegar
DV ræddi við hann.
„Hér er allt svo rólegt. Fólk fer
bara í sína vinnu og er mjög frið-
samt. Allt gengur sinn vanagang og
alhr eru ánægðir. Þetta er eitthvað
betra en í mínu heimalandi þar sem
oft gengur mikið á. Verksmiðjan hér
er mjög góð,“ sagði Andrzej.
Um 20 Pólverjar era í vinnu hjá
Nesfiski. Andrzej hefur dvalið á Is-
landi í hálft annað ár og segir að sér
líki mjög vel. Pólverjarnir búa á
þremur stöðum í Garði, að sögn
Andrzejs. Varðandi konu sína og tvö
böm í PóUandi sagðist Andrzej ekki
vera viss um hvort heppilegt væri
fyrir hana að koma til íslands -
ástæðan virtist í raun vera mjög flók-
in og átti Andrzej erfitt með að ræða
hana. Hann bar þó útlendingaeftirlit-
inu hér á landi mjög vel söguna, þar
væri vel staðið að málum.
Andrzej sagði jafnframt að hann
og landar sínir, Pólverjarnir, væm
mjög bjartsýnir þegar horft væri til
framtíöarinnar
-ÓTT
„Konan mín og tvö börn eru heima í Póllandi,“ sagði Andrzej Trojanski
sem er frá Kraká. DV-mynd JAK
í nágrenni Stokkseyrar var líf og fjör i dýralífi jafnt sem mannlifi þegar DV var þar á feröinni. Myndin þarfnast
ekki frekari útskýringa. Náttúran hefur tekið völdin. DV-mynd JAK
Fáskrúösíj örður:
hafa
fengið
10-20
bryggju-
laxa
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Að undanfomu hefur verið nokk-
ur laxveiði í smábátahöfninni - við
bryggjur og sunnan fjarðar í Fá-
skrúðsfirði. Töluverður fjöldi fólks
hefur rennt færi í sjó og fengið
ágæta veiði. Laxinn hefur verið
þetta frá tveimur upp í tíu pund
að stærð.
Nokkrir veiðimenn hafa fengið
10-20 laxa við þessar veiðar, aðrir
færri. Sumarleyfisgestum, sem
hafa fengið lax í firðinmn, finnst
ágætt að fá lax svona óvænt þegar
þeir eru í heimsókn hjá ættingum
sínum í fríinu.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar:
170 milljónum
varið í Laugaveg
ánæstaári
Regnskyggni yfir öllum gangstétt-
um og þrjú ný yfirbyggð torg. Þetta
em nokkrar hugmynda Laugavegs-
samtakanna um nýjan Laugaveg á
svæðinu sem afmarkast af Frakka-
stíg í vestri og Rauðarárstíg í austri.
í desember síðasthðnum heimiluðu
borgaryfirvöld Laugavegssamtökun-
um, það er samtökum kaupmanna á
Laugaveginum, að standa fyrir
skipulagsvinnu um endumýjun fyrr-
greinds götukafla í samvinnu við
borgarskipulag. Tillagan hefur nú
verið kynnt fyrir borgarráði.
Gert er ráð fyrir trjágróðri á milU
hverra tveggja bfiastæöa og við
gatnamót og að torg verði mótuð um
miðbik hvers götukafla. Ýmsar að-
gerðir er ráðgerðar til að draga úr
umferðarhraöa á gatnamótum
Laugavegs og Snorrabrautar. Auk
þess er lagt til að göturýmið frá
Snorrabraut að Rauðarárstíg verði
vistgata.
Borgaryfirvöld reikna meö að
framkvæmdir hefjist næsta vor og
að þeim verði hugsanlega lokið
haustið 1994. Á fjárhagsáætlun borg-
arinnar fyrir 1993 eru veittar um 60
núlljónir króna til framkvæmda við
Laugaveg frá Frakkastíg að Vitastíg
og fyrir 1994 um 110 milljónir fyrir
kaflann frá Vitastíg að Snorrabraut.
í þessari áætlun er ekki gert ráð fyr-
ir yfirbyggingum gangstétta.
-IBS
Jón Sigurjónsson, formaður Laugavegssamtakanna, við líkan að nýjum
Laugavegi með yfirbyggðum gangstéttum. DV-mynd JAK
I