Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1992, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1992, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992. • 13 Þeir tóku hraustiega til matar síns hlaupararnir sem hittust laugardagskvöldið fyrir Reykjavíkur maraþonið og gæddu sér á pastakræsingum. Pastaveisla fyrir maraþonhlaupara Það var sannkölluð veislustemning hjá skokkurum landsins laugardags- kvöldið fyrir Reykjavíkur maraþon- ið. Þá var hlaupurunum öllum með tölu boðið í herlegheita pastaveislu á Hótel Borg. Pastaveislan var haldin frá klukk- an 17-19 á laugardagskvöldið og þar var öllum þeim sem höfðu skráð sig í Reykjavíkur maraþonið boðið að mæta og borða kolvetnisríkt pasta áður en tekist var á við kílómetrana daginn eftir. Hlaupararnir létu sig ekki vanta og röðuðu í sig kræsingunum af bestu, lyst enda skiptir miklu máli að matarræðið sé rétt síðustu dagana fyrir hlaup. Maturinn þarf að vera léttur, kolvetnaríkur og auðmeltur Úlfar Hinriksson, Hafdis Ólafsdóttir, Bryndís Magnúsdóttir og Atli Hauksson svo að líkaminn sé upp á sitt besta raða í sig kolvetnum fyrir Reykjavíkur maraþonið en þau hlupu öll hálft fyrir álagið sem fylgir því að hlaupa maraþon á sunnudaginn. DV-mynd JAK langhlaup. Chen Ming frá Kina, Hajime Matsumura, menningarmálafulltrúi frá jap- anska sendiráðinu í Noregi, og Ragnar Baldursson ræða málin við opnun sýningarinnar. Höm Harðardóttlr sérkennari og Eysteinn Þorvaldsson, lektor Kennara- háskóla íslands, virða fyrir sér japönsk leirker. DV-mynd JAK Japönsk listí Nor- ræna húsinu Farandsýning á hefðbundinni japanskri leirkeragerð var opnuð í Norræna húsinu á laugardaginn að viðstöddu margmenni. Sýningin gefur góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í hefðbundinni leirkera- list í Japan á þessari öld. Hajime Matsumura, menningar- málafulltrúi frá japanska sendiráð- inu í Noregi, opnaði sýninguna með ræðu. Á sýningunni eru verk eftir 56 leirkerasmiði en leirkeragerð á sér langa sögu í Japan og er stór þáttur í menningarsögu þjóðarinn- ar. Sýningin, sem verður opin alla daga frá kl. 14-19, stendur til sunnudags 6. september. Það er norræna húsið ásamt ýmsum fyrirtækjum og sjóðum sem hefur styrkt sýninguna en ís- lensk-japanska félagið hefur haft allan veg og vanda af undirbúningi og uppsetningu hennar. Sviðsljós Skotleikar '92 í Leirdal Skotfélag Reykjavíkur hélt skot- leika ’92 fyrir skömmu. Leikamir voru haldnir á skotsvæði SR í Leirdal í samvinnu við Hið íslenska byssuvinafélag og Kringlusport Baldvin ísaksson keppti sem gest- ur á mótinu. sem jafnframt gaf öll verðlaun og farandbikar (Kringlusportsbikar- inn) fyrir bestan samanlagðan ár- angur. Tilgangur mótsins er að fá sem flesta tíl keppni og hafa ánægju af góðum félagsskap en þama er gott tækifæri fyrir byijendur því grein- arnar era ekki hefbundnar keppn- isgreinar. Þátttökugjöldum var stillt í hóf en þau voru 1500 krónur. Keppnin skiptist í þijár mismun- andi greinar. í þeirri fyrstu var skotið með 22 cal. lr. rifflum á málmmyndir á 40 og 60 m færi í standandi stöðu, 10 skot á hvort færi. í annarri grein var skotið á sérbúna skífu á 100 m færi með center fire rifflum í standandi stöðu, samtals 20 skot í þremur umferðum. í þriðju grein vora skotnar 25 leirdúfur frá þremur mismunandi stöðum. Mótið gekk vel og mættu 23 keppendur til leiks, þar af keppti einn sem gestur. Jóhann Vilhjálmsson var með bestan samanlagðan árangur og hlut þvi farandbikarinn. Þátttakendur á mótinu. Aftari röð f.v.: Herbert Guðmundsson, Sigurður Einarsson, Svavar Þórhallsson, Óskar Óskarsson, Gunnar Magnússon, Sveinn Sigurjónsson og Arnbergur Þorvaldsson. Fremri röð f.v.: Hannes Gilbert, Torfi Harðarson, Jóhannes Jenssen, Steinar Einarsson, Arnar Lúðvíksson, Gunnar Ólafsson, Ásmundur Ásmundsson, Jóhann Vii- hjálmsson, Kristmundur Skarphéðinsson, Hilmar Ragnarsson og Haukur Sigurðsson. Sitjandi f.v.: Kjartan Friðriksson, Björn Halldórsson, Eiríkur Björnsson, Kristján Vilhjálmsson og Baldvin ísaksson. DV-mynd S Verslanir nota ýmsar aðferðlr til að seiða til sfn viðskiptavini. Japis f Reykjavík hefur t.d. auglýst stift að nú standi yfir „hundadagar". Þessi auglýsing bar svo sannarlega árangur þvf þegar Ijósmyndarl DV átti leið fram hjá búðlnnl var þessi myndalegi hundur mættur á staðinn. Sjálfsagt hefur hann gert ráð fyrir að fá bein tll að naga. DV-mynd RaSi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.