Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Qupperneq 3
ÞRIÐJI3DAGURÍ8: SEPTEMBER 1992.
3
Fréttir
Vaxtarræktarmálaferli:
hafnaði
Gyffi Kristjánsaon, DV, Akureyii
Lögmaöur Péturs Péturssonar,
læknis á Akureyri, hefur hafnað
sáttarboöi vaxtarræktarmann-
anna sem hann á í málaferlum
við. Vaxtarræktarmenn töldu aö
Pétur hefði beöist afsökunar á
ummælum sínum um þá svo við-
unandi væri og buðu því sátt í
málinu en því boði var hafnað.
Ólafur Sigurgeirsson, lögmaður
vaxtarræktarmamianna, segir aö
á árshátíð vaxtarræktarmanna á
Akureyri hafi Pétur beðist afsök-
unar á ummælum sínum. Málið
hafi hins vegar snert fleiri vaxt-
arræktarmenn en eftir að Pétur
hafi í maímánuði í útvarpsþætti
beðist afsökunar á ummælum
sínum hafi verið boðið að málið
yrði látið niður falla en því hafi
verið hafnað. „Það kom ekki til
greina að falla einhliða frá mál-
inu og eiga á hættu á að fá á sig
málskostnaðarkröfu, enda telja
umbjóðendur minir sig vera meö
unnið mál í höndunum," segir
Ólafur.
Tvö mál eru því enn í gangi
gegn Pétri Péturssyni lækni, mál
vaxtarræktarmannanna gegn
honum og mál sem Ölafur Sigur-
geirsson lögmaður höfðaði per-
sónulega gegn Pétri vegna um-
mæla sem læknirinn viöhafði um
Ólaf í sambandi við afskipti hans
af fyrra málinu.
Margrét Guðnadóttir:
unnavmnu
„Ég skrifa eingöngu upp á unna
vinnu,“ sagði Margrét Guðna-
dóttir, forstöðumaður Rannsókn-
arstofu Ríkisspítalanna í veiru-
fræði, en hluti líffræðinga og
meinatækna við rannsóknarstof-
una hefur ekki mætt til starfa það
sem af er september.
Ástæðan er deila um hvort fólk-
ið hafi fengið öll sín laun greidd
um síðustu mánaðamót eðaekki.
Starfsfólkið telur sig hafa gert
samning á árinu 1987, samning
sem tryggi því 30 tima í óunna
yfirvinnu, en fjármálastjórn spít-
alans hefur neitað að greiða fyrir
þessa tíma og Margrét hefur ekki
skrifað upp á vinnuskýrslur með
þessum tímum enda segist hún
ekki fara með samningsrétt og
hafi ekkert með peningamál að
gera. -sme
Þórður Ólafsson, forstöðumaðul■ Bankaeftirlitslns:
Tap bankanna er
mikið áhyggjuef ni
vafi hvort einstakir bankar uppfylli nýjar kröfur um eiginfjárstöðu
„Tap bankanna er mikið áhyggju-
efni. í einhverjum tilvikum má sjálf-
sagt kenna um aðgæsluleysi hjá
stjómendum þeirra en fyrir þessu
eru þó margar ástæður. Það hefur
gengið illa í ýmsum atvinnugreinum
og því hafa ekki alltaf reynst forsend-
ur til lánafyrirgreiðslu til þeirra. Það
sem veldur manni fyrst og fremst
áhyggjum er að þetta hefur orðið til
þess að eiginíjárstaða þessara stofn-
anna hefur farið versnandi. Þessa
þróun verður að stöðva með öllum
tiltækum og mögulegum ráðum,“
segir Þórður Ólafsson, forstöðumað-
ur Bankaeftirlitsins.
Þórður segir fréttir um 8,3 millj-
arða tap banka og sparisjóða á und-
anfórnum fimm árum ekki koma
Bankaeftirlitinu á óvart. í því sam-
bandi sé nóg að líta til afdrifa fisk-
eldis, loðdýraræktar og ullariðnaðar.
Þá hafi versnandi afkoma sjávarút-
vegs aukið enn á vandann. Hann seg-
ir Bankaeftirlitið, viðskiptaráðu-
neytið og bankana vinna að því í
sameiningu að draga úr tapinu. í
undirbúningi séu nýjar reglur sem
taki á afskriftum og útlánatöpum á
afdráttarlausari hátt en áður.
Um næstu áramót taka gildi ný lög
sem fela í sér auknar kröfur um eig-
ið fé banka. í stað 5 prósenta eigin-
íjárhlutfalls fer hlutfallið upp í 8 pró-
sent. Ljóst er að einstaka bankastofn-
anir munu eiga í verulegum erfið-
leikum með að uppfylla þetta skilyrði
vegna þeirra fjármuna sem hafa tap-
ast á undanfornum árum. Þannig er
til dæmis óvíst hvort Landsbankinn
geti uppfyllt þessa kröfu.
Að sögn Þórðar er of snemmt að
segja til um hvaða bankar komi til
með að lenda í erfiðleikum um næstu
áramót vegna nýju laganna. Allir
DANSSKOLI
INNRITUN í SÍMUM:
36645 og 685045
ALLADAGA
KENNSLA HEFST
10. sept. 1992
Skírteini afhent
í Bolholti 6
Miövikudaginn
9. sept. kl. 14-22
útreikningar bendi þó til þess að vel-
flestar peningastofnanir landsins
muni uppfylla herta eiginfjárstöðu
en á hinn bóginn leiki vafi varðandi
aðrar.
„Við fylgjumst náttúrlega með tap-
inu milli ára og innan hvers árs. Ef
staða einstakra stofnana er orðin slík
að við teljum að það sé veruleg hætta
að hún uppfylli ekki þær kröfur sem
löggjafinn gerir til þeirra þá grípum
við að sjálfsögðu inn í. Við höfum
víðtækar heimildir til þess og höfum
gert það í nokkrum tilvikum," segir
Þórður. -kaa
II
JONS PETIIRS ði KORU
B0LH0LTI6 REYKJAVIK
S. 91-36645 og 685045
Fax 91-683545
IRETTA ATT!
RAÐG REIÐSLU R
Au&björg Kara jón Pétur Hinrik
Samkvæmisdansar: standard og suður-amerískir
Gömludansarnir - Tjútt - Swing
Barnadansar (yngst 4 ára)
Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar
Allir aldurshópar velkomnir:
Barnahópar - Unglingahópar - Fuilorðinshópar
(einstaklingar, pör og hjón)
► Erlendir gestakennarar
► Kennsla a landsbyggbinni auglýst sföar
► Seljum hina frábæru Supadance dansskó
Æfingasalur opinn sjö daga vikunnar
FÍD • Félag islenskra danskemta Dl ■ Danstál Islaeds
Hjolabretti, FIBER, verð aðeins kr. 790.
Hjólabretti, stór, 10", verð frá kr. 1.990.
Hjólabretti, stór, með músik, aðeins kr. 1.800
Hjólaskautar, verð aðeins kr. 2.900.
Öryggishjálmar, hnéhlifar, úlnliðshlifar og fl.
Linuskautar, st. 29-34, verð aðeins
kr. 3.900.
GAðir barnaskautar með stillanlegri
smellu og frönskum rennilás og bremsu.
Linuskautar, st. 35-43, verð aðeins
kr. 5.900.
Vandaðir linuskautar, polyurethan skór
á sterku stelli. High-rebound hjól með
góðum legum og bremsu.
Ármúla 40
símar 35320
og 688860
l/erslumn
/M4R
Greiðslukort og greiðslusamningár
Sendum i póstkröfu
Varahlutir og viðgerðir
Vandið valið og
verslið í Markinu
LÍIMUSKAUTAR