Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Page 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1992. DV Kíié af kúagall- steinuifi kostar *•■■■ ■ HVwHII Arðsamasta aukabógrein kúa- bænda í Suður-Afríku er aö safna gallsteinum úr kúm og selja þá til Austurlanda. Þar fæst álika mikið fyrir steinana og gull og hafa þeir þó lækkað í verði á síð- ustu árum. í ár fæst um hálf millj- ón íslenskra króna fyrir kílóið af steinunum. Þaö eru einkum íbúar Hong Kong og auðugir Kínverjar sem kaupa gallsteinana. Einnig er vaxandi markaður í Japan, Suð- ur-Kóreu og Tævan. Steinarnir eru notaðir sem læknislyf og þykja sérlega góðir til að slá á sótthita. Smástrákur vinkonusína með riffli Dómstóll í Pennsylvaníu hefur fellið frá ákæru á hendur Camer- on Kocher fyrir að hafa skotið vinkonu sína, Jessicu Carr, með veiðiriflli fóður síns. Kocher ját- aði á sig verknaðinn en hætt var viö að dæma hann fyrir æsku sakir. Hann var niu ára þegar hann framdi ódæðið en vinkona hans sjö ára. Þau rifust heiftarlega dag nokk- urn. Skömmu síðar átti stúlkan leið framhjá húsi stráks sem tók riffil föður síns og skaut. Kocher hefði orðið yngstur Bandarikja- manna á þessari öld til aö sæta morðákæru. Kaupabyssurtil aðnáþeimúr notkun Samtök heimilisfriðarsinna í Seattle í Bandaríkjunum hafa gefist upp á tilraunum til að fækka vopnum á heimilum þar í borginni með því að bjóðast til að kaupa þær. Boðnir voru 50 dalir fyrir byss- una og tóku margir tilboðinu. Á endanum urðu samtökin uppi- skroppa með fjármagn og urðu að hætta byssukaupunum. Fjölmörg morð eru framin í Bandarikjunum eftir heimiliseij- ur. Hugmyndin var að fækka slíkum harmleikjum meö því að fækka byssum í einkaeigu þvi ef engin er byssan er enginn skot- inn. Manndrápafgá- ieysiaðsnúa mennumírúmi Fjórar hjúkrunarkonur á elii- heimili í Pennsylvanlu veröa ákærðar fýrir manndráp af gá- leysi eftir að sannaöist að þær heíðu ekkl sinnt skyldum slnum viö tvær gamlar vistkonur. Gömlu konurnar létust f fyrra og Wttifyrra. Læknar staðfestu að þær hefðu veriö með mörg og ljót legusár þegar þær létust Þvi sé líklegast aö þær hafi látist vegna hirðuleysis hjúkrunar- kvennanna sem ekki hafi snúið þeim nógu oft í rúmunum. Afturískólaþví Um 1500 nemendur við mennta- skólann í Danviile í Kentucky verða að þreyta vorprófin að nýju í haust því eidur komst í lausn- irnar frá þvf í vor. Það sem ekki brann af prófimum týndist Or- sök eldsvoðans er óupplýst Tuttugu og átta blökkumenn drepnir í Ciskei: De Klerk kennt um morðin Leiðtogar Afríska þjóðarráðsins, samtaka blökkumanna í Suður-Afr- íku, tóku þátt í líkvöku í nótt til að syrgja allt að tuttugu og átta manns sem voru drepnir af hersveitum heimalandsins Ciskei í gær. Hundruð hermanna frá Ciskei hófu skothríð á um 60 þúsund stuðnings- menn þjóðarráðsins sem voru í mót- mælagöngu frá King William’s Town í Suður-Afríku til Bisho, höfuðborgar Ciskei, sem er um finím kílómetra leið. Mótmælendur kröföust afsagn- ar leiðtogans, Oupa Gqozo liðsfor- ingja, sem er svarinn andstæðingur þjóðarráösins. Suður-afrískir embættismenn sögöu aö tuttugu og tveir karlmenn og ein kona heföu verið drepin. Cyr- il Ramaphosa, aðalritari Afríska þjóðarráðsins, sagði nær lagi að tutt- ugu og átta hefðu falliö. Nærri tvö hundruð hlutu sár. „Við skellum skuldinni á de Klerk forseta og við gerum það án þess að I hika. Ciskei er afsprengi kynþáttaaö- | skilnaðarsinna og þeir eru ábyrgir Fjórir stuðningsmenn Afríska þjóðarráðsins bera særðan félaga sinn á brott eftir skothríð hersveita í Ciskei á hóp mótmælenda. Sfmamynd Reuter fyrir þeim voðaverkum sem framin eru í nafni landsins," sagði Ramap- hosa. Hann sagöi að de Klerk ætti að reka Gqozo sem suður-afrisk stjómvöld líta á sem leiötoga fullvalda ríkis. Ramaphosa sagði aö fjöldamorðin yrðu til að tefja enn frekar fyrir því að viðræður allra kynþátta um lýð- ræði í Suður-Afríku hæfust á ný. Hann sagði aö skýrt yrði frá við- brögðum þjóðarráðsins síðar. Reuter barstóvartá bólakafiána Þau áttu sér einskis ills von, austurrísku hjónin sem voru aö eiskast í bílnum sínum á afskekkt- um árbakka um helgina þegar ökutækiö rann fram af tuttugu metra háum bakka ofen í ána Steyr. Það hafði netniiega gleymst að setja handbremsuna á. Bíllinn for á bóiakaf en eigjn- manninum tókst að sparka framrúðuna iausa svo hann og eiginkonan gátu komist heilu og höldnu upp á yfirborð og í Iand. á sex mánuðum Verð á neysluvörum í Rúss- landi hækkaði um 986 prósent frá desember 1991 tíi júní 1992. Fréttastofen Interfax skýrði frá þessu í gær og vitnaði í tölur rúss- nesku hagstofunnar. Interfax sagði að verðlag í júní í ár heföi verið 12,7 sinnum hærra en það var á sama tíma í fyrra. Mánaðarieg verðbólga fór lækk- andi eftir því sem leið á árið. Þannig var verðbólgan ekki nema þrettán prósent í júní og sjö pró- sent í júlí. Embættismenn segjast vongóð- ir um að veröbólgan í hvetjum mánuði verði orðin innan við tíu prósent í árslok. Þeir verða að ná því marknúði til að fá aukna erlenda aðstoð. Friðarverðlauna- féðfrá1988enn ónotað Féð sem friðargaíslusveitir Sameinuðu þjóðanna fengu þegar þeim voru veitt ftiðarverðlaun nóbels liggur enn ónotað inni á bankareikningum vegna þess að ekki er eining um hvemig eigj að veija þvi. Verölaunin námu 2,5 milljónum sænskra króna, eða um tuttugu og milljónum ís- lenskra. Að sögn hefur verið rætt um ýmsar leiðir til að koma fénu í íóg, m.a. að nota peningana í sér- stakan SÞ styrk eða reisa minnis- varöa um friðargæslusveitimar. Einnig hefur veriö lagt til aö verðlaunaféð veröi notað til aö stofha styrktarsjóð fýrir ftöl- skyldur hermanna SÞ sem látast við skyldustörf. En peningamir em ekki nægilega tniklir til að það sé hægt. hjartveikir Eigendur gæludýra þjást ekki af hjartasjúkdómum til jafhs viö aöra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var gerð í Ástralíu. Rannsóknin ieiddi I Ijós að þeir sem áttu gæludýr höfðu mun lægri blóðþrýsting og minna kól- esterólmagn i blóðinu en hinir sem engjn dýr áttu. Japanskir visindamenn hafa fundið nýjar sannanir sem styðja aidagamia kenningu um að grænt te gagnist hugsanlega í barátt- unni gegn krabbameini. Leiötogi í hefðbundnu grænu japönsku téi kæmu i veg fýrir að krabba- meinsfrumur festust við heil- brigðar frumur og þar með væri dregiö úr líkunum á útbreiðslu krabbameinsins. BeuterogNTB David Mellor, menntamálaráöherra Breta, hefur aftur lent milli tannanna á bresku pressunni. Nú skemmta Bretar sér viö sögur af samförum ráðherrans og ungrar leikkonu þar sem hann gekk til verks íklæddur búningi knatt- spyrnuliðsins Chelsea og las úr Hamlet á eftir. „Gleðimálaráöherra“ Breta tekinn á beinið öðru sinni: Hafði samfarir í fótboltabúningi - fer með málefni lista og íþrótta 1 bresku ríkisstjórninni Blöð í Bretlandi vilja fá að vita hvort þaö geti talist siðlegt ef ráð- herra íþróttamála í ríkisstjóminni er haldinn þeirri áráttu að vilja helst hafa samfarir í fótboltabúningi. Einnig þykir vafasamt að ráðherra fagurra lista lesi allsnakinn upp úr Shakespeare fyrir ástkonu sína og láti hana flengja sig svo á sér. David Mellor, menntamálaráð- herra Breta, er ábyrgur fyrir íþrótt- um og listum í stjóm Johns Major. Hann hefur nú lent milli tannanna á bresku pressunni öðra sinni á fáum mánuöum og nú em hafðar skraut- legar sögur eftir ástkonu hans, leik- konunni Antoníu de Sancha. Blöðin gleymdu konungsfjölskyld- unni í gær og snera sér þess í stað að endumýjuðum árásum á Mellor. Frá því var sagt að Mellor hefði klæðst búningi Chelsea þegar hann gekk til sængur með Antoníu en við- urkennt er að þau áttu í ástarsam- bandi í sumar. Sagan segir að Mellor hafi komið í ráðuneytið í búningnum undir jakkafótum sínum og brugðið sér úr vinnunni á fund Antoníu. Að loknum ástarfundum á Mellor að hafa lesiö allsnakinn upp úr Hamlet. Þegar sagan komst fyrst á kreik fór Mellor fram á að verða leystur undan skyldum síniun sem ráðherra en Mqjor neitaði að samþykkja afsögn- ina. Þeir eru nánir vinir og halda báðir með Chelsea í enska fótboltan- um. Mellor hefur ekkert viljað segja um málið annað en að hann eigi í erfið- leikum í hjónabandinu og vilji fá frið til að ráða fram úr málum sínum og konu sinnar. Leikkonan Antonia segist hins vegar eiga um 100 upptök- ur af símsvara sínum þar sem Mellor tjáir henni ást sína. Mellor er nú á fundi með mennta- málaráðherrum ríkja Evrópubanda- lagins í Birmingham. Hann hefur m.a. það hlutverk í ríkisstjóminni að endurskoða reglur um frelsi fjöl- miðla. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.