Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1992.
25
Hjónaband
Þann 8. ágúst voru gefin saman í Fríkirkj-
unni af séra Hjalta Guðmundssyni Sig-
rún Guðmundsdóttir og Sigþór Ein-
arsson. Heimili þeirra er að Sólbraut 19,
Seltjamamesi.
Ljósm. Nærmynd.
Fundir
Aðalfundur Framtíðarinnar
verður haldinn í dag, 8. september, kl. 19
í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík.
Björgunarsveit
Ingólfs
er nú að byija starfiö af fullum krafti og
leitar nú eftir nýjum félögum í sveitina.
Björgunarsveitin skiptist í 4 flokka sem
em landflokkur, sjóflokkur, bílaflokkur
og fjarskiptaflokkur. Nýliðar em teknir
inn í þá 2 stærstu: Landflokk sem sér um
leit og björgun á landi og sjóflokk sem
sér um leit og björgun á sjó. Starfið er
opið öllum strákum og stelpum sem hafa
náð 17 ára aldri. Þeir sem vilja kynna sér
þessi mál em velkomnir á kynningar-
fund sem verður haldinn miðvikudaginn
9. september kl. 20 í Gróubúð, Granda-
garði 1, Reykjavik.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
Töger Seidenfaden, forstjóri sjónvarps-
stöðvarinnar TV2 í Kaupmannahöfn,
flytur fyrirlestur í Odda, stofu 101,
fimmtudag 10. september kl. 17. Fyrirlest-
urinn fjallar um aukið samstarf Evrópu-
ríkja og afleiðingar þess fyrir norræna
samvinnu. Fyrirlesturinn er öllum op-
inn.
Tapaðfundið
Keli ertýndur
Laugardaginn 27. ágúst fór kötturinn
Keli að heiman. Hann er svartur og hvít-
ur á litinn. Þeir sem hafa orðið varir við
hann vinsamlegast hafi samband heim
tú hans að Neðstabergi 1, sími 71230.
Lyklaveski tapaðist
' Kolaportinu
Svart lyklaveski með 6 lyklum tapaðist í
Kolaportinu laugardaginn 5. september
sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma
632934.
Gleraugu fundust
Brúnleit kvengleraugu fundust í grennd
við gamla Kennaraskólann. Upplýsingar
í sima 14669.
THkynningar
Félag eldri borgara
Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Haust-
fagnaður félagsins verður í Risinu 11.
september. Húsið opnað kl. 19.
Endurski
í skam
Veiðivon
Litlaá í Kelduhverfi:
19,5 punda urriði
tók laxahrogn
Hrútafjarðará og Síká:
Tuttugu og
eitt pró-
sent betri
veiði en í
fyira
„Hrútafjarðará og Síká hafa gefið
370 laxa á þessari stundu. Það er
21% betri veiði en á sama tíma í
fyrra,“ sagði Gísli Ásmundsson í
gærkvöld er við spurðum frétta.
„Stærstu laxarnir eru fjórir 16
punda en stærsta bleikjan er 6
pund. Það hafa veiðst 400 bleikjur
en þær eru flestar 1 til 2 pund. Veið-
in hefur verið dágóð síðustu daga
og það sem hefur gefið þessu líf,
þrátt fyrir leiðinlegt veiðiveður,
eru nýir laxar sem hafa verið að
koma. Þessir gömlu geta verið treg-
ir en það vantar alveg stórfiskinn
ennþá,“ sagði Gísh í lokin.
-G.Bender
Litlaá í Kelduhverfi gefur ennþá
nokkra rígvæna urriða á hveiju ári
og um helgina veiddi Bjöm Guð-
mundsson frá Akranesi þann
stærsta í ánni, 19,5 punda fisk. En
það var Gústaf Guðmundsson á
Húsavík sem átti fyrra metið, 19
punda urriða, á flugu. Þetta met
Gústafs hefur staðið síðan 1988.
„Það eru komnir á land á annað
þúsund fiskar í sumar og hafa
veiðst 40 laxar,“ sagði Margrét Þór-
arinsdóttir í Laufási í gærkvöldi.
„Stærstu laxarnir eru 11 og 12
punda en aldrei hafa veiðst svona
margir laxar héma í Litluá áður.
Þennan stóra fisk veiddi Bjöm á
laxahrogn. Nokkrum dögum áður
komu einn daginn tveir 17,5 punda
urriðar. Við veiðum til 10. septemb-
er,“ sagði Margrét ennfremur.
-G.Bender
Hann Skarphéðinn Ásbjömsson á Blönduósi veiddi þennan 18 punda
urriða i Litluá fyrir fáum dögum. Fiskurinn tók Næturdrottninguna, túbu
númer tvö. DV-mynd Sigurður Kr.
Hrafnhildur Siguröardóttir meö 5
punda flugulax úr Réttarstreng,
Réttarfoss i baksýn. DV-mynd Ó
Þarna eru þeir feðgarnir Magnús
Óskarsson, t.v., og Óskar Magnús-
son, t.h., nýbunir að landa laxi
Magnúsar i Hrútafjarðará.
DV-mynd HS
Spilakvöld SÍBS og Samtaka
gegn astma og ofnæmi
Fyrsta spilakvöld haustsins er í
kvöld kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34, 3.
hæð. Kaffiveitingar. Félagar í SÍBS og
SAO eru kvattir til aö fjölmenna og taka
með sér gesti.
Foreldrafélag misþroska
barna
Undanfarin ár hefur Foreldrafélag mis-
þroska bama staðið fyrir leikfimitímum.
Iþróttafélag fatlaðra hefur nú boðið félag-
inu afiiot af aðstöðu sinni sem er ipjög
góð og hentar bömunum vel. Þeir sem
áhuga hafa á að nýta sér þessa íþrótta-
þjálfún em beðnir um að mæta miðviku-
daginn 9. september kl. 19.30 í íþróttahús-
ið í Hátúni 14. Þátttakendur þurfa að
ireiða ca kr. 2.500 fyrir önnina. Upplýs-
ingar er hægt að fá í síma 688002 þjá I.F.
eða 680790 hjá Foreldrasamtökunum.
Haustferð Jöklarannsókna-
félags Islands
Hin árlega haustferð félagsins í Jökul-
heima verður farin helgina 11.-13. sept-
ember 1992. Lagt verður af stað á föstu-
dagskvöld kl. 20 frá Guðmundi Jónassyni
hf. Borgartúni 34. Þátttaka tilkynnist
Stefáni Bjamasyni vs. 28544, hs. 37392 eða
Ástvaldi Guðmundssyni vs. 686312.
Dyngjan
Áfangaheimiliö Dyngjan hefur veriö
starfrækt um nokkurt skeið. Heimilið er
ætlaö konum sem lokið hafa áfengismeð-
ferð en þurfa frekari stuðning áður en
þær halda út í lifiö á nýjan leik. Dyngjan
hefur ekki mikla fjármuni til ráðstöfunar
og því er alltaf jiörf fyrir eitt og annað
sem komið getur að notum. Meðal þess
sem sárlega vantar em náttborð, sjón-
varp, kommóður, mottur, skrilborð og
sófar. Ef einhver er aflögufær um þessa
hluti eða aðra heimilishluti væri það vel
þegið. Þeim sem viija styrkja Dyngjuna
með gjöfum er bent á að hringja í síma
35450 eða 669807.
Leikhús
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Litla SVIÐIÐ:
KÆRA JELENA
ettir Ljúdmílu Razumovskaju.
Syningar 11/9,12/9,17/9,18/9,19/9,20/9
kl. 20.30.
Aðeins örfáar sýningar.
HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Sím-
onarson
Frumsýning 19. sept.
SALAAÐGANGSKORTA
STENDUR YFIR
Verð aðgangskorta kr.
7.040.
Frumsýningarkort, veró kr. 14.100 á sæti.
EIII- og örorkul ifeyrisþegar,
verð kr. 5.800.
Auk þess veita aðgangskort verulegan
afslátt á sýningar á Smíðaverkstæði og
Litla svlði.
Miöasala Þjóðleikhússlns er opin alla
daga frá 13-20 á meðan á kortasölu
stendur.
Miðapantanir frá kl. 10 virka daga i síma
11200.
Grelðslukortaþjónusta -
Græna linan 996100.
LEIKHÚSLÍNAN 991015.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Sala aðgangskorta
stendur yfir til 20. septemb-
er.
Verð kr. 7.400
ATH. 25% afsláttur.
Frumsýningarkort kr. 12.500.
Elll- og örorkulífeyrisþegar kr. 6.600.
erhafin.
Sala á einstakar sýningar hefst 12. sept.
Stóra sviökl. 20.00.
DUNGANONeftirBjörn
Th. Björnsson
Frumsýning (östudaginn 18 september.
2. sýn. lau. 19. sept. Grá kort gilda.
3. sýn. sun. 20. sept. Rauð kort gilda.
Miðasalan er opin daglega frá kl.
14-20 á meðan kortasalan fer fram,
auk þess ertekið á móti pöntunum i
sima 680680 alla virka daga kl. 10-12.
Greiðslukortaþjónusta.
Faxnúmer 680383.
Leikhúslínan sími 991015.
Tónlistarhátíð norræna
ungmenna
f kvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Lista-
safni íslands. Það eru þriðju tónleikar
hátíðarinnar sem stendur dagana 6.-12.
sept. Á efnisskránni eru sjö ný kammer-
verk. Dagskráin á morgun, miðvikudag,
hefst kl. 10 með þriöja og síðasta fyrir-
lestri þeirra félaga Ríkharðs H. Friðriks-
sonar og Hans P. S. Teglbjærg um algó-
ritmískar tónsmíðar. MilÚ kl. 14 og 16
mun tónskáldið Gérasd Grisey, heiðurs-
gestur hátíðarinnar, kynna hlustendum
tónlist síðan. Báðir fyrirlestrarnir fara
fram í húsnæði Tónlistarskólans í
Reykjavík að Laugavegi 178. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill.
Silfurlínan
s. 616262. Síma- og viðvikaþjónusta viö
eldri borgara alla virka kl. 16-18.
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands
heldur a.m.k. eitt námskeið í skyndihjálp
i hverjum mánuöi allt árið. Þessi nám-
skeið eru opin öllum 15 ára og eldri.
Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 9.
sept. kl. 20 í Fákafeni 11,2. hæð. Kennslu-
dagar verða 9., 10., 14. og 15. sept. Kennt
verður frá kl. 20-23. Leiðbeinandi verður
Guðlaugur Leósson. í tengslum við þetta
námskeið verður boðið upp á ný nám-
skeið sem ekki hafa verið opin fyrir al-
menning áöur, en eru talin mjög mikil-
væg. Þann 23. sept. verður námskeið um
móttöku þyrlu á slysstað. Þann 24. sept.
verður námskeið um áfalla- og stórslysa-
sálfræði. Nánari upplýsingar og skráning
er í síma 688188 fifá Ú. 8-16.